Morgunblaðið - 05.09.2000, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 B 11
KNATTSPYRNA
Danir spiluðu einfalt
!
I
I
Lárus Orri að ná sér
LÁRUS Orri Sigurðsson er á batavegi eftir að hafa slitið
krossbönd í leik með liði sínu West Bromwich Albion gegn
Stockport fyrir sex mánuðum. Gary Megson, knattspyrnu-
stjóri WBA, sagði staðarblaðinu Express & Star í gær að
Lárus muni leika með varaliði WBÁ á morgun gegn Old-
ham. „Lárus hefur komið okkur á óvart með fljótum bata
og það er friskandi að sjá hann aftur á æfíngu með restinni
af hópnum. Ég get ekki séð af hverju Lárus ætti ekki að
geta leikið með varaliðinu á morgun,“ sagði Megson. Upp-
haflega var reiknað með að Lárus gæti ekki byijað að leika
aftur fyrr en um áramót en hann hefur náð sér ótrúlega
fljótt.
Lárus hefur ekki snert bolta síðan hann var borinn af
velli eftir slæma tæklingu gegn Kevin Francis í mars en
Isem kunnugt er var hann valinn leikmaður ársins af áhang-
endum WBA þrátt fyrir að geta ekki lokið tímabilinu.
Meðan félagar Lárusar voru í sumarfríi var hann á fullu í
endurhæfingu og stífum æfíngum. Megson vill ekki selja
neina pressu á Lárus en vonast til að hann geti leikið með
aðalliðinu í lok september.
Hverju fannst þér Danir vera
Ibestir í?
„Þeir voru bara mjög hreyfan-
legir og létu boltann ganga og spil-
uðu einfalt. Varnarmennirnir hjá
þeim yfirleitt unnu boltann mjög
vel og spiluðu einfalt inn á miðjuna
eins og til dæmis Thomas Helveg
bakvörður. Þeir voru líka mjög ró-
legir og yfirvegaðir. Það var eins
og þeir vissu nákvæmlega til hvers
þeir væru komnir hingað og það
var að ná í stig, ekki endilega spila
fallega knattspyrnu og það gerðu
Iþeir á mjög fagmannlegan hátt.“
Finnst þér meira búa í íslenska
liðinu?
Ríkharður Daðason umkringdur dönskum leikmönnum.
Morgunblaðið/Sverrir
Kjaftshöggin
koma inná milli
úrslitum og við verðum bara að
halda áfram. Það má alltaf búast
við einu og einu kjaftshöggi. Þessi
heimavöllur er búinn að vera mikið
vopn fyrir okkur og verður það
áfram.“
Fannst þér heyrast nógu mikið í
áhorfendum?
„Það fer eftir við hvað maður er
að miða. Það er önnur stemmning
á landsliðsleikjum en félagsleikj-
um en kannski hefði mátt vera
meiri stuðningur."
ARNÓR Guðjohnsen fylgdist með íslandi bíða lægri hlut gegn
Dönum á laugardag. Arnór hefur mikla reynslu af landsleikjum þar
sem hann lék sjálfur 73 leiki fyrir íslands hönd. „Ég hef séð betri
landsleiki. Það var svekkjandi að tapa þessu niður eftir að komast
yfir. Mér fannst við byrja ekkert ósvipað og á móti Svíunum, bökk-
uðum og vörðumst aftarlega. Við gerðum það ágætlega í leiknum
en hins vegar þegar við fengum boltann hefðum við mátt sækja
hraðar fram og á fleiri mönnum. Eins og leikurinn þróaðist hefði
ég viljað sjá strákana verjast framar," sagði þessi kunni snillingur.
Arnór lék lengi sem framherji
með íslenska landsliðinu.
Hann var spurður hvort erfitt væri
vera í því hlut-
Eftjr verki í leik í heims-
Irisi Björk meistarakeppni.
Eysteinsdóttur „Það var miklu erf-
iðara hér áður fyi'r
þegar við vorum miklu meira í
vörn. Ætli það hafi ekki verið í
kringum 70 prósent af mínum
landsleikjum sem við hreinlega
lágum í vörn og treystum á
skyndisóknir ásamt því að ná ein-
um og einum leik inná milli þar
sem gekk ágætlega. Ég veit nátt-
úrlega hvernig það er að spila með
landsliðinu í sókninni og það er oft
mjög erfitt."
Fannst þér íslenska liðið geta
gert betur eða var það danska
svona miklu betra?
„Nei, alls ekki og eftir að við
komust yfir hafði ég það á tilfinn-
ingunni að þessi leikur myndi ekki
tapast en svo snerist blaðið við og
jöfnunarmarkið var aigjört kjafts-
högg. Annað markið sem þeir
skoruðu kom strax eftir hálfleikinn
og það var smáheppnisstimpill yfir
því en kannski, ef ég á að vera
sanngjarn, þá voru Danir betri í
þessum leik.
„Já, við höfum séð íslenska liðið
í undanförnum leikjum spila miklu
betur en þetta og náð frábærum
Óvænt í Færeyjum
FÆREYINGAR náðu óvæntu jafntefli í fyrsta leik sínum í fyrsta riðli
undankeppni HM á laugardag. Slóvenar komust í 2:0 en Uni Arge og
Ossur Hansen komu gestunum aldeilis á óvart og skoruðu sitt hvort
markið á síðustu þremur mínútum leiksins og jöfnuðu leikinn.
Glæsilegt mark
Jóhannesar Karls
JÓHANNES Karl Guðjónsson
skoraði glæsilegt mark beint
úr aukaspyrnu af 30 metra
færi á sunnudaginn þegar lið
hans RKC Waalwijk sigraði
Roosendaal, 2:1, í hollensku
úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Þetta var fyrsta mark leiksins
og vendipunktur hans. RKC
er í þriðja sæti deildarinnar
með sex stig eftir þrjá leiki
en fyrir ofan eru Nijmegen
með 7 stig og Feyenoord með
6 stig.
Ólafur Gottskálksson
varði vítaspymu
Stuttu áður hafði Milan Osterc
leikið í gegnum færeysku
vörnina og skorað annað mark
Slóvena gegn gangi leiksins. Saso
Udovic skoraði fyrra mark Slóvena
á 25. mínútu.
Ungverjar komu á óvart
Ungverjar komu á óvart og náðu
jafntefli á heimavelli gegn Itölum,
Isilfurliðinu á Evrópumótinu í sum-
ar. ítalir, sem voru að leika sinn
fyrsta leik undir stjórn Giovanni
Trappatoni, náðu tvívegis foryst-
unni með mörkum frá Filippo
Inzaghi en Ferenc Horvarth, leik-
maður Enegie Cottbus í Þýska-
landi, jafnaði metin í tvígang.
Paolo Maldini fyrirliði ítala jafnaði
landsleikjametið, en hann lék sinn
(< 112. landsleik sem eru jafnmargir
og Dino Zoff, fyrrum landsliðs-
þjálfari ítala, lék á milli stanganna
hjá ítölum á árum áður.
Rúmenar f basli
Rúmenar lentu í miklum vand-
ræðum með Litháa á heimavelli
sínum í Búkarest. Það var ekki
fyrr en á 89. mínútu sem varamað-
urinn Ionel Ganea tókst að tryggja
Rúmenum sigur með skallamarkið.
Þetta var 9. mark Ganea í 17 leikj-
um fyrir rúmenska landsliðið en
hann tryggði eins og frægt er
Rúmenum sigur á Englendingum
á Evrópumótinu með marki úr
vítaspyrnu á lokamínútunni. Lítill
áhugi var á leiknum og mættu að-
eins 4.000 manns á völlinn. Ástæð-
una má eflaust rekja til þess að
goðið, Gheorghe Hagi, ákvað að
leggja landsliðsskóna á hilluna eft-
ir Evrópumótið í sumar svo og
varnarjaxlinn Gheorge Popescu.
Auðvelt hjá Portúgölum
Portúgalar, sem unnu hug og
hjarta margra knattspyrnuáhuga-
manna með skemmtilegri spila-
mennsku á Evrópumótinu í sumar,
unnu öruggan sigur á Eistum í
Tallinn, 1:3. Portúgalar sýndu
svipuð tilþrif og á Evrópumótinu
og þeir Rui Costa og Luis Figo
skoruðu báðir falleg mörk og
Ricargo Pinto setti svo punktinn
yfir i-ið með því að koma Portúgöl-
um í 3:0 áður en heimamenn náðu
að klóra í bakkann.
Hollendingar
sluppu með skrekkinn
Hollendingar léku sinn fyrsta
leik undir stjórn Luis van Gaal og
máttu þakka fyrir jafntefli á
heimavelli gegn írum. Robbie
Keane og Jason McAteer komu ír-
um í 2:0 og Hollendingar vissu
ekki hvaðan á þá stóð veðrið. Þeir
lögðu þó ekki árar í bát og tókst
að jafna metin á síðustu 20 mín-
útum leiksins. Jöfnunarmarkið var
sérlega glæsilegt en þrumuskot
Giovanni van Bronckhorst af 25
metra færi þandi netmöskvana.
ÓLAFUR Gottskálksson var í að-
alhlutverki í liði Brentford sem
gerði markalaust jafntefli gegn
Wycombe í ensku 2. deildinni í
knattspyrnu á laugardaginn.
Ólafur sýndi snilldartilþrif strax
í upphafí leiks þegar hann varði
úr dauðafæri og í byrjun síðari
hálfleiks gerði hann sér Iítið
fyrir og varði vítaspyrnu. fvar
Ingimarsson lék cinnig allan
Ieikinn með Brentford.
Ron Noades, knattspyrnustjóri
Brentford, lýsti yfír sérstakri
ánægju með frammistöðu Ólafs
en hann gagnrýndi sjónvarps-
stöðina Sky harkalega fyrir um-
fjöllun sína í garð Ólafs eftir 2:6
tapleik Brentford gegn Bristol
Rovers í siðustu viku. „Ólafur
hefur verið frábær það sem af er
tímabilinu og umfjöllun Sky á
dögunum var mjög ósanngjörn,"
sagði Noades.