Morgunblaðið - 05.09.2000, Side 15

Morgunblaðið - 05.09.2000, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 B 15» AKSTURSIÞROTTIR Morgunblaðið/Gunnlaugur E. Briem Feðgarnir Rúnar og Jón Ragnarsson gáfu ekkert eftir. Öruggur akstur hjá Rúnari og Jóni ÍSLANDSMEISTARARNIR frá því í fyrra, feðgarnir Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson á Subaru Impreza innsigluðu sigur sinn i al- þjóðarallinu á laugardaginn eftir þriggja daga keppni og eru þeir þar með komnir með aðra höndina á Islandsmeistaratitilinn því fátt getur komið í veg fyrir titilvörn þeirra. í öðru sæti voru þeir Baldur Jónsson og Geir Óskar Hjartarson á Subaru Legacy, tæp- um þremur mínútum á eftir þeim Rúnari og Jóni og í þriðja sæti urðu þeir Páll Halldór Halldórsson og Jóhannes Jóhannesson á Mitsubishi Lancer en þeir voru 52 sekúndur frá öðru sæti. Gunnlaugur EinarBriem skrifar Ifjórða sæti höfnuðu Sigurður Bragi Guðmundsson og Rögn- valdur Pálmason á Rover Metro og í því flmmta urðu Hjörleifur Hilmars- son og Páll Kári Pálsson á Mitsubishi Lancer en einungis sjö sekúndur skildu á milli þessara áhafna eftir 325 kílómetra akstur á sérleiðum. Steingímur Ingason og Karl Jóhann Ásgeirsson sigruðu í flokki bíla með drif á einum öxli. Nokkuð var um bilanir hjá ökumönn- um, bæði Baldur og Geir á Legacy og Páll Halldór og Jóhannes á Lancer þurftu að gh'ma við vandamál allt rallið og sökum þess var kannski hraðinn í rallinu minni en ella ásamt því að Hjörtur P. Jónsson og Isak Guðjónsson á Toyota Corolla WRC voru ekki með í keppninni. Gátu því Rúnar og Jón ráðið ferðinni og komu þeir bílnum í mark nánast í sama ástandi og þegar keppni hófst. „Þetta var mjög erfið keppni en jafnframt þægilegt að keyra,“ sagði Rúnar Jónsson að keppni lokinni. „Við gátum stjórnað hraðanum á keppninni út í gegn. Baldur var í smá erfiðleikum með bílinn á köflum þannig að við gátum leyft okkur að stjórna keppninni og hlífðum bílnum þar sem við átti en tókum á honum á sumum leiðum. Annars fórum við ör- uggt og vel í gegnum þetta enda rallýið langt og nauðsynlegt að hugsa fram til síðasta dags. Það þýðir ekk- ert að vera með bílinn hálfslappan fyrir síðasta daginn þannig að við þurftum að ákveða fyrir rallýið hvernig við ætluðum að keyra keppn- ina út í gegn en spila jafnframt á stöðuna sem upp kom. Þetta þróað- ist, kannski ekki fyrir aðra, en fyrir mig, eins og maður hafði pantað þetta, þetta var alveg eins og við vild- um hafa það,“ sagði Rúnar. Aðstoðarmenn eiga stóran hlut Sagði Rúnar að án allra viðgerðar- og aðstoðarmanna hefðu þeir ekki náð þessum árangri því það liggur meira á bak við rallý en að aka bíln- um og sagði hann að þeir ættu hrós skilið. í keppni sem þessari fylgja hverjum rallýbíl að minnsta kosti þrír til fjórir viðgerðarbílar og fjöld- inn allur af viðgerðarmönnum. Staðan vænleg Fátt getur komið í veg fyrii- að Rúnar og Jón verði íslandsmeistarar en sá möguleiki er fyrir hendi að Baldur og Geir sigri í næstu keppni og Rúnar og Jón heltist úr lestinni. Þá verða þeir Baldur og Geir Islandsmeistarar. í sumar hefur það sýnt sig að allt getur gerst og því verður næsta keppni, sem er eftir þrjár vikur, að leiða það í ljós hver verður íslandsmeistari í ár en eitt er öruggt að titillinn verður áfram í vörslu sömu fjölskyldunnar því Bald- ur er bróðm Rúnars og sonur Jóns. Baldur og Geir eru til alls líklegir en þeim gekk ekki sem skyldi í þessari keppni sökum bilana. Algjört basl „Þetta rallý var eitt stórt basl frá a til ö en það hafðist," sagði Baldur. „Við rétt komumst í mark í lokin. Það hefði ekki mátt vera ein sérleið í við- bót því þá hefðum við ekki náð að ljúka keppni, þetta rétt slapp. Við verðum að sætta okkur við þetta sæti enda var maður búinn að gera það í gær þótt ég hefði viljað berjast um fyrsta sætið, en það kemur rallý eftir þetta rallý,“ sagði Baldur, ánægður með að hafa lokið keppni því tölvu- heili bílsins hefur verið að stríða þeim allt rallið og fór bilunin versn- andi eftir því sem á rallið leið. Baldur og Geir gátu fyrir algera tilviljun fundið út hvað ætti að gera til að heil- inn myndi vinna eðlilega. Á einni sér- leiðinni var Geir orðinn svo piiTaður yfir því að bfllinn komst ekkert áfram að hann sparkaði á þann stað þar sem heilinn er í bflnum og þá tók bfllinn við sér. Var þetta óspart notað það sem eftir var af keppninni og sagði Baldur að Geir hefði verið kominn með krampa í fótinn á síðustu sérleið eftir að hafa haldið við heilann allan tímann. Hálfbremsulaus og án túrbínu Páll Halldór og Jóhannes urðu fyr- ir því að bfll þeirra varð hálfbremsu- laus á öðrum degi og urðu þeir að reiða sig á frambremsur þar sem aft- urbremsurnar voru meira og minna úr sambandi. Töpuðu þeir miklum tíma sökum þessa. Þeir náðu að gera við bremsurnar í viðgerðarhléi um kvöldið og voru þeir staðráðnir í að ná þeim Baldri og Geir á síðustu sér- leiðunum. „Við ætluðum að gera heiðarlega tilraun til að ná Baldri og það byrjaði vel á fyrstu sérleið á síð- asta degi og svo á annarri leið um Kaldadal. Þá ætluðum við að bæta dálítið í en ókum útaf og töpuðum við það tíu til fimmtán sekúndum við að komast inn á veginn aftur. Svo héld- um við að bfllinn væri í algjöru ólagi og keyrðum bara rólega það sem eft- ir var, vorum ekkert að rembast. Þannig að rallið var búið þá og við reyndum bara að halda haus en þá gaf túrbínan sig á næstsíðustu leið um Kleifarvatn og við kláruðum Djúpavatnsleiðina á dóli, við áttum ekki möguleika á öðru sætinu. Það var gaman að geta lokið keppni úr því sem komið var en það var ekki ætlun- in að lenda í þriðja sæti, okkur lang- aði að vinna - við gerum það næst. Svo virðist sem flestir ökumenn séu sáttir við sín úrslit þótt flestir en Rúnar og Jón hafi ætlað að gera bet- ur en með tímanum æxlaðist rallið á þann veg að ökumenn voru ánægðir að Ijúka keppni eftir svona langt rallý og voru því ánægðir með sitt sæti,“ sagði Páll. Sigurður Bragi og Rögn- valdur á Rover Metro hafa ekki ekið mikið í sumar og voru þeir því seinir í gang og töpuðu þeir miklum tímum á fyrstu leiðum en voru ánægðir með að sigra á síðustu sérleið rallsins um Djúpavatn og jafnframt þá erfiðustu, en þeir áttu í hörkubaráttu við þá Hjörleif og Pál Kára á Mitsubishi Lancer. PUNKTAR ■ BRESKU hermennimir luku allir keppni á Land Rover-jeppum sín- um en þeir urðu ekki síðastir þar sem Dali (Öm) ók á Trabant sínum hálftíma lengur en hermennimir. Það tók Dala rúmar fimm klukku- stundir að aka 20 sérleiðir á meðan Rúnar og Jón óku sömu leið á rétt undir þremur tímunum. ■ SÁ undarlegi atburður átti sér stað á sérleið um Tröllháls að einn af Land Rover-jeppum bresku her- mannanna staðnæmdist skyndilega og hljóp bflstjórinn út í vegkant til að sinna líkamlegum þörfum sín- um. Þeir töpuðu einni og hálfri mín- útu á þessu frekar óvænta stoppi. ■ TRABANTINN hans Dala hefur að minnsta kosti tíu sinnum færri hestöfl en Subaru Rúnars þar sem Trabant er 30 hestöfl. ■ ÆVAR Ingólfsson og Ómar Björnsson sem óku á Toyota Hilux veltu bifreið sinni á Gunnarsholti og sökum þess hversu vegurinn er niðurgrafinn komst enginn fram hjá þeim og þurftu sjö áhafnir að velta bflnum við þar sem hann var skorðaður milli grasbakka. ■ ALLAR sérleiðir voru ræstar á réttum tíma nema leiðin um Geit- háls sökum þess að lítill hópur ein- staklinga gat ekki sýnt þessari íþrótt þann skilning að loka þyrfti vegum í stuttan tíma þrátt fyrir að öll tilskilin leyfi hefðu verið til stað- ar. isisport.is Upptýsingar tsima 580 2525 Textavarp ÍÚ 110-113 RÚV281, 283 og 284 VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN Þrefaldur vinningur í næstu viku Jókertölur vikunnar 4 7 7 4 3 Tívolítölur vikunnar 098812 111185 106400 618852 Næsta ferð verður farín 8. september OT^ OQ\ Söluland 1. "y ”/ vinningsins bónustölur var Danmörk Alltafá miövilaidögum Maestro ÞITT FE HVAR SEM ÞÚ ERT vg> mbl.is _/\LL.TAf= GITTH\SAG NÝTT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.