Morgunblaðið - 17.09.2000, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 17.09.2000, Qupperneq 18
18 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Atli Rafn, Ólafur Darri og Nanna Kristín. Nanna Kristín og Hjalti Rögnvaldsson. Ásett verð er 4,7 millj. stað- greiðsluverð kr. 3.990 þús. Skipti á I ódýrari möguleiki. Vel með farinn og flottur bíll. Upplýslngar s. 897 4116 eða 694 8444 e-mail: biluppl@hotmail.com „SHOPPING & Fucking“ er nýtt breskt leikrit sem Egg-leikhúsið frumsýnir í dag, sunnudaginn 17. september, í Nýiistasafninu. Verkið er eftir Mark Ravenhill og sýnt í samvinnu við Nýlistasafnið og Leik- félag íslands og það er Viðar Egg- ertsson sem leikstýrir. Það er orðið nokkuð um liðið síð- an Egg-leikhúsið var seinast með sýningu og þegar Viðar er spurður hvers vegna hann haldi enska nafni verksins svarar hann því til að hér séu oft sýnd verk með erlendum nöfnum, eins og II Trovatore og La Traviata. „Svo er þetta slangur," segir hann, „og þar sem innkaupa- karfa er lógó sýningarinnar, held ég að þetta skiljist mjög vel.“ Verkið er eftir breskan höfund en úr hvaða umhverfi er það sprottið? „Það er sprottið úr Royal Court leikhúsinu í London sem hefur rekið höfunda- smiðju um langan tíma, á annan áratug, við mjög giftusamlegan ár- angur. Það er augljóslega mjög vandað til þeirrar smiðju vegna þess að þaðan koma höfundar sem hafa vakið mikla athygli eins og Mark Ravenhill og Sarah Kane sem skrifaði ótrúleg verk sem vöktu mikla athygli, en er því miður látin núna, fyrirfór sér fyrir einu og hálfu ári. En verk þessara tveggja höfunda eru nú sýnd um allan heim og þegar fjallað er um þau er jafnan vísað til leikritsins Horfðu reiður um öxl eftir John Osborne, vegna þess að þegar það var frumsýnt árið 1956, kvað við nýjan tón í leikritun. Horfðu reiður um öxl olli straum- hvörfum vegna þess að John Os- borne setti upp á svið persónur sem áhorfendur voru ekki vanir að sjá, með tungutak sem þeir voru ekki vanir að heyra í leikhúsi. Mark Ravenhill leikur þennan sama leik 1996 þegar hann skrifar Shopping & Fucking, nema hann kemur með enn nýtt fólk á sviðið. Að öðru leyti eiga þessi leikrit ekk- ert sameiginlegt. En ef maður ætlar að ná fram sömu áhrifum í leikhúsi Grimmasta leik- rit okkar tíma og Horfðu reiður um öxl náði fram á sínum tíma, velur maður þetta verk.“ Öðrum þræði byggt upp eins og Sköpunarsagan Þegar allt er til sölu, jafnvel innilegustu til- fínningar, er ekki mikil mýkt og hlýja í líf- inu. Viðar Eggertsson leikstjóri segir Bfllinn er kcyrður 15 þús. km og er vel búinn, leður, rafmagn í öllu, topplúga, 18" álfelgur, 15" varafelgur fylgja, BMW-soundsystem, litur aspensilver, aksturs- og viðvörunartölva o.m.fl. Um hvað fjallar verkið? „Þetta verk fjallar um fólk sem lætur hvers kyns neyslu ráða lífi sínu og það er allt til sölu, jafnvel innileg- ustu tilfinningar. Oðrum þræði er þetta byggt upp eins og Sköpunar- sagan og hefur mjög sterkar Biblíu- skírskotanir, vísar í Adam og Evu, syndina, höggorminn og Paradís og það gerist á sjö dögum. Efnisþráðurinn segir frá Robba og Lúlú sem búa hjá Mark og þegar Mark fer frá þeim til þess að fara í meðferð, verða þau að sjá um sig sjálf og Lúlú „er svo heppin“ að fá starf við að selja þrjú hundruð e- töflur. En Robbi klúðrar sölunni og „dílerinn“ þein-a gefur þeim sjö daga frest til þess að ná í peningana sem þau skulda honum. A sjötta degi birtist Mark aftur. Með honum er Gary, ungur dreng- ur sem er í leit að ákveðinni þjón- ustu. Hann hefur peninga til þess að borga fyrir þá þjónustu og nú ríður á að þremenningarnir veiti þjónustuna til þess að fá peningana. En hvað það er sem Gary vill fá, verður að sjálfsögðu ekki gefið upp hér.“ Egg-leikhúsið hefur ekki sýnt í Nýlistasafninu sfðan 1984, þegar Skjaldbakan kemst þangað líka var fært upp, en fyrsta sýning Egg- leikhússins þar var 1981, sýning fyrir einn áhorfanda í einu, þar sem TILSÖLU BMW 5231 steptronic nyskiáður 14.09.1999 Súsönnu Svavarsdóttur frá efniviði leikrits- ins Shopping & Fucking sem frumsýnt verður í Nýlistasafninu í kvöld. Morgunblaðið/Kristinn Myndlistarmennirnir Ása Heiður Rúnarsdóttir, Darri Lorenzen, Ingi- björg Magnadóttir, Jóhannes Hinriksson, Magnús Sigurðarson. Viðar var eini leikarinn og segist síðan hafa lent í ferðalögum með. En það er nú líka orðið nokkuð langt síðan Egg-leikhúsið hefur staðið fyrir leiksýn- ingu, ekki satt? Gekk út þegar ég sá leikritið fyrst „Egg-leikhúsið hefur legið í dvala frá 1993 en síðastliðið ár höfum við Hrafnhildur Hagalín og Bjarni Jónsson starfað saman og Egg-leikhúsið hefur verið okkar umræð- ugrundvöllur um leikhús. Við höfum verið að ræða um stöðu leikhússins hér á íslandi og smám saman varð til sú löngun hjá okkur að setja upp þetta verk. Okkur fannst full ástæða til þess að íslenskir áhorfendur fengju að njóta þess markverðasta sem er að gerast í leikritun í Evrópu og þar sem við sáum ekki fram á að neinn ætlaði að hrinda því í framkvæmd að setja upp þetta verk, þá litum við í eigin barm og komumst að því að við gætum bara gert það sjálf í stað þess að bíða eftir að einhver annar gerði það og þar erum við komin að kjarna Egg-leikhússins, því það Morgunblaðið/Golli Viðar Eggertsson leikstjóri. hefur alltaf verið vettvangur til þess að gera það sem mann langar til að gera en aðrir hafa ekki beðið mann um.“ Hvað er það við verkið sem ykkur fannst svona spennandi? „Þetta er mjög svo ögrandi verk og alls ekki fyrir börn og viðkvæmt fólk. Það er svo ögrandi að þegar ég sá það fyrst í London fyrir þremur árum, þá gekk ég út. Ég veit ekki hvort það segir meira um verkið eða mig. En þegar ég var búinn að komast yfir mesta sjokkið og fór að lesa verkið, sá ég hvað það var vel skrif- að og vel hugsað og komst kannski að því að það var ég sjálfur en ekki verkið sem var ástæðan fyrir því að ég gekk út. En það er svo sem full ástæða til þess að vara fólk við því.“ Myndlistarsýning í tengslum við uppfærsluna „Shopping & Fueking hefur verið kallað grimmasta leikrit okkar tíma en það verður hver og einn að eiga við sjálfan sig, rétt eins og ég þurfti að gera. En þar sem við vorum að tala um Nýlistasafnið, þá var hug- myndin sú að setja verkið upp í öðruvísi umhverfi en hefðbundnu leikhúsi. Við fórum fljótlega að tala um Nýlistasafnið og fyrir tilviljun var laust pláss hér í húsinu vegna þess að það féll niður sýning sem hét Siðaskiptin og var í tengslum við Kristnihátíð. Við ákváðum að bjóða ungum myndlistarmönnum að gera verk og sýna í öðrum sölum safnsins; verk sem væru eiginlega samtal við leikritið, eða þeirra út- færsla á inntaki verksins. Sú mynd- listarsýning var opnuð í gær og mun standa yfir á meðan við sýnum leikritið hér, eða í tvær vikur. Þeir listamenn sem sýna eru Ása Heiður Rúnarsdóttir, Darri Lorenzen, Ingibjörg Magnadóttir, Jóhannes Hinriksson, Magnús Sigurðarson og Sara Björnsdóttir." Yfirskrift sýningarinnar er Klisj- an er hámark tjáningarinnar og myndlistarmennirnir hafa unnið undanfarna mánuði í leit að sameig- inlegum fleti með leikritið í for- grunni. Út úr þessu samstarfi ákváðu myndlistarmennimir að vinna út frá gefnum hlutverkum sem bii-tast í eftirfarandi orðum: Ása sem Liberty, Darri sem Inn- ocence, Ingibjörg sem Emotional, Jóhannes sem Solid, Magnús sem Melancholy og Sara sem Presence. Eins og Viðar segir, verður Shopping & Fucking aðeins sýnt í tvær vikur en sýningar verða þéttar því alls verður uppfærslan sýnd tíu sinnum á þeim tíma. „Þetta er það sem leikhúsfólk dreymir um,“ segir hann, „að sýna mjög þétt til þess að sýningin fái að þéttast og þróast hratt en það hefur verið lenska í ís- lenskum leikhúsum að sýna hvert verk einu sinni, í mesta lagi tvisvar, í viku og það er óþægilegt fyrir leikarana að svo langur tími líði á milli sýninga. Þessi þétti, stutti sýn- ingartími er samkvæmt þeim sam- tölum sem við Hrafnhildur og Bjarni höfum átt um að setja leik- verkið og leikarana í öndvegið í stað þess að leggja alla þessa áherslu á markaðssetningu og allt hjómið sem er farið að vera í kringum leik- hús.“ í Shopping & Fucking eru fimm persónur og með hlutverkin fara þau Ólafur Darri Ólafsson, Atli Rafn Sigurðarson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Hjalti Rögnvaldsson og Agnar Jón Egilsson. Verkið þýddi Bjarni Jónsson og útlit sýn- ingarinnar hannar Sonný Lísa Þor- björnsdóttir. Lýsing er í höndum Sigurðar Kaisers, tónlistina sér DJ Darri Lorenzen um og dramatúrgar eru þau Bjarni Jónsson og Hrafn- hildur G. Hagalín.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.