Morgunblaðið - 17.09.2000, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000 31
Morgunblaðið/Ásdís
Sælgætið er framleitt jafnóðum og reynt er að hafa lagerinn sem
minnstan svo sælgætið sé alltaf nýtt og ferskt.
hvers og eins er.
Við giskum þó á að markaðshlut-
deild okkar sé 12-13% af heildar-
myndinni, þ.e. ef sala á innfluttu
sælgæti er tekin með. Ef aðeins er
horft á íslensku framleiðsluna þá
teljum við að hlutdeild okkar sé
20%.“
Hvaðan kemur samkeppnin
helst?
„Samkeppnin er einkum frá gífur-
lega miklu úrvali sælgætis sem flutt
er inn ásamt samkeppni við inn-
lenda framleiðendur sem eru með
svipaðan vélakost og þar af leiðandi
er framleiðslan ekki svo ólík.“
Það kemur fram í máli þeirra að
árið 1996 fór Freyja að dreifa vör-
um frá norska fyrirtækinu Freia og
einnig KA-vörum en það fyrirtæki
keyptu þeir ekki alls fyrir löngu.
KA-vörur framleiða meðal annars
bananastangir og súkkulaðifroska.
Þegar spurt er um veltutölur fyr-
irtæksins segjast þeir ekki vilja gefa
þær upp. „Við höfum verið með 20%
veltuaukningu í magni síðustu tvö
árin og það stefnir í meiri aukningu
á þessu ári.“
Hverju er þetta að þakka?
„Við þökkum þetta einkum öflugu
starfsfólki í framleiðslu og sölumál-
um og svo auðvitað gæðum vörunn-
ar.“
Teljum sameiningu
nauðsynlega
Þeir segja þó að það sé orðið mjög
erfitt að fá starfsfólk í framleiðslu-
störfin. „Nú vantar okkur 4-5
manns í framleiðsluna. Þetta þýðir
mikið álag á þá sem fyrir eru.“
Hvert stefnið þið í framleiðslu
ykkar?
„Við munum leitast við að auka
gæði vörunnar og reyna að halda
hlutdeild okkar á markaðnum. Mið-
að við húsnæðis- og tækjakost ráð-
um við ekki við miklu meiri aukn-
ingu en nú er orðin.“
Hafið þið reynt að koma vörum
ykkar á erlendan markað?
„Við reyndum útflutning árið
1998 til Damerkur. Fluttum við þá
út Bombur. Til þess að útflutningur
gangi þarf að leggja mikið fjármagn
í markaðsmálin svo hægt sé að
auglýsa vöruna upp. Við lögðum
ekki út í þá fjárfestingu svo þessi
tilraun gekk ekki upp.“
Hvernig sjá þeir framtíðina fyrir
sér?
„Við teljum að það sé nauðsynlegt
að sameina Sælgætisgerðina Freyju
öðru fyrirtæki á íslenskum mat-
vælamarkaði og skapa stærri og öfl-
ugri einingu þannig að við séum í
stakk búnir til að keppa við erlend
stórfyrirtæki. Ég sé því fyrir mér að
við eigum síðar meir eftir að sam-
einast íyrirtæki í matvælafram-
leiðslu.
Að öðru leyti er það markmið fyr-
irtæksins að vera í stöðugri fram-
þróun og auka tæknivæðinguna."
Meira magn er krafa
markaðarins
Þróunin hefur verið sú að fólk
hefur viljað í auknum mæli hafa
eitthvað saman við súkkulaðið.
Helst vilja neytendur fá sælgæti
sem einhver athöfn er við að borða
eins og það braki í súkkulaðinu eða
það teygist á karamellunni. Þegar
fólk borðar til dæmis Freyju staur
þá rífur það gjarnan staurinn í
tvennt, sleikir kremið innan úr og
borðar síðan kexið. Hreint súkkul-
aði er ekki á uppleið í sölu.“
„Krafa markaðarins hefur einnig
verið meira magn, þar af leiðandi
stærri umbúðir. Meira magn þýðir
lægra verð en um það eru neytend-
ur eflaust að hugsa,“ segir Ævar.
„Neysla sælgætis hefur aukist á
undanförnum tíu árum en hún hefur
nánast tvöfaldast á þessu tímabili,“
bætir hann við.
Umræða um gildi hollrar fæðu
hefur ágerst töluvert í þjóðfélaginu.
Hafið þið orðið varir við eftirspurn
eftir hollustusælgæti?
„Rannsóknir hafa sýnt að súkkul-
aði er hollt ef þess er neytt í hófi.
Við höfum gert tilraun til að þróa
sælgæti meðal annars með þurrkuð-
um ávöxtum en okkur hefur ekki
tekist að gera bragðið þannig að við
sættum okkur við það.“
Hver vörutegund hefur
ákveðna hnynd
Þegar markaðsmálin eru rædd
kemur fram að innan fyrirtæksins
er rekin sex manna söludeild sem
sér um þá hliðina. Hvernig hefur
kynningum á sælgætinu frá Freyju
verið háttað?
„Við auglýsum okkar vörur í öll-
um helstu fjölmiðlum landsins,
kynnum þær í verslunum og á vegg-
spjöldum. Fyrir sælgætisiðnaðinn
hefur myndmiðillinn verið talinn
áhrifaiíkastur því höfum við lagt
mesta áherslu á hann en tengt þær
auglýsingar við blaða- og tímari-
tsauglýsingar.
Vefur fyrirtækisins var opnaður
fyrir fjórum árum. Þar kynnum við
fyrirtækið og þar er hægt að panta
vönir.
Þegar við höfum breytt vörum
okkar höfum við markaðssett þær
upp á nýtt og þá gjarnan farið í
auglýsingaherferð.
Stefnan hjá okkur hefur verið sú
að hver vörutegund hafi ákveðna
ímynd eins og þegar við vorum að
auglýsa Rís súkkulaðið þá var yfir-
skrift þeirrar auglýsingar: „Attu
vin“ og átti það að höfða til þess að
menn deildu súkkulaðinu með öðr-
um.
I flestum okkar auglýsingum höf-
um við notast við þekkt andlit sem
við teljum árangursríkt. Við fengum
til dæmis Jón Gnarr til að auglýsa
Villiköttinn sem heppnaðist vel.
Kostnaður við
markaðssetningu mikill
Kostnaður við markaðssetningu
sælgætis er mjög mikill. En við telj-
um að um leið og við hættum að
auglýsa fari markaðshlutdeild okkar
niður.“
Hver er hlutdeild Sælgætisgerð-
arinnar Freyju í heildarsælgætis-
markaðnum?
„Það hefur ríkt ákveðin leynd yfir
veltutölum fyrirtækja í sælgætisiðn-
aði hér á landi þannig að það hefur
verið erfitt að átta sig hver hlutur
Lokadagur
Útsölunni lýkur kl. 18 í kvöld áESSO-stöðinni
á Geirsgötunni viö Faxaskála!
Dæmi um verð:
• Svefnpokar - 1.900 kr.
• Veiðistöng, Red Wolf - 1.400 kr.
• Veiðibox, Red Wolf - 200 kr.
• Nike golfgjafasett — 1.400 kr.
• Jólaspiladós - 400 kr.
• Áttaviti, stór - 400 kr.
• Skæri með upptakara - 200 kr.
• Grilláhöld, 5 stk. - 900 kr.
• Grillkveikikubbar - 90 kr.
• Geisladiskar - frá 200 kr.
• Kolagrill - frá 900 kr.
• Grillkol - 100 kr.
• Körfuboltar - 100 kr.
• Bílamottur, 4 stk. - 1.600 kr.
• Sólgardínur í bíla, stórar - 300 kr.
Uppboð
Sýningargrillin frá ESSO-stöðvunum í sumar verða boðin upp
klukkan 16 í dag á þjónustustöð ESSO við Geirsgötu.
£sso
Olíufélagið hf
www.esso.is
\
• 60
• Bí
Atvötui
Vauötut