Morgunblaðið - 17.09.2000, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000 25
hrinunni. „Pað vissi enginn hvað við
ættum eftir að sjá, en við sáum
kletta, sem var skemmtilegra en
fyrri myndir frá Mars, sem sýndu
flatt og sviplaust landslag. Við höfð-
um einmitt vonast til að lenda þar
sem hefðu verið flóð og landslagið
því tætt, eins og hér,“ segir Smith og
bendir í kringum sig á rofið hraunið.
„Við þessar aðstæður getur að líta
margar bergtegundir saman og við
höldum að við höfum séð slíkt á
Mars.“
Það lætur vísindamönnum misvel
að skýra fag sitt út fyrir óinnvígðum,
en Peter Smith á ekki í neinum vand-
ræðum með það. Hann segir að
margir starfsbræður hans geti ekki
ímyndað sér rneiri vanþekkingu en
hjá stúdentum á íyrsta ári. „En það
þarf að fara öllu neðar en það,“ bætir
hann við og hlær. „Eg var að tala við
fjórtán ára frænku mína um daginn
og hún áleit að það væri sólin, sem
snerist í kringum jörðina, en ekki öf-
ugt, svo ég sagði við hana að hún
hugsaði eins og stelpa á sextándu
öld, fyrir daga Kóperníkusar. Þegar
ég skýrði Pathfinder-myndirnar fyr-
ir blaðamönnum hafði ég móður
mína í huga, notaði einfaldar skýr-
ingar eins og þegar ég skýrði verk-
efni mína fyrir henni. Hún lést
nokkrum árum áður og mér þótti
miður að hún skildi ekki upplifa
þennan atburð."
Menn til Mars?
En það hafa ekki allir leiðangrar
tekist svona vel. I janúar 1999 var
skotið flaug til Mars, sem lenti í sept-
ember það ár og átti að kanna pól-
svæðin. Sú flaug skilaði aldrei nein-
um myndum, svo eitthvað hefur farið
úrskeiðis, en NASA hefur í hug að
endurtaka þann leiðangur, þó ekki
hafi verið ákveðið hvenær það verði.
En hvernig er með mannaðar ferð-
ir til Mars? Peter Smith er ekki í
vafa um að það verði og þá líklega
einhvem tímann á bilinu 2015-25. Til
þess að svo megi verða þarf að safna
miklu meiri upplýsingum um Mars
og aðstæður þar. Smith vinnur einn-
ig að gerð tækis til að kanna litla
hvirfilvinda, sem kallast rykdjöflar,
„dust devils" í Bandaríkjunum. Þar
eru þeir algengir á sumum svæðum
og ekki hættulegir.
„Á Mars em rykdjöflamir hins
vegar allt að sjö kílómetra háir og
hálfur kílómetri á breidd og eru lík-
lega rafhlaðnir sökum núnings ryk-
koma í þeim, svo þeir eru eins og
risastórar rafhlöður, sem gætu skað-
að bæði menn og vélar,“ bendir
Smith á. Þó mannaðir leiðangrar hafi
enn ekki verið ákveðnir er samt verið
að kanna aðstæður með slíka leið-
angra í huga. Bæði leiðangurinn til
Satúmusar og Mars afla upplýsinga
um aðstæður úti í geimnum, en gefa
oft einnig vísbendingar um aðstæður
á jörðinni fyrir milljónum ára.
Peter Smith hefur orð á því að
hann sé fremur draumóramaður en
hagsýnn, en afköstin benda nú til að
það sé kannski ekki alveg rétt. Það
þarf dágóða hagsýni til að skipu-
leggja rannsóknarvinnu af því tagi,
sem hann vinnur. En það er alla vega
ekki gróðavonin, sem stjórnar lífi
hans, heldur þekkingarþorstinn.
En er þá ekkert erfitt að rannsaka
staði, sem enginn von er að hann
komist til að sjá með bemm augum?
„Ég lifi held ég heilmikið í hugan-
um,“ segir Peter Smith. „Ein ástæð-
an til þess að ég heillast af rannsókn-
um á himintunglunum er að ég get
ekki farið þangað. Ég hef ekkert
annað en myndirnar og hugmyndir
mínar. Það hentar mér vel og ýtir
undir draumana.
Ég hef gjaman í huga að það sé líf
á Mars, hugsa ekki svo mikið um all-
ar ástæðumar fyrir því að þar geti
ekki verið líf. Lífið gæti þrifist á litl-
um svæðum, við aðstæður eins og á
íslensku hverasvæðunum, í bullandi
og sjóðandi litlum pyttum og í heit-
um spmngum. Það gætu verið
einfrumungar eða bakteríur, en
kannski líka þróaðra líf eins og
köngulær og leðurblökur. Líffræð-
ingar hafna því, en þeir gætu haft
rangt fyrir sér. Leit að slíku lífi
krefst vélmenna eða mannaðra
geimferða. Þangað til þar að kemur
er það bara ímyndunaraflið, sem vís-
ar veginn. Eins og aðrir vísindamenn
læt ég mér annt um sannleikann, en
ég kýs að sannleikurinn sé ekki að-
eins áhugaverður, heldur líka æsi-
spennandi."
Varstu undir 6 á vorpróíunum?
NÁMSAÐSTOÐ
er þá eitlhvað fyrir þig
sólarhringinn. Fax 557 9458
Íhfemendiafy'ónustaníf.
Þangbakki 10, Mjódd.
Veffang namsadstod.is
Að dansa ölduna
^ með Alain AKIard
5 Rhythms® námskeið 22.-24. september
Helgi til að leyfa líkamanum
og önduninni að hreyfa við
hjartanu og sálinni
Staður: Danshöllin, Drafnarfelli 2, Reykjavík.
Nánari upplýsingar og skráning:
Sigurborg Kr. Hannesdóttir í síma 866 5527
og Birta Einarsdóttir í síma 894 0639.
Alain Allard, sem kemur
frá Bretlandi, hefur hlotið
kennaraþjálfun hjá
Gabrielle Roth.
Grand Prix 3 tölvuleikirnir eru til sölu á flestum Shellstöövum
meðan á keppninni stendur.
COMPAOL
Kynniseintak með Grand Prix 3
tölvuleiknum fylgir meö
í hvert skipti sem þú kaupir
Shell Formula eldsneyti.
Þú keppir á tölvunni þinni
og skráir árangurinn á
www.shell.is
Verðlaun
1. Ferð fyrir tvo, gisting og boðsmiðar á Formúlu 1
í Silverstone á Englandi í maí 2001.
2. Compaq Presario ferðatölva frá BT tölvum.
3.-7. Tölvustýri frá BT tölvum.
8.-48. Ferraribolir
* ,