Morgunblaðið - 17.09.2000, Side 30

Morgunblaðið - 17.09.2000, Side 30
30 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ „Við munum leitast við að auka gæði vörunnar og reyna að halda hlutdeild okkar á markaðn- um. Miðað við hús- næðis- og tækja- kost ráðum við ekki við miklu meiri aukningu en nú er orðin.“ Þessar nýjungar höfum við þróað hér innandyra án utanaðkomandi ráðgjafar. íslendingar kröfuharðir neytendur Við gerð nýrra sælgætistegunda höfum við gætt okkur á að herma ekki eftir öðrum íslenskum fram- leiðendum. Við höfum frekar tekið mið af erlendri sælgætisframleiðslu án þess að um stælingu sé að ræða.“ Hvernig er smekkur íslendinga á sælgæti? „Þeir vilja mikil gæði enda vanir þeim. Islenskir framleiðendur not- ast eingöngu við ekta súkkulaði.Við búum til okkar súkkulaði sjálfir og eigum okkar sérstaka vinnsluferli sem er lengra en gerist og gengur erlendis en í staðinn verða gæðin meiri,“ segir Jón. Þeir eru spurður að því hvað af vörum þeirra seljist mest? „Mesta salan er í smávörum eins og Bombum, Rindlum, Freyjukara- mellum og Möndlum. Af stærri stykkjunum seljum við mest af Rís súkkulaði, Hrís og Freyju staur. Eftirspurn eftir þessum vörum hefur verið jöfn í gegnum árin.“ Hvað hafið þið einkum í huga þegar þið eruð að þróa nýtt sæl- gæti? „Við vöruþróun reynum við að vera ungir í anda sem þýðir að við leitumst við að fylgja tíðarandanum. Það sýnir sig meðal annars í því að vörur sem við höfum verið að fram- leiða eru endurhannaðar fyrir nýjar kynslóðir. Breytingar gerðar á fram- leiðslunni á fimm ára fresti Að baki slíkrar vöruþróunar er oft langur aðdragandi og stundum þarf að kaupa nýjar vélar til að fylgja framleiðslunni eftir. Við vor- um til dæmis að breyta öllum poka- vörum fyrirtækisins á þessu ári en aðdragandinn að því er eitt og hálft ár. Við þá breytingu þróuðum við vöruna ennfrekar með tilliti til bragðgæða, létum hanna nýjar um- búðir og keyptum nýjar pökkunar- vélar. Á fimm ára fresti gerum við slík- ar róttækar breytingar á fram- leiðsluvörum okkar. Það er nauð- synlegt til að halda markaðshlutdeild." Hvað hafið þið að leiðarljósi við hönnun nýrra umbúða? „Meginmarkmiðið er að útlitið sé söluhvetjandi, lýsi gæðum vörunn- ar, og að umbúðimar fari vel í hillu. Við leggjum líka upp úr því að um- búðirnar séu hentugar. Nú eru flestar okkar pokavörur með klemmu þannig að fólk geti lokað pokunum eftir að þeir hafa verið opnaðir og þannig helst varan leng- ur fersk. Við framleiðum okkar vörur jafn- óðum og reynum að hafa lagerinn sem minnstan svo sælgætið okkar er alltaf nýtt og fersk. Það má líka taka það fram að það eru engin rotvarnarefni í Freyjusælgæti. Við þróun á útliti varanna höfum við notið ráðgjafar auglýsingastof- unnar Idea sem er rekin af Magnúsi Þór Jónssyni." Má greina einhverja ákveðna þró- un í sælgætisneyslu hér á landi? „Ég hef orðið var við að fólk er farið að borða meira kex sem er í raun ekkert annað en sælgæti," seg- ir Ævar. „Ég hef það á tilfinning- unni að það sé vegna þess að það haldi að það sé hollara sem er auð- vitað misskilningur. BRAKANDI, TEYGJAN- LEGT OG BRAGÐGOTT VEÐSHPniOVINNULÍr Á SUNIMUDEGI ► Ævar Guðmundsson er fæddur 1953 í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk prófi í rafvirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1974 og vann við þau störf í eitt ár að því loknu. Hann stofnaði veitingahúsið Ný Grill og rak það í tvö ár en þá fór hann til starfa hjá Sælgætisgerðinni Freyju sem verkstjóri. Árið 1980 keypti hann sælgætisgerðina ásamt bróður sínum, Jóni Guðmundssyni og nú reka þeir fyrirtækið saman. Ævar er kvæntur Ingibjörgu Bjarnadóttur og þau eiga þijú börn. Jón Guðmundsson er fæddur 10. desember árið 1956 í Reykja- vík. Hann lærði húsgagnasmíði við Iðnskólann í Reykjavík og lauk námi árið 1978. Hann starfaði sem sjómaður um skeið en réðst síðan til Sælgætisgerðarinnar Freyju árið 1979. Maki hans er Erla Guðmundsdóttir. Jón á þijú börn af fyrra hjóna- bandi og eina fósturdóttur sem Erla á frá fyrri hjúskap. Eftir Hildi Einarsdóttur. ÆLGÆTISGERÐIN Freyja er elsta fyrirtæki sinnar tegundar á Islandi. Saga Freyju hófst snemma á síðustu öld í Kaupmanna- höfn þegar fjórir ungir athafna- menn, þeir Magnús Þorsteinsson kökugerðarmeistari, Brynjólfur Þorsteinsson frá Akureyri, Þor- bergur Kjartansson kaupmaður og Svíinn Allan Jönsson kökugerðar- meistari voru þar staddir. Leiðir þessara manna lágu saman og ák- váðu þeir að stofna sælgætisgerð á íslandi en þeir Magnús og Jönsson höfðu þá numið súkkulaði- og sæl- gætisgerð hjá súkkulaðiverksmið- junni Glopus í Danmörku. Árið 1918 var Sælgætis- og efnagerðin Freyja stofnuð sem sameignarfélag þess- ara manna. Það gekk ekki þrautalaust að koma fyrirtækinu í húsnæði en fyrst um sinn varð Vesturgata 20 fyrir valinu og gekk á ýmsu við að koma Freyju af stað, að sögn Ævars Guð- mundssonar, núverandi fram- kvæmdastjóra fyrirtæksins. Einn af öðrum heltust stofnendur úr lestinni og brátt stóð Magnús einn uppi sem eigandi. Hann fluttist með fyrirtækið á Túngötuna, en fljótlega urðu þau húsakynni of lítil og þá keypti Freyja húseign að Lindargötu 14 og fluttist reksturinn þangað. Seinna meir byggði fyrirtækið húsnæði við Lindargötu 12 og jukust þá umsvif þess til muna. Árið 1933 varð Freyja hlutafélag og hélst rekstur þess í höndum Magnúsar allt til ársins 1959 er Viggó Jónsson keypti fyrirtækið. Guðmundur Jónsson, bakara- meistari, eiginkona hans Jóhanna Júlía Sigurðardóttir og synir þeirra Ævar og Jón eignuðust Sælgætis- gerðina Freyju árið 1980. Stýrði Guðmundur fyrirtækinu fyrsta árið en þá tóku Ævar og Jón við stjórn- ínni. Guðmundur hafði starfað hjá Freyju í þrjátíu ár þegar hann lést nokkrum árum síðar. „Aðdragandinn að því að fjöl- skyldan keypti Sælgætisgerðina Freyju var sá að árið 1980 var sæl- gætisinnflutningur gefinn frjáls hér á landi en þá datt markaðshlutdeild íslensks sælgætis mjög niður. For- eldrar okkar höfðu átt 30% í fyrir- tækinu. Fyrst eftir að innflutningur erlenda sælgætisins hófst gekk fyr- irtækið illa og komum við þá inn í reksturinn og tókum yfír hlut fyrr- verandi eigenda," segir Ævar. Hvers vegna völduð þið þennan kost? „Eignir fjölskyldu okkar lágu undir hamrinum á þessum tíma og vildum við leitast við að bjarga þeim. Foreldrar okkar voru komnir til ára sinna og fundum við okkur knúna til að taka við fyrirtækinu,“ segir Jón Guðmundsson sem stýrir framleiðslu Freyju. „Þegar við tókum við höfðum við litla reynslu af sælgætisgerð sem slíkri. Við höfðum þó í gegnum tíð- ina unnið við fyrirtækið þó einkum störf sem voru óskild framleiðsl- unni. Fljótlega eftir að við tókum við var okkur sagt upp húsnæðinu á Lindargötunni sem var komið úr eign fyrirtækisins. Við vorum þá svo heppnir að fá þetta húsnæði leigt sem við erum í núna á Kársnesbraut 104. Eitt fyrsta skref okkar eftir að við tókum við Freyju var að breyta dreifingar- og sölumálum fyrirtæk- isins og bæta við mannskap. Þegar skuldastaðan lagaðist fór- um við út í vélakaup. Við byrjuðum á því að kaupa súkkulaðisteypuvél sem mótar súkkulaðið og síðan höf- um við stöðugt verið að bæta við okkur vélakosti. Fyrir nokkrum ár- um keyptum við mjög fullkomna danska sælgætisvél sem tryggir vandaða og góða framleiðslu auk nýrra möguleika í pökkun á alls konar sælgæti og súkkulaði. En þegar við tókum við fyrirtækinu var öll framleiðslan nánast handunnin. Sjálfir unnum við gífurlega mikið á þessum árum við sælgætisfram- leiðsluna því við vildum halda kostn- aði niðri. Árið 1986 keyptum við þetta hús- næði sem við erum í sem var þá 700 fm að stærð en byggðum við það og nú er fyrirtækið í 2.500 fm hús- næði,“ segir Jón. Framleiða 40-50 gerðir af sælgæti Þeir segja að þegar Freyja var stofnuð í upphafi var þar meðal ann- ars framleitt konfekt enda hét fyrir- tækið um tíma Konfektgerðin Freyja. „Konfektgerðinni var hætt en ennþá framleiðum við Valencía súkkulaðið sem er ein þekktasta súkkulaðitegundin sem Freyja hef- ur búið til en framleiðsla þess hófst árið 1930 og er það fyrsta íslenska súkkulaðið sem var blandað með hnetum og rúsínum og sennilega ein elsta súkkulaðitegundin sem enn er framleidd hér á landi. Núna framleiðum við milli 40 og 50 mismunandi gerðir af sælgæti hjá fyrirtækinu. Þegar við tókum við rekstrinum voru framleiddar þar vörur sem áttu sér mjög sterka hefð eins og Freyju staur, Rís súkk- ulaði, Hrísinn, Freyjukaramellur, Möndlur og fleira. Við höfum verið að þróa þessar tegundir á undangengnum árum eftir eigin höfði. Við höfum líka verið að þróa nýjar tegundir af sælgæti eins og Draum- inn sem er mjólkursúkkulaði með lakkrís, Bombur sem eru stórar súkkulaðihúðaðar kúlur með núggat inn í og Villiköttinn sem er kex með karamellu inn í og ýmislegt fleira. Við höfum einnig bætt tegundum við Valencía-súkkulaðið eins og súkkulaði með rommrúsínum. Bræðurnir Jón (t.v.) og Ævar Guðmundssynir sem stýra Sælgætisgerðinni Freyju. Morgunblaðið/Ásdís

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.