Morgunblaðið - 26.09.2000, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
Gylfi samdi
við Lilleström
GYLFI Einarsson, knattspyrnumað-
ur úr Fylki, skrifaði í gær undir
fjögurra ára samning við norska úr-
valsdeildarfélagið Lilleström. Jafn-
framt hafa Fylkir og Lilleström
komist að samkomulagi um kaup
norska félagsins á Gylfa.
Talið er að Lilleström greiði á
þriðja tug milljóna króna fyrir
Gylfa en Kjartan Danielsson, fram-
kvæmdastjóri knattspyrnudeildar
Fylkis, vildi ekki staðfesta þá upp-
hæð við Morgunblaðið í gær og
sagði að félögin hefðu gert sam-
komulag um að gefa ekki upp nein-
ar tölur.
Gylfi er 22 ára og lék sem sókn-
artengiliður með Fylkismönnum í
sumar. Hann spilaði sinn fyrsta A-
landsleik gegn Möltu í júlí og varð
þriðji markahæsti leikmaður efstu
deildar með 10 mörk.
Þrír Fylkis-
menn til
Viking
ÞRÍR knattspyrnumenn úr Fylki fara
snemma í næsta mánuði til reynslu hjá
norska úrvalsdeildarfélaginu Viking
Stavanger. Þetta eru þeir Sævar Þór
Gíslason, Gunnar Þór Pétursson og
Kristinn Tómasson, sem allir voru lykil-
menn Árbæjarliðsins í sumar og áttu
drjúgan þátt í óvæntri velgengni bess.
íslendingarnir tveir sem leika með Vik-
ing, Ríkharður Daðason og Auðun
Helgason, eru báðir á leið frá félaginu
eftir þetta tímabil og Benny Lennarts-
son, þjálfari Viking, hefur greinilega
hug á að fá aðra Islendinga í hópinn í
staðinn. Viking er í öðru sæti norsku úr-
valsdeildarinnar og er komið í úrslit bik-
arkeppninnar.
Morgunblaðið/Sverrir
Vala Flosadóttir umvafin íslenska fánanum, eftir að hún vann það frækilega afrek að tryggja
sér bronsverðlaun í stangarstökki á Ólympíuleikunum í Sydney í gær - stökk 4,50 metra og
bætti eigið íslands- og Norðurlandamet um 14 sentímetra. Allt um afrek Völu á C2,C3,C4.
Grindvíkingar
ræða við Jankovic
\jl gefíð upp alla von um að Milan
Stefán Jankovic verði áfram þjálfari
knattspyrnuliðs þeirra. Jankovie gat
ekki gefið Grindvíkingum afgerandi
svar hvort hann yrði áfram áður en
hann hélt í frí til Spánar og forráða-
menn Suðumesjaliðsins fóra þá þeg-
ar að þreifa fyrir sér á þjálfaramark-
aðnum. Þær þreifíngar hafa ekki
skilað neinum árangri og ætla Grind-
víkingar að setjast niður með Janko-
vic þegar hann kemur til landsins.
„Það kom mér svolítið á óvart að
Grindvíkingar væru farnir að leita að
nýjum þjálfara því ég hef ekki gefið
þeim afsvar. Ég vildi taka mér frí og
hugsa málið og ég hef enn ekki
ákveðið mig. Stjórnin hefur haft
samband við mig héma úti og ég
mun örugglega hitta hana þegar ég
kem heim,“ sagði Jankovic, sem var
staddur á Spáni í gær _ í fríi ásamt
leikmönnum Grindavíkurliðsins.
Purisevic áfram
með Valsmenn
EJUB Purisevic mun þjálfa lið
Vals áfram á næstu leiktíð en
undir hans stjórn urðu Vals-
menn í öðru sæti í 1. deild og
leika því í efstu deild á næstu
leiktíð.
„Ejub hefur staðið sig frá-
bærlega og hann hefur staðið
undir þeim væntingum sem
við gerðum til hans. Stefnan
er að styrkja leikmannahóp-
inn og mæta með sterkt lið á
næsta sumri,“ sagði Grímur
Sæmundsen, formaður knatt-
spyrnudeildar Vals, í samtali
við Morgunblaðið. Arnór Guð-
johnsen, sem verður fertugur
á næsta ári, hefur ekki tekið
ákvörðun hvort hann leiki
áfram með Hlíðarendaliðinu
en að sögn Gríms Sæmundsen
verður sest niður með Arnóri
einhvern næstu daga og rætt
um framtíð hans hjá félaginu.
SKAGAMENN BIKARMEISTARAR / B14, B15, B16, B17
Pín frístund - Okkar fag
Bíldshöfða • 110 Reykjavík
• 510 8020 • www.intersport.is