Morgunblaðið - 26.09.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.09.2000, Blaðsíða 16
16 C PRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2000 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ Gjaldkerínn drakk mest af kampavíninu Morgunblaðið/Ómar Baldur Aðalsteinsson, lengst til vinstri, skorar hér fyrra mark Skagamanna með skalla. SIGURÐUR Jónsson vann sinn fjórða bikarmeistaratitil með Skagamönnum á sunnudag er ÍA vann ÍBV 2:1. „Það er kominn svolítill tími síðan Skaginn fékk titil. Fjögur ár eru alltof langur tími uppi á Skaga. Fyrir mig er auðvitað skemmtilegt að sjá ungu strákana njóta þess að vinna bikar. Þetta er ákveðinn lærdómur að vera sigurvegari. Sumir spila allan sinn feril og vinna aldrei neitt. Það er ánægjulegt fyrir ungu strákana að finna hvað það er að vinna bikar," sagði Sigurður. Sigurður minnist á ungu strákana - voru það kannski þeir sem voru að standa sig vel gegn Eyja- mönnum í bikarúr- Eftir slitaleiknum? „Peir Irisi Björk stóðu virkilega undir Eysteinsdóttur pressu. Baldur Aðal- steinsson og Grétar Steinsson spiluðu alveg frábærlega. Þetta er æðislegt fyrir þá og okkur alla að vinna þennan bikar. Þetta var sérstaklega gaman fyrir Ólaf Þórðar- son þjálfara. Þetta er fyrsta árið hans sem þjálfari á Skaganum. Það eru búin að vera vonbrigði í kringum liðið í sumar en hann hefur haldið vel utan um hópinn og við erum að skila bikar íár.“ Oftast er varfæmi í fyrirrúmi í svona úrslitaleikjum en þið byrjuðuð af miklum krafti. „Miki] varfæmi hefur verið í þess- um tveimur leikjum þegar við höfum mætt Eyjamönnum í sumar. Við ákváðum að byrja á fullu og koma þeim svolítið á óvart. Þeir kannski bjuggust við að við myndum liggja aðeins til baka og sækja svo. Mér fannst við mun betri í fyrri hálfleik. Við byrjuðum síðan ekki nógu vel í seinni hálfleik. Jóhannes Harðarson þurfti að fara útaf meiddur og Kári Steinn Reynisson fékk nokkur högg á sig og þá datt svolítill taktur úr lið- inu. Ég hafði samt alltaf á tilfmning- unni, alveg síðan við slógum út Grindvíkingana, að þetta væri nafnið - að það væru örlögin að vinna og nafnið okkar væri á bikarnum. Síðan staðfestist þetta í undanúrslitaleikn- um gegn FH. Það var aldrei á kortinu að þeir kæmust í úrslit. Þetta er búið að vera þannig ár í bikarkeppninni að ég hafði aldrei áhyggjur af þessu.“ Þessi bikarúrslitaleikur var kannski mikilvægari en oft áður íyrir ÍA því það var Evrópusæti í húfí og þið höfðuð sætið ekid í bakhöndinni ef þið mynduð tapa líkt og í fyrra þannigað þið urðuð að vinna leikinn. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir félagið að komast í Evrópukeppnina og gjaldkerinn er búinn að drekka mest af kampavíninu. Fyrir fram- haldið er þetta mikilvægt því það eru ungir strákar að koma upp sem lofa góðu. Eins eru strákar úr öðrum flokki sem hafa ekki fengið að spreyta sig en verða sterkir á næsta ári. Þetta gefur náttúrulega peninga inn í félagið og þá er hægt að gera betur þannig að þetta er mjög já- kvætt.“ Þú hefurátt við meiðsli að stríða að undanfómu. Síðan fékkstu högg á fótinn í byrjun leiks. Varþetta spurn- ing um að spila í gegnum sársauk- ann? „Strax eftir tíu mínútur traðkaði Steingrímur Jóhannesson ofan á há- sininni á mér og það er einmitt þar sem ég er búinn að vera slæmur. Það tók svona tíu til fimmtán mínútur að jafna sig. Þetta var sárt og mér var ekki farið að lítast á þetta en það jafnaði sig. í svona leikjum pumpast adrenalínið svo mikið um blóðið að það virkar sem ákveðið verkjalyf. Líka, þegar maður er búinn að vera svona lengi í fótboltanum getur mað- ur spilað með þessu.“ Bjó sig undir framlengingu Ólafur Þór Gunnarsson hefur tví- vegis verið í aðalhlutverki hjá Skaga- mönnum í leið þeirra í bikarúrslita- leikinn sem fram fór á sunnudag. Grípa þurfti nefnilega til vítakeppni í bæði átta og fjögurra liða úrslitum bikarkeppninnar í leikjum Skagans en í bæði skiptin hafði í A betur, fyrst gegn Grindavík og síðan gegn FH. Olafur Þór átti þvi alveg eins von á vítakeppni á sunnudag en var feginn að til hennar þurfti ekki að grípa. „Menn voru betur stemmdir í dag en hinum leikjunum. Menn voru til- búnir að leggja sig hundrað prósent fram og það skilaði sér. Það er auð- veldara að klára leikinn í venjulegum leiktíma heldur en að vera að stressa sig fram eftir öllu. Ég hefði alveg ver- ið tilbúinn í vítaspymukeppni ef út í það hefði farið. Én það var alveg toppurinn að klára þetta," sagði Ólaf- ur sem einnig var í liði IA í fyrra er það beið lægri hlut gegn KR í bikar- úrslitunum. Honum varð nokkuð um er IBV jafnaði leikinn um miðjan síðari hálf- leik en þá skoraði Bjami Geir Viðars- son með langskoti. „Hann fékk bolt- ann fyrir utan teig og það var enginn hjá okkur sem mætti honum. Hann náði ágætis skoti að marki en það var fúlt að sjá boltann í netinu. Ég sá boltann allan tímann en hann hitti það utarlega að ég náði ekki til hans. Maður er ekki sáttur við að fá mark á sig í svona leik en það var gott að við náðum aftur að komast inn í þetta. Ég var hálfpartinn farinn að búa mig undir framlengingu," sagði Ólafur Þór. Styrkurinn lá í sigurviljanum Alexander Högnason er einn af reynslumeiri leikmönnum ÍA en hann lék sinn fjórða bikarúrslitaleik á sunnudag er IA vann IBV 2:1 á Laugardalsvelli. Hann vann þar með titilinn í þriðja sinn en hann var einn- ig í sigurliði IA árið 1996 en þá vann IA einmitt IBV með sama marka- mun. í fyrra tapaði síðan Alexander með Skagamönnum gegn KR og því þekkir hann allar þær tiifinningar sem fylgja því að leika slíkan leik. „Ég hafði ágætistilfinningu fyrir þessum leik og mér fannst við alltaf eiga meira inni í sumar en við höfum sýnt. Sigurviljinn var kannski meiri hjá okkur en hinum því það er styttra síðan þeir unnu og okkur fannst ekki hægt annað en að klára tímablilið öðruvísi en að vinna í þessum leik,“ sagði Alexander. Hvar fannst þér ykkar helsti styrkleiki liggja? „Mér fannst hann liggja í öllu lið- inu. Það voru allir að leggja sig fram og enginn einn leikmaður sem stóð upp úr, nema þessir strákar sem skoruðu mörkin, Baldur Aðalsteins- son og Kári Steinn Reynisson. Ann- ars voru allir á tánum og klárir í að leggja sig hundrað prósent fram.“ Hvemig leið þér þegar þeir jöfn- uðu? „Mér leið ekki vel að fá mark á okkur svona strax eftir að við skoruð- um enda held ég að Eyjamenn hafi verið betri í svona fimm til tíu mínút- ur eftir það. Svo jöfnuðu menn sig á því og lömdu sig inn í leikinn að nýju. Ég held að 2:1 staða í lok leiksins sé alveg fyllilega sanngjarnt. Við vorum einfaldlega betra liðið í dag.“ Varstu smeykur þegar þeir náðu aðjafna? „Nei, ég get ekki sagt það. Maður veit aldrei hvað gerist í fótbolta. Ég held að sigurviljinn hafi verið of sterkur hjá okkur tfi að við gætum tapað þessum leik.“ Varstu farinn að hugsa um fram- lengingu eða hafðirðu trú á því að þið gætuð klárað leikinn í venjulegum leiktíma? „Eins og þetta spilaðist hafði ég alltaf trú á því að við gætum laumað inn marki en vissulega kom sú hugs- un upp að við þyrftum að spila fram- lengingu en sem betur fer þurftum við þess ekki,“ sagði Alexander. Morgunblaðið/RAX Bjami Geir Viðarsson jafnaði fyrir Eyjamenn með langskoti. Hlynur Stefánsson, fyrirliði ÍBV Allar líkur á að ég hætti „Leikmenn voru óstyrkir framan af leik og ekki áferðarfallegur fótbolti sem boðið var upp á enda var mikið lagt undir,“ sagði Hlynur Stefánsson, fyrirliði ÍBV. Þeir skoruðu markið sem skipti sköpum í leiknum. Það virtist sem Baldur Aðalsteinsson, leikmað- ur IA, hefði hand- Eftjr leikið knöttinn rétt Sigurð Etvar áður en hann lagði Þórólfsson Upp sigurmarkið en það var ákvörðun dómara leiksins að láta þetta eiga sig og halda áfram og ég verð að sjá það seinna af myndbandi hvernig það leit út.“ Sóknarleikur liðsins var ekki beittur, var eitthvað hægt að gera til að bæta úr því er leið á leikinn ? „Það er rétt, við sköpuðum okkur ekki mikið af færum. Eg hefði viljað sjá Tómas Inga Tómasson koma fyrr inn á og hann gat litlu breytt á þeim stutta tíma sem hann var með í leiknum. Þegar við fengum á okkur markið í lok leiksins sýndi vallarklukkan 93 mínútur og það voru margir farnir að spá í framlengingu. Augnabliks einbeitingarleysi á þeim tíma varð til þess að við töpuðum leiknum.“ Breytir það einhverju fyrir þig hvað varðar framhaldið á knatt- spyrnuferlinum að þið tapið bikar- úrslitaleik? „Það er farið að síga á seinni hlut- ann á mínum ferli og tapið hér í dag skiptir ekki öllu máli hvað þau mál varðar. Það eru allar líkur á því að ég hætti að leika í efstu deild, enda orðin 36 ára gamall og spurning hvort maður hafi krafta til þess að fara í gegnum eitt ár í viðbót. IBV hefur unnið mikið af titlum undan- farin ár og ég hef fengið tækifæri til að taka þátt í því. Það eru forrétttindi að fá að leika bikarúrslitaleik og ég hef fengið að ganga í gegnum margt hér á Laug- ardalsvellinum í gegnum tíðina, ver- ið rekinn út af, hef klikkað á víti, tap- að, unnið og get því hætt sáttur eftir að hafa fengið að upplifa þetta allt saman,“ sagði Hlynur Stefánsson. Svekktir og sárir „Menn eru skiljanlega svekktir og sárir eftir að hafa tapað bikarúr- slitaleik,“ sagði Birkir Kristinsson, markvörður IBV. „Ég mun skoða mín mál ásamt fleiri „eldri“ leikmönnum hvað varð- ar framhaldið og ekki tímabært að segja eitthvað um það núna.“ IBV-liðið Virtist aldrei ná sér á flug í þessum leik, er einhver skýr- ing á því? „Við vorum í vandræðum meiri- hlutann af fyrri hálfleik og ég hélt að við myndum ná að komast meira inn í leikinn en gerðum það ekki. Fyrra mark Skagamanna varð til þess að menn fóru að sækja meira og eftir að við jöfnuðum hafði maður það á til- finningunni að við værum að ná tök- um á leiknum en það tókst ekki. Það var alltof mikið bil á milli varnar, miðju og sóknar í leiknum, sérstak- lega í fyrri hálfleik og þrátt fyrir að þetta hafi aðeins lagast í seinni hálf- leik náðum við ekki að skapa svæði fyrir aftan varnarlínu Skagamanna til þess að stinga okkur inn. ÍA-liðið lék mun betur en við í þessum leik og allar aðgerðir þeirra voru kraft- meiri en okkar.“ Voru menn farnir að horfa aðeins á klukkuna og gæla við framleng- ingu ? Við ættum að þekkja liða best að það má ekki gerast, þar sem við lögðum Fylki í blálok undanúrslita- leiksins í Eyjum. Það var meiri sig- urvilji í liði Skagamanna og ég óska Skagamönnum til hamingju með sig- urinn og þeir áttu þetta vel skilið miðað við hvemig við lékum,“ sagði Birkir. Vorum lengi í gang Baldur Bragason, leikmaður ÍBV, fær ekki mörg jólakort frá stuðn- ingsmönnum IA þetta árið, en þeir bauluðu í hvert sinn Baldur fékk boltann í seinni hálíleik. „Þetta er hluti af leiknum, ég fékk takka beint í ökklann frá nafna mín- um Aðalsteinssyni og það er ekki það besta sem maður upplifir en það er eðlilegt að fólk láti heyra í sér í hita leiksins," sagði Baldur Braga- son. Þú hefur leikið nokkra bikarúr- slitaleiki áður með Val, Leiftri og IBV, hvernig fannst þérþessi leikur vera? „Við vorum mjög lengi í gang í þessum leik eins og svo oft áður í sumar og í raun vorum við heppnir að vera ekki búnir að fá á okkur mark á fyrsta stundarfjórðungnum enda vorum við ekkert með á þeim kafla leiksins. Við héldum boltanum ekki nógu vel og samvinna varnar-, miðju- og sóknarmanna var ekki sem best. Það gekk illa að flytja liðið upp völlinn þegar við vorum með boltann og það er skýringin á fáum marktækifærum. Þetta var minn 7. bikarúrslitaleikur, þrisvar var ég í sigurliði með Val, þar af tvö skipti eftir tvo úrslitaleiki, en þá var leikið aftur ef liðin skildu jöfn. Ég tapaði með Leiftri gegn ÍBV 1998 og nú er ég með IBV og tapa aftur. Það var ætlunin að koma til Eyja og vinna titla en því miður hefur það ekki tek- ist.“ Hvar mun Baldur Bragason leika á næsta tímabili ? „Það er lítið gaman að hætta eftir tapleik í bikarúrslitum og það breyt- ir kannski einhverju um framhaldið hjá mér en ég mun skoða þau mál í haust. Samningur minn við ÍBV rennur út núna og þrátt fyrir að mér hafi liðið vel hjá félaginu á ég ekki von á því að vera áfram,“ sagði Bald- ur. Vildi koma fyrr inn á Vestmannaeyingurinn Tómas Ingi Tómasson hefur ekki unnið titla með IBV og tókst ekki að bæta úr því gegn ÍA. Hann kom inn á sem varamaður eftir sigurmark í A og lék aðeins síðustu 99 sekúndur leiksins. „Ég hefði viljað fá tækifæri til að spreyta mig mun fyrr, eða um fimm mínútum eftir að við skoruðum jöfn- unarmarkið. Það var sjálfsagt að gera ekki breytingu þar sem við jöfnuðum á þeim tíma sem ég var að undirbúa mig að koma inn á, en því miður tókst okkur ekki að halda áfram að sækja í stöðunni 1:1.“ Em þetta mistök hjá þjálfaranum að skipta ekki inn á fyrr? „Maður getur alltaf verið vitur eftirá og ef við hefðum unnið leikinn hefði enginn verið að spá í þessa hluti, en miðað við hvernig við vor- um að spila þá er það mitt mat að ég hefði getað hjálpað til í sóknar- leiknum. IA-liðið var betra en við í þessum leik og miklu gi'immari. Þá langaði virkilega í bikarinn, miklu meira en við og ef menn hafa sterka löngun í eitthvað tekst þeim oftast að ná settu marki.“ Hvernig verður framhaldið hjá þér, verður þú áfram hjá IBV eða ferðu aftur til Danmerkur? „Ég er á samningi í hálft annað ár hjá AGF í Danmörku og ég fer 3. október aftur til Danmerkur. Það er leiðinlegt að hafa ekki endað tíma- bilið hér heima með ÍBV með titli,“ sagði Tómas Ingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.