Morgunblaðið - 26.09.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.09.2000, Blaðsíða 4
4 C ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2000 -Sy OQ9 MORGUNBLAÐIÐ „Svo sannarlega geri ég það. Eftir keppnina brutust fram tilfinningarn- ar, þá hafði ég litið margoft á úrslita- töfluna og séð að það var staðreynd að ég hafði unnið bronsverðlaun. Leiðin að verðlaununum hefur líka verið erfið, hún hefur kostað strit. Ég hef átt marga góða daga síðast- liðin ár þar sem vel hefur gengið. íþróttirnar eru hins vegar eins og líf- ið sjálft, það gengur upp og niður. Þótt gangi erflðlega á milli þá er um að gera að halda uppi jákvæðum anda og gera sitt besta.“ Sat snöktandi yfir tölvupóstinum Vala segist hafa fundið fyrir gríð- arlegum stuðningi víðsvegar að síð- ustu daga. Fjöldi fólks hefur sent henni baráttukveðjur og óskir um velgengni. „Síðustu tvo daga hef ég ekki þor- að að fara inn á Netið og skoða póst- inn minn innan um hóp manna í þeii-ri aðstöðu sem íþróttamennirnir hafa í ólympíuþorpinu. Ég hef verið svo meyr, ég táraðist við lestur skeytanna og svo var komið að ég fékk sérstakt leyfi hjá Stefáni Kon- ráðssyni aðalfararstjóra til að loka mig ein inni á skrifstofu hans í þorp- inu til þess að fara inn á Netið. Þar sat ég snöktandi og las skeyti frá fólki sem sendi mér hlýja strauma og kveðjur." Nú þegar Vala hefur náð þeim ein- staka árangri að vinna til bronsverð- launa á Ólympíuleikum segir hún að efst í huga sér sé þakklæti. „Ég vil þakka þjálfara mínum, Stanislav Szczyrba, yndislegum foreldrum, Flosa Magnússyni og Ragnhildi Jónasdóttur, Láru systur, afa og ömmu á Egilsstöðum og í Svíþjóð fyrir frábæran og einlægan stuðn- ing. Einnig þakka ég Vésteini Haf- steinssyni. Það er stórkostlegt að vita af honum á vísum stað standandi þétt við bakið á manni hvemig sem gengur, alltaf kemur hann fyrstur til þess að taka á móti mér. Það er ómetanlegt." Að baki þessu mikla afreki þínu ermikið erfíði sem fæstir verða varir við. Hefur á stundum komið upp sú í þínum huga spumingin; af hverju er égað þessu? „Auðvitað hef ég oft efast á þess- um tíma; af hverju er ég ekki hefð- bundin manneskja í venjulegri vinnu? Sérstaklega gerist það þegar illa gengur og almenningur sér svart á hvítu að ég hafi átt slæman dag. En á móti koma ótrúleg forréttindi að fá tækifæri eins og þetta, að keppa á Ólympíuleikum og geta nýtt það.“ Nú hefur þú búið í Svíþjóð í átta ár, fínnur þú fyrir miklum kröfum frá íslandi? „Ég verð ekki vör við miklar kröf- ur að heima,, sennilega væru þær meiri, eða ég fyndi meira fyrir þeim, ef ég byggi Islandi." Kemur þaðþér kannski til góða að búa í Svíþjóð? „Að vissu leyti er það. Mér finnst mjög þægilegt að geta hlaupið út í búð með skítugt hár og bólu á nefinu, verið bara venjuleg Vala í Svíþjóð. En auðvitað er alltaf yndislegt að koma heim til íslands og hitLi vini og kunningja.“ Kem fljótlega heim í langþráð sumarfrí Kemur þú eitthvað til Islands á næstunni? „Það er á stefnuskránni. Fyrst ætla ég að dvelja í nokkra daga í Sví- þjóð þegar komið verður frá Ólymp- íuleikunum. Síðan ætla ég að fara til íslands í sumarfríið langþráða og gera það sama og undanfarin tvö haust, aka í kringum landið, hitta vini og ættingja, kyssa þá og knúsa. Það er alltaf jafh yndislegt að koma heim, landið er svo fallegt og sífellt að koma mér á óvart eftir því sem ég sé meira af því. Ég hlakka rosalega til heimferðarinnar." Hvað tekur við að loknum leikun- um? „Ég hafði skotið öllu á frest fram yfir leikana, allt mitt líf hefur miðast við þá. Nú fer að koma tími til að setjast niður og velta næstu skrefum fyrir sér.“ Þú ætlar væntanlega að halda þínu striki í íþróttunum? „Svo sannarlega. En ég verð fljót- lega að ákveða hvað ég ætla að gera Hafði óbilandi trú á Völu PÓLVERJINN Stanislav Szczyrba, þjálfari Völu Flosa- dóttur og maðurinn sem vakti áhuga hennar á stangai’stökki fyrir sex árum, var að sjálf- sögðu í sjöunda himni þegar ljóst var að Vala hafði unnið til bronsverðlauna á Ólympíuleik- unum. „Ég er yfír mig glaður með árangurinn. Vala stökk 4,50 metra á hárréttu augna- bliki og ekki síst tæknilega mjög vel. Það er sérlega mikil- vægt fyrir framtíðina og ég veit að hún getur stokkið enn- þá hærra því hún á svo mörg ár eftir í allra fremstu röð,“ sagði Szczyrba og réði sér vart fyrir gleði þar sem hann beið eftir lærisveini sínum við hliðarlínu Ólympíuleikvangsins. „Það er ekki hægt að fara fram á betri árangur en þenn- an. að standa á verðlaunapalli á Ólympíuleikum. Eftir að hafa verið nokkuð frá sínu besta um tíma þá held ég að margir ís- lendingar hafí ekki gert sér vonir um að Vala yrði í fremstu röð á Ólympíuleikunum. Ég hafði hins vegar óbilandi trú á Völu, var viss um getu hennar, og er því sérstaklega ham- ingjusamur maður yfir ára- ngrinum. Ég trúi því einnig að íslendingar gleðjist yfir þess- um frábæra árangri Völu,“ sagði Szczyrba og hafði ekki við að taka við hamingjuóskum á meðan hann spjallaði við Morgunblaðið. „En það eru ekki engöngu íslendingar sem gleðjast með mér núna. Pólskir landar mínir hafa óskað mér til hamingju hér í kvöld með árangurinn. Fyrir mig er árangurinn sér- lega mikilvægur þar sem ég er Pólveiji, bý í Svíþjóð. Margir halda að þar sem Vala býr og æfir í Svíþjóð sé hún þjálfuð af Svía, svo er ekki. Ég er Pólveiji og í sjöunda himni,“ sagði Stanislav Szczyrba, þjálfari Völu Flosa- dóttur, bronsverðlaunahafa. Morgunblaðið/Sverrir Vala Flosadóttir tekur létt dansspor eftir að hún stökk yfir 4,50 m - setti glæsilegt íslands- og Norðurlandamet, sem tryggði henni bronsið á ÓL í Sydney. varðandi menntun. Eitthvað verður maður að hafa í handraðanum eftir að íþróttaferlinum lýkur. í fyrravet- ur las ég enskar bókmenntir við há- skólann í Lundi, en nú er kominn tími til að beina náminu í ákveðinn farveg, einhvém sem ég get hugsað mér að nýta þegar fram líða stund- ir.“ Er hægt að vera í háskólanámi samhliða atvinnumennsku í íþrótt- um? „Það er allt hægt. Ég hef skráð mig í verkfræðinám í háskólanum í Lundi, varð reyndar að sleppa fyrstu önninni vegna Ólympíuleikanna. Ég verð hins vegar að vera mætt á skólabekk 24. október þannig að það verður spennandi að sjá hvort það er nám sem hentar mér.“ Hugsa aldrei fyrirfram um ákveðinn árangur Þegar þú komst til Ástralíu fyrir þremur vikum, ólstu þá með þér þá von í brjósti að geta náð svo langt sem raun ber vitni um ídag? „Ég hugsa aldrei um það fyrir mót, skyldi ég komast á verðlauna- pall? Það eina sem kemst að í huga mínum er að mæta til leiks og gera mitt besta. Mér hafði gengið vel á æfingum áður en ég kom hingað en að sama skapi ekki eins vel í keppni. Þá hafði ég notað tólf skrefa atrennu og stokkið 4,33 metra. Það gaf mér ákveðið öryggi. Þegar komið var í æfingabúðirnar í Ástralíu ákvað ég að lengja atrenn- una, fara 16 skref, sama á hverju gengi á vellinum. Sú ákvörðun fleytti mér alla leið að þessu sinni. Þá hefur félagsskapurinn af Þór- eyju, Guðrúnu og Mörthu í æfinga- búðunum verið mér ómetanlegur. Þetta hafa verið yndislegar vikur í Ástralíu þar sem við höfum einnig notið stuðnings sundfólksins. Öm Amarson gaf tóninn í síðustu viku og það hvatti mig mjög til dáða að sjá að hann gat náð í allra fremstu röð. Og í dag þegar ég var að keppa var Guð- rún í eldlínunni og mér þótti það frá- bært að geta öskrað á hana og sjá hana tryggja sér sæti í úrslitum. Það var engu líkt. Nú hlakka ég mest til þess að geta mætt til leiks og stutt við bakið á Guðrúnu og Jóni Arnari, ég er alveg sannfærð um að það eiga fleiri stórkostleg afrek eftir að sjást til íslendinga á þessum Ólympíuleik- um.“ Hvað ætlar þú að gera nú loksins þegar þú kemst inn í ólympíuþorp eftir frábæran dag-hingjaímömmu ogpabba? „Ég er búin að hringja í mömmu og tókst loks að ná í hana eftir nokkrar tilraunir, það var alltaf á tali hjá henni. Pabba hef ég ekki náð i ennþá, það er alltaf á tali hjá honum. Þau eiga heiður skilinn, þau eru mér Vala grætur af gleði við öxl þjálfara síns, Pólverjans Stanislav Szczyrba. Vala hljóp út á bannsvæði til að fagna með Stanislav. frábærir foreldrar, óspör á að hvetja mig til dáða og láta mig finna hversu vænt þeim þykir um mig.“ Hvernig heldurðu að þér gangi að sofna þegar þú kemur inn í þorp á eftir? „Ég veit það ekki, ég er ekkert farin að hugsa svo langt ennþá.“ Er ennþá spenna í þér? „Nei, það er engin spenna í mér lengur, aðeins þakklæti, vellíðan og heiður." Verð örugglega með harðsperrur í kinnunum Hvað tekur við á morgun ? „Hvíld. Ég ætla aðeins að reyna að slappa af í kinnunum, ætli ég verði ekki með harðsperrur í kinnunum þegar ég vakna. Annars held ég að það verði bara hreinlega yndislegt að vakna og taka móti nýjum degi.“ Rættist draumur þinn íkvöld? „Svo sannarlega, hvern hefur ekki dreymt um að komast á verðlauna- pall á Ólympíuleikum? Þetta hefur verið stórkostlegt kvöld sem líður mér aldrei úr minni. Þessi stund var og verður alveg sérstök í huga mér alla ævi.“ I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.