Morgunblaðið - 26.09.2000, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.09.2000, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2000 C 3 y '^oeo QQ§) Morgunblaðið/Sverrir Verðlaunahafarnir í stangarstökki, sem oft hafa att kappi, faðmast eftir að hafa tekið á móti verð- launum sínum. Vala Flosadóttir er til hægri. Morgunblaðið/Sverrir Vala stekkur yfir 4,45 m og setur fyrra Norðurlandamet sitt. hverjum möguleikum á þessu eða hinu. Þá hefði ég sennilega orðið spenntari og sennilega ekki náð mér eins vel á strik. En trúðu því, þetta tók alveg gríðarlega á, bæði líka- mlega og andlega, en það var svo sannarlega þess virði,“ sagði Vala og brosti sínu breiðasta enda engin ástæða til annars og síðan bætti hún við: „Ég er búin að brosa svo mikið í kvöld að ég verð ábyggilega með harðsperrur í kinnunum á morgun." Vala segist hafa verið að velta því fyrir sér áður en keppnin hófst að sleppa byrjunarhæðinni, 4 metrum, og stökkva þess í stað 4,15 í fyrstu tilraun. „Eftir nokkrar vangaveltur ákvað ég að byrja á fjórum metrum, mig munar ekkert um að stökkva einu til tveimur stökkvum meira og vera í rónni. Stanislav Szczyrba, þjálfari minn, vildi líka að ég byrjaði í fjórum metrum og ég ákvað að fara að hans ráðum.“ Gríðarlegt álag að taka þátt í stórmóti Þér gengur greinilega vel að ein- beita þér í keppni, hvernig hefur þú náðtökum á því? „Ég held að þeir séu fáir sem gera sér grein fyrir því hversu erfitt það er að taka þátt í stórum mótum, það fylgir því gríðarlegt álag. Bara það eitt að fá tækifæri til að keppa á Ól- ympíuleikum er ótrúlegt afrek og mikill heiður. Hér mætir maður til leiks og þarf að gera hlutina rétt, það býðst ekki annað tækifæri, ekkert má fara úrskeiðis. Öllum er alveg sama þótt maður hafi hugsanlega farið röngum megin fram úr rúminu, hafi tannpínu eða magaverk. Þú verður að standa þig og það núna, á morgun er það of seint. Þá er aðalmálið að reyna að nýta sér kröfurnar á réttan hátt, stundum tekst það, stundum ekki. Allir sem mættu til dæmis til leiks í dag reyndu sitt besta, það er ég ekki í vafa um. Hjá sumum ganga hlutirnir ekki upp en það gerist hins vegar hjá öðrum. Eigi að síður hafa allir unnið stórt afrek. Dæmið gekk upp hjá mér núna, mér tókst að vinna á spennunni á jákvæðan hátt.“ Stacy Dragila Bandaríkjunum Ólympíumeistari í stangar- stökki kvenna. Fædd: 25. mars 1971 í Au- bum, Kalifomíu, í Banda- ríkjunum. Helstu afrek: Fyrsti heims- meistari kvenna innanhúss 1997 og utanhúss 1999. Heimsmethafi, stökk 4,63 metra á bandaríska úrtöku- mótinu í júlí. ■ Náði einnig langt í há- stökki og langstökki og keppti áður í sjöþraut þar sem hún á best 5.488 stig. ■ Býr sig undir masters- gráðu í heilbrigðisfræðum og þjálfar frjálsíþróttalið Idaho State-háskólans. ■ Ólst upp á búgarði og lagði stund á ótemjureið. Vala segir að eftir að hafa tryggt sér sæti í úrslitum hafí sú hugsun komið upp hjá sér; jæja nú á ég að- eins eftir að kýla á það. „Ég hafði stigið fyrsta skrefið og mér leið vel á eftir. Þegar ég vaknaði daginn eftir undanúrslitin velti ég því fyrir mér að nú væru úrslitin framundan." Yf irleitt skrekkur í mér fyrir stórmót „Yfirleitt hefur verið skrekkur í mér daginn fyrir keppni á stórmót- um; nú er stundin að renna upp, um leið vex spennan í líkamanum. En núna reyndi ég svolítið nýtt þegar þessi hugsun kom upp, í stað þess að spenna mig upp sagði ég í huganum ,já“ og ekkert meira með. Þetta virkaði vel á mig. Núna finn ég fyrir stolti yfir því að fá að taka þátt í Ól- ympíuleikum fyrir hönd þjóðar minnar.“ Finnur þú fyrir miklum létti nú þegar keppnin eryfirstaðin ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.