Morgunblaðið - 26.09.2000, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.09.2000, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2000 C 19 KNATTSPYRNA % Dennis Bergkamp fagnar hér jöfnunarmarki sínu á Portman Road ásamt Paolo Vernazza og Oleg Luzhny, 1:1. Sjö jafntef li í sjöundu umferð ÞAÐ má segja að ailt sé við það sama á toppi ensku deildarinnar eftir leiki helgarinnar því engu af þeim liðum sem verma efstu sætin tókst að nýta sér að Manchester United gerði 3:3 jafntefli við Chelsea í fyrsta leik laugardagsins; Leicester, Arsenal og Liv- erpool gerðu öll jafntefli og raunar enduðu sjö leikir í umferðinni, sem var sú sjöunda, með jafntefli. Arsenal heimsótti Ipswich og get- ur Lundúnaliðið talist heppið að hafa fengið eitt stig á móti Hermanni Hreiðarssyni og félögum. Heima- menn komust yfir með marki Marcus Stewarts á upphafsmínútum síðari hálfleiks og höfðu heimamenn oft gerst hættulegir við mark Arsenal í fyrri hálfleiknum. „Boltinn fór í höfuðið, öxlina, hnéð og síðan í tánna á mér. Eg vildi setja boltann í hornið og hann endaði sem betur fer í netinu,“ sagði Stewart brosandi um markið skrítna sem hann skoraði. „Bergkamp náði svo að jafna og fyrir mér eru þetta tvö töpuð stig.“ Richard Naylor fékk tvö mjög góð tækifæri til að tryggja fyrsta sigur Ipswich á Arsenal í 16 ár en brást bogalistin og Hollendingurinn Denn- is Bergkamp náði að jafna sex mínút- um fyrir leikslok, hans fyrsta mark fyrir félagið í deildinni síðan í mars og hann hafði ekki skorað í fjórtán leikjum. Liverpool tókst ekki heldur að nýta sér að United fékk aðeins eitt stig um morguninn. Liðið tók á móti Sunderland og Kevin Phillips skoraði glæsilegt mark eftir tæpan stundar- fjórðung, fékk boltann á eigin vallar- helmingi og óð í átt að marki Liver- pool og þegar hann átti 25 metra eftir ófama lét hann vaða og skoraði. Skömmu fyrir leikhlé náði Michael Owen að jafna með skalla og var þetta hans sjöunda mark á tímabil- inu. Markus Babbel fékk gullið færi til að tryggja Liverpool sigur en mis- notaði gott færi. Sörensen, mark- vörður Sunderland, þurfti nokkrum sinnum að taka á honum stóra sínum til að koma í veg fyrir að heimamenn fengju öll þrjú stigin. „Það hefði ver- ið frábært að skora þrennu hér í dag. Það er bara ekki hægt að halda fram- herja á heimsmælikvarða eins og Michael Owen niðri. Eg vissi að hann myndi hafa úrslitaáhrif hér í dag,“ sagði markaskorarinn Phillips. A sunnudaginn fékk síðan Leicest- er Everton í heimsókn og komst í 1:0 eftir 22 mínútur. Everton náði hins vegar að jafna eftir frábæran undir- búning Paul Gascoigne og þar við sat, enn eitt jafnteflið í umferðinni og Leicester er því jafnt meisturunum að stigum með 15 stig. Markið sem Everton gerði er aðeins annað mark- ið sem Leicester fær á sig í deildinni það sem af er. „Ég er að njóta þess að leika knattspyrnu þessa dagana og vill bara halda því áfram. Hver einasti leikur á mínum aldri er erfiður og ég er gersamlega búinn eftir 90 mínút- urnar,“ sagði Gascoigne eftir leikinn. Chai-lton sigraði Newcastle nokk- uð óvænt á útivelli, með marki Gra- ham Stuart og þó svo heimamenn væru nokkrum sinnum ekki langt írá því að skora tókst það ekki. Charlton hoppaði með þessu í 5. sætið, er með 11 stig eins og Tottenham sem gerði markalaust jafntefli á White Hart Lane við Manchester City. West Ham vann sannfærandi 3:0 sigur á Highfield Road, heimavelli Coventry. Paulo Di Canio skoraði fyrsta markið og lagði annað upp tveimur mínútum síðar. Þetta var fyrsti sigur Hamranna í deildinni í vetur og nú er aðeins Derby án sig- urs í efstu deildinni en liðið gerði 1:1 jafntefli við Leeds á laugardaginn. „Það var bara spurning hvenær kæmi að þessu hjá okkur því við höf- um leikið vel í haust,“ sagði Harry Redknatt, þjálfari West Ham. Grétar skoraði fyrir Landskrona GRÉTAR Hjaríarson, fyrr- verandi leikmaður Grind- víkinga, skoraði annað af mörkum Landskrona sem tapaði fyrir Mjallby, 4:2, í sænsku 1. deildinni í knatt- spyrnu um helgina. Þetta var fyrsti leikur Grétars mcð Landskrona en hann var leigður til félagsins út leiktiðina frá norska úrvals- dcildarliðinu Lilleström. Landskrona er í 3. sæti deildarinnar með 43 stig, Djurgárden er í toppsætinu með 58 stig og Malmö í öðru sæti með 49 stig. Eins og Morgunblaðið greindi frá á dögunum eru Grindvíkingar að vinna í því að fá Grétar til liðs við sig á nýjan leik en hann gerði fjögurra ára samning við Liileström síðastliðið haust. Að sögn forráða- manna Grindvíkinga hefur Grétar tekið vel í að koma aftur til félagsins en hann hefur fengið fá tækifæri með Lilleström á leiktíð- inni. FOLK ■ GUÐNI Bergsson lék allan leikinn með Bolton sem gerði jafntefli, 1:1, við Blackburn á útivelli í ensku 1. deildinni. Bolton er enn taplaust og er í þriðja sætinu með 20 stig eftir 8 leiki. ■ HEIÐAR Helfruson lék ekki með Watford vegna meiðsla þegar liðið vann Stockport á útivelli, 3:2. Jóhann B. Guðmundsson var heldur ekki í liði Watford sem er í öðru sæti með 22 stig. Fulham hefur unnið alla leiki sína og er efst með 24 stig. ■ LÁRUS Orri Sigurðsson er ekki kominn inn í leikmannahóp WBA en fer að banka á dyrnar hvað úr hverju. Bjarki Gunnlaugsson lék ekki með Preston vegna meiðsla en lið hans vann góðan útisigur á Shef- field Wednesday, 3:1. ■ ÓLAFUR Gottskálksson og ív- ar Ingimarsson léku allan leikinn með Brentford sem gerði jafntefli, 2:2, við Notts County á útivelli í 2. deild. ■ BJARNÓLFUR Lárusson lék allan leikinn með Scunthorpe sem tapaði fyrir Southend, 1:0, í 3. deild. ■ DWIGHT Yorke var ekki valinn í leikmannahóp Manchester United gegn Chelsea á laugardaginn. Hann hélt heimleiðis áður en leikurinn hófst og það kom strax af stað frétt- um um að hann væri á leið frá félag- inu. ■ YORKE sem hefur aðeins tvisv- ar verið í byijunarliði United á tíma- bilinu, sagði að sér hefði fundist deg- inum best varið í afslöppun heima fyrir, íyrst hann átti ekki að spila. Ríkharður með tvö og Viking í bikarúrslit RÍKHARÐUR Daðason átti drjúgan þátt í að koma Viking Stavang- er í úrslit norsku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Hann skoraði tvívegis í 4:0 sigri Viking á Start í undanúrslitum keppninnar á laugardaginn. Um leið kom hann í veg fyrir að hann færi til Stoke City fyrr en í byrjun nóvember og Auðun Helga- son þarf að bíða jafnlengi eftir því að fara til Lokeren. Bikarúrslitaleikur- inn gegn Odd Grenland fer nefnilega fram þann 29. október. Ríkharður kom Viking yfir strax á 6. mínútu leiksins með þrumuskoti í stöngina og inn. Hann átti síðan lokaorðið 20 mínútum fyrir leikslok þegar hann skoraði úr vítaspyrnu. Ríkharður lék allan leikinn en Auðun var ekki með vegna meiðsla. Þess má geta að Odd Grenland, mótherji Viking í úr- slitunum, hefur oftast unnið norska bikarinn af öllum eða í 11 skipti. Sú staðreynd kemur eflaust mörgum á óvart en það eru ekki margir núlif- andi stuðningsmenn Odd sem muna eftir þessum bikarsigrum því þeir unnust á árunum 1903 til 1931. Lilleström og Stabæk skildu jöfn, 0:0, í eina leik helgarinnar í úrvals- deildinni en liðin eru í baráttu um Evrópusæti. Rúnar Kristinsson þótti besti leikmaður Lilleström en Indriði Sigurðsson kom ekki við sögu. Marel Jóhann Baldvinsson lék allan leikinn með Stabæk en náði sér ekki á strik. Pétur Marteinsson hóf leikinn á varamannabekk Stabæk en var skipt inn á eftir aðeins 27 mínút- ur. Strömsgodset er nánast öruggt með sæti í úrvalsdeild eftir 4:1 sigur á Sogndal, en átta stig skilja nú liðin að í 2. og 3. sæti þegar þrjár umferð- ir eru eftir. Stefán Gíslason, sem hefur leikið stórt hlutverk á miðj- unni með Strömsgodset í ár, fór af velli korteri fyrir leikslok og í hans stað kom Unnar Sigurðsson. Lyn er þegar komið í úrvalsdeildina og er is sex stigum á undan Strömsgodset.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.