Morgunblaðið - 26.09.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.09.2000, Blaðsíða 20
* 20 C ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ "A CX$P Sú breska best í sjö- þrautinni DENISE Lewis frá Bretlandi varð Ólympíumeistari í sjöþraut kvenna á sunnudaginn eftir geysilega harða keppni sem réðst á síðustu metrum loka- greinarinnar, 800 metra hlaups- ins. Jelena Prokhorova frá Rúss- landi vann 800 metrana en varð að sætta sig við silfrið þar sem Lewis hélt sig nógu nálægt henni til að halda forskoti sínu á stigum. Prokhorova varð að koma 8 sekúndum á undan Lewis í mark til að hirða gullið af henni. Lewis fékk 6.584 stig en Prokhorova 6.531. Bronsið fékk Natalja Sazanovich frá Hvita-Rússlandi með 6.527 stig. Tvær sigurstranglegar konur heltust úr iestinni því Ghada Shouaa frá Sýrlandi, Óiympíu- meistarinn frá 1996, tognaði eft- ir aðeins 20 metra í fyrstu grein þrautarinnar, 100 metra grinda- hlaupinu, og Eunice Barber, heimsmeistarinn frá Frakkiandi, hætti þegar tvær greinar voru eftir en hún var þá langt frá sínu besta. „Þetta var gríðarlega erfitt og - ég er öll lurkum iamin. Eg hef alltaf sagt að úrslitin réðust af því hver héldi best út og það kom á daginn. Það féllu nokkrar sterkar úr keppni og ég þakka fyrir að hafa komist í 800 metra hlaupið á báðum fótum," sagði Lewis eftir sigurinn. Hún var að sjálfsögðu alsæl með sigurinn því þetta eru fyrstu gullverðlaun Breta í frjálsíþróttum á Ólympíuleikum siðan í Barcelona 1992. Spánverjinn Inaki Urdangarin reynir að stöðva Svíann Stefan Lövgren. Grunnt á því góða milli Svía og Spánverja SVÍAR luku riðlakeppninni í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna með fullu húsi stiga, en þeir lögðu Spánverja, 28:27, í lokaumferð- inni á sunnudaginn. Þar með mæta þeir Egyptum í átta liða úrslit- unum og þar eigast því við tvær þjóðir sem leika með íslandi í riðli á HM í Frakklandi í janúar. Slóvenía náði síðasta sætinu í átta liða úr- slitunum með því að sigra Túnis naumlega, 22:20. Svíar þurftu á sinni gamalkunnu seiglu að halda til að knýja fram sigurinn gegn Spánverjum, sem voru yfir lengst af í leiknum, mest fimm mörkum í fyrri hálfleik. Svíar breyttu stöðunni úr 17:20 í 23:21 og voru jafn- an með undirtökin á hörkuspennandi lokakafla. Andreas Larsson skoraði sigurmarkið 18 sekúndum fyrir leiks- lok og síðan varði sænska vörnin skot frá Talant Dujshebaev. Stefan Lövgren skoraði 7 mörk fyrir Svía og Mathias Franzen 6 en Rafael Guijosa skoraði 8 mörk fyrir Spánverja. Enn einu sinni var grunnt á því góða á milli þjóðanna. Mateo Garr- alda, einn besti leikmaður Spánverja, fékk rauða spjaldið og Svíarnh- vönd- uðu honum ekki kveðjurnar. „Hann er svín, það megið þið hafa eftir mér,“ sagði Andreas Larsson, og Bengt Johansson, þjálfari Svía, sagði að á milli þessara þjóða væri ekkert til sem héti vináttuleikur. „Spánverjarnir eru alltaf með sóðakjaft og þeir kenna jafnan dóm- urunum um þegar þeir tapa fyrir okkur. Fyrir svona liði myndi maður ekki þola að tapa,“ sagði Johan Pett- ersson, homamaður Svía. Frakkar tryggðu sér annað sætið í B-riðli með auðveldum sigri á Áströlum, 28:16, og Slóvenar fengu fjórða sætið með því að vinna Túnis, 22:20, eftir að hafa verið undir, 18:19, rétt fyrir leikslok. Egyptar skelltu Þjóðverjum og Rússar unnu riðilinn Egyptar sýndu enn og sönnuðu styrk sinn þegar þeir skelltu Þjóð- verjum, 22:21, og komu í veg fyrir sigur þeirra í A-riðlinum. Leikurinn var mjög sveiflukenndur, Þjóðverjar voru 2-3 mörkum yfir í fyni hálfleik en Egyptar komust í 19:15 í þeim síð- ari og héldu út í lokin. Litlu munaði að Volker Zerbe jafnaði á síðustu sekúndunum þegar hann skaut í stöngina á marki Egypta. Mohamm- ed Gohar skoraði 5 mörk fyrir Egypta og þeir Ashraw Awaad og Moon Sherif gerðu 4 mörk hvor. Frank von Behren og Florian Kehr- mann gerðu 5 mörk hvor fyrir Þjóð- verja. Rússar nýttu sér þetta og tryggðu sér efsta sætið í riðUnum með því að sigra Júgóslava, 27:25. Rússar voru með undirtökin að mestu og höfðu fimm marka forystu rétt fyrir leiks- lok. Edouard Kokcharov og Lev Vor- onin gerðu 8 mörk hvor fyrir Rússa en Igor Butulja og Dragan Skrbic gerðu 5 hvor fyrir Júgóslava. Suður-Kórea vann loks leik, sigr- aði Kúbu 35:28, en það var of seint til að komast áfram. Yoon gerði 8 mörk fyrir Kóreu en Rolando Urios gerði 9 fyrir Kúbu. Átta liða úrslitin verða leikin í dag og þar mætast Svíþjóð og Egypta- land, Rússland og Slóvenía, Þýska- land og Spánn og loks Frakkland og Júgóslavía. Denise Lewis Bretlandi Ólympíumeistari í sjöþraut kvenna. Fædd: 27. ágúst 1972 í West Bromwich í Engiandi. Helstu afrek: Silfur á HM 1999 og brons á Ólympíu- leikunum í Atlanta 1996. Eina breska konan sem komst á pall í frjálsum íþróttum í Atlanta. ■ Sló í gegn með sigri á Samveldisleikunum 1994. Hristi af sér meiðsli á þessu ári og varð samveldismeist- ari með 6.831 stig. ■ Iþróttakona ársins í Bretlandi árið 1996. Reuters Breska stúlkan Denise Lewis fagnaði sigri í sjöþraut. Handknattleikur vekur áhuga Handknattleikur hefur vakið talsverða athygli á Ólympíu- leikunum en að sögn dagblaðsins Daily Telegraph í Ivar Sydney þá vissu Benediktsson fæstir íbúar Sydney hvaða íþrótta þetta ra y ney var áður en leikam- ir byrjuðu. Uppselt hefur verið á flesta leiki keppninnar, þá ekki síst viðureignir kvenna- og karlaliðs Ástralíu. Það skiptir engu máli þótt lið Ástrala hafi ekki riði feitum hestum frá leikjum sínum í handknattleiks- keppninni. Blaðið segir ennfremur að áhorfendur þekki lítt reglumar en þyki hraðinn og átökin sem íþróttin býður upp á forvitnilega. Meðal annars er rætt við einn leik- mann kvennaliðsins og segir hann íþróttina vera hraða þar sem allir leikmenn geti skorað, meira að segja markvörðurinn. „Þetta er íþrótt sem ég tel að Áströlum líki,“ segir Lydia Kahmke, fyrirliði kvennaliðs Ástralíu. Einn sem reyndi að útskýra reglur íþróttarinnar fyrir löndum sínum sagði handknattleik vera svipaða knattspymu, en munurinn væri sá að handknattleikur væri leikinn með höndunum en knatt- spyrna með fótum, flóknari væri íþróttin ekki. Flestir leikmenn kvennaliðsins þekktu hvorki haus né sporð á handknattleik fyrir nokkmm áram þegar ákveðið var að Sydney héldi leikana árið 2000. Þar fylgdi sá böggull skammrifi að þjóðin varð að verða sér út um landslið í hand- knattleik karla og kvenna. Gera menn sér hér í landi vonir um að handknattleiksáhuginn muni lifa fram yfir Ólympíuleikanna og hægt verði að hefja kennslu í íþróttinni á meðal barna og unglinga þannig að í framtíðinni geti þjóðin átt fram- bærileg landslið og áhugasamir áhorfendur sjái þau vinna landsleik, en til þessa hafa landsliðin frekar farið halloka frá viðureignum sínum við harðsnúin landslið frá Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.