Morgunblaðið - 26.09.2000, Blaðsíða 24
btíámR
Guðrún Arnardóttir komst í úrslit í 400 m grindahlaupi á
Ólympíuleikum fyrst íslenskra hlaupara
GUÐRUN Arnardóttir komst
fyrst íslenskra hlaupara í úrslit
á Ólympíuleikum þegar hún
náði áttunda besta tímanum í
undanrásum 400 m grinda-
hlaups kvenna í gær, 54,82 sek-
úndur. Úrslitin fara fram á mið-
vikudagsmorguninn kl. 9.55 að
íslenskum tíma. Hún er þar með
annar íslendingurinn sem
kemst í úrslit á leikunum í Sydn-
ey. Besta tímann í undan-
úrslitunum náði Ólympíu-
■5ieistarinn Deon Hemmnings
frá Jamaíku, 54,00 og Rússinn
Irina Privalova varð önnur á
54,02. Þekktir hlauparar s.s.
Kim Batten heimsmeistari og
Sandra Glover, báðarfrá Banda-
ríkjunum, náðu ekki að tryggja
sér sæti í úrslitum, en Glover
sem á besta tíma ársins í grein-
inni varð næst á eftir Guðrúnu,
sem rann fram úr henni á síð-
ustu metrum hlaupsins.
Morgunblaðið/Sverrir
Guðrún Arnardóttir hefur náð glæsilegum árangri á Ólympíuleikunum í Sydney.
Eg reyndi bara að einbeita mér
að því að hafa gaman að þessu,
ekki einblína á að úrslitin á Olymp-
íuleikum væru í
/var veði. Þetta tókst
. Benediktsson mér,“ sagði Guðrún
'^krílar að hlaupinu loknu.
frá Sydney ^ þegsu sinni
reyndi ég að bæta útfærslu hlaups-
ins en mér tókst ekki nógu vel til
með hlaupið í undanrásunum. Aðal-
málið var að laga þetta atriði því ég
vissi að ég væri í nógu góðri æfíngu
til þess að komast í úrslitin, það
hafðist.“
Guðrún var í síðari riðli undan-
úrslitanna, en þrjár þær bestu kom-
ust í úrslit úr hvorum riðli og síðan
þær tvær sem náðu besta tíma þar
fyrir utan. Guðrún komst inn í úr-
■jflitin með því að eiga annan besta
tíma þeirra tveggja sem ekki voru í
efstu þremur sætum síns riðils.
„Það var erfíðara að vera í seinni
riðlinum, bæði var keppnin mikil og
síðan var erfitt að gera sér grein
fyrir hvort tíminn myndi duga.
Draumurinn hefur ræst, síðastliðin
fjögur ár hafa alls ekki verið neinn
dans á rósum. Mér hefur gengið
upp og ofan þannig að ég er afar
gíöð með að hafa náð takmarkinu
sem ég setti mér þegar ég gerði
samninginn við Afreksmannasjóð
ÍSÍ.“
Nú nærðu í úrslit, fyrir fjórum
árum vantaði hársbreidd, hverju
munar?
„Fyrst og fremst aukin reynsla,
vita að við erum allar eins úti á
hiaupabrautinni. Það tók mig bara
langan tíma að átta mig á því.“ Tók
það ekki á taugarnar að bíða eftir
því að það kæmi í Ijós hvort þú vær-
irí úrslitum?
„Ég tók ekki eftir tímanum í
fyrri riðlinum svo ég vissi ekki um
það hvort ég hefði náð í úrslitin fyrr
en Paul Doyle, þjálfari minn, sagði
mér að takmarkinu hafi verið náð.
Það var yndislegt að sjá á töfl-
unni á vellinum að nafn mitt var
merkt með q, sem þýddi að ég var
komin í úrslit. Ég er sterk á loka-
sprettinum og það kom mér til góða
að þessu sinni. Mig langaði til þess
að ná stúlkunni við hliðina á mér
(Ionela Tirlea) en tókst það ekki og
þegar komið var yfir línuna hélt ég
að sæti í úrslitum hefði ekki unn-
ist.“
Nú ertu komin í úrslit, hefurðu
þar með fengið nóg?
„Nei, alls ekki. Eg hleyp aftur og
ég vona að ég geti bætt mig þá. Ég
væri ekki í þessu ef ég hefði ekki
trú á því að ég gæti gert enn betur
en nú. Ég er mjög ánægð nú og svo
fremi sem ég get gert mitt besta í
úrslitunum þá er það von mín að ég
og allir aðrir geti verið ánægðir. Ég
hef ekki fengið nóg, úrslitahlaupið
er eftir.“
í úrslitahlaupinu á morgun verð-
ur Guðrún á annarri braut, með
Bretann Natasha Danvers á fyrstu
braut og Irinu Privalovu á þeirri
þriðju. Guðrún á sjötta besta tíma
ársins af keppendunum átta í úrslit-
unum. Auk Danvers, Guðrúnar og
Privalovu taka Nouzha Bidouane,
frá Marokkó og heimsmeistari frá
1997, Daimi Pernia, heimsmeistari
frá Kúbu, ólympíumeistarinn Deon
Hemmings, Jamaíku, Ionela Tirlea,
Evrópumeistari og Tetyana Teres-
hchuk frá Ukraínu þátt í úrslita-
hlaupinu.
Þess má geta að fyrir fjórum ár-
um hljóp Guðrún á 54,81 sekúndu í
undanúrslitum og tókst ekki að
komast í úrslit. Islandsmet hennar
nú er 54,37, sett í byrjun ágúst sl.
Norðurlandametið á Anna Skog-
lund frá Svíþjóð, 54,15. Það er orðið
fjórtán ára gamalt.
IBVvill
halda
Mileta og
Aleksic
MOMIR Mileta og Goran Aleksic,
Júgóslavarnir öflugu í knatt-
spymuliði ÍBV, héldu heim á leið í
morgun og fara beint í æfingabúð-
ir með félagi sínu þar, Cukaricki
Belgrad. Cukaricki leigði þá til
ÍBV í sumar en félagið er í 10. sæti
af 18 liðum í júgóslavnesku úrvals-
deildinni eftir sex umferðir.
Reiknað er með að þeir fari beint í
liðið í næsta leik um helgina.
Eyjamenn hafa rætt við báða
leikmennina um að koma aftur til
ÍBV fyrir næsta tímabil. Þeir hafa
sýnt áhuga á því en málið er í
höndum Cukaricki, þar sem þeir
em samningsbundnir. Fleiri vilja
fá þessa snjöllu leikmenn í sínar
raðir og samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins hafa Islands-
meistarar KR hug á að reyna að fá
Momir Mileta til liðs við sig.
Vissi
ekkiað
Ríkharður
væri svona
góður
ÞJÁLFARI norska knattspyrnu-
liðsins Víking frá Stavanger, Benny
Lennartsson brosir breitt þessa dag-
ana enda er liðið komið í úrslitaleik
bikarkeppninnar og er í öðru sæti
deildarkeppninnar. I viðtali við
Verdens Gang hrósar hann íslenska
landsliðsmanninum, Ríkharði Daða-
syni, í hástert. Sænski þjálfarinn við-
urkennir að hann hafi ekki gert sér
grein íyrir hve góður leikmaður Rík-
harður væriáður en hann kom að
þjálfun liðsins fyrir tæpu ári, en Rík-
harður skoraði tvö mörk í 4:0 sigri
Víking í undanúrslitaleik bikar-
keppninnar. Lennartsen segir að
Ríkharður geri aðra leikmenn betri
með sendingum sínum og útsjónar-
semi og efast um að liðið hefði skorað
jafn mörg mörk án Ríkharðs. Að
loknum bikarúrslitaleiknum þann
29. október mun Ríkharður halda til
Englands og leika með 2. deildar liði
Stoke City og Lennartsen undrast
ekki þá ákvörðun framherjans þar
sem enska liðið geti borgað Ríkharði
helmingi hærri laun en norska liðið
eða rúmlega 20 milljónir á ári.
■ Ríkharður með.../C18
Ámi
Gautur enn
meiddur
ÁRNI Gautur Arason mun ekki
standa í marki norska liðsins Ros-
enborg, í leik liðsins í Meistara-
deild Evrópu í kvöld gegn sænsku
meistuninum Helsinborg. Árni
Gautur meiddist fyrir leik liðsins
gegn Bayern Munchen í síðustu
umferð og Jörn Jamtfall tók stöð-
una í byrjunarliðinu að nýju og
stóð sig vel þrátt fyrir 1:3 tap liðs-
ins. Á æfingu liðsins í gær gat
Árni Gautur ekki beitt sér að fullu
og Nils Ame Eggen þjálfari Ros-
enborg tók ekki áhættuna að láta
Árna leika. Fyrir skemmstu skrif-
aði Ámi Gautur undir nýjan
þriggja og hálfs árs samning við
félagið og ljóst að Rosenborg vill
tryggja sér áframhaldandi vem
hins 25 ára gamla landsliðs-
markvarðar áfram.