Morgunblaðið - 26.09.2000, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.09.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2000 C 15 KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Bryivjar Gauti Knötturinn í netinu hjá Eyjamönnum og bikarinn kominn til Skagamanna. Kári Steinn Reynisson, sem skoraði sigurmarkið, er lengst til vinstri. ÍA minntist Dagbjarts Hannessonar SKAGAMENN léku með sorgarbönd í bikarúrslitaleiknum til að minnast Dagbjarts Hannessonar, sem lést á dögunum. Dagbjartur lék með ÍA frá 1946 tii 1955, hann var í fyrsta meistaraliði ÍA árið 1951 og varð einnig meistari með félaginu 1953 og 1954. Dagbjartur lék þrjá landsleiki fyrir fslands hönd á árunum 1953 og 1954 og tók þá þátt í fyrsta sigri ís- lands á Noregi, 1:0 á Melavellinum árið 1954. Gísli Gíslason slapp við sjö prósentin SKAGAMENN forðuðu bæjarstjóranum sínum, Gi'sla Gíslasyni, frá 7 prósenta niðurskurði. Hann og Guðjón Hjörleifsson, bæjar- stjóri Vestmannaeyja, hétu því fyrir leikinn að sá sem tapaði yrði að skera líkamsþyngd sína niður um 7 prósent fyrir áramót. „Ég var hvort eð er sá okkar sem þurfti ekkert á þessu að halda,“ sagði Gísli sigurreifur eftir leikinn en hann fagnaði bikarsigrin- um innilega með sínum mönnum í búningsklcfanum. Ólafur Þórðarson, hinn sigursæli leikmaður, fagnarsem þjálfari A Akranesi erár án titils mjög langt ár ÓLAFUR Þórðarson var sigursæll sem leikmaður og hann fer vel af stað sem þjálfari. Eftir að hafa leitt Fylki upp í efstu deild í ann- arri tilraun stýrði hann ÍAtil bikarmeistaratitils á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari á heimaslóðum. Ólafur varð bikarmeistari sem leikmaður með ÍA í úrslitaleikjunum 1984,1986,1993 og 1996 og íslandsmeistari 1984,1993,1994,1995 og 1996. Eftir eitt ár í starfi sem þjálfari hefur hann þegar skilað fyrsta titlinum í höfn og harðir Skagamenn höfðu á orði eftir leikinn við ÍBV á sunnudaginn að þetta væri upphafið á nýrri gullöld á Akranesi. Eftir Víði Sigurðsson Eftir sigurárin frá 1992 til 1996 hafa Skagamenn ekki fagnað stórum titli þar til bikarsigur þeirra gegn IBV var í höfn á sunnu- daginn. Fögnuður þeirra var að von- um innilegur og fáir létu gleði sína jafn innilega í ljós þegar flautað var til leiksloka og Ólafur Þórðarson. Það var því nokkur hógværð í þeim orðum hans við Morgunblaðið eftir leikinn að hann væri mjög sáttur við þenn- an bikarsigur. „Skagamenn hljóta almennt að vera mjög sáttir. Það er langt síðan það hefur komið titill á Skagann og það var því kominn tími á þennan sigur. Við höfum ekki unnið neitt síðan 1996 og á Akranesi er hvert ár sem líður án titils mjög langt ár. Við vitum það sjálfir og búum við þessa pressu. Auðvitað reyna menn alltaf að gera sitt besta en hjá öllum félögum koma lægðir og það þarf að viðurkenna. Sá toppur sem við náðum upp úr 1990 var óvenju langur, við urðum meistar- ar fimm ár í röð og það halda fá lið út slíkt við þær aðstæður sem við búum við sem áhugamenn. Þetta horfir öðruvísi við erlendis þar sem leikmenn eru keyptir eftir því sem með þarf en við þurfum að fram- leiða leikmennina sjálfir. Þá koma stundum slæm ár eins og í öðru.“ Það var meira í húfí í þessum leik en í mörgum öðrum. Osigur hefði væntanlega þýtt gífurleg vonbrigði með tímabilið í heild? „Þessi sigur bjargar andlitinu í sumar og fyrir félagið er geysilega mikilvægt að vera áfram í Evrópu- keppni á næsta ári. Við þurfum bara að gera betur þar en í sumar. Það hefðu verið hrikaleg vonbrigði að tapa þessum leik. Við komum mjög vel undirbúnir, staðráðnir í að sigi-a, og gerðum okkur grein fyrir því að það væri mjög nauð- synlegt að byrja vel; að stimpla sig strax sterkt inn í leikinn. Við vor- um búnir að uppskera eitt stig í tveimur leikjum gegn ÍA í sumar, þrátt fyrir að vera betri aðilinn í báðum leikjunum. Það var því ljóst að við þyrftum að fórna einhverju meiru en venjulega til að sigra þá. Menn þurftu að ná fram þessu aukalega; gefa allt sem þeir áttu, og það var gert í leiknum í dag.“ Varstu ekki farinn að búa þig undir framlengingu þegar sigur- markið kom ? „Jú, ég var farinn að huga að henni, en ég hélt alltaf í vonina. Maður hefur horft á svo margt gerast í þessum bikarleikjum að undanförnu. Við fórum erfiða leið í gegnum bikarkeppnina í ár en kannski var það seiglan sem réði, við gáfumst aldrei upp.“ Ykkur var spáð góðu gengi í vor og fíestir virtust reikna með ykkur í toppbaráttu í deildinni. Hvers vegna gekk það ekki eftir? „Kröfurnar á Akranesi eru mikl- ar en þegar menn skoða málið raunhæft þá voru gerðar of miklar væntingar til liðsins fyrir þetta tímabil, miðað við það sem á undan var gengið. Breytingarnar á liðinu síðasta vetur voru mjög miklar. Við misstum níu leikmenn úr hópn- um frá því í fyrra og fylltum að mestu upp með ungum strákum, auk þess sem við fengum til baka Skagamenn sem voru að spila í neðri deildum. Það hefur því orðið mikil endur- nýjun en mikið af ungum og sprækum strákum hefur komið inn í liðið og það skilaði sér í þessum úrslitaleik. Við sóttum einn topp- spilara sem við ætluðum að nota, Una Arge, og hann meiddist eftir 40 mínútur í deildinni. Siggi Jóns kom rétt fyrir mót og var kannski ekki í alveg nógu góðu standi í upp- hafi en spilaði síðan feikilega vel þegar hann fór í vörnina.“ Horfa Skagamenn fram á bjart- ari tíma á ný eftirþennan bikarsig- ur? __ „Eg vona að þetta sé upphafið að einhverju meira. Við erum með marga unga menn og þetta tekur tíma. Margir voru að ljúka sínu fyrsta alvöru tímabili í deildinni og þurfa að fá reynslu. Menn öðlast enga reynslu nema að upplifa hana, og það getur kostað sitt á meðan verið er að byggja upp sterkt lið að nýju,“ sagði Ólafur Þórðarson. Mjög gott hjá stráknum AÐALSTEINN Baldursson, verkalýðsforingi á Húsavík, var að vonum kátur eftir leikinn en sonur hans, Baldur, var hetja Skagamanna; skoraði fyrra mark- ið og lagði það siðara upp. „ Já, þetta var mjög gott hjá honum og sannfærandi sigur hjá IA. Strákurinn var svo óstyrkur þegar hann fór í leikinn, og liðið virkaði dauft miðað við Eyjamenn í upphituninni að ég hélt að þetta yrði mjög erfitt. En Skagaliðið var miklu ákveðnara strax frá byijun og vann verðskuldað," sagði Aðal- steinn við Morgunblaðið. meistarinn UNI Arge, sóknarmaður Skaga- manna, varð fyrstur fær- eyskra knattspyrnumanna til að hljóta bikarmeistaratign erlendis. Áður hafði einn Færeyingur, lands- liðsmarkvörðurinn Jákup Mikkel- sen, orðið landsmeistari erlendis en hann varð danskur meistari með Herfölge í vor. „Já, þetta er fyrsti bikarsigurinn erlendis og ég er mjög stoltur af því. Nú fer ég beint heim til Færeyja á morgun til að sýna verðlaunin. Ég kem aftur og leik með ÍA næsta sumar þar sem ég á ár eftir af samn- ingnum við félagið," sagði Uni við Morgunblaðið. Uni lék sinn annan bikarúrslita- leik á þeim þremur árum sem hann hefur spilað á íslandi en hann lék með Leiftri þegar liðið tapaði fyrir r ÍBV, 2:0, árið 1998. Þá varð hann markahæsti leikmaður bikarkeppn- innar með 6 mörk og skoraði í öllum umferðum fram að úrslitaleiknum. Uni tryggði ÍA sæti í úrslitaleiknum í ár; fyrst jafnaði hann á síðustu mínútunni gegn FH í undanúrslit- unum og skoraði síðan lokamarkið í vítaspyrnukeppninni. r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.