Morgunblaðið - 28.09.2000, Side 4

Morgunblaðið - 28.09.2000, Side 4
4 B FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2000 oqp MORGUNBLAÐIÐ Freeman vann 100. gullið GULLVERÐLAUN Cathy Freeman í 400 m hlaupi kvenna á mánudagskvöldið voru þau 100. sem Astralar vinna á Ól- ympíuleikum og um leið þau fyrstu sem þeir vinna í frjáls- íþróttakeppni á Ólympíuleikum síðan Debbie Flintoff-King sigr- aði í 400 m grindahlaupi á Ól- ympíuleikunum í Seoul 1988. Fyrir sigurinn var Freeman mikil hetja í augum landa sinn en við sigurinn hefur dýrkun þjóðar hennar aukist til muna og nánast er talað um hana sem dýrling. Morgunblaðið/Sverrir Þjóðverjinn Nils Schumann fagnaði óvænt sigri í 800 m hlaupi í Sydney í gær. Schumann kom, sá og sigraði EiN óvæntustu úrslitin í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna í Sydney urðu í 800 metra hlaupi karla þar sem Nils Schumann, 22 ára gamall Þjóðverji, kom, sá og sigraði. Schumann, sem er Evrópumeistari bæði innan- og utanhúss, skaut heimsmethafanum Wilson Kipketer frá Danmörku aftur fyrir sig en Wilson hefur verið nær ósigrandi í þessari grein á undanförnum árum og var spáð ólympíugullinu. Schumann átti frábært hlaup og kom í mark á 1:45,08 mínút- um en Kipketer, þrefaldur heims- meistari í greininni, urðu á tækni- leg mistök. Hann missti fremstu menn of langt á undan sér og þó svo að hann ætti góðan endasprett tókst honum ekki að komast fram- úr Þjóðverjanum sem var að keppa á sínum fyrstu Ólympíuleik- um. Æfingarnar skiluðu sér „Eg var að gæla við bronsið eða silfrið en síðan stend ég uppi með gull í höndunum. Þetta er ólýsan- leg tilfinning og ég er í skýjunum. Ég hef lagt hart að mér á æfingum síðustu sex til sjö vikurnar og þær æfingar hafa greinilega skilað sér,“ sagði Schumann í sigurvímu eftir hlaupið. Mikil vonbrigði hjá Kipketer Úrslitin urðu Kipketer mikil vonbrigði. Hann fékk ekki að keppa á Ólympíuleikunum í Atlanta fyrir fjórum árum þar sem yfirvöld í Kenýa neituðu að skrifa undir pappíra varðandi breytt rík- isfang en Kipketer er með dansk- an ríkisborgararétt. Kipketer átti ólympíuOmeistaratitilinn í 800 metra hlaupinu í Atlanta vísan og til að undirstrika getu sína bætti hann 16 ára gamalt heimsmet Seb- astians Coe í tvígang ári eftir leik- ana. Kipketer lenti í mjög alvar- legum veikindum fyrir tveimur árum. Hann fékk malaríu og það tók hann langan tíma að ná fyrri styrk. Kipketer hefur átt góðu gengi að fagna á þessu ári og nán- ast hver einasti maður hafði spáði honum ólympíumeistaratitlinum í Sydney. Nils Schumann Þýskalandi Ólympíumeistari í 800 metra hlaupi karla. Fæddur: 20. maí 1978 í Bad Frankenhausen í Þýskalandi. Helstu afrek: Varð Evrópu- meistari unglinga árið 1997. ■ Ári síðar varð hann Evrópu- meistari bæði innan- og utan- húss í karlaflokki. ■ Vann sigur í heimsbikar- keppninni árið 1998 og hafnaði í 8. sæti á heimsmeistaramótinu árið 1999. Jón Arnar Magnússon tugþrautarmað- ur segir að svo kunni að fara að hann hætti keppni eftir vonbrigðin í Sydney „VONBRIGÐIN eru gífurleg yfir að geta ekki lokið keppni. Allt mitt starf síðastliðin fjögur ár hefur miðast að því að vera tilbúinn í slag- inn hér,“ sagði Jón Arnar Magnússon tugþrautarmaður eftir að hann hætti keppni eftir þriðju grein tugþrautarinnar, kúluvarp, eftir að meiðsli í aftanverðu vinstra læri gerðu vart við sig í annarri um- ferð langstökksins, en það var næsta grein á undan kúluvarpinu. „Einnig er þetta hroðalegt áfall þar sem ég hef aldrei verið í betri æfingu en um þessar mundir og mig langaði svo sannarlega til þess að kýla á þetta núna. Þeim mun sorglegra er að svona smámeiðsli slá mann út af laginu. Orð fá vart lýst vonbrigðum mínum nú og Ijóst að ég verð talsverðan tíma að jafna mig á þessu áfalli,“ sagði Jón Arnar ennfremur er Morgunblaðið hitti hann og greiniiegt var að hann var talsvert sleginn út af laginu. Jón sagðist ekki vita fyrir víst hvaða áhrif þetta hefði á fram- haldið hjá sér sem íþróttamanni. Allir þeir samningar sem jvgr hann gerði, bæði við Benediktsson íyrirtæki á Sauðár- skrifar króki, sveitarfélagið frá Sydney 0g Aireksmannasjóð ÍSÍ renna út nú í kjölfar leikanna. Alls óvíst er hvað tekur við. „Nú þarf ég bara að setjast niður og skoða minn gang, athuga hvort maður vilji standa í þessu áfram eður ei. Ég hafði sagt áður að mig langaði til þess að halda áfram að minnsta kosti í eitt ár til viðbótar og vissulega get ég ekki afskrifað þann möguleika. En ég held að eftir þetta sem á undan er gengið sé best að ég taki mér einhvern tíma til þess að setja stöðuna niður fyrir mér áður en ég slæ nokkru fostu.“ Jón segir að það taki virkilega á sálarlífið að vera í sífelldri baráttu við meiðsli þar sem eitt rekur annað. „í byrjun þessa árs var ég að vona að þessum meiðslakafla væri lokið, en svo hefur ekki verið. í júlí tognaði sinin í annarri ilinni og þá fór ég að beita mér á annan hátt þannig að ég fékk „smáskot“ í aftanverðan lær- vöðvann. Þau virtust hins vegar vera búin að jafna sig, að minnsta kosti hafði ég ekkert fundið fyrir þeim síð- ustu vikur, enda eru meiðslin nú ekki á sama stað í lærinu. Ég skil ekki af hverju þetta kemur upp núna. Síðustu vikur hafa gengið mjög vel. Viðbragðsæfmgar hafa ver- ið mjög góðar og á æfingum hef ég verið að jafna það sem ég á best í há- markshraða í sprettum, þannig að ég var heill. í fyrstu grein þrautarinnar, 100 metra hlaupi, fann ég ekki fyrir neinu, fannst það frekar auðvelt. Þegar kom að öðru stökkinu í lang- stökki fann ég strax fyrir sárum verk í aftanverðu lærinu í aðhlaupinu." Hvað veldur þessum ítrekuðu meiðslum hér og þar? „Ætli að það sé ekki aldurinn, ég er nýkominn yfir þrítugt,“ segir Jón og brosir, en Jón er 31 árs. „Að öllu gamni slepptu, það bara hreinlega veit ég ekki. Þangað til í fyrra hafði ég sloppið mjög vel við öll meiðsli, en síðan hefur alltaf eitthvað komið upp á. Þess vegna er nauðsynlegt að setj- ast aðeins niður og hugsa sinn gang og ræða stöðuna við þá sem næstir mér standa. Ég verð sennilega að fara í allsherjar „klössun" ef ég ætla mér að keppa áfram. Þetta er svo sannarlega langt frá því að vera gam- an,“ segir Jón og leggur áherslu á orð sín. Pessi endalausu meiðsli og það að geta ítrekað ekki lokið keppni hlýtur einnigað koma við sjálfstraustið? „Það gerir það svo sannarlega. Nú langar mig helst að komast heim strax í dag, ekki vera héma og gera ekki neitt. Það hefur langur tími farið í undirbúning hér ytra og það kemur ekkert út úr honum og það sem meira er, maður getur ekkert gert við því. Það þýðir ekkert annað en taka líf- inu með ró, draga andann djúpt og horfa síðan bara á björtu hhðarnar því þetta á jú að vera leikur.“ ívinnufrá níu til fimm En þetta eratvinna þín ogafhenni hefurþú lifibrauð, ekki satt? „Satt er það og þegar það bregst þá verða launin ekki þau sömu og þegar vel gengur, en það þýðir ekkert að hugsa um það á þessari stundu.“ Eru ekki lausir flestir styrktar- samningar þínir frá og með þessum leikum? „Jú, þeir eru allir lausir núna.“ Pú stendur þá á krossgötum á ferl- inum? „Það geri ég svo sannarlega. Ég geri frekar ráð fyrir því að fara að vinna hefðbundna vinnu frá níu til fimm fljótlega eftir að heim verður komið. Það verður síðan að koma í Morgunblaðið/Sverrir Ijós hvort einhverjir vilji eitthvað með mig hafa áfram, hvort þeir aðilar finnist sem áhuga hafa.“ Værir þú til í að halda eitthvað áfram? „Ég hef mikinn áhuga á að halda áfram, að minnsta kosti eitt ár til við- bótar en þá er heimsmeistaramót. Ég er í gríðarlega góðri æfingu þrátt fyr- ir allt, þeirri bestu á ferlinum. Þannig að ef maður nær sér heilum þannig að ekkert er að þá langar mig að taka

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.