Morgunblaðið - 28.09.2000, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 28.09.2000, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ —^ QQP FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2000 B 9 Athyglis- verðar breytingar á reglum HELSTU breytingar á leik- reglum körfuknattleiksins eru styttri tími á skotklukku og breyttur leiktími. í stað 30 sekúndna skotklukku verður nú leikið með 24 sekúndna skotklukku og má búast við auknum hraða í sóknarað- gerðum liðanna í kjölfar breytingarinnar. Vekja má athygli á því að skotklukkan er ekki endumýjuð fyrr en knöttur snertir körfuhring. Ef skotklukkan rennur út eft- ir að knöttur hefur yfirgefið hönd leikmannsins sem skýt- ur að körfu eiga ddmarar leiksins tvo möguleika; ef boltinn fer ofan í er karfan dæmd gild en ef boltinn fer ekki ofan í körfuna er það leikbrot og vamarliðið á bolt- ann. Leiktíminn verður nú 4x10 mínútur sem er sami leiktúni og áður en verður leikinn f 4 leikhlutum og 15 mínútna hálfleikur verður á milli 2. og 3. leikhluta. Liðin hafa nú 8 sekúndur til að koma knettinum af vamar- helmingi slnum og yfir á sdknarhelming (yfír miðju) og knötturinn verður að snerta leikmami á söknarhelming eða gdlfið á sdknarhelming á skemmri tíma en 8 sekúndum. Ef dæmd er tæknivilla á leik- mann fá andstæðingarnir eitt vítaskot í stað tveggja áður og að vítaskotinu loknu er tekið innkast við miðlínu. Glæsilegur endasprettur OLGA Shisigina frá Kazakhst- an vann frekar óvæntan sigur í 100 metra grindahlaupi kvenna. Hún átti glæsifegan endaprett og skaust fram úr Glory Alozie frá Nígeríu á sið- asta metranum en fyrirfram var Alozie talinn sigurstrang- leg í hlaupinu. Shisigina, sem varð fyrsta konan frá Asíu til að vinna heims- meistaratitil í frjálsum íþróttum, fagnaði gríðarlega enda hefur hún mátt þola ýmis- legt á keppnisferli sínum. Fyrir fjórum árum var hún fundin sek um að hafa neytt ólög- legra lyfja og var dæmd í tveggja ára keppnisbann. Hún lét þetta ekki slá sig út af laginu og mætti sterk til leiks eftir bannið. Á síðasta ári tryggði hún sér heimsmeistaratitil- inn innanhúss og að vinna til verð- launa á Ólympíuleikunum var eitt- hvað sem hún stefndi að. 100 M GRINDAHLAUP KVENNA Shishigina Kazakhstan Ólympíumeistari í 100 metra grindahlaupi kvenna. Fædd: 23. desember 1968 í Kazahkstan. Gift og á tveggja ára son. Helstu afrek: Varð í öðru sæti á heimsmeistara- mótinu árið 1995. Vann heimsmeistaratitilinn innanhúss árið 1999 og varð fjórða á heims- meistaramótinu utan- húss. Hefur tvívegis orð- ið Asíumeistari, 1994 og 1998. ■ Var dæmt í tveggja ára keppnisbann árið 1996 þegar hún féll á lyfjaprófi og var svipt tveimur Asíumetum. - m m Unnustinn lést I bíislysi Alozie, sem varð í öðru sæti á heimsmeistaramótinu á síðasta ári, virtist á góðri leið með að tryggja sér gullið en hún hugði ekki að sér og missti Shisiginu fram úr sér á síðustu stundu. Á tímabili var ekki víst hvort Alozie yrði með á Ólymp- íuleikunum en skömmu áður en leik- arnir hófust lést unnusti hennar í bílslysi í Sydney. Þetta hörmulega slys setti óneitanlega strik í reikn- AP Olga Shishigina hljóp sigurhring með þjóðfána sinn eftir 100 m grindahlaupið. inginn hjá þessari frábæru hlaupa- konu og sjálfsagt hefur það haft áhrif á hana í úrslitahlaupinu. „Þessi verðlaun eru mér mjög mikilvæg. Ég hugsaði um að hætta við að keppa en Guð hvatti mig til að vera með. Vinir mínir hafa hjálpað mér mikið í þessum erfiðleikum og það hefur verið ómetanlegt,“ sagði Alozie. Bandaríska stúlkan Gail Devers var talin eiga möguleika á að blanda sér í baráttuna um gullið en henni mistókst að tryggja sér sæti í úr- slitahlaupinu. Devers, sem varð Ól- ympíumeistari i 100 metra hlaupi í Barcelona árið 1992 og í Atlanta fjórum árum síðar, varð fyrir meiðslum á gullmóti í Brussel í síð- asta mánuði og þar með gat hún ekki beitt sér að fullu í Sydney. „Eg hélt að þetta yrði allt í lagi en þegar ég hljóp upp úr startblokkinni fann ég að eitthvað gerðist. Ég fann mik- ið til þegar ég fór yfir fyrstu grind- ina og sá verkur varð meiri þegar á hlaupið leið,“ sagði Devers eftir undanúrslitahlaupið en hún féll á síðustu grindina og þar með var draumur hennar úti. KR 2. sæti „Meistaramir verða sterkir í vetur með tilkomu Hermanns Haukssonar og Amar Kárason og Jón Amór Stef- ánsson verða með frá upphafi móts, - allt frábærir leikmenn. Það sem er mest spennandi við KR er hvemig þeim tekst að leysa brotthvarf Dan- ans, Jespers Sörensens, en hann stýrði liðinu af mikilli festu í fyrra. Keith Vassel mun vera á leið til KR en ekki víst hvenær hann kemur og með Ólaf Ormsson, Jonathan Bow, Steinar Kaldal og alla ungu strákana held ég að KR verði í úrslitum á flest- um vígstöðum gegn Keflavík. Njarðvík 1. sæti „Brenton Birmingham er kominn „heim“ til Njarðvíkur og danskur miðherji á að taka við hlutverki Frið- riks Stefánssonar. Það sem er stærsta spumingarmerkið er tvöfalt hlutverk Friðriks Ragnarssonar og Teits Örlygssonar, sem leikmenn og þjálfarar. Þeir eru að stíga sín fyrstu spor sem þjálfarar og kröfurnar til þeirra sem leikmanna eru einnig miklar og spurning hvemig þeim tekst að sameina hlutverkin. Logi Gunnarsson er í sama gæðaflokki og Teitur á yngri ámm og það verður gaman að fylgjast með hvemig til tekst í Njarðvík í vetur. Þeir eiga nóg af leikmönnum sem geta skorað og ef allt gengur vel þá verða þeir í topp- baráttunni.“ Jafnt mót og spennandi breytingar „Það er nú alltaf sagt á haustin að mótið verði það mest spennandi frá upphafi og ég verð að taka undir þann frasa. Tvö lið virðast áberandi slökust og þrjú lið virðast vera sterk- ust en þau lið sem á milli em geta gert góða hluti. Breytingar á skot- klukkunni gera leikinn markvissari, menn verða að taka fyrsta góða skot- ið sem gefst en 8 sekúndna reglan á kannski eftir að hafa meiri áhrif og lið fara eflaust að pressa meira en oft áður. Útlendingamir em sem oftar spurningarmerki og þeirra þáttur er alltaf gríðarlega mikilvægur í vel- gengni liðanna,“ sagði Eggert. Elsta konan til að vinna gull AP Ellina Zvereva fagnar sigri sínum ásamt samherja. ELLINA Zvereva frá Hvíta-Rússlandi braut blað í sögu Ólympíu- leikanna í gær með því að verða elsta konan til að vinna til gull- verðlauna í frjálsum íþróttum. Zvereva, sem heldur upp á 40 ára afmæli sitt í nóvember, sigraði í kringlukasti en sigurkast hennar mældist 68,40 metrar. Zereva bætti met Liu Manoliu frá Rúmen- íu en hún var 36 ára og 76 daga gömul þegar hún varð ólympíu- meistari í kringlukasti á Ólympíuleikunum í Mexikó árið 1968. Olympíuleikarnir í Sydney era þriðju leikarnir sem Zvereva tekur þátt í en hún keppti fyrst árið 1988. Hún varð í fimmta sæti á Ól- ympíuleikunum í Seoul árið 1988 en fékk ekki að taka þátt í Barcelona fjóram áram síðar þar sem hún var í 12 mánaða keppnisbanni vegna lyfja- áts. Á Ólympíuleikunum í Atlanta vann hún til verðlauna en þar hafnaði hún í þriðja sæti. Gríska stúlkan Anastasia Keles- dou varð önnur með 65,71 metra og bronsverðlaunin fóra til Irinu Ja- tchenko en hún kastaði kringlunni 65,20 metra. Ólympíumeistarinn frá því í Atlanta fyrir fjóram áram, þýska stúlkan Ilke Wyludda, varð að láta sér lynda sjöunda sætið en hún kastaði 63,16 metra. í sætinu á und- an varð landi hennar og heimsmeist- ari, Franka Dietzsch sem kastaði 63,18 metra. Zvereva er engin smásmíði. Hún er 1,82 metrar á hæð og vegur 92 kg. Sigurkast hennar kom í þriðju um- ferð úrslitakeppninnar en lengsta kast hennar í undankeppninni hefði ekki dugað til að vinna gullið. „Mér finnst ég ekki vera neitt gömul og aldurinn á ekki að koma í veg fyrir að maður komist í fremstu röð. Ég hef ákaflega gaman af þessu og er auðvitað mjög stolt af þessum árangri. Ég stefndi á verða í einu af þremur efstu sætunum,“ sagði Zer- eva sem hóf keppni í kringlukasti fyrir 21 ári. Þessi stóra og stæðilega íþróttakona á 13 ára dóttur og hún hefur hyggju að bæta öðra bami við þegar sigurvíman verður farin af henni eftir Ólympíuleikana. Flestir tippuðu á að gullið færi til Nicoletu Grasu frá Rúmeniu. Hún hefur kastað lengst allra í ár, 68,70 metra en öllum á óvart tókst henni ekki að komast í úr- slitakeppnina þar sem hún kastaði aðeins 58,87 metra í undankeppninni. Ellina Zvereva Hvíta-Rússlandi Ólympíumeistari í kringlukasti kvenna. Fædd: 16. nóvember í Dolgoprudny, Hvita-Rússlandi. Helstu afrek: Vann til gullverðlauna á heimsmeistaramótinu í Gautaborg árið 1995. Hafnaði í þriðja sæti á Olympíuleikunum í Atlanta fyrir fjórum árum og í fimmta sæti í Seoul árið 1988. ■ Féll á lyfjaprófi árið 1992 og missti af Ólympíuleikunum það sama ár. Hóf keppni að nýju ári síðar. ■ Er elsta konan til að vinna til gullverðlauna á Ólympíuleikum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.