Morgunblaðið - 29.09.2000, Qupperneq 4
4 C FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000
BÍÓBLAÐ
MORGUNBLAÐIÐ
1 K V 1 K M Y N D A H Á T í Ð
E Y K J A V í K
Þorfinnur Ómarsson, nú framkvæmdastjóri Kvik-
m.. . ... m œg myndasjóðs íslands, var 12 ára forfallinn kvikmynda-
áhugamaöur þegar Kvikmyndahátíð í Reykjavík var haldin í fyrsta skipti, árið
1978. Hann rifjar upp eftirminnilegar myndir og kynni sín af ýmsum gestum há-
tíðarinnar sl. 22 ár.
Jlllfllllilisí
FYRSTA kvikmyndahátíðin var hvalreki á
fjörur ungs kvikmyndaáhugamanns, sem fór
á allt sem hreyfðist í bíó, á milli þess sem
8mm kvikmyndagerð var stunduð í bílskúrn-
um heima fyrir. A þeim tíma voru íslensk
kvikmyndahús fremur svifasein og sýndu
myndir einu eða tveimur árum eftir að þær
komu fram erlendis. Að vísu mátti sjá ýmsar
óvenjulegri myndir á mánudagskvöldum í
Háskólabíói og Fjalakötturinn, blessuð sé
minning hans, hélt uppi merkjum listrænnar
kvikmyndagerðar. Engu að síður kom strax í
ljós að veruleg þörf var fyrir kvikmyndahátíð
í höfuðborginni.
Undir lok áttunda áratugarins dró loks til
tíðinda í íslensku kvikmyndalífí. Ungir og
þróttmiklir kvikmyndagerðarmenn streymdu
heim frá útlöndum, ákveðnir í að láta drauma
sína um kvikmyndagerð í heimalandinu ræt-
ast. Það var því í takt við tíðarandann að sett
var á laggirnar Kvikmyndahátíð innan Lista-
hátíðar í Reykjavík. Strax við opnun fyrstu
hátíðarinnar gaf þáverandi menntamálaráð-
herra, Vilhjálmur Hjálmarsson, hátíðargest-
um tímabæra gjöf; lagafrumvarp um stofnun
Kvikmypdasjóðs Islands, sem hóf starfsemi
ári síðar.
Það má segja að fyrsta hátíðin hafi náð einu
af takmarki sínu, þ.e. að vekja athygli á kvik-
myndalistinni og þar með tilvist hátíðarinnar
sjálfrar. Einhver eftirminnilegasti kvik-
myndaskandall Islandssögunnar varð þegar
hætt var við sýningu á pornógrafísku meist-
araverki Nagisha Oshima, Veldi tilfínning-
anna.
Myndin hafði hlotið verðlaun í Cannes
tveimur árum fyrr, en hafði einnig valdið
miklum deilum víða um heim og raunar verið
bönnuð í ýmsum púritanískum löndum í
kringum okkur. Engu að síður hafa kvik-
myndahátíðir oft rétt á að sýna sitthvað sem
ekki fer endilega í almenna dreifíngu og að
því leyti var bannið alræmda fremur hæpið.
Raunar ber mönnum ekki alveg saman um
hvað fór úrskeðis. Ef ég man rétt var myndin
í raun ekki bönnuð af Kvikmyndaeftirlitinu,
heldur þótti sýnt að saksóknari myndi leggja
fram kæru um klám, ef af sýningunni yrði.
Fulltrúar saksóknara og lögregluyfírvalda
urðu að athlægi á meðal þjóðarinnar þegar
þeir vildu endilega sjá myndina öðru sinni -
svona til að vera vissir um að enginn annar
mætti sjá myndina... Einhver frægasta og
dapurlegasta forsjárhyggja sem um getur hér
á landi.
Niðurstaðan varð sú, að ekkert varð af sýn-
ingunni. Því miður var ekki einfaldlega skellt
á sýningu án heimildar. Hvað um það, Kvik-
myndahátíð fékk ágæta kynningu og mikla
aðsókn - sem tryggði tilvist hennar á næstu
árum. Af einhverjum dularfullum ástæðum
hefur hin meinta klámmynd ekki enn verið
sýnd opinberlega hér á landi. Er í raun óskilj-
anlegt að enn skuli engum hafa dottið í hug að
sýna myndina, því ekki er hún klámfengnari
en ýmislegt sem borið er á borð okkar í dag,
t.d. Romance, sem sýnd var í bíó í fyrra og
fæst nú á myndbandaleigum.
Þannig gaf þessi fyrsta Kvikmyndahátíð
tóninn fyrir Reykjavíkurhátíðina. Allar götur
síðan hafa kvikmyndir, sem innihalda opin-
skátt kynlíf, átt miklum vinsældum að fagna á
meðal hátíðagesta. Er skemmst að minnast
Sex - AnabelleChong Story á síðustu hátíð -
mynd sem hefði örugglega ekki gengið jafn-
vel á hefðbundnum sýningum.
Þess háttar „frakkamyndir“ hafa samt -
sem betur fer - ekki verið eina skrautfjöður
Kvikmyndahátíðar í Reykjavík, öðru nær.
Strax á fyrstu hátíðinni ’78 kenndi ýmissa
grænna grasa; Wim Wenders kom með Am-
eríska vininn og varð íslandsvinur fyrir vikið
og sýning á Sweet Movie, eftir Dusan Makav-
ejev, olli miklu fjaðrafoki og svona í sárabæt-
ur fyrir Veldi tilfínninganna. Hinn sami Dus-
an er gestur Kvikmyndahátíðar í ár og geta
kvikmyndaáhugamenn spjallað við kappann á
fundi með honum á laugardag.
Mystery Train: Lestin sem leiddi
til Cold Fever.
Þegar gluggað er í dagskrá Kvikmyndahá-
tíðar ’78 er kannski hvað skemmtilegast að
sjá að þá þegar unnu að hátíðinni menn á borð
við Friðrik Þór Friðriksson, Hrafn Gunn-
laugsson og Thor Vilhjálmsson, að ógleymd-
um þáverandi formanni framkvæmdastjórnar
Listahátíðar, Davíð Oddssyni.
Á þessum tíma var ákveðið að Kvikmynda-
hátíð yrði haldin annað hvert ár - á móti
Listahátíð, sem var í guðföðui-hlutverki fyrir
hátíðina. Árið 1980 var sannkallað vor í lofti á
Kvikmyndahátíð. Fyrstu kvikmyndirnar eftir
stofnun Kvikmyndasjóðs höfðu slegið í gegn á
meðal þjóðarinnar og kvikmyndagerðarmenn
fylltust bjartsýni. Dagskráin varð enn metn-
aðarfyllri, sérstaklega var hlutur Pólverjans
Andrzej Wajda mikill, auk mynda frá síðari
tíma góðkunningjum á borð við Satyajit Ray,
Marguerite Duras og Carlos Saura. Að öðru
leyti verð ég að viðurkenna að þessi hátíð er
fyrir mína parta ekki mjög eftirminnileg í
heild sinni.
Svipað var uppi á teningnum ári síðar (nú
var hátíðin haldin árlega). Kvikmyndahátíð
veiddi hingað verk ýmissa helstu kvikmynda-
skálda heims, s.s. Wajda, Rohmer, Tanner,
Tavernier og Zanussi, og má segja að á þess-
um tíma hafí hlutverk Kvikmyndahátíðar ein-
mitt verið að sýna verk slíkra manna, auk
þess sem sýnd voru eldri meistaraverk í
bland. Þannig var nokkur „mánudagsmynda-
bragur“ eða Fjalakattarlykt af Kvikmynda-
hátíð. í dag eru hinsvegar hvorki mánudags-
myndir né safnabíó (cinematek) á höfuð-
borgarsvæðinu, sem er auðvitað með öllu
ófært.
Hátíðin 1983 er hvað eftirminnilegust fyrir
að sýna okkur báðar myndirnar sem skiptu
með sér Gullpálmanum í Cannes árið áður;
tyrknesku myndina Yol og bandaríska mynd
Grikkjans Costa-Gavras, Missing, með Jack
Lemmon í toppformi (hlaut líka verðlaun í
Cannes). Enda þótt myndirnar væru orðnar
ársgamlar (einsog venja var á þeim tíma)
urðu þær bæði vinsælar og tilefni mikilla um-
ræðna af pólitískum toga. Einhverra hluta
vegna fer myndum, sem fjalla um heimspóli-
tísk málefni, fækkandi í seinni tíð. Líkt og
umhverfi okkar sé orðið of fullkomið og kvik-
myndaskáld finni ekki þörf til að tjá sig með
þeim hætti. „There is no pain on the street,
but only pain on the brain,“ sagði einhver
snillingurinn.
Opnunarmyndin árið 1984 var engin önnur
en Hrafninn fíýgur eftir Hrafn Gunnlaugs-
son. Fram að því höfðu íslenskar myndir
ávallt leikið eitthvert hlutverk á kvikmynda-
hátíðum, en árið 1984 voru einfaldlega allar
15 myndirnar frá upphafi Vorsins sýndar.
Snjöll hugmynd á 5 ára afmæli Kvikmynda-
sjóðs og svipuð hugmynd hefur reyndar kom-
ið fram nú síðustu misserin, þ.e. að sýna allar
60 myndir síðustu 20 ára eða í það minnsta
hluta þeirra, án þess að tekist hafi að sann-
færa alla aðila um ágæti hugmyndarinnar.
Skrýtið að hægt sé að standa að slíkum yfir-
litssýningum í útlöndum en ekki hér á íslandi!
Opnunin ‘84 rennur mönnum seint úr
minni; febrúarslagveður og orrahríð einsog
verst gerist á Klakanum. Og landinn vissi
John Waters: „Brunnin kindahöfuð“ eftir-
minnilegasti kossinn!
ekki alveg hvernig átti að taka mynd Hrafns,
hann var jú ekki að kvikmynda Islendinga-
sögurnar, heldur eigin norðra með vísan í
Kurosawa og Leone, og það var ekki fyrr en
hún sló í gegn í Svíþjóð að Islendingar flykkt-
ust á hana líka.
Ýmsir gestir komu á þessa sömu hátíð,
þeirra á meðal var bandaríski leikstjórinn
John Waters sem kom hingað með þrjár
myndir. Frábær fýr. Sléttum 10 árum síðar
sat ég að snæðingi með þessum mikla háð-
fugli á kvikmyndahátíðinni í Locarno og tók
við hann ógleymanlegt viðtal, sem reyndar er
enn óbirt. Sagði hann mér m.a. frá máltíð á
Naustinu með nokkrum forkólfum íslenskrar
kvikmyndagerðar, en í boði voru brunnin
kindahöfuð, einsog hann orðaði það. Taldi
hann þetta eftirminnilegasta koss lífs síns, en
hann hefði gjarnan viljað vita hvort hann væri
að kyssahrút eða ær ...
Ári síðar kom annar sérvitringur hingað,
Jean-Luc Godard, en Kvikmyndahátíð sýndi
margar mynda hans á þessum árum. Reyndar
er athyglisvert hve hlutur franskra kvik-
mynda hefur minnkað á hátíðinni, enkannski
segir það eitthvað um stöðu þeirra í dag. Eg
veit það ekki. Árið 1985 var líka árið sem ég
sá hina ógleymanlegu San Lorenzo nótt, eftir
Taviani bræður, og Sjö samúraja aftur. Vin-
sælasta myndin var þó, ef ég man rétt, Carm-
en eftir Carlos Saura, sem orðinn var nánast
fastagestur á Kvikmyndahátíð. Ef ég man
rétt gekk myndin fyrir fullu húsi í Austurbæj-
arbíói næstu vikurnar eftir að hátíðinni lauk.
I endurminningunni er Kvikmyndahátíð
1987 ein sú albesta. Roman Polanski var gest-
ur hátíðarinnar, þó aðeins með gamla mynd
sína, Tess, í farteskinu og þarna voru Kaur-
ismaki bræður kynntir fyrir íslenskum
frændum sínum, sem og. Pedro Almodóvar
sem bræddi hjörtu íslenskra kvikmynda-
áhorfenda með Matador. Ein mesta kvik-
myndaupplifun mín fyrr og síðar var þegar ég
sá hina áhrifamiklu mynd Elem Klímovs,
Komið og sjáið. Platoon hafði verið sýnd í bíó
skömmu áður en varð einsog þrjúbíó við hlið-
ina á þessu meistaraverki, enda gengu áhorf-
endur út úr Laugarásbíói einsqg í jarðarför.
Onnur ógleymanleg mynd er Ran, síðasta
stórvirki Kurosawa að mínu mati,
Hafi hátíðin 1987 verið góð, tókst henni
samt að bæta sig tveimur árum síðar. Ein-
hvem veginn finnst mér ’89 módelið líklega sú
besta, kannski bara vegna þess að þá skrifaði
ég um hátíðina og sá þarafleiðandi allar
myndirnar og tókviðtal við alla gestina...
Hvað um það. Ólíkt því sem áður var tókst
hátíðinni að fá nýbakaða verðlaunamynd frá
Cannes - ekki aðeins sigurvegara ársins þar á
undan, Pelle sigurvegara, sem var reyndar
einnig á hátíðinni. Þarna var nefnilega líka
Mystery Train, eftir Jim Jarmusch, sem hlaut
verðlaun í Cannes í maí ’89 og gott ef þetta
var ekki bara frumsýning á eftir Cannes. Á
meðal gesta Kvikmyndahátíðar var Jim
Stark, framleiðandi mynda Jarmusch á þess-
um tíma, og átti þetta eftir að verða örlagarík
ferð fyrir hann og íslenska kvikmyndagerð.
Samvinna hans og Friðriks Þórs var hand-
söluð og úr varð Cold Fever nokkrum árum
Sweet Movie: Sárabætur fyrir Veldi tilfinning-
anna.
síðar, mynd sem hefur líklega farið víðar en
nokkur önnur íslensk. Nú hefur þessi sami
Jim stigið öðrum fæti á Hofsós, hvar hann
skrifar handrit að fleiri myndum fyrir fyrir-
tæki sitt í New York.
Áhorfendur 1989 kunnu vel að meta það
sem fyrir þá var borið; Stutt mynd um dráp
sem snillingurinn Kieslowski sótti í fimmta
boðorðið, Salaam Bombay eftir Mira Nair,
Blóðakrar, fyrsta og kannski besta mynd Kín-
verjans Zhang Yimou, Himinn yfir Berlín,
eftir góðkunningjann Wim Wenders - mynd
sem átti eftir að hafa afgerandi áhrif á t.d.
Börn náttúrunnar - og ýmsar fleiri.
Hinsvegar brást „frakkamyndin" eftir-
minnilega að þessu sinni. Sem áður segir hafa
erótískar myndir oft gengið vel á Kvikmynda-
hátíð, en Eldur í hjarta mínu, eftir hinn virta
Alain Tanner, var uppnefnd eitthvað allt ann-
að sökum tilgerðar og tilgangsleysis. Aðrir
gestir þetta árið voru t.d. Jean Reno, Terence
Stamp og István Szabo.
Því miður var ég ekki til frásagnar af Kvik-
myndahátíð næstu árin á eftir, enda búsettur
þá í Frakklandi. Fylgdist reyndar með full-
trúum hátíðarinnar í leit að myndum á kvik-
myndahátíðinni í Cannes, en geymi þær sög-
ur til betri tíma. Einhverra hluta vegna gekk
hátíðin ’93 ekki sem skyldi, en uppfrá því var
hafist handa við að breyta rekstrinum. Kvik-
myndagerðarmenn vildu kljúfa hátíðina frá
Listahátíð, enda varla nokkur rök fyrir þeirri
tengingu lengur.
Það var svo 1996 sem fyrsta „sjálfstæða"
Kvikmyndahátíðin var haldin og tókst hún
ótrúlega vel, miðað við takmarkaðan undh'-
búning. Opnunarmyndin, Breaking the Wav-
es, kom fersk frá Cannes og fjöldi annarra
mynda fylgdi í kjölfarið. Ætli það hafi ekki
verið þarna sem grunnur var lagður að kvik-
myndagerð Hal Hartley á íslandi en var þá
gestur hátíðarinnar.
Eftir þetta hefur hátíðin verið haldin á
hverju ári, sem er nauðsynlegt til að halda
uppi dampi á þessu sviði. Hinsvegar býr þessi
hátíð enn við algert fjársvelti og er ljóst að
það verður að breytast hið fyrsta. Möguleik-
arnir fyrir alþjóðlega kvikmyndahátíð eru
fyrir hendi, en á það hefur í raun aldrei reynt.
Kvikmyndahátíð í Reykjavík hefur fyrir
löngu sannað tilvist sína. Kvikmyndahátíðir
eru haldnar í hundruðum borga heimsins ár-
lega. Hátíðir sem skipta verulegu máli eru
a.m.k. 100 talsins og er slagur á milli fram-
leiðenda hvarvetna í heiminum um að koma
myndum sínum þar á framfæri. Reykjavík
gæti auðveldlega orðið vettvangur fyrir kvik-
myndahátíð á heimsvísu. Er í raun með ólík-
indum að ekki skuli hafa verið látið reyna á
slíkan rekstur til þessa. Sem dæmi má nefna
að í Gautaborg er rekin kvikmyndahátíð fyrir
um 130 milljónir króna árlega og telja allir
sem að henni koma það afar góða fjárfest-
ingu. Ef Gautaborg getur það, hlýtur Reykja-
vík að geta gert jafnvel betur!
Nú skiptir þó mestu máli að hver maður
geri skyldu sína og láti sjá sig á Kvikmyndhá-
tíð anno 2000, bæði á myndunum sjálfum og
ýmsum öðrum viðburðum og málþingum.
Góða skemmtun!