Morgunblaðið - 29.09.2000, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 29.09.2000, Qupperneq 6
iLJ BIOBLAÐ MOKGUNBLADID K V 1 K M Y N D A H Á T í Ð R E Y K J A V í K Sweet Movie: Hneykslunarhella frá hátíðinni ’78. Tiieinkun sem ekki varð Makavejev hafði hugsað sér að birta í upphafi myndarinnar Montenegro eftirfarandi texta: „Þessi mynd ertileinkuð hinni nýju ósýnilegu Evrópuþjóð, þeirri fjórðu stærstu, 11 milljónum innflytjenda ogfarandverka- manna sem fluttust norðurtil að arðræna auð-og allsnægtafólk, ogfærðu með sér sóðalega siði, dónaskap og hvítlauks- lykt.“ Hann hætti við það. rannsaka ævi og verk marxíska sál- könnuðarins Wilhelms Reich og hugðist gera heimildamynd um hann. Þegar til kastanna kom varð til undarlegur samsetningur heim- ildaefnis og leikins efnis, annars vegar um Reich og örlög hans og viðhorf Bandaríkjamanna til kyn- ferðismála á árunum kringum 1970, Dusan Makavejev speglar pólitík í kynlffi og öfugt í leit að hin Montenegro: Húsmóðir yfirgefur hversdagsfangelsið. hins vegar saga af ástum ungrar konu í Belgrad, áhanganda Reichs, og bælds sovésks skauta- hlaupara. I þessari mynd, eins og fleirum, lætur Makavejev kynferðislega frelsun leiða til tortíming- ar, sem þó ber í sér fram- haldslíf. í kjölfar þessarar mynd- ar flosnaði Makavejev upp í heimalandi sínu, enda hafði hann ögrað stjórn- völdum þar ítrekað, og hélt í eins konar útlegð til vesturs. Hann hefur starf- að með framleiðendum bæði í Evrópu og Ameríku en myndir hans hafa ekki fundið fyrri kraft og sjálfstraust. Það er eins og erfið vinnuskilyrði heima fyrir hafi að sumu leyti verið leikstjóranum orkugjafi, örvandi fremur en slævandi. Hinar mynd- irnar fimm, sem hér verða sýndar, eru frá þessu tímabili, misjafnar að gæðum, en allar forvitnilegar. Sweet Movie (1974) vakti miklar pólitískt) þegar hún kynnist júgóslaneskum innflytjendum. Sú frelsun leiðii- þó sem fyrr til tortímingai’. The Coca Cola Kid (1985) er gerð í Ástral- íu; Eric Roberts leikur sendimann gos- drykkjaveldisins sem er ætlað að fella af stalli innlenda gos- drykkj aframleiðendur. Manifesto (1988) var gerð fyrir bandarískt fjármagn, fagurlega tekin en brokkgeng túlkun á sögu eftir Emile Zola um unga konu sem hyggst myrða konung þegar hann kemur til þorps eins í Mið-Evrópu. Nýj- asta myndin hefur ekki verið sýnd hérlendis áður, Górilian baðar sig á hádégií(1993), og er pólitísk ádeila um rússneskan hermann sem verð- ur eftir í Berlín þegar herdeild hans snýi’ heim að lokinni styrjöld. Árni Þórarinsson Dusan Makavejev: Sögufrægur leikstjóri kemur til íslands. deilur á fyrstu Kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, einkum vegna mis- smekklegra bersöglismála, en er pólitísk táknsaga um örlög Ungfrú heims og skipsins SS Survival. Montenegro (1981) er mun betri mynd, gerð í Svíþjóð, þar sem Sus- an Anspach leikur feikivel húsmóð- ur sem „frelsast" kynferðislega (og JÚGÓSLAVNESKI leikstjór- inn Dusan Makavejev er í hópi helstu fui’ðufugla kvik- myndasögunnar, háðskur, jafnvel eitraður ádeiluhöfundur, djarfur, sumir mundu segja klám- fenginn á köflum, í meðferð þess meginviðfangsefnis síns sem er samlíking stjórnmálalífs og kynlífs og eftirsóknin eftir frelsi á báðum þessum örlagasviðum. Makavejev er jafnframt súrrealískur hugvits- maður í beitingu myndmáls og byggingu frásagnar, notar gjarnan „montage“-aðferðir Eisensteins í klippingu, sem tengir áður óskyld myndefni svo ný merking kviknar á samskeytunum, og púslar verk sín úr brotum héðan og þaðan, úr heimilda- og fréttamyndum, göml- um bíómyndum, svart-hvítt efni blandast litefni, fortíð blandast nú- tíð í einum potti sem Makavejev hrærir í eins og honum er einum lagið. Bakgrunnur hans í sálar- fræði og heimildamyndagerð er jafnan nálægur í þeim leiknu bíó- myndum sem komu nafni hans á varir hvers kvikmyndaáhugamanns á árunum kringum 1970. Kvikmyndahátíð í Reykjavík sýnir nú sjö af helstu myndum þessa brokkgenga og umdeilda snillings og kemur hann sjálfur til landsins að fýlgja þeim úr hlaði. Sú fyrsta er Maðurinn er ekki fugl (1966), frumraun Makavejevs í bíómyndagerð, sem ber með sér mörg ofannefnd einkenni, ekki síð- ur en sérkennilega kímnigáfu og skarpa sýn á hlutskipti alþýðunnar og samskipti kynjanna. Önnur myndin er WR: Leyndar- dómar líkamans (1971), sem margir telja fremsta verk leikstjórans. Makavejev hafði fengið styrk frá bandarísku Ford-stofnuninni til að Miklar vonir bundnar við Veit Helmer í Þýskalandi Eggin brýnd á MIKLAR vonir eru bundnar við leikstjór- ann Veit Helmer í Þýskalandi og er það ekki að ástæðulausu. Hann hefur unnið að kvikmyndagerð síðan hann var 14 ára, lærði leikstjórn í Munchen og hefur leikstýrt kvik- mynd, stuttmyndum og auglýsing- um, auk þess að vera einn af fram- leiðendum A Trick of Light eftir Wim Wenders. Helmer verður heið- ursgestur á Kvikmyndahátíð í Reykjavík með myndina Tuvalu. Veit Helmer öðlaðist frægð fyrir framúrstefnulegar stuttmyndir sín- ar Tour d’Amour (1989), Die Ráuber (1990), Within Grasp (1992), The Window Cleaner (1993), Tour Eiffel (1994) og Surprise (1995), sem færði honum ríflega fimm tugi verðlauna á helstu kvikmyndahátíðum í heimin- um. Það verður sífellt meira um að leikstjórar spreyti sig á auglýsing- Leltið og þér munuö finna Það var enginn byrjendabragur á leikstjóm Veits Helmers, gesti kvikmyndahðtíöar, þegar hann undirbjó tökur á Tuvalu. 1.100 leikurum frá fjórtán borg- um í tólf löndum var boðið í leik- prufur; allttil aöfinnafyndin og tjáningarrík andlit. Þá leitaði hann að réttu sundlauginni í Þýskalandi, Póllandi, Tékk- landi, Austurríki, Ungverjalandi, Rússlandi og loks bar leitin ár- angur í Búlgaríu. Centralna Banja-sundlaugin í miðborg Sofíu varð fyrir valinu. Svo heppilega vildi til að til stóð aö rífa þessa niöurníddu laugtil að ryma fyrir neðanjarðarlestum. Tuvalu: Ekki miklð talað. um til að brýna eggina á klippi- spjaldinu og Helmer hefur unnið að um 16 auglýsingum, m.a. fyrir Coca- Cola, IKEA í Frakídandi og Brook- lyn á Italíu. Helmer vinnur nú að næstu mynd sinni Einskis manns land og er hand- ritið skrifað af Goran Mihic, sem skrifaði handritið að myndum Kust- urica, Tími sígaunanna og Svartur köttur, hvítur köttur. En víkjum aft- ur að myndinni ljóðrænu, Tuvalu. Persónurnar í Tuvalu gera lítið af því að tala. Þegar þær opna munninn streyma út orð á ólíkum tungumál- um. Orðin blandast vatninu í sund- lauginni. Byggingin utan um þessa gömlu og fallegu sundlaug er að hrynja og viðskiptavinirnir borga með tölum, þeim sem notaðar eru til að hneppa. Það getur ekki verið gott fyrh’ bísnessinn. Aðalpersónan heitir Anton (Denis Lavant). Hann er draumlyndur ein- fari, þráir að sigla um úthöfin og ver tíma sínum í að sannfæra blindan föður sinn um að laugin hrörlega sé í góðu ásigkomulagi og full af gestum. Eva (Chulpan Hamatova) verður hugfangin af sérkennilegu háttemi Antons og á iyrir þeim að liggja að sigla út í sólarlagið. Snákurinn í þessari undarlegu paradís er Greg- or, bróðir Antons, sem vill rífa sund- laugina, bygginguna og allan bæinn með. Hann vill byggja nýtískulega borg með öllum tiltækum ráðum, ekkert er of heilagt. Pétur Blöndal

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.