Morgunblaðið - 29.09.2000, Side 8
8 U FOSTUDAUUK29.SEPTEMBEK2000
BIOBLAB
MOKGUNKLAÐID
T í
LEIKSTJORAR
Chen Kaige gerirsögulega kvik-
mynd um fyrsta keisarann f Kína
Minnist fórnarlamba
/' öllum styrjqldum
Tilræði við keisarann nefnist nýjasta kvik-
mynd kínverska leikstjórans Chen Kaige
ogerfrægasta leikkona Kínverja, Gong
Li, í aðalhlutverki. Pétur Blöndal var við-
staddur blaðamannafund þar sem þau
töluðu um stríð ogfrið, manndráp og hug-
sjónir, að ógleymdri ástinni.
KINVERSKI leikstjórinn Chen
Kaige er kunnastur á Vesturlönd-
um fyrir myndina Farvel frilla mín
(1993), sem fékk afbragðs viðtökur
hjá gagnrýnendum. Síðasta mynd
hans Temptress Moon (1996) fékk á
hinn bóginn dræmari viðtökur og
hafði Kaige því hugsað sér að næsta
kvikmynd sín yrði ódýr og gerði
borgarlífinu skil. Kínverskum yfir-
völdum ieist illa á það. Stafaði það
af ótta við að hann færi ómjúkum
höndum um kínverskt samfélag.
Málalyktir urðu þær að hann leitaði
rúm tvö þúsund ár aftur í tímann og
gerði sögulega kvikmynd upp á 700
milljónir.
Er ekki að kenna
mannkynssögu
Kvikmyndin Tilræði við keisar-
ann gerist á tímabilinu 403 til 221
f.Kr. Sunduriynd óvinaríki mynd-
uðu Kína. Shi Huangdi, leiðtogi Qin,
kom fram á sjónarsviðið árið 221
f.Kr., sigraði volduga andstæðinga
sína og varð keisari yfir gjörvöllu
Kína. Umfangsmikil miðstýringar-
stefna í Qin keisaradæminu, ásamt
þungbærum stríðsrekstri, skapaði
Shi marga óvini. Honum var steypt
af stóli árið 202 f.Kr.
Þungamiðjan í kvikmynd Kaiges
er samband Shi (Li Xueijin) við ást-
konu sína, Zhou (Gong Li). Zhou
segir skilið við hann þegar hún
getur ekki lengur sætt sig við
miskunnarlaust ofbeldið sem hann
beitir til að sameina Kína. I bræði
sinni leitar hún til leigumorðingja,
sem sestur er í helgan stein, Jing
Ke (Zhang Fengyi) og biður hann
að myrða keisarann. Hann neitar í
fyrstu, en fyrir þrábeiðni Zhou og
aíf ótta við að ættjörð sín, Yan, verði
innlimuð í nýja keisaradæmið,
ákveður hann að myrða á ný.
Kaige hefur fengið nokkra gagn-
rýni fyrir að fylgja ekki sögulegum
staðreyndum við gerð myndarinn-
ar, ekki síst þar sem sagan er al-
þekkt í Kína. „Ég er ekki að reyna
að kenna fólki mannkynssöguna,"
svarar Kaige þessari gagnrýni. „Ég
hafði aldrei í hyggju að gera eftir-
mynd af mannkynssögunni. Þvert á
Tilræði við keisarann: Ekki eftirmynd afsögunni.
móti beitti ég nálgun Shakespeares
í þeim skilningi að sagan byggist
meira á persónusköpun en söguleg-
um atburðum."
Skírskotun til
stríðsins í Júgóslavíu
Hann segist hafa fundið hvatann
að því að ráðast í gerð myndarinnar
í samtímanum. „Ef þú rifjar upp at-
burðina í Júgóslavíu þá skilurðu af
hverju mig langaði til að gera þessa
kvikmynd,“ segir hann. „Ég dáist
að fyrsta keisaranum í Kína fyrir að
vera sá leiðtogi sem gerði alvöru úr
sameiningunni. En ég er alveg and-
snúinn því hvernig hann fór að. Ég
held að of margir stjórnmálamenn í
heiminum hugsi fyrst um sjálfa sig
og segi: „Mig langar til að gera
þetta, mig langar til að gera
þetta...“ Svo ætlast þeir til að fólk
hlýði.
Spurningin er sú hvernig best er
að ná settum markmiðum. Hvaða
valkostir eru í boði. Keisarinn gríp-
ur til ofbeldis og þvingar þannig
sínum ásetningi upp á aðra. Ég hef
aldrei verið hlynntur því að hafa vit
fyrir fólki. Við gerð myndarinnar
hafði ég þann einlæga ásetning að
minnast fórnarlamba í þeim stríð-
um sem háð hafa verið. Þetta er
kvikmynd um stríð og frið, dráp og
ofbeldi, en einnig ást. Ég vildi
breiða út boðskap ástarinnar og
jafnframt gera fólki ljóst hversu
mjög mér er í nöp við harðýðgi."
Gong Li segist ekki hafa leikið
hlutverk af þessu tagi áður, sem
minnir óneitanlega á hlutverk
kvenna í sumum Islendingasagn-
Lou Ye erfulltrúi kínverskra
neðanjarðarmynda
Ástin
k vikmyn daás tin
KÍNVERSKAR neðanjarðarmynd-
ir, sem ekki eru gerðar samkvæmt
forskriftum skriffinna og ritskoð-
ara í Peking, sækja gjarnan þrótt
sinn í viðurkenningu á Vesturlönd-
um. I framvarðarsveit slíkra leik-
stjóra er Lou Ye sem nú er á miðj-
um fertugsaldri. Hann hefur gert
tvær bíómyndir í fullri lengd en
einnig starfað í sjónvarpi og fram-
leiddi m.a. athyglisverða sjón-
varpssyrpu þar sem tíu starfs-
bræður hans af „sjöttu kynslóð"
kínverskra leikstjóra fengu tæki-
færi til að skapa án tillits til
stjórnmála eða viðtekinna hefða.
Fyrri bíómynd Lou Ye heitir
Helgarelskendur (1996) en Kvik-
myndahátíð í Reykjavík sýnir
Suzhoufljótið (2000). Myndin er
ástarsaga þar sem höfundur gerir
tilraunir með myndmál rétt eins
og Wong Kar-wai. Suzhoufljótið er
manngerð samgönguæð sem tengir
Shanghai-borg við miðlendi Kína
og myndin gerist í úthverfum við
ána, lýsir ástarsambandi mynd-
bandahöfundar og ungrar konu
sem starfar sem skemmtikraftur í
sjúskuðum næturklúbbi þar sem
Fantasía
kvikmyndanna
1
„Kvikmyndir eru fantasíur,"
segir Lou Ye. „Og lengi hafa
menn reynt að nota þennan
miðil fantasíunnar til að
segja eitthvaö um raunveru-
leikann.
hún syndir eins og hafmeyja í búri.
Samhliða ástarsögu þeirra er sögð
önnur ástarsaga sem myndbanda-
höfundurinn segir í fyrstu pers-
ónu. í raun eru þijár fyrstu pers-
ónur í myndinni: Sögumaðurinn,
myndavélin og leikstjórinn sjálfur
sem viðurkennir að myndin sé
sj álfsævisöguleg.
Frásögnin getur því orðið nokk-
uð ruglingsleg en fyrirmyndir
hennar eru verk Scorsese og
Godards. Lou Ye vildi skapa róm-
antíska spennumynd sem ekki að-
eins tjáði hug hans til ástarinnar
heldur einnig til kvikmyndanna.
Suzhoufljótið: Tilraunakennd ástarsaga.
anna. „Zhao er einföld í háttum og
er búsett í höllinni. Hún heldur við
keisarann þótt hún sé ekki eigin-
kona hans og hún notar ást sína til
að hafa áhrif á hann og reyna að
vinna hann á sitt band. Þegar það
gengur ekki og grimmdarverk hans
virðast engan endi ætla að taka,
grípur hún til örþrifaráða. Það var
ekki erfitt að undirbúa sig fyrir
hlutverkið. Ég þurfti bara að sýna
konu sem hefði einfalda lífssýn og
væri samkvæm sjálfri sér.“
Aðspurður um hvernig hann
kunni við Shi Huangdi segist Kaige
hafa einblínt á mannlega hlið
keisarans. „í byrjun myndarinnar
er hann mjög viðfelldin manneskja,
talar fjálglega um hugsjónir sínar
og sannfærir Zhou um að það sé
mikilvægt að sameina Kína í eitt
ríki. En þegar hugsjónir hans verða
að veruleika verður úr því harm-
leikur og hann verður ekki samur
maður eftir að manndrápin byrja.“
Leið eins og morðingja
Sjálfur hefur Kaige ekki farið
varhluta af átökum. „Ég var sendur
til mjög afskekkts héraðs úti á landi
í menningarbyltingunni," segir
hann. „Héraðið var undir stjórn
Frakklands áður fyrr og járn-
brautakerfið var skilvirkara en ann-
ars staðar í Kína, sem nýttist í
skógarhöggi. Starf mitt fólst í að
höggva niður tré,“ segir hann og
setur upp ólundarsvip. „Mér leið
næstum eins og morðingja. Við
hjuggum niður heilan skóg. Þetta
fékk á mig en ég átti engra kosta
völ. Eftir það gekk ég í herinn,"
heldur hann áfram.
„Ég barðist gegn Bandaríkja-
mönnum í Laos í hálft ár. Það var
skelfileg lífsreynsla því hersveitin
varð fyrir sprengjuárás frá B-52.
Ég þraukaði það. Eftir það fór ég
aftur til Peking, fékk vinnu á rann-
sóknastofu og sá um loftræstikerfið.
í byrjun menningarbyltingarinnar
var skólum lokað svo ég hafði ekki
tækifæri til að mennta mig. Þegar
hún var yfirstaðin bauðst það á nýj-
an leik. Faðir minn var kvikmynda-
gerðarmaður og ætli það hafi ekki
valdið því að ég fór með nokkrum
vinum mínum í kvikmyndaskóla."
En hvað finnst Kaige um atburð-
ina á Torgi hins himneska friðar?
„Ég held að mér leyfist ekki að tala
um atburðina fyrir tíu árum,“ svar-
ar hann. „Ég vil bara að segja að
mín kynslóð gekk í gegnum erfiða
tíma í menningarbyltingunni. Ég
ólst upp á þeim tíma. Við lærðum
margt af því, en alls ekki nóg. Ég
vona að núna hafi kínverska þjóðin
lært nógu mikið til að forðast að
sagan endurtaki sig.“