Morgunblaðið - 29.09.2000, Síða 14
14 C FÖSTUÐAGUR 29. SEPTEMBER 2000
LEIKSTIÓRAR
Atom Egoyan með mynd um leið-
inlegasta mann á yfirborði jarðar
Skyggnst inn í
„ÞAÐ erfiðasta við kvikmyndagerð
^er að byggja söguna upp þannig að
maður komist inn í upplifun sögu-
persónanna af veröldinni í stað þess
að skoða hana utan frá,“ segir Atom
Egoyan, sem leikstýrir Ferðalagi
Feliciu. „I mínum augum snýst
kvikmyndagerð um að beita hinum
yndislegu aðferðum ímyndar, bygg-
ingar og hljóðs til að fanga upplifun
persónanna en ekki bara gjörðir
þeirra. Að veita áhorfendum innsýn
í huga ungrar stúlku þegar hún upp-
lifir æskuástina og tekst í kjölfarið á
við þá óvissu og yfirsjónir sem
fylgja brostnum tilfinningum."
Ferðalag Feliciu er byggð á sam-
nefndri skáldsögu Williams Trevors
og fjallar um sautján ára stúlku
(Elaine Cassidy) sem ferðast yfir
Irska hafið til að leita uppi elskhuga
sinn Johnny Lysaght (Peter
McDonald) og segja honum frá því
að hún sé ófrísk. I stað hans verður
fyrir henni Hilditch (Bob Hoskins),
einmana piparsveinn og skósafnari,
sem er ekki allur þar sem hann er
séður, einkum þegar heimilislausar
stúlkur eru annars vegar. Þetta er
hrollvekjandi spennumynd þar sem
kafað er ofan í skúmaskot sál-
arinnar og má Felicia þakka fyrir ef
BÍÓBLAÐ MORGUNBLAÐIÐ
KVIKMYNDAHÁTÍÐ
/ R E Y K J A V I K
Ferðalag Feliciu: Hrollvekjandi spennumynd.
hún ratar úr myrkrinu.
„Það er erfitt að leika svona ein:
mana manneskju," segir Hoskins. „I
fullri hreinskilni finnst mér ein-
manaleiki skelfileg örlög og ég ótt-
ast ekkert meira. Einangrun getur
farið illa með fólk. Þegar ég hafði
leikið þennan náunga í nokkra mán-
uði var ég farinn að vakna á nótt-
unni og athuga hvort ekki væri allt í
lagi með fjölskyldu mína. En það
var líka spaugilegt að fást við hlut-
verk Hilditch, hann er einskonar
blanda af Kobba kviðristi og
Bangsímoni. Hann er einn af leiðin-
legustu mönnum á yfirborði jarðar.
Ef til vill ætti ég ekki að segja frá
því en mér fannst alls ekki erfitt að
setja mig inn í hlutverkið."
Leikstjórinn Atom Egoyan er
Brengluð tímaröð
„Mérfinnst þaö hamlandi aö
notatímanníbeinni samfellu,"
segirAtom Egoyan. „Þaö erhug-
anum eölislægt aö hvarfla fram
ogtil baka yfir ólíkar upplifanir
ogtengja þær aðstæðum í sam-
tímanum. Mérfinnst því eðlilegt
aö rugla tímarööinni í myndum
mfnum... Égersannfæröurum
þaö að ef atriði eru brotin upp
eöa virðast ótengd þá ýtir þaö
undirskapandi oggagnvirka
hugsun hjá áhorfendum sem
raöa atrióunum saman.“
fæddur í Kaíró og ólst upp á vestur-
strönd Kanada. Hann hefur leik-
stýrt ótal kvikmyndum í gegnum
tíðina, stendur þar upp úr The
Sweet Hereafter (1997), auk þess að
leikstýra stuttmyndum og semja óp-
eru, Elsewhereless, ásamt tónskáld-
inu Rodney Sharman. Egoyan hefur
unnið til fjölda verðlauna og verið
tilnefndur til óskarsverðlauna. A
meðal mynda hans eru The Adjust-
er (1991), Calendar (1993), Exotica
(1994), Speaking Parts (1989),
Family Viewing (1987) og Next of
Kin (1984).
Hvernig við hlógum: Brú milli kynslóðanna.
Gianni Amelio leitar að gömlum
og nýjum ítölskum hlátri og gráti
Leikstjóri .
mannuðannnar
ÞRJÁR af fyrri myndum ítalska
ieikstjórans Gianni Amelio voru
aufúsugestir á Kvikmyndahátíð-
inni í Reykjavík. Stolnu börnin,
Opnar dyr og Ameríka báru allar
vitni um samkennd hans með
smæiingjum og innsýn í hlutskipti
þeirra sem þurfa að berjast við
þjóðfélagslegt ofurefli; systkini á
vergangi í leit að tilverurétti
ásamt ungum hermanni, þrjóskur
dómari í glímu við fasista, snauðir,
uppflosnaðir Albanir í leit að
mannsæmandi lífi, þar sem svika-
hrappar hafa tekið við af kúgunar-
stjórn kommúnista. Gianni Amelio
gerir um þetta fólk vandaðar og
heillandi myndir, áhrifaríkar og
tiifinningaþrungnar undir stillilegu
' yfirborði.
I hátíðarmyndinni nú, Hvemig
við hlógum eða Cosi ridevano,
beinir hann sjónum sínum - og
okkar - að persónum sem ramba á
barmi gjárinnar sem leikstjórinn
telur hafa myndast milli gömlu og
nýju Ítalíu. Amelio, sem einnig
skrifar handritið, segir hér sögu
tveggja bræðra, sem hafa flust frá
Sikiley til Tórínó, yfir sex ára
tímabil. Myndin stingur niður fæti
einn dag í lífi þeirra fyrir hvert ár
sem líður frá 1958 til 1964 og
^kiptir henni niður í sex samsvar-
andi kafla: Koma, Svik, Peningar,
Bréf, Blóð og Fjölskyldur.
Eldri bróðirinn er ólæs og
óskrifandi og ber í brjósti tak-
markalausan metnað um að yngri
bróðir hans þurfi ekki að takast á
við slíka fötlun í þjóðfélagi þar
sem menntun er lykill að framtíð-
Gamlir brandarar
Mynd Amelios á rætur í smálet-
ursdálki sem birtist í vinsælu
tímariti á sjötta áratugnum, þar
sem lesendur sendu inn gam-
ansögur og brandara. Tímans
rás mátti þannig mæla meö því
hvernig kímnigáfa þjóðarinnar
breyttist smám saman undir
fyrirsögninni Hvernig viö hlóg-
um...
arvelferð - ekki til að auðgast af
peningum heldur menningarlegri
þekkingu. Hann vill að litli bróðir
taki kennarapróf og gerist kennari
og leggur mikið á sig til að það
takist, svo mikið að fórnfýsi hans
fer að nálgast mannfórnir.
Amelio hefur sagst nálgast for-
tíðina án glýju í augum, án reiði og
umfram allt án jirédikana. „Mynd-
in lýsir þeirri Italíu, sem ekki er
lengur til, en reynir um leið að
skilja betur þá Italíu sem við bú-
um í núna. Svona hlógu menn fyrir
mörgum árum og svona grétu
þeir.“ Hann kveðst hafa viljað
byggja „ástúðlega brú milli kyn-
slóðanna“ á því tímaskeiði þegar
Ítalía var „að breytast úr landbún-
aðarþjóðfélagi í iðnvædda borgar-
þjóð“.
Hvernig við hlógum er sjötta
bíómynd Giannis Amelio í fullri
lengd en hann hefur einnig unnið
talsvert fyrir sjónvarp. I aðalhlut-
verkum eru Enrico Lo Verso og
Francesco Giuffrida.
Wim Wenders nær sér á strik með Buena Vista Social Club
ÞAÐ man enginn nákvæmlega hvar
næturklúbburinn Buena Vista Social
Club stóð fyrir byltinguna í Havana á
Kúbu. Bandaríski gítarleikarinn Ry
Cooder safnaði hins vegar saman
tónlistarmönnunum og söngvurunum
af staðnum, sem flestir eru komnir við
aldur, og tók upp breiðskífu sem notið
hefur fádæma vinsælda um heim all-
an, vann til að mynda til Grammy-
verðlauna árið 1997. Það kom í hlut
þýska leikstjórans Wim Wenders að
fylgjast með öllu saman og gerði hann
um það heimildarmynd, sem tilnefnd
var til óskarsverðlauna í fyrra. Wend-
ers og Cooder hafa þekkst í tuttugu
ár og unnið saman að nokkrum kvik-
myndum, m.a. Lokum ofbeldis.
Að margra dómi er þetta besta
kvikmynd sem Wenders hefur leik-
stýrt í háa herrans tíð, allt frá því
hann gerði snilldarmyndir á borð við
Himinn yfir Berlín og París, Texas á
áttunda áratugnum. Efniviðurinn er
Wenders
Buena Vista Social Club: Tónlistar-
mynd frekar en heimildarmynd.
heldur ekki af lakari endanum. Tón-
listin er seiðmögnuð og galsafull, að
sama skapi léttleikandi, þótt sjálfir
séu tónlistarmennimir famir af létt-
asta skeiði. Það er hrein unun að
fylgjast með þeim Ibrahim Ferrer og
Reuben Gonzalez, sem virðast
gengnir aftur í bamdóm, ef marka
má einlæga kátínuna í hverju brosi.
„Kvikmyndin er frábmgðin heim-
ildarmyndum, ég myndi frekar segja
að hún væri tónlistarmynd. Reuben,
Ibrahim, Omara [Portuondoj jaðra
við að vera skáldsagnapersónur fyrir
í nokkrum atriöum bera tilfinn-
ingartónlistarmennina ofur-
liöi. Ljóöið Dos Gardenias er
sungiö af innlifun af tvíeykinu
Ibrahim Ferrer og Omara Port-
uondo, svo mikilli að Port-
uondo tárfellir í miöri ballöö-
unni og Ferrer þurrkar þau
hlýlega af henni. Wenders hef-
ur sagt aó þetta sé uppá-
haldsatriði hans í myndinni.
mér. Ég hef áður unnið heimildar-
myndir í fullri lengd, en þetta vom
meira persónulegar dagbækur," seg-
irWenders
Roy Disney færir okkur Fantasíu tyrir nýja öld
isneys rætist
Draumur
ÞEGAR Walt Disney frumsýndi
Fantasía árið 1940 varð tii fyrsta
stórvirki, „stórmynd“, teiknimynd-
anna. Upphaflega var ætlunin að
hressa upp á vinsældir Mikka músar
með stuttmyndinni Lærisveinn
galdramannsins en hún óx og óx upp i
ianga mynd sem markaði tímamót í
kvikmyndasögunni. Þar tókst Walt
Disney það ætlunarverk sitt að
blanda teiknimynd saman við sígilda
tónlist með áhrifamiklum og eftir-
minnilegum hætti. En Disney ætlaði
ekki að gera Fantasíu í eitt skipti fyr-
ir öll. Hann hugðist gera nýja útgáfu
af myndinni á hverju ári. En af því
varð ekki af fjárhagslegum ástæðum,
Disney til sárrar raunar. Nú hefur
bróðir hins látna Walts, Roy Disney,
beitt sér fyrir endurgerð þessa stór-
virkis. Með Fantasía/2000 rætist
þessi gamli draumur um endurgerð
hins sígilda.
í Fantasíu/2000 eru, auk gamalla
kunningja þeirra sem séð hafa Fant-
asíu, sjö ný atriði við tónlist meistar-
anna og hefur gerð þeirra tekið níu
ár. Að henni hafa unnið færustu
Fantasia: Mikki mús blandarsérí
meistaraverkin.
teiknimyndasmiðir nútímans með
fullkomnustu nútímatækni. Hvert
þessara nýju atriða er kynnt með lif-
andi fólki á borð við Steve Martin,
Bette Midler, Itzhak Perlman, Qu-
incy Jones, James Earl Jones, Ang-
ela Lansbury og Penn & Teller. Þá
koma fram tóniistarjöframir Leopold
Stokowski og James Levine, en það
var Stokowski sem vann að Fantasíu
með Walt Disney og það er James
„Ekki tónleikar, ekki revía eöa
kabarett, heldur mikilfengleg
blanda af gríni, hugmyndaflugi,
ballett, drama, impressjón-
isma, lit, hljóöi ogepískum
ofsa.“
- Walt Disney, 1941.
Levine sem annast tónlistarhlið
Fantasíu/2000. Levine sá Fantasíu
ungur drengur og þótti mikill heiður
að þvi að vera beðinn um að vinna að
endurgerð hennar. „Ég gat varla beð-
ið með að segja já,“ segir hann.