Morgunblaðið - 17.11.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 17.11.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 49# + Jórunn Ár- mannsdóttir fæddist í Reykjavík 2. janúar 1917. Hún lést á Landakots- spítala 8. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Ármann Ingimagn Halldórs- son, skipstjóri, f. 31.12. 1892, d. 26.6. 1956 og Margrét Sólveig Sigurðar- dóttir, húsfrú, f. 17.8. 1897, d. 26.02.1989. Jórunn var elst níu systkina: Sigríður Ásta Ármannsdsóttir, f. 3.7. 1918, maki: Elías Jón Guðjóns- son, f. 13.5. 1919, d. 14.9. 1989; Valdimar Ármannsson, f. 26.4. 1920, d. 2.10. 1925; Ármann Halldórs Ár- mannsson, f. 27.4. 1922, maki Ingibjörg Elín Þórðardóttir, f. 22.9. 1920; Sigurður Ármannsson, f. 21.2. 1924, d. 3.1. 1925; Sigvaldi Ármanns- son, f. 28.8. 1928, maki Jóna Katrín Guðnadóttir, f. 23.12. 1929; Guðrún Ár- mannsdóttir, f. 19.8. 1929, maki Þorkell Kristinsson, f. 14.6. 1929; Halldór Ármann- sson, f . 31.5. 1932, maki Sigríð- ur Jóna Sigþórsdóttir, f. 6.10. 1936, d. 7.6. 1991 (þau.skildu) og Margrét Ármannsdóttir, f. 5.2. 1937, maki Sigurður Ólafsson, f. 21.9. 1933. Jórunn ólst upp á Akranesi. Hún giftist 23. desember 1939 í Kaupmannahöfn í Danmörku eiginmanni sínum Sighvati Bjarnasyni, f. 17.9. 1911, d. 29.1. 1991. Þeim fæddust þrjú börn, Kristín Sighvatsdóttir, f. 14.6. 1946, Sturla Sighvatsson, f. 18.11. 1947 og Helga Sighvats- dóttir, f. 21.6. 1952. Kristínu Sig- hvatsdóttur fæddist stúlkubarn, Guðlaug Jónsdóttir, 1.11. 1968 og er hún gift M. Richard Scobie, f. 15.11. 1960. Jórunn var lengst af ævi hús- móðir en vann einnig við versl- unarstörf í 23 ár í verslun í Reykjavík. Utför Jórunnar fer fram frá Grensáskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. JÓRUNN ÁRMANNSDÓTTIR Jórunn Ármannsdóttir ólst upp á Hofteigi á Akranesi, sem stendur nokkra tugi metra frá óendanlegu úthafi Atlantshafsins, - á Skaganum. Það var táknrænt fyrir tilfinninga- og vitsmunalíf hennar sem var ótak- markað og djúpt eins og úthafið er. Hún lék í glöðum og stórum systk- inahópi í frjálsu umhverfi. Aðeins 16 ára gömul fann hún eig- inmann sinn. En það var hún sem átti frumkvæðið að ævilangri samveru þeirra með því að bjóða Sighvati Bjarnasyni til kvöldveislu sem hún og nokkrar stallsystur hennar héldu. Stuttu eftir trúlofun þeirra, árið 1935, hélt Sighvatur til framhalds- náms til Kaupmannahafnar og eftir því sem pabbi tjáði okkur, varð Jór- unn að bíða heima á Islandi í eitt til tvö ár þar til farareyrir leyfði henni að sameinast honum í Kaupmanna- höfn. Vera hennar í Kaupmannahöfn er tengd angurværð konu sem er ást- fangin og fullkomlega hamingjusöm. Jórunn átti þó frumkvæðið að því að til íslands skyldi haldið eftir heims- styrjöldina síðari en henni fæddist elsta barnið hér á landi og 1947 flutti hún með fjölskyldu sinni alfarið til íslands. Fyrst í stað bjuggu þau í for- eldrahúsum á Hofteigi á Akranesi en fluttust brátt til Reykjavíkur en þar átti hún heima allt til dauðadags. í byrjun hjúskapar var búið í kjall- araíbúð í Lönguhlíð og síðar við Há- teigsveg. A þessum árum gekkst Jórunn algjörlega upp í móðurhlut- verki sínu við að ala okkur systkinin upp og við minnumst að hún sagði eitt sinn við pabba að hún væri ham- ingjusamasta móðirin í allri Reykja- vík. Einn góðan veðurdag segir mamma við okkur að við séum að byggja og munum flytja brátt í nýtt hús í Heiðargerði sem átti eftir að verða heimili hennar eftir það. I Heiðargerðinu, sem í byijun var hrátt hverfi í Reykjavík þótt nú séu allir garðar grónir með fallegum göt- um og snyrtilega máluðum húsum, ólumst við börnin upp og dagarnir liðu umvafin kærleika móður okkar og umhyggju. Hún vildi að við börnin kynntumst listinni og sendi okkur í píanótíma og systurnar í að læra bal- let. Að öllu jöfnu var hún hæversk og lítillát en innri stærð hennar birtist í því, að ættmönnum og vinum þótti gott að koma og heimsækja okkur í kyrrðina og rósemina í Heiðargerði, samfara birtu og yl sem hún án efa átti ekki minnstan þátt í að skapa. Mömmu þótti gaman að fá fólk í heimsókn og var gjörn á að slá upp í veislu og matarboð hennar voru tíð og hún var rómuð fyrir góðan og bragðmikinn mat. Hún var afar myndarleg húsmóðir og heimilið var fágað og bjart. Við kveðjum hana nú eftir að hún hefur átt við erfiðan sjúkdóm að stríða síðustu árin og þökkum öllum sem önnuðust hana í veikindum hennar, einkum læknum og hjúkrun- arfólki á Landakoti, deild L4. Kæra móðir; við þökkum þér allt og vitum að við stöndum í ævilangri þakkarskuld fyrir móðurstörf þín. Kristín, Sturla, Helga. Nú hefur Drottinn kallað þig heim, elsku amma mín. Heim til sín og afa, þar sem þú ör- ugglega hvílir í örmum hans og ert hamingjusöm á ný. Því vil ég allavega trúa. Þú saknaðir afa svo mikið eftir að hann dó. Þið voruð svo samrýmd í öll þessi ár sem þið voruð gift. En nú er- uð þið sameinuð á ný, á betri stað, þar sem kærleikurinn ræður ríkjum. Minningamar eru margar og þakkarverðar og get ég ekki talið þær allar upp hér. En þú veist þær eins vel og ég, og þær geymi ég í hjarta mínu, þar sem minningþín mun ávallt lifa. Þú varst hin fullkomna amma. Maðurinn minn og nokkrir vinir sem komu heim í Heiðargerðið höfðu orð á því að þú litir út sem hin fullkomna amma. Svona eins og maður ímynd- aði sér að ömmur ættu að vera. Alltaf svo sæt og góð og hlý. Meira gæti ég ekki verið sammála og þakka fyi-ir að hafa verið þess aðnjótandi að hafa átt bestu ömmu í heimi. Þú varst svo lagleg kona og mynd- arleg, með stórt hjarta. Greiðvirknin var alltaf fyrir hendi hjá þér, og ósér- hlífin varst þú og vildir allt fyrir alla gera. Þú varst svo hlý í viðmóti, heið- arleg og hæglát en alltaf var stutt í hláturinn. Heimili þitt var alltaf notalegt og þar var gott að vera og alast upp. Þú kvartaðir ekki þótt það tæki þig næstum klukkutíma að vekja mig í skólann, heldur brostir þínu blíða brosi í morgunsárið og gafst mér all- an þann kærleik sem lítil stúlka þurfti á að halda. Við áttum margar góðar stundir saman, og þú og afi voruð dugleg að fara með litlu stelpuna í bíltúr út á land, þar sem ég yfirleitt sofnaði í aftursætinu. Eg minnist okkar ferða í berjamó og sumarbústaðaferðir í Húsafell. Þú varst alveg einstök, amma mín, og ég gat alltaf leitað til þín, líka á eldri árum, sem ég geri nú aftur og það styrkir mig að þú komst til mín í draumi, daginn sem þú fórst í ferðina löngu til morguns eilífðarinnar. Allt lifir þetta í myndum og minn- ingum þangað til við hittumst aftur, elsku amma mín. Ég kveð þig í djúpri þökk, með virðingu og kærleika. Megi ljósið ei- lífa lýsa þér og Guð blessi minningu þína. Þín ávallt, Guðlaug Jónsddttir. Jórunn fæddist á Akranesi og var elst barna Ármanns Halldórssonar skipstjóra og konu hans Margrétar Sólveigar Sigurðardóttur. Voru þau hjón þekktir og vel látnir borgarar á Akranesi og gjarnan kennd við bæ sinn, Hofteig. Jórunn lauk hefðbundinni skóla- göngu þess tíma í heimabæ sínum. Eftir það hélt hún til náms á Hús- mæðraskólann á ísafirði og lauk þar prófum í hinum kvenlegu fræðum ár- ið 1936. Á Akranesi kynntist Jórunn eigin- manni sínum, Sighvati Bjarnasyni málarameistara og giftu þau sig 23. desember 1939. Eignuðust þau þrjú böm; Kristínu sjúkraliða, Sturlu arkitekt og Helgu ritara. Sighvatur lést árið 1991, rétt tæplega 80 ára. Rúman áratug dvöldu Jórunn og Sighvatur í Danmörku og Svíþjóð þar sem Sighvatur stundaði fram- haldsnám og störf í húsa- og listmál- un. Þessi ár voru ánægjulegur tími í lífi þeirra beggja og víkkaði sjón- deildarhring þeirra. Þar stofnuðu þau til kynna og vináttu við Dani og Islandinga sem þau ræktuðu frekar þá er heim var komið með heimsókn- um og ferðalögum. Mikið jafnræði var með þeim hjón- um og þau óvenju samhent alla tíð. Á árunum eftir 1950 byggðu þau vand- að hús að Heiðargerði 110; voru frumbyggjar í Smáíbúðahverfinu sem svo var kallað og litaði mjög nýtt samfélag í austurkanti Reykjavíkur. Var mjög til þess tekið hversu allt var snyi’tilegt úti og inni á þeirra bæ. Síðar, eftir að börnin vora komin til vits og ára, stundaði Jórann verslun- ar- og afgreiðslustörf. Hvarvetna gat hún sér gott orð fyrir húsbóndaholl- ustu, vinnusemi og trúmennsku. Jór- unn var fasprúð og hógvær kona í framgöngu. Fíngerð og falleg í senn. Oftar en ekki datt mér í hug orðið „feminine“ þegar ég sá hana - kven- legur þokki fylgdi henni. Þegar ég kynntist Jórunni fyrst dvaldi konuefni mitt, Margrét, sem er bróðurdóttir hennar, í fóstri hjá þeim hjónum í Heiðargerði. Þetta var á skólaárum Margrétar í Reykja- vík. Jórann var siðavönd og hafði reglur á útivistartíma svo mér fannst stundum nóg um. Af sömu trúm- ennsku gætti Jórunn frænku sinnar og sú ágæta kona Guðrún Jónsdóttir gætti brauðsins í minnisstæðri frá- sögn í Innansveitarkróniku Kiljans. „Því sem manni er trúað fyrir, því er manni trúað fyrir,“ sagði Guðrún í sögunni. Svo einfalt var það! - Mar- grét er ævinlega þakklát fyrir þenn- an tíma og þá tillitssemi sem henni var sýnd af þeim hjónum. Alla tíð síð- an höfum við hjónin og börn okkar notið hlýju og gestrisni í Heiðar- gerði. Smátt og smátt, eftir lát Sighvats, fór að halla undan fæti í lífi Jórannar og síðustu árin varð barátta hennar við Elli kerlingu harðsótt og á köfl- um óblíð. Öllu tók hún af ótrúlegu æðraleysi og þolgæði. - Aldrei heyrði ég hana kvarta og eins og áð- ur var stutt í brosið. Hún gat eins og endranær glaðst yfir litlu. Að lokum þvarr lífsljós hennar og hún hlaut að síðustu hljóðláta og langþráða hvfld. Naumast verður héraðsbrestur þegar gömul kona kveður, sem fyrir margt löngu hefur skilað góðu verki og snotru búi. Samt sem áður er söknuður í huga, en umfram allt þakklæti fyrir góðar stundir og ræktarsemi. Við hjónin og fjölskylda okkar vottum aðstandendum Jór- unnar samúð á sorgarstund. Þorvaldur Jónasson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á net- fang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfnsín en-ekki stuttnefni-undir-grsinunum. t Elskulegur sambýlismaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, ÞRÖSTUR BJARNASON, Jórufelli 2, Reykjavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu miðvikudaginn 15. nóvember síðastliðinn. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Kolbrún Benjamínsdóttir, Jónína Kristjánsdóttir, Heimir Þrastarson, Jóhanna Helgadóttir, Jónína Þrastardóttir, Kristinn T. Haraldsson, systkini og barnabörn. t Faðir minn, tengdafaðir og afi, JÓN GUÐNASON, Hamraborg 14, Kópavogi, andaðist miðvikudaginn 15. nóvembersl. Guðmundur Jónsson, Guðlaug M. Jónsdóttir, Tryggvi Rúnar Guðmundsson, Hjördís Hilmarsdóttir, Magðalena Ósk Guðmundsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Jón Trausti Guðmundsson. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, LILJA E. A. TORP, lést á líknardeild Landspítala Kópavogi fimmtudaginn 16. nóvember Jarðarförin verður auglýst síðar. ‘ Páll Torp, Elísabet Torp, Erling Huldarsson, Kristján Torp, Daenthai Phalee og barnabörn. t Okkar ástkæra, INGIGERÐUR EYJÓLFSDÓTTIR, Skúlagötu 40a, Reykjavík, lést á Landspítalanum Hringbraut aðfaranótt miðvikudagsins 15. nóvember. Georg Jón Jónsson, Sigríður Jónsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Elfa Kristín Jónsdóttir og fjölskyldur þeirra. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, VIGFÚS ÓLAFSSON fyrrverandi skólastjóri, Birkigrund 72, Kópavogi, er látinn. Að hans eigin ósk hefur útförin þegar farið fram í kyrrþey. Ragnheiður Jónsdóttir, Ólafur Vigfússon, Helene Baatz, Bergsteinn Vigfússon, Hjalti, Eydís og Ingibjörg Bergsteinsbörn. Lokað Essó-stöðin við Lækjargötu í Hafnarfirði verður lokuð milli kl. 14 og 17 í dag vegna jarðarfarar EÐVALDS VILBERGS MARELS- SONAR. ESSO-stöðin, Lækjargötu, Hafnarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.