Morgunblaðið - 17.11.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 35
H
["ARMUR svífur yfir vötnum í
einu þekktasta leikriti
grikkjans Evrípídesar sem
var yngstur hinna stóru þriggja
harmleikjahöfunda grísku fornald-
arinnar. Hinir tveir voru Æskýlos og
Sófókles. Evrípídes hefur stundum
verið sagður nútímalegastur af þeim
þremur, en hafa verður í huga að á
milli þeirra skilur ríflega öld og grísk
leikritun tók miklum breytingum í
meðförum þeirra. Æskýlos skrifaði
fyrir einn leikara og kór, Sófókles
bætti við öðrum leikara og jók þann-
ig möguleika sína á samtölum til
muna. Evrípídes bætti enn um betur
og skrifaði fyrir þrjá leikara og kór;
hafði þannig öll ráð í hendi sér.
Tengsl
manna og guða
Tilgangur hins gríska leikhúss var
einnig um flest frábrugðinn vest-
rænu nútímaleikhúsi og án þess að
leggja á langa orðræðu um slíkt er
rétt að benda á fáein mikilvægt at-
riði. Skáldin unnu sífellt útfrá sömu
goðsögum og fjöldamörg leikrit og
leikskáld hafa horfið í gleymskunnar
dá en vitað er að mun fleiri en þre-
menningarnir voru að störfum á
gullöld hins gríska leikhúss. Ahorf-
endur komu í leikhúsið til að sjá
hvernig skáldin tækju á goðsögun-
um og tilgangurinn var ævinlega sá
að benda á tengsl manna og guða,
efla vitund manna um hlutverk sitt
annars vegar og hlutverk guðanna
hins vegar í samspili alheimsins og
hvemig maðurinn væri á ýmsa vegu
leiksoppur guðanna, a.m.k. famaðist
honum illa ef hann reyndi á einhvern
hátt að fara inn á verk- og valdsvið
þeirra.
Leikritið um Medeu fjallar á sinn
hátt um þetta, Medea er af guða-
kyni, hálfur guð og hálfur maður,
þegar Jason eiginmaður hennar flyt-
ur hana með sér heim til Korinthu-
borgar á Grikklandi frá Tróju, hefj-
ast vandræði sem hann gerði ekki
ráð fyrir. Þegar leikritið hefst hefur
Jason getið tvo syni við Medeu en
meðborgarar hans hafa ekki tekið
hinni útlendu konu hans alfarið vel
og álíta jafnvel hjónaband þeirra
Medeu ekki gilt að grískum lögum.
Til að tryggja stöðu sína ákveður
Jason að giftast dóttur Kreons og
kastar Medeu frá sér, skipar henni
að hverfa aftur til síns heima, án
barnanna. Medea fyllist hatri og ör-
væntingu og til að vinna Jason sem
mest mein þá myrðir hún syni
þeirra. Þegar Jason ætlar að hefna
þessa verknaðar grípa æðri máttar-
völd inn í atburðarásina og Medea
hverfur til himna í glóandi vagni sól-
konungsins.
„Sú sorg er góð sem get-
ur þaggað hlátur þinnu
Leikfélagíð Fljúgandi
fískar frumsýnir í kvöld
gríska harmleikinn
Medeu í Iðnó. Hávar
Sigurjdnsson ræddi við
Þóreyju Sigþórsdóttur
leikkonu og Hilmar
Oddsson leikstjóra.
„Það má líta á þessa sögu sem
táknræna," segir Þórey Sigþórsdótt-
ir leikkona sem borið hefur hitann og
þungann af þessu verkefni um rúm-
lega eins árs skeið. „Það eru tvær
hilðar á persónu Medeu. Annars
vegar er mannlega hliðin þar sem
hatrið og örvæntingin hinnar út-
lendu og útskúfuðu konu er slíkt að
hún vinnur það voðaverk að myrða
börnin sín fremur en skilja þau eftir í
ókunnu landi. Hins vegar hin guð-
lega vera sem send hefur verið til að
kenna mönnunum auðmýkt og skiln-
ing á stöðu sinni gagnvart æðri mátt-
arvöldum."
Leikstjórinn Hilmar Oddsson
leikstýrir nú í fyrsta sinn í leikhúsi
en hann hefur sem kunnugt er leik-
stýrt kvikmyndum við góðan orðstír
undanfarin ár. „Jason er dæmigerð-
ur tækifærissinni. Honum finnst allt
í lagi að taka þessa útlendu konu
með sér heim en þegar hann mætir
andstöðu snýr hann baki við henni.
Hann heldur einnig að hann geti ráð-
ið forlögum sínum sjálfur, hroki
hans er slíkur gagnvart máttarvöld-
unum að guðimir telja nauðsynlegt
að veita honum ráðningu. Hann hef-
ur einnig rofið eið sinn gagnvart
Medeu, þau giftust í Troju sam-
kvæmt siðum hennar þjóðar. Siða-
boðskapur verksins er að orð skulu
standa. Jason er nútímamaður að því
leyti að hann er prinsípplaus og sið-
daufur.“
Þau Hilmar og Þórey eru sam-
mála um að Medea sé ekki leikrit um
„vonda og illa innrætta konu“ heldur
harmleikur Jasons, mannsins sem
rekur á sig á það að hann mun lifa
fram á gamals aldur með vitneskj-
una um það að hann gekk á bak orða
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Jason og Medea takast á um völdin. Valdimar Örn Flygenring
og Þórey Sigþórsdóttir.
Leikarar og listrænir stjórnendur
MEDEA eftir Evrípídes í þýðingu Helga Hálfdanarsonar.
Leikgerð: Inga Lísa Middleton, Þórey Sigþórsdóttir og Hilmar
Oddsson.
Leikarar: Þórey Sigþórsdóttir og Valdimar Örn Flygenring
Leiksljórn: Hilmar Oddsson
Útlitshönnun: Sonný Þorbjömsdóttir
Tónlist: Jonathan Cooper
Kórar: Hulda Björk Garðarsdóttir og Þór
ey Sigþórsdóttir.
Lýsing: Alfreð Sturla Böðvarsson
Raddþjálfun: Nadine
Sviðshreyfingar og aðstoðarleikstjóm: Ólöf Ingólfsdóttir
sinna og guðirnir sviptu hann böm-
um hans fyrir vikið.
Þórey bendir á að hlutskipti
Medeu sé að sumu leyti ekki ólíkt
hlutverki Jesú Krists. „Hún veit
kannski fyrirfram hver atburðarásin
verður. Hún veit hvaða hlutverki
henni er ætlað að þjóna. Hún á að ala
Jasoni þessa tvo syni og í fyllingu
tímans mun hún verða að drepa þá
til að veita Jasoni þá ráðningu sem
guðimir hafa ætlað honum. Harmur
hennar er að hluta til fólginn í því að
verða ganga í gegnum þessa
atburðarás vitandi vits.“ Undir þetta
tekur Hilmar og er greinilegt að þau
hafa farið vandlega í gegnum þessa
pælingu.
Hilmar segir það að mörgu leyti
ólíkt að vinna sem leikstjóri í leik-
húsi en kvikmyndum. „Ég hef aldrei
sökkt mér ofan í jafnmikla textapæl-
ingar og í þessu leikhúsverkefni.
Kvikmyndahandrit bjóða heldur
ekki upp á það til jafns við klassískt
leikrit. Hér er tíminn líka áleitnari
og allt verður að vera tilbúið á til-
teknum degi og þá er jafnvel ekki
víst að allt gangi upp. Fmmsýning
fyrir leikhúsleikstjóra er erfiðari
reynsla en fýrir kvikmyndaleik-
stjóra."
I sýningunni er beitt margmiðlun-
artækni þar sem kvikmyndir á tjöld-
um á þrjá vegu umhverfis sviðið em
nýttar og leikur Þórey þar ýmis hlut-
verk á móti sjálfri sér á sviðinu. Þá
er tónlistin kapituli útaf fyrir sig og
tónkáldið Jonathan Cooper situr á
öllum sýningum og leikur undir auk
þess sem leiknar em upptökur af
söng og hljóðfæraleik. Allt þarf
þetta að smella saman, kvikmyndir,
tónlist, ljós og leikur og óhætt að
taka undir orð Hilmars að sýningin
sé tæknilega mjög flókin í samsetn-
ingu, þó allt eigi eftir að virðast ein-
falt þegar komið er endanlega heim
og saman.
Þórey segir að hugmyndin að
þessari nálgun að verkinu megi
rekja aftur til þess er hún var að
vinna fyrir sjónvarpið stuttar mynd-
ir með ljóðaflutningi. „Þá gerði ég
ýmsar tilraunir með samspil myndar
og texta. Mig langaði til að útfæra
þessar hugmyndir betur og í heilli
leiksýningu og Medea varð fyrir val-
inu enda hafði verkið lengi verið
draumaverkefni. Við Inga Lísa
Middleton kvikmyndaleikstjóri ætl-
uðum upphaflega að vinna þetta
saman og vomm komnar af stað með
verkefnið þegar hennar aðstæður
breyttust og hún flutti til útlanda. Þá
fékk ég Hilmar til að taka við leik-
stjórninni og nú er þetta loksins að
verða að veruleika."
Sýningar á Medeu verða aðeins í
tvær vikur vegna anna aðstandenda
sýningarinanr við önnur verkefni og
því full ástæða til að hvetja áhuga-
sama um að missa ekki af þessu
tækifæri.
Verkefnið er samvinnuverkefni
Leikfélagsins Fljúgandi fiska, Leik-
félags Islands, Þjóðleikhússins og
Stöðvar 2. Verkefnið er styrkt af
Leiklistarráði íslands og Évrópu-
sambandinu - Menningaráætluninni
Culture 2000 Sýningin er á dagskrá
Reykjavík - menningarborg Evrópu
árið 2000.
Kirkjan og kölski
KVIKMYJVPIR
B í ó h ö 11 i n,
Kringlubíó
SÆRINGAMAÐURINN -
THE EXORCIST
Leikstjóri William Friedkin. Hand-
ritshöfundur William Peter Biatty.
Tónskáld Jack Nitzsche. Kvik-
myndatökustjóri Owen Roizman.
Aðalleikendur Eilen Barkin, Max
Von Sydow, Linda Blair, Jason
Miller, Lee J. Cobb, Kitty Winn,
Jack McGowran. Sýningartími 132
mín. Bandarísk. Warner Bros.
Árgerð 1973/2000.
ÞAÐ ER fyrst til að taka að end-
ursýningar þessarar hálfsígildu,
tæplega þrítugu hrollvekju, em til-
komnar vegna þess að um svokall-
aða „leikstjóraútgáfu", eða direct-
or’s cut, er að ræða. 2000 árgerð
Særingamannsins er sem sagt
nokkmm mínútum lengri, búið að
bæta við atriðum sem fengu ekki
inni í fmmútgáfunni, og gengið þá í
berhögg við óskir leikstjórans, Willi-
ams Friedkin. Þá hafa á sama hátt
verið fjarlægð atriði sem honum
hugnaðist ekki á sínum tíma. Það
sem mestu máli skiptir er þó að
myndin heíúr öll verið endumnni og
það kemur skýrt fram í tón- og
myndgæðum.
Tilgangurinn vefst fyrir manni.
Fyrir utan eitt, gott „köngurlóar-
atriði“, em breytingarnar óvemleg-
ar eða illsjáanlegar. Leikstjóraút-
gáfan er vitaskuld til þess gerð að
mjólka kúna, nokkrar kynslóðir
kvikmyndahúsgesta komnar til sög-
unnar frá því að þessi kjammikla
hrollvekja var fmmsýnd við metað-
sókn.
Særingamaðurinn hefur átt nokk-
urn heiðurssess á þessum bæ. Hún
er óvenju sterk, þar sem hún er
byggð á ómengaðri guðfræði: hér er
ekkert fimbulfamb tengt hinum
(velflestu), nauðaómerkilegu ungl-
ingahrollum, heldur fæst bókar- og
handritshöfundurinn, William Peter
Blatty, við höfuðpaurinn sjálfan,
sem tekur sér bólsetu í unglings-
stelpu (Linda Blair). Þar að kemur
að móðir hennar (Ellen Burstyn),
sér ekki annað ráð vænna en að leita
á náðir kirkjunnar og kunnir klerkar
og niðurkvaðningarmenn (Jason
Miller og Max Von Sydow), leggjast
til atlögu við Djöfulinn í telpunni.
Myndin virkar enn á taugakerfið,
ekki síst sökum þess að af og til
spyrjast út fréttir af svipuðum upp-
ákomum í raunvemleikanum. Sem
fyrr segir er það sagan sem er í fyr-
irrúmi, hún er óhugnanleg. Ég
minnist þess enn með skelfingu er
ég las hana í den, um hábjarta mið-
sumarnótt og ætlaði aldrei að hætta
mér fram úr rúminu til að gegna
þörfum líkamans. Nýbúinn að hlusta
á fréttaskýringarþátt á Gufunni um
hliðstæðan atburð sem þá átti sér
stað í Vestur-Þýskalandi. Ung
stúlka sagðist setin af Djöflinum og
börðust klerkar í miklum móð við að
reka Myrkrahöfðingjann út úr
stúlkunni. Látum það nú vera. Það
sem ærði upp í mér myrkfælnina
þessa yndisfögm júnínótt fyrir 26,
eða 27 ámm, var hljóðritunin af
mæli stúlkunnar, sem fylgdi frétt-
inni. Þá rödd er ég ekkert sérlega
spenntur fyrir að þurfa að heyra aft-
ur á lífsleiðinni.
Ekki veit ég hvort Særingamað-
urinn virkar á unga fólkið í dag, við-
brögðin vom upp og ofan á þeirri
sýningu sem ég sá. Sumum var
bragðið, aðrir hlógu. Mér heyrðist
sá hlátur vera uppgerðarlegur.
Hvað sem því líður, þá er góð mynd
orðin örlítið betri og unnendur
sannra hrollvekja eiga ekki að láta
hana framhjá sér fara.
Að endingu: Einhver „drauga-
gangur", átti sér stað í kringum
þessa bióferð nína og dóminn. Það
hefur aldrei komið fyrir mig áður að
fara fyrst á rétta mynd á röngum
tíma, síðan á ranga mynd á réttum
tíma. Hvað þá heldur, að týna dómi í
tvígang, eftir að hafa skrifað hann.
Skýringar óskast frá raunvísinda-
deild.
Sæbjörn Valdimarsson
Húsbréf
Utdráttur
húsbréfa
Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í
eftirtöldum flokkum:
1. flokki 1991
3. flokki 1991
1. flokki 1992
2. flokki 1992
1. flokki 1993
3. flokki 1993
1. flokki 1994
1. flokki 1995
1. flokki 1996
2. flokki 1996
3. flokki 1996
36. útdráttur
33. útdráttur
32. útdráttur
31. útdráttur
27. útdráttur
25. útdráttur
24. útdráttur
21. útdráttur
18. útdráttur
18. útdráttur
18. útdráttur
Leiðrétting: Þessi bréfkoma til innlausnar 15. janúar 2001 en
ekki 15. nóvember eins og misritaðist i áður birtri auglýsingu.
ÖU númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess voru
númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í DV
miðvikudaginn 15. nóvember. Upplýsingar um útdregin húsbréf
liggja frammi hjá íbúðalánasjóði, i bönkum, sparisjóðum og
verðbréfafyrirtækjum.
íbúðalánasjóður
Borgartúni 21 1105 Reykjavík | Sími 569 6900 | Fax 569 6800