Morgunblaðið - 17.11.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.11.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 31 Nýjar bækur • ÚT er komin ný útgáfa skáldsög- unnar Gnga eftir Ólaí Gunnarsson, en hún kom fyrst út árið 1984 og í enskri þýðingu Davids McDuffs árið 1988. í bókinni em myndir kanadísku myndlistarkonunnar Judy Pennan- en. í fréttatilkynningu segir: „Sjoppu- eigandi í Reykjavík vaknar einn morgun á plánetunni Mars. Hann er óvelkominn en Marsbúai- losa sig við boðílennm- með sérstakri aðferð. Þeir setja átthaga jarðarbúans nákvæm- lega á svið og fara í ham foreldra, ættingja og nágranna. Síðan láta þeir hann hverfa á voveiflegan hátt þegar hann er farinn að trúa að hann sé heima hjá sér. Sjoppueigandinn sér hins vegar í gegnum blekkingamar og gengur á hólm við óvininn. Olafur Gunnarsson er fæddur árið 1948 í Reykjavík. Hann hefur skrifað skáldsögur, smásögur, bamasögur, leikrit og ljóð. Þekktastur er Ólafur fyrir ti-flógíuna: Tröllakirkju (1992), Blóðakur (1996) og Vetrarferðina (1999). Utgefandi er JPV forlag. Bókin er 64 bls., prentuðíDanmörku. Hunang hannaði kápu. Leiðbeinandi verð: 2.480 krónur. ------------------ Strandlengju- sýningu lýkur KOMIÐ er að sýningarlokum á sýningarþrennu Myndhöggvarafé- lagsins, sem hófst sumarið 1998, er Strandlengjusýningin, útisýning á því vinsæla útivistarsvæði meðfram strönd Skerjafjarðar og Fossvogs, var sett upp. Sumarið næsta opnaði Firma ’99, sem unnin var í samvinnu við nokkrar borgarstofnanir og voru verkin ýmist staðsett utan dyra eða innan. I sumar var síðan Strandlengjan 2000 opnuð, með útiverkum við Sæ- brautina frá Kalkofnsvegi og fram- hjá Kringlumýrarbraut, sem hluti af dagskrá Reykjavíkur - menning- arborgar Evrópu 2000. Sýningarnar þrjár höfðu hver sína sérstöðu í einskonar yfirreið um borgarlandslagið. Sú fyrsta í suðri, við náttúmlega strönd, sú næsta á víð og dreif um bæinn og sú síðasta við manngerða strönd í norðri, en öll verkin era sérstaklega unnin fyrir sýningarnar. Síðustu sýningardagarnir em nú um helgina, 18. og 19. nóvember. Morgunblaðið/Sverrir Gullsmíða- sýning GULLSMÍÐASÝNING Ragnhildar Sifjar Reynisdóttur gullsmiðs í Gullsmiðju Hansínu Jens, Lauga- vegi 20B, hefst á morgun, laugar- dag. A sýningunni verða aðallega háls- men og armbönd. Ragnhildur Sif útskrifaðist með sveins- og meistarapróf frá Iðnskól- anum í Reykjavík. Meistari hennar var Reynir Guðlaugsson í Gull- og silfursmiðjunni Ernu, og þar starf- ar hun nú og smíðar m.a. þríkross- inn fyrir Blindrafélagið. Ragnhidur Sif hefur sótt nám- skeið hér heima og í Danmörku. Hún hefur haldið eina einkasýn- ingu. Hún tók þátt í samkeppni gullsmiða 35 ára og yngri í Sankti Pétursborg nú síðasta vor. Sýningin mun standa til 9. des- ember. Opið er á venjulegum versl- unartíma. Skólakór Kársness. Gradualekór Langholtskirkju. Barnakórar í Langholts- kirkju GRADUALEKÓR Langholts- kirkju, Graduale Nobili og Skóla- kór Kársness syngja á tónleikum í Langholtskirkju í kvöld, föstu- dagskvöld, kl. 20. Á þessum tón- leikum mun hljóma barnakóra- tónlist frá lokum síðustu aldar. Gradualekór Langholtskirkju mun flytja verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Jórunni Viðar og Tryggva Baldvinsson. Skólakór Kársness mun flytja verk eftir Jón Þórarinsson, Jór- unni Viðar, Ingibjörgu Þorbergs, Fjölni Stefánsson, Gunnar Reyni Sveinsson, Þorkel Sigurbjörns- son, Hjálmar H. Ragnarsson, Mist Þorkelsdóttur, Áskel Másson, Atla Ingólfsson, Báru Grímsdótt- ur, Tryggva Baldvinsson, Harald V. Sveinbjörnsson, Þóru Mar- teinsdóttur og Huga Guðmunds- son. Graduale Nobili mun flytja verk eftir Mist Þorkelsdóttur, Hildigunni Rúnarsdóttur, Hróðmar Inga Sigurbjörnsson og Jón Nordal. Kórarnir munu flytja saman verk eftir Þorkel Sigur- björnsson, Atla Heimi Sveinsson og Jón Ásgeirsson. Gradualekór Langholtskirkju fer í tónleikaferð í júní nk. til Danmerkur og Finnlands þar sem hann m.a. tekur þátt í kórahátíð- inni í Tampere. Stofnandi og stjórnandi kórsins er Jón Stefánsson og kórinn nýt- ur raddþjálfunar Ólafar Kolbrún- ar Harðardóttur. Undirleikari er Lára Bryndís Eggertsdóttir. Graduale Nobili-kórinn hefur þegið boð um að taka þátt í Evrópukeppni æskukóra í Kalundborg í apríl nk. en aðeins tuttugu evrópskir kórar fá inn- göngu í keppnina. Skólakór Kársness hefur m.a. verið fulltrúi Islands á erlendum menningarhátíðum í Kanada, Bretlandi, Svíþjóð og Tékklandi. Stjórnandi kórsins er Þórunn Björnsdóttir og undirleikari Mar- teinn H. Friðriksson. Verk Gunnlaugs Blöndal sem boðið verður upp á Hótel Sögu. Listmuna- uppboð á Hótel Sögu GALLERÍ Fold heldur listmuna- uppboð í Súlnasal Hótels Sögu nk. sunnudagskvöld kl. 20. Boðin verða upp 99 verk og eru þau til sýnis í Galleríi Fold, Rauð- arárstíg 14, föstudag kl. 10-18, laugardag kl. 10-17 og sunnudag kl. 12-17. Hægt er að nálgast sýningar- skrána á heimasíðu Gallerís Fold- ar á Netinu, en netfangið er: www.myndlist.is. M -2000 Föstudagur 17. nóvember Þorbjörg* Höskuldsdótt- ir sýnir í Kirkjuhvoli ÞORBJÖRG Höskuldsdóttir opnar sýningu í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi, á morgun, laugardag. Þar sýnir hún olíumálverk, akrýl- málverk og vatnslitamyndir. Þorbjörg er fædd árið 1939. Hún stundaði nám við Myndlistarskólann í Reykjavík og lauk námi við Lista- akademíuna í Kaupmannahöfn árið 1972. Þetta er sautjánda einkasýning Þorbjargar og hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér heima og erlendis. Hún hefur einnig unnið að bókaskreytingum og gert leik- myndir, m.a. fyrir Þjóðleikhúsið. Verk Þorbjargar eru í helstu lista- söfnum hér á landi. Sýningunni lýkur 3. desember og er Listasetrið opið alla daga nema mánudaga kl. 15—18. IÐNÓ KL. 20 Medea Magnþrunginn fjölskylduharmleikur um blinda ást, botnlaust hatur, svik, afbrýöi, hefnd ogmorð. Nýleikgerö eftir Ingu Lísu Middleton, Þóreyju Sigþórsdóttur og Hilmar Oddsson, sem frumsýnd veröurí Iðnó, erbyggð á samnefndum harmleik eftirgríska skáldið Evrípídes. Sagan er tíma- laus, uppgjör og átök hjóna, sem vekur spurningar um það hversu langt er réttlætanlegt að ganga til að hefna fyrir svívirta ást. Hérerá ferð- inni óvenjuleg tilraun til að færa forn- an, sígildan harmleik til nútíðar. Hóp- ur listamanna úr ólíkum áttum sameinar krafta sína í nýstárlegri glímu við leikhús í Ijósi margmiðlun- ar. Leikurinn fer fram á sviði, á skjám og á hljóðrás og öll hlutverkin eru leikin aftveimurleikurum, manni og konu. Leikstjóri er Hilmar Oddsson. LANGHOLTSKIRKJA KL. 20 Barnakóratónleikar Flytjendur eru Skólakór Kársness undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur og Gradualekór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar. Á efnis- skránni er íslensk barnakóratónlist frá síðustu 20 árum í flutningi kór- anna tveggja, saman oghvors ísínu lagi. Tónleikarnir eru liður í þriðja og síðasta hluta hátíðar Tónskáldafé- lagsins, sem hófstl8. októberog lýkur 21. nóvember. Hátíðin ertil- einkuð tónsmíðum frá 1985 og til al- darloka. Liíðrasveit verkalýðsins í Langholts- kirkju ÁRLEGIR hausttónleikar Lúðra- sveitar verkalýðsins verða haldnir í Langholtskirkju á morgun, laugar- dag, kl. 15. Tónleikarnir era að þessu sinni til- einkaðir börnum á öllum aldri og er öllum börnum og þeim sem hafa ein- hverntímann verið börn sérstaklega boðið á þessa tónleika. Á efnis- skránni er að finna ýmsa tónlist sem glatt hefur börn og fullorðna í gegn- um tíðina og má fullyrða að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á þess- um tónleikum. Kynnir á tónleikunum verður leikarinn Felix Bergsson. Stjórnandi Lúðrasveitar verkalýðsins er Tryggvi M. Baldvinsson. Aðgangur er ókeypis. „Lausnin á lífinu er að búa sér til góða fortíð." Myndlistarsýn- ing í Galleríi Reykjavík REYNIR Katrínarson opnar mál- verkasýningu í Galleríi Reykjavík, Skólavörðustíg 16, á morgun, laug- ardag, kl. 15. Á sýningunni sýnir Reynir olíumálverk sem hann hefur unnið á áranum 1999 og 2000. Reynir lærði myndlist í Hundorp- folkehögskole á Noregi í myndlistar- og tónlistarbraut, Handíða- og myndlistaskóla íslands 1976-1980, einkanám í málun og keramik í Nor- egi 1983-1985 og forðun í Förðunar- skóla No Name árið 2000. Reynir hefur haldið fjölmargar einkasýn- ingar og tekið þátt í samsýningum. Reynir heldur myndlistarnám- skeið í Keflavík á vetuma. Hann starfar meðfram myndlistinni sem nuddari, græðari, lithimnulesari og við förðun/líkamsförðun. Sýningunni lýkur 2. desember. Eitt af verkum Friðríks á sýningunni. Myndverk í Listhúsi Ofeigs FJÖLLISTAMAÐURINN Friðrík- ur Róbertsson hefur opnað mynd- listasýningu er ber heitið „Hljóð- láta reisn ljósberans" í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5. Grunntónninn í þessum mynd- verkum Friðríks er hinn leik- og ljóðræni boðskapur lífsgleðinnar. Sýningin stendur til 22. nóvem- ber.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.