Morgunblaðið - 17.11.2000, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 17.11.2000, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 UMRÆÐAN Landfylling* í Arnarnesvog UNDANFARIÐ hefur nokkuð verið fjallað um hugmyndir varðandi landfyllingu í Arnamesvog hér í Garðabæ. Þeirri umræðu ber að fagna. I fyrsta lagi vegna þess að um er að ræða, ekki aðeins einn, lítinn fallegan vog heldur almennar fram- kvæmdir við sjávarsíðuna kringum landið allt og, sem þjóðina alla varð- ar, en það verður að segjast, og það með fullum þunga, að of mikið hefur borið á slakri framtíðarsýn og raun- sæi hvað slíkar framkvæmdir varðar. Ekki hef ég fylgst með því öllu, sem um þetta hefur verið ritað, en nú hef ég fyrir framan mig Morgunblaðið B. 5. nóv. sl. með grein eftir Tómas H. Heiðar og fæ þar greinargóða yfirsýn yfir stöðu þessa máls svo sem hún nú er, það mér skilst. Ut frá því leyfi ég mér að leggja hér nokkur orð í belg. Það á tvennum meginforsenium. I fyrsta lagi vegna þess að þama er komið inn á miklu víðtækara spursmál heldur en til þessa hefur komið fram og sem ekki verður undan vikist að taka afstöðu til. í öðru lagi vegna þess að ég hef varið mörgum árum í ferðir og rann- sóknir kringum landið allt, að frá teknum Vestfjörðum, til þess að rannsaka þau spursmál, sem hér allt veltur á og eitt sér gefur afgerandi svar. Rannsóknir Það eru nú meira en þrír áratugir frá því að þessum rannsóknum taldist lokið og niðurstöðum þeirra lýst í rit- gerð: Notes on Changes of Sea-Level on Iceland, sem birtist í ritröðinni The Hoffellssandur III Part III. Geografiska Annaler Stockholm 1957. Rannsókn sú er það eina, það ég veit, sem nær til landsins í heild að frá teknum Vestfjörðum. Fjallað er um breytingar á afstöðu láðs og lagar við íslandsstrendur, sem átt hefur sér stað og stöðugt vinnur „daglangt og árlangt um ei- lífðar tíðir örugg og máttug, og henn- ar skal ríkið um síðir“. (Jón Helgason 1986). Sjálfsagt hafa margir veitt því eft- irtekt hvað snögglegar breytingar verða á gróðurfari þar sem sjór tekur að flæða inn yfir gróið land. í stað þétt sem venjulegs mýrlendis kemur motta af lágvöxnum gróðri, þraukar við seltuna um hríð, en fellur svo, eftir verður mold og loks urð eða nakið berg. Þennan gang atburða má rekja ki-ingum landið allt. Þannig skráir náttúran sjálf sögu, sem ekki verður misskilin, en áríðandi er að lesa ekki línu skakkt. Nærtækt dæmi um þess- ar hröðu breytingar má skoða við austurströnd Skógtjarnar og þar get- ur líka að líta túngarða, sem sokknir eru í sjó eða eru um það bil að hverfa. Ljóst er af þessu, að eftir að komið er fram um miðja þessa öld verður að fara að verja veginn út á Álftanes fyr- ir sjó. Landbrot Landið er allt að síga, segir Jón Jónsson. Og svo hefur verið um aldir. Um þetta er fjallað í litlu riti, sem Garðabær gaf út 1994 (Jón Jónsson: Frá fjöru til fjalls.) Það er því ljóst að ekki vantar upplýsingar um þessi mál en aðeins að leita þeirra. Skipulagðar rannsóknir á þessu hófust við Hornafjörð 1951. Boranir og sýnatökur úr mólögum víðs vegar á því svæði og viðmiðun við öskulagið frá gosinu mikla í Öræfajökli 1362 fékkst frumniðurstaða sú að á tíma- bilinu 1362 til 1952 hafi land þar lækkað um sem næst tæpa 5 mm á ári hverju þetta tímabil. Til þess að finna mót ferskvatns - við sjávarmyndanir var beitt gi-einingu kísilþörunga (Diatomea) m.ö.o. kisilgúrs en með því má með mikilli nákvæmni finna þessi mörk. Rannsóknum þessum var haldið áfram kringum landið. Fyrir nokkrum árum tókst mér að bæta við athugun í Önundarfirði og fann þar líka mólög, sem sjór flæðir yfir. Sömu niðurstöður fengust af athugunum inn við botn í Berufirði nýlega. Stórfróðlegt er að lesa í Arbók F.í. 2000 um ágang sjávar norðanlands og ætti enginn að láta það fi-amhjá sér fara. BRIDS Umsjón Arnór G. Ilagnarssun Félag eldri borgara í Kópavogi Föstudaginn 10. nóv. mættu 23 pör til spilamennsku og var að venju spilaður Mitchell-tvímenningur. Hæsta skor í N/S: Ingibj. Stefánsd. - Þorsteinn Davíðss. 272 Ingibj. Kristjánsd. - Þorsteinn Erlingss. 252 Einar Markússon - Sverrir Gunnarss. 241 Hæstaskorí A/V: Guðjón Kristjánss. - Lárus Hermannss. 274 Andrés Bertelsson - Bragi Melax 240 Guðlaugur Sveinss. - Magnús Halldórss. 227 Enn er afbragðsþátttaka á þriðju- dögum og nú mættu 26 pör til leiks. Hæsta skor í N/S: Lárus Hermannss. - Kristján Ólafss. 379 EysteinnEinarss.-JónStefánss. 376 Sigriður Pálsd. - Eyvindur Valdimarss. 366 Hæsta skor í A/V: Garðar Sigurðss. - Vilhjálmur Sigurðss. 427 Aðalheiður Torfad. - Ragnar Ásmundss. 420 Elín Guðmundsd. - Páll Guðmundss. 358 Meðalskor á föstudag var 216 en 312 á þriðjudag. Föstudaginn 24. nóvember verður spiluð sveitakeppni í Gjábakka. Keppt verður við spilafélaga úr Gullsmára á átta borðum. Fullskipað er í sveitir. Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 13. nóvember var spiluð síðasta umferð tvímennings, þar sem tvö bestu kvöld hvers pars gilda til heildarverðlauna. Úrslit þetta kvöld urðu þannig: N-S HalldórEinarss.-TraustiHarðars. 204 Erla Sigurjónsd. - Sigfus Þórðars. 195 Ásgeir Asbjömss. - Dröfn Guðmundsd. 184 A-V Bjöm Svavarss. - Unnar Jóhanness. 195 Friðþj. Einarss. - Guðbr. Sigurbergss. 192 Gunnar Péturss. - Gunnl. Gunnlaugss. 174 Heildarúrslit þegar reiknuð hafa verið saman tvö bestu kvöld hvers pars eru þannig, þegar öll kvöld hafa verið reiknuð með 100 í miðlung: HalldórEinarss. - Trausti Harðars. 251 ÁsgeirÁsbjömss.-DröfnGuðmundsd. 239 Friðþj. Einarss. - Guðbr. Sigurbergss. 234 ErlaSigurjónsd.-SigfúsÞórðars. 227 Högni Friðþjófss. - Gunnl. Óskarss. 223 Dagskrá félagsins til jóla verður þannig: 20. nóv. eins kvölds tvímenningur. 27. nóv. aðaltvím., baróm. 1. kvöld. 4. des. aðaltvímenningur 2. kvöld. 11. des. aðaltvímenningur 3. kvöld. 18. des. Jólasveinakeppni. Spilað er í Álfafelli, félagssal íþróttahússins við Strandgötu og byrjað kl. 19:30. Bridsfélag Fjarðabyggðar Þriðjudagskvöldið 14.11. var spil- uð fjórða umferðin í aðaltvímenningi Bridgefélags Fjarðabyggðar og urðu úrlsit á þessa leið: Ásgeir Metúsalemss. - Ragna Hreinsd. 33 Óttar Guðmundss. - Einar Þorvarðarson 31 Aðalsteinn Jónsson - Gísli Stefánsson 17 BjamiEinarsson-SvavarBjörnsson 16 Staðan að loknum fjórum umferð- um er á þessa leið: Svavar Björnsson - Oddur Hannesson 130 JónE. Jónsson-PéturSigurðsson 109 Aðalsteinn Jónsson - Gísli Stefánsson 63 Magnús Bjarnason - Búi Birgisson 49 Jón Jónsson Það er því fullkom- lega Ijóst að landið allt er að síga og að svo hefur verið um aldir. Ekki þarf annað en að líta á kort með dýptarlínum til að sannfærast um það. Einkar málandi er að sjá hvernig gömlu firðimir skerast inn í landgrunnið utan við núverandi firði og dali. Þykkust fersk- vatnsjarðlög fann ég við Dyrhólaós í Mýr- dal, 7,7 m neðan við meðalhæð sjávar þar. Vel þekkt er það um víða jörð að eldfjallaeyjar síga vegna mikillar upphleðslu þungra gosefna, sem á þær hefur hlaðist. Náttúran skráir söguna. Það þarf bara að lesa rétt og varast línufeil. Ekki hefur mér enn heppnast að finna mismunun milli landshluta hvað þetta varðar. Sé svo, ætti það vænt- anlega að koma fram á mælingum frá gervimána (Satellit). Vart verður sá um hlutdrægni sakaður og allar deil- ur ættu þá að sjálfdeyja. Ibúa höfuðborgarsvæðisins ætti vart að þurfa að minna á hvað sjór gengur þar ört á land og það leiðinda frumhlaup að drífa ráðhús borgarinn- ar í Tjömina, sem Reykjavík er búin að vera að nauðga í meira en hálfa öld til augnayndis íbúum og landsmönn- um öllum og gestum þeirra. Ekki vildi svo Hafnarfjörður minni vera og flýtti sér að hnoða stórhýsum niður í hafnarsvæðið. Næsta Ijóst er að þess- ar byggingar nýtast vart meira en þrem kynslóðum frá og með þeim, sem nú em að sjá dagsins Ijós. Eftir miklar vangaveltur og nokkr- ar mælingar hef ég breytt fyiri tölu um líklegt landsig í 3,8 mm á ári. Það skal fúslega játað að hér er ekki um að ræða neinar strangvísindalega ná- kvæmai' mælingar en þær hafa þann kost að vera gerðar á staðnum þar sem sýni var tekið og samtímis því. Á þetta kom svo margra mánaða þrotlaus vinna við smásjárrannsóknir, sem ekki era neitt áhlaupaverk, en þetta vit- um við nú, en af mörgum „ft'ammámönnum“ okkar ástkæra, auðsælu þjóðar virðist um of tamt að þegja þunnu hjjóði við nöldri kjósenda sinna, stangist þær á við eitt- hvað heimagert munstur. I skrautþrungnum há- tíðarræðum freyðir af lofi um hæfni og ágæti okkar vísinda- og fræðafólks á öllum svið- um. Því trúi ég að sjálfsögðu öllu og meiru til, en verði til þeirra ráða leit- að og ráðin ekki falli alveg inn í heimatilbúið munstur, er eins víst að aftur sé þagað þunnu hljóði. Lagðar hafa verið fram hugmyndir um jarð- göng milli lands og Eyja og nokkur hópur manna (vonandi ekki líka kvenna) virðist hafa sest á strenginn. Þykir það traustvekjandi? Á sama tíma er steinhljóð um vandamálið á Breiðamerkursandi, sem færist nær með þungum hraða. Flóðahætta og landbrot Hvers vegna brýtur sjór land? Al- mennt mun skuldinni skellt á veður- ofsa, en það nægir hvergi nærri til. Orsökin er einfaldlega sú að sjór og land era ekki í jafnvægi. Sjór brýtur ekki kyrrstæða strönd nema óvera- lega og staðbundið í aftökum. Ég vona að lesendum verði Ijóst að hér hafa verið dregin fram atriði, sem auðvelt er að staðreyna. Og því tel ég að nú sé kominn tími til að endanlega þurrka út allar glans- myndir um landfyllingu í Arnarnes- vog. Höfundur erjarðfræðingur. Ábyrgð áreiðanleiki! Gullsmiðir CERUM VID ALLFLESTAR GERDIR VOCA ÓLAFUR GISLASON SliNDABORG 3 www.oiafurgisla: Súrefnisvörur Karin Herzog Silhouette ár og öld Við kynnum Re-Nutriv Intensiv Lifting Serum frá Estée Lauder Hér er komin enn ný viðbót við Re-Nutriv Intensive Lifting línuna. Unaðslega mjúkt kristallafleyti, sem nýtir nýjustu tœkni til að verjast öldrun húðarinnar. Það veitir sam- fellda viðgerð og vernd, gerir húð- ina áþreifanlega stinnari og ung- legri, dregur úr smáhrukkunum og jafnar áferðina, svo húðin verður silkimjúk. Sérstök verndarefni við- halda áhrifunum. Þessi nýuppgötvaða efnablanda eflir virkni annarra snyrtivöruteg- unda f Re-Nutriv línunni. Notaðu hana ásamt þeim og pú sérð muninn. Því lofum við. Kringlunnl, sími 5689033. Estée Lauder ráðgjafi verður í versl- uninni í dag, föstudag, frá kl. 13-18 og laugardag frá kl. 12-16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.