Morgunblaðið - 17.11.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.11.2000, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HREFNA , JÓNSDÓTTIR + Hrefna Jónsdótt- ir fæddist í Keflavík 24. ágúst 1938. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 4. nóvem- ber siðastliðinn og fór útfbr hennar fram frá Ytri-Njarð- víkurkirkju 11. nóv- ember. Ég og dóttir mín hittum fyrst Brand og Hrefnu, sem síðar urðu tengdaforeldrar mínir, vorið 1991. Ég kveið nokkuð fyrir okkar fyrstu kynnum og við Valtýr keyrðum nokkrum sinnum framhjá húsinu þeirra áður en ég var tilbúin að hitta þau. Kvíði minn var óþarfur, því þau hjónin tóku okkur mæðgum ein- staklega vel. Er það því með miklum söknuði sem ég rita nokkrar línur til að minnast hennar Hrefnu. Það var fastur liður eins og venjulega að fara í kvöldmat til Hrefnu og Brands á föstudagskvöldum. Það varð reyndar skyndilega mikið að gera hjá mér ef það var saltfiskur, og ég var lengi að reyna að fmna leiðir í kringum svepp- ina því þau vildu endi- lega lækna mig af þessum duttlungum mínum. Fyrstu árin vorum það oftast Valtýr, ég og böm okkar sem fórum í kvöldmat- inn og svo þegar systir hans Valtýs, Helga, og hennar fjölskylda fluttust suður bættust þau í hópinn. Það voru mörg föstudagskvöldin, þegar Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, STEINUNN SVALA INGVADÓTTIR, Borgarhrauni 12, Grindavik, sem andaðist þriðjudaginn 7. nóvember, verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju á morgun, laug- ardaginn 18. nóvember, kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, skal bent á M.N.D.-félagið. Sæmundur Jónsson, Lilja Ósk Þórisdóttir, Jónatan Ásgeirsson, I. Karen Matthíasdóttir, Brian Lynn Thomas, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, fósturmóðir, tengda- móðir, amma og langamma, ÓLÖF INGIMUNDARDÓTTIR, Brekkugötu 25, Ólafsfirði, verður jarðsungin frá Ólafsfjarðarkirkju laugar- daginn 18. nóvember kl. 14.00. Garðar Guðmundsson, Helga Torfadóttir, Halldór I. Guðmundsson, Olga Albertsdóttir, Ágúst K. Sigurlaugsson, Guðbrandur Þorvaldsson, Þuríður Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkúm innilega samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ÓLAFS BENEDIKTSSONAR, Akureyri. Sigríður Hallgrímsdóttir, Benedikt Ólafsson, Hallgrímur Ólafsson, Brynja Sigurmundsdóttir, Ragnheiður Ólafsdóttir, Ingvi Jón Einarsson, Margrét Ólafsdóttir, Gunnar Pétursson, María Pétursdóttir og barnabörn. Þökkum innilega öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÁLFHEIÐAR ERLU ÞÓRÐARDÓTTUR, Kóngsbakka 3, Reykjavík. Adolf Steinsson, Ólafur Adolfsson, Hrafnhildur Jónsdóttir, Svandís Erla Ólafsdóttir, Arnar Steinn Ólafsson, Steinar Adolfsson, Hafrún Jóhannesdóttir, Alexandra Berg, Stefanía Berg, Ama Berg. búið var að þvo upp og strákarnir sátu yfir fréttunum, að Hrefna og ég sátum inni í eldhúsi og ræddum málin. Eins var það í bústaðnum þeirra, þeir fóru með krakkana út á vatn að veiða, en við sátum inni eða úti, eftir því hvernig viðraði, og höfðum það notalegt. Við vorum nú ekki alltaf sammála, eins og t.d. um reykingar, og henni fannst ég stundum ansi ströng við krakkana en við áttum góðar stundir og í dag horfi ég til baka og brosi. Hrefna var mikil húsmóðir og naut ég góðs af því. Hún var svo klár að sauma og prjóna, ég tala nú ekki um marenstertuna sem hún gerði. Ég fékk uppskriftina en hún er nú ekki eins og Hrefna gerir hana. A jóladag mættum við öll í hádeg- ismat og fengum hangikjöt og jólaöl, kökur og heitt kakó í eftirmiðdag- inn. Hrefna og Brandur dekruðu við okkur öll, við horfðum á sjónvarpið, lásum, spiluðum eða gerðum bara ekki neitt. Þetta voru ljúfar stundir. Kallið er komið, komin ernústundin, vinaskilnaðirviðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margter héraðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngumvérnúhéðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðirvérmegum þér síðar fylgja í friðarskaut. (V. Briem.) Melkorka. Rétt fyrir jól 1976 var bankað á dyr hjá mér. Ég og fjölskylda mín vorum nýflutt í Njarðvíkurnar. Uti stóð kona með 8 ára dreng sér við hlið. Hún spurði hvort hún mætti ekki taka jafngamlan son minn með sér á jólatrésskemmtun í Stapa. Þetta var hún Hrefna. Ég, borgar- barnið, þekkti engan á staðnum og vissi ekkert hvað var að gerast í þessum litla bæ. Ég er Hrefnu ævinlega þakklát fyrir þessa hugulsemi. Ég hef svo oft hugsað til þessarar stundar. Ef hún hefði ekki gert þetta? Við mæður vitum ósköp vel að við festum aldrei rætur ef börnum okk- ar líður ekki vel. Hún Hrefna átti svo sannarlega þátt í því að okkur leið vel á Suðurnesjum. Sonur minn og sonur hennar hafa verið miklir vinir allar götur síðan. Valtýr sonur hennar var heimagangur hjá okkur þau 13 ár sem við bjuggum í Njarð- víkum, alltaf kurteis, elskulegur og bar þess vitni að koma frá góðu heimili. Samskipti okkar Hrefnu voru ekki mikil þótt við byggjum hvor á móti annarri þessi ár en ég vissi að sonur minn var öruggur inni á hennar heimili og ég tel að hún hafi hugsað eins gagnvart mér. Er ég hugsa um fyrstu kynni okkar Hrefnu kemur mér í hug: Vinur er sá sem vel gerir. En lífið er hverfult. Við vitum ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Við skulum líta til sólar og njóta dagsins í dag. Ég sendi Guðbrandi, Valtý, Helgu og fjöl- skyldum þeirra mína innilegustu samúðarkveðju með orðum Stein- gríms Arasonar. Still þú, faðir, strauma blóðs og tára. Styrk þú allt, sem gott er til. Anda þú á veröld veika, sára, vonarhlýjum kærleiks yl. Guðrún Erla Björgvinsdóttir. GUNNAR SIGURÐSSON + Gunnar Sigurðs- son, kennari, fæddist á Auðshaugi á Barðaströnd 1. júlí 1920. Hann lést á Hrafnistu í Hafnar- firði mánudaginn 6. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sigurður Páls- son, cand. phil. og bóndi á Auðshaugi, f. 16.10. 1870, d. 19.10. 1947, og seinni kona hans, María Sigríður Jónsdóttir, húsmóðir, f. 31.1. 1885, d. 29.5. 1975. Gunnar var yngstur í hópi tíu systkina. Gunnar kvæntist 9.11. 1946 Jó- hönnu Þorvaldsdóttur, húsmóður, f. 9.1.1926, d. 7.8.1979. Foreldrar hennar voru Þorvaldur Bjarnason, bóndi í Holti á Barðaströnd, og kona hans Ólöf Dagbjartsdóttir, húsmóðir. Gunnar og Jóhanna eignuðust tvö börn: Sigurð Átla, byggingatæknifræðing, f. 3.3. 1948, d. 22.4. 1985, og Maríu, leik- skólakennara, f. 14.12. 1949. Eig- inmaður Maríu er Sævar Jónsson, framkvæmdastjóri. Þeirra börn eru: Jón Gunnar, f. 2.4. 1973, Ásmundur, f. 17.8. 1974, kvæntur Kim- berly Ann Boozer, f. 8.2. 1974, þeirra barn er Daniel Patr- ick, f. 19.7.2000, Atli, f. 20.2. 1981, og Jó- hanna, f. 25.10.1985. Gunnar stundaði nám við Héraðs- skólann á Reykjum í Hrútafirði 1935- 1937 og lauk kenn- araprófi frá Kenn- araskólanum í Reykjavík 1941. Gunnar var kennari í Onundar- firði 1941-1942 og við Austurbæj- arskólann í Reykjavík 1942- 1986. Síðustu fimmtán árin starfaði hann á skrifstofu skólans samhliða kennslu. Með kennslunni vann hann sem vaktmaður á Landspít- alanum í mörg sumur. Gunnar var í stjórn Barnavinafélagsins Sum- argjafar 1962-1972. Utför Gunnars fer fram frá Garðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Pabbi minn hefur kvatt þessa jarðvist. Ljúfari manni hef ég ekki kynnst. Við vorum alltaf miklir vinir alveg frá því ég var lítil pabbastelpa og þar til hann kvaddi þennan heim. Hann gaf mér gælunöfn í æsku og þegar unghngsárin komu settist hann með mér inni í stofu og fullvissaði mig um að ég gæti alltaf leitað til hans ef eitthvað væri að í mínu lífi. Ef mig unglinginn vantaði vasa- pening fékk ég alltaf töluvert meira en um var beðið en þannig var pabbi og hann treysti því að maður not- færði sér ekki gjafmildi hans, alla- vega þá bara í hófi. Arin liðu og ég giftist og eignaðist drengina mína Jón Gunnar og Adda. Þá hvarf pabbi svolítið í skuggann því við mamma höfðum um svo mikið að tala og það var dæmigert á þessum tímum að ef ég hringdi og pabbi svaraði þá var við- kvæðið: „sæl Maja mín, mamma þín er héma“, þó svo ég hefði viljað tala fyrst við hann. Pabbi var annars mjög duglegur að passa drengina fyrir okkur þegar á þurfti að halda og þar var öryggið í fyrirrúmi því gætnari mann er varla hægt að hugsa sér, enda fannst fjörmiklum drengjum oft nóg um. Þegar elsku mamma mín veiktist og dó aðeins fimmtíu og þriggja ára gömul átti pabbi mjög erfitt í langan tíma. Söknuðurinn var mjög sár og sagði hann mér síðar að samskiptin við drengina mína hefði hjálpað sér mikið í gegnum sorgarferlið. Svo þegar Atli okkar fæddist fékk hann ekki minni umhyggju og hlýju en eldri drengirnir. Annað reiðarslag dundi yfir okk- ur þegar Atli bróðir veiktist af krabbameini og dó aðeins þrjátíu og sjö ára gamall. Þá var bara ég og mín fjölskylda eftir og urðum við pabbi enn nánari í allri þessari sorg. Svo fæddist Jóhanna okkar sem gladdi pabba mikið enda vissi hann hvað mig langaði mikið til þess að eignast stúlku sem bæri nafnið hennar mömmu. Hann fékk nóg að gera við að hjálpa okkur með henn- ar uppeldi ekki síður en uppeldi strákanna. Okkur Sævar hafði lengi langað til að fá pabba í Garðabæinn svo hann væri nær okkur en hann var tregur til að yfirgefa Hjarðarhag- ann þar sem hann hafði átt svo gott heimili með mömmu. Það var ekki fyrr en tengdaforeldrar mínir, Jón og Gerða, fluttu í íbúðir aldraðra við Kirkjulund í Garðabæ að pabbi gaf loksins eftir, fylgdi þeim og keypti sína fallegu íbúð í Kirkjulundinum. Samband þeirra var alla tíð mjög gott og ekki síður meðan mömmu naut við og vil ég þakka tengdafor- eldrum mínum þá velvild og um- hyggju sem þeir sýndu foður mínum alla tíð og þá alveg sérstaklega eftir að hann veiktist. Elsku pabbi minn, nú er kveðju- stundin rannin upp. Þessi stund sem við vissum að nálgaðist óðum. Ég vil þakka þér fyrir allar ánægjustundirnar sem við áttum saman, alla göngutúrana og kaffi- húsaheimsóknirnar. Síðustu árin varstu orðinn veikur af alzheimers- sjúkdómnum en þrátt fyrir sjúk- dóminn hélst gætni þín gagnvart mér og öðram. Gott dæmi um það era göngutúrar okkar en þá vildir þú alltaf hafa mig fjær götunni. Ég tók myndband af þér í fyrra þar sem þú lest upp úr bók fyrir mig. Eftir lesturinn hlærð þú og brosir svo fallega til mín en það er sú mynd sem ég geymi í mínum huga. Síðasta brosið á þó Jóhanna þegar þú fárveikur opnar augun sem höfðu verið lokuð dögum saman og horfir á afastelpuna þína og sendir henni svo fallegt bros. Hún grét bæði af sorg og gleði en geymir þetta fallega bros í sínu hjarta. Guð varðveiti þig elsku pabbi minn. Þín dóttir, María. Elsku afi. Þú varst mér alltaf svo kær og er ég mjög þakklát fyrir þann tíma sem við fengum að hafa saman. Ég man svo vel þegar ég var lítil að þá þurfti ég aldrei að vera í gæslunni í skólanum, því ég gat alltaf farið til þín eftir skóla. Þú áttir heima við hliðina á skólanum og hjá þér var ég þangað til að mamma kom að sækja mig eftir vinnu. Alltaf var jafn gaman að koma til þín og var ég mjög öfunduð af vin- konum mínum þó að þær fengju oft að koma með mér. Þú brostir alltaf svo blítt til okkar og færðir okkur allt sem við vildum. Hjá þér gátum við svo verið tímunum saman að tala viðjsig, spila og leika okkur. Eg man líka að eitt sinn varst þú að reyna að kenna okkur eitthvað spil og við voram bara svo rosalega lengi að ná því en þú bara hlóst og hlóst að okkur. Þessar minningar era svo góðar og mun ég varðveita þær vel. Núna veit ég að þú hvílist vel og ég er svo ánægð að vita að þér líði ekki lengur illa því núna ertu kominn til Jó- hönnu ömmu og Atla frænda. Ég er viss um að þau munu annast þig vel og þú ert öragglega ánægður að hitta þau aftur. Elsku afi minn, þú munt ávallt vera ofarlega í huga mér og mér þykir svo vænt um þig. Þín afastelpa, Jóhanna (Hanna).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.