Morgunblaðið - 17.11.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.11.2000, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ BÓKASALA ■ okt. Röð Var Titill/ Höfundur/ Útgefanði__________________ 1 20. Öldin-Brot úr sögu þjóðar/ Ritstj. Jakob F. Ásgeirsson/ Nýja bókafélagið 2 Hálendið í náttúru íslands/ Guðmundur Páll Ólafsson/ Mál og menning 3 Bókin um London/ Dagur Gunnarsson/ Mál og menning 4 Harty Potter og leyniklefinn/ Joanna Rowling/ Bjartur 5 Almanak Háskólans 2001/ Þorsteinn Sæmundsson sá um / Háskóli íslands 6-7 Dönsk-ísl. / ísl.-dönsk orðabók/ Ritstj. Sigurlín Sveinbjarnardóttir og Svanhildur Edda Þórðardóttir/ Orðabókaútgáfan 6-7 Þulur/ Theodóra Thoroddsen/ Mál og menning 8 Harry Potter og viskusteinninn/ Joanna Rowling/ Bjartur 9 Ensk-ísl. / ísl.-ensk orðabók/ Ritstj. Sævar Hilbertsson/ Orðabókaútgáfan 10 Rétt mataræði fyrir þinn blóðflokk/ Peter J. D’Adamo/ Leiðarljós Einstakir flokkar: ÍSLENSK OG ÞÝDP SKÁLPVERK 1 101 Reykjavík/ Hallgrímur Helgason/ Mál og menning 2 Klór/ Þorsteinn Guðmundsson/ Mál og menning 3 Síðasta mál Morse/ Colin Dexter/ Mál og menning 4 Dís/ Birna Anna Björnsdóttir, Oddný Sturludóttir og Silja Hauksdóttir/ Forlagið 5 Englar alheimsins/ Einar Már Guðmundsson/ Mál og menning 6 Uppvöxtur Litla Trés/ Forrest Carter/ Mál og menning 7 Inga og Míra/ Marianne Fredriksson/ Vaka-Helgafell 8 Taumhald á skepnum/ Magnus Mills/ Bjartur 9 Snorra Edda/ Snorri Sturluson/ Mál og menning 10-11 Góðir íslendingar/ Huldar Breiðfjörð/ Bjartur 10-11 Faðmlög/ Ólöf Sigríður Davíðsdóttir/ Ólöf Sigríður Davíðsdóttir ÍSLENSK OG ÞÝDP LJÓÐ 1 Hávamál - Ýmis tungumál/ / Guðrún 2 Spámaðurinn/ Kahlil Gibran/ Muninn 3 Öll fallegu orðin/ Linda Vilhjálmsdóttir/ Mál og menning 4 Eddukvæði/ Gísli Sigurðsson sá um útgáfuna/ Mál og menning 5 Völuspá - Ýmis tungumál/ / Mál og menning ÍSLENSKAR OG ÞÝDDAR BARNA- OG UNGUNGABÆKUR 1 Harry Potter og leyniklefinn/ Joanna Rowling/ Bjartur 2 Þulur/ Theodóra Thoroddsen/ Mál og menning 3 Harry Potter og viskusteinninn/ Joanna Rowling/ Bjartur 4 Litla lambið/ Andrew Davenport/ Vaka-Helgafell 5 Sagan af bláa hnettinum/ Andri Snær Magnason/ Mál og menning 6 Snjóstubburinn/ Andrew Davenport/ Vaka-Helgafell 7 Drekastappan/ Sigrún Eldjárn/ Mál og menning 8 Kisur/ Steve Shott/ Mál og menning 9 Malla fer í leikskóla/ Lucy Cousins/ Æskan 10-11 Hjólin á strætó/ fsl. texti Stefán Júlíusson/ Björk 10-11 Ljónið, nornin og skápurinn/ C.S. Lewis/Almenna bókafélagið ALNIENNT EFNl OG HANPBÆKUR 1 20. öldin-Brot úr sögu þjóðar/ Ritstj. Jakob F. Ásgeirsson/ Nýja bókafélagið 2 Hálendið í náttúru ííslands/ Guðmundur Páll Ólafsson/ Mál og menning 3 Bókin um London/ Dagur Gunnarsson/ Mál og menning 4 Almanak Háskólans 2001/ Þorsteinn Sæmundsson sá um/ Háskóli Islands 5 Dönsk-ísl. / ísl.-dönsk orðabók/ Ritstj. Sigurlín Sveinbjarnardóttir og Svanhildur Edda Þórðardóttir/ Orðabókaútgáfan 6 Ensk-ísl. / (sl.-ensk orðabók/ Ritstj. Sævar Hilbertsson/ Orðabókaútgáfan 7 Rétt mataræði fyrir þinn blóðflokk/ Peter J. D’Adamo/ Leiðarljós 8 Hagfræðiorðasafn/ Brynhildur Benediktsdóttir et al/ Islensk málnefnd 9 Handbók um ritun og frágang/ Ingibjörg Axelsdóttir og Þórunn Blöndal/ Iðunn 10-11 Af bestu lyst/ Ritstj. Laufey Steingrímsdóttir/ Vaka-Helgafell 10-11 Reykjavík málaranna/ Hrafnhildur Schram/ Mál og menning Bókabúðir sem tóku þátt í könnuninni Höfuðborgarsvæðið: Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi Bókabúð Máls og menningar, Síðumúla Bókabúðin Hlemmí Bókabúðin Mjódd Bóksala stúdenta, Hringbraut Eymundsson, Kringlunni Penninn-Eymundsson, Austurstræti Penninn, Kringlunní Samantekt Féiagsvísindastofnunar á sölu bóka í október 2000. Unnið fyrir Morgunblaðið, Félag fslenskra bókaútgefenda og Félag bóka- og ritfangaverslana. Ekkí eru taldar með þær bækur sem seldar hafa verið á mörkuðum ýmiss konar á þessu timabili, né kennslubækur. Bókabúðin Hamraborg, Kópavogi Penninn-Eymundsson, Hafnarfirði Utan höfuðborgarsvæðisins: Bókabúð Keflavíkur, Keflavík Bókval, Akureyri Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstöðum KÁ, Selfossi Ljóðað á píanó TOIVLIST S a 1 ii r í n n PÍANÓTÓNLEIKAR Hólmfríður Sigurðardóttir lék píanóverk eftir Jóhann Sebastian Bach í umritun Busonis, Wolfgang Amadeus Mozart, Franz Liszt, Edvard Grieg, Sergeij Rakhman- inov og Dimitri Kabalevskíj. Miðvikudag kl. 20.00. í NÝRRI könnun Tónlistarráðs Islands um tónleikahald á Islandi árið 1999, kemur fram að af um 1.541 tónleikum á árinu, voru ein- ungis 65 einleikstónleikar, og þar af voru aðeins 29 haldnir á höfuðborg- arsvæðinu. Petta er lítið miðað við fjölda tónleika, og lítið miðað við hvað framkvæmd einleikstónleika er einfaldari og ódýrari en fram- kvæmd tónleika þar sem margir koma fram. Að vísu liggur jafnan að baki margfalt lengri æfingatími fyrir ein- leikarann en þann sem tekur þátt í kammertónlist með öðrum, en á móti kemur að hér á landi er fjöld- inn allur af hæfum sólistum sem heldur sig til hlés þrátt fyrir færni og getu. Sennilega spilar þarna inn í bæði tíma- og aðstöðuleysi og sjálf- sagt einnig kjör tónlistarfólks, sem þykja víst ekki beysin. Öll vinna af þessu tagi, að undir- búa einleikstónleika, er vísast unnin launalaust í frítíma tónlistarmanns- ins frá launaðri vinnu. En þeir sem vilja, geta. Hólmfríður Sigurðar- dóttir píanóleikari er einn þeirra listamanna sem alltof sjaldan leikur opinberlega. Aðsókn að tónleikum hennar í Salnum á miðvikudags- kvöldið var góð og tónleikamir að öllu leyti vel heppnaðir. Það væri svekkjandi að þurfa að bíða lengi eftir næstu einleikstónleikum henn- ar. A verkaskránni voru verk frá ýmsum tímum; verk eftir marga mestu snillinga hljómborðsins. Sálmforleikurinn Ich ruf zu dir, Herr Jesu Christ eftir Bach í umrit- un Busonis fyrir píanó var fyrsta verkið. Mjúkur ásláttur og lág- stemmdur leikur Hólmfríðar skap- aði stemmningu bljúgrar tilbeiðslu og innileika. Mozart var fínlegur í túlkun hennar; andante þátturinn með sérstaklega fallegu legato í syngjandi laglínunni. Lokaþátturinn var mjög fallega leikinn og sviptingar milli dúrs og molls í aðalstefinu vel mótaðar. Petrarca sonnetta nr. 104' eftir Franz Liszt var leikin með sama ljóðræna þokka og fyrri verkin. Þótt Hólmfríður notaði talsvert mikla dýnamík og gerði mikinn mun á því veikasta og sterkasta, þá hefði mátt færa sterkasta punktinn ofar á hnitið til að skapa enn meiri breidd í dýnamíkinni. Ljóðalögin hans Griegs eru dægileg smástykki sem láta vel í eyrum. Aríettan op. 12 nr. 1 var feiknar fallega spiluð, og með þeim ljóðræna elegans og þokka sem einkenndi allan leik Hólmfríðar og Fiðrildið op. 43 nr. 1 geislaði af léttleika og hraðir tónstigar í flökti þess léku í höndum hennar. í El- egía Rakhmaninovs op. 3 nr. 1 og Prelúdía op. 32 nr. 12 eru svipmeiri verk og þar reyndi enn meir á breidd í dýnamík. Hólmfríður lék verk Rakhmaninovs frábærlega vel. Þar kom enn fram einkenni á leik Hólmfríðar, fínleikinn og mjúki, þýði áslátturinn; sterkustu kaflarnir voru sterkir án þess að verða grófir og veikustu kaflarnir mjög fallega veikir. Enn var þó það besta eftir: fjórar prelúdíur úr ópus 38 eftir Dimitri Kabalevskíj. Prelúdíurnar eru erfiðir spilagaldrar, lítil virtú- ósastykki sem mikið er lagt í af höf- undarins hendi. Hólmfríður Sigurð- ardóttir lék verkin snilldar vel og sýndi að hún á sannarlega heima í landsliði píanóleikara. Þetta voru skínandi góðir tónleik- ar. Allt var vel unnið af hálfu píanó- leikarans; enginn hálfkæringur neins staðar; tónlistin hugsuð í þaula. Þegar við bætist músíkgáfa í jafn ríkum mæli og hjá Hólmfríði Sigurðardóttur, getur ekki farið á annan veg en vel. Mínútuvalsinn eftir Chopin og Maínótt eftir Selim Palmgren voru aukalög, það síðamefnda ljóðrænt verk og fallega leikið. Mínútuvals- inn glimrandi fínn; hraður og snarp- ur. Það er ástæða til að hvetja fleiri tónlistarmenn sem ala með sér drauminn um að halda sólótónleika, að láta af því verða. Bergþóra Jónsdóttir Söngkvartettinn Rúdolf skipa Sigrún Þorgeirsdóttir, Soffía Stefánsdöttir, Skarphéðinn Hjartarson og Þór Ásgeirsson. Söngskemmtun í Hömrum SÖN GKVARTETTINN Rúdolf heldur tónleika í Hömrum, sal Tón- listarskóla Isafjarðar, á morgun, laugardag, kl. 17. Tónleikamir, sem eru áskriftar- tónleikar á vegum Tónlistarfélags IsaQarðar, verða með léttu sniði og verða flutt lög úr ýmsum áttum. í fréttatilkynningu segir: „Stærstur hluti efnisskrárinnar einkennist af íslenskum dægur- lögum sem vinsæl hafa verið í flutningi íslenskra hljómlistar- manna og má þar helst nefna lög eftir Sigfús Halldórsson, Magnús Eiríksson, Stuðmenn o.fl. í erlendu lögunum kveður við meiri jazztón og eru það einkum klassískir jazz-standardar og dægurflugur eftir George og Ira Gershwin sem verða flutt, en einnig verða sungn- ar perlur eftir Evert Taube og Billy Joel. Söngkvartettinn Rúdolf skipa þau Sigrún Þorgeirsdóttir, Soffía Stefánsdóttir, Skarphéðinn Hjart- arson og Þór Ásgeirsson. Kvartett- inn flytur alla tónlistina án undir- leiks og þykir þar fara ótroðnar slóðir. Aðalútsef jari Rúdolfs er einn liðsmanna hans, Skarphéðinn Þór Hjartarson, sem er Vestfirðingum að góðu kunnur. Hann bjó nokkur ár á ísafirði og starfaði að tónlistar- kennslu, bæði í grunnskólanum og tónlistarskólanum. Tónleikamir em 2. áskriftartón- leikar Tónlistarfélags Isafjarðar á yf- irstandandi starfsári. Áskriftarkort félagsmanna gilda á tónleikana, en verð stakra miða er 1.200. Ókeypis er fyrir skólafólk 20 ára og yngra.“ Kórtónleik- ar í Laugar- neskirkju SAMEIGINLEGIR tónleikar Ámes- ingakórsins í Reykjavík, Samkórs Selfoss og Vörðukórsins úr uppsveit- um Árnessýslu verða haldnir í Laug- ameskirkju á morgun, laugardag, kl. 17. Kóramir syngja hver í sínu lagi og síðan allir saman. Söngstjóri Ámesingakórsins er Sigurður Bragason, píanóleikari er Bjami Þ. Jónatansson. Stjómandi Samkórs Selfoss er Edit Molnár, píanóleikari Miklos Dalmay. Hjá Vörðukómum sér Stefán Guðmunds- son um tónsprotann og píanóleik ann- ast Katrín Sigurðardóttir. --------------- Tónleikar í Seltjarnar- neskirkju HLJÓMSVEITIR Tónskóla Sigur- sveins koma fram á tónleikum í Sel- tjarnameskirkju á morgun, laugar- dag, kl. 14. Gestir á tónleikunum era Heims- Ijósin, kór nýbúa í Reykjavík, sem flytur þjóðlög frá ýmsum löndum í útsetningu John Speight. Alls munu um 100 nemendur koma fram á þessum tónleikum. Stjómendur em Júlíana Rún Indriðadóttir og Sigursveinn Magn- ússon. --------------- Myndlistarsýning* Nínu Ivanovu á Isafirði SYNING á verkum myndlistar- konunnar Nínu ívanova í Edin- borgarhúsinu á ísafirði verður opnuð nk. sunnudag kl. 16. Á sýningunni, sem heitir „Ég var að hugsa um...“, era myndir, hlutir og ýmisleg önnur verk frá tímabilinu frá Moskvu til Æðeyj- ar, að þeim meðtöldum. í kynn- ingarskrá segir: „Samkvæmt kenningum vísinda nútímans, þá hugsum við ekki í orðum heldur í myndum. Vegna þess að ég var að hugsa, þegar ég bjó verkin mín til, þá era þau hugsanir.“ Sýningin stendur til 3. desember. Ömar Smári sýnir á ísafirði SÝNING á verkum myndlistar- mannsins Ómars Smára Kristins- sonar á Bæjar-og héraðsbókasafn- inu á Isafirði verður opnuð á laugardaginn. Þar verða sýnd um 30 bókverk Ómars Smára auk margra vinnu- bóka hans. Sýningin stendur til 2. desember. ! I ; . b í ■ I mmm,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.