Morgunblaðið - 17.11.2000, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 17.11.2000, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 75 FÓLK í FRÉTTUM Verð 3.995 DOMUS MEDICA við Snorrabraut - Rvík Sími 551 8519 STEINAR WAAGE HARMONIKUBALL „Syngjum dátt og dönsum....“ í ÁSGARÐI, Glæsibæ við Álfheima á morgun, laugardagskvöldið 18. nóvember kl. 22.00 með félögum úr Harmonikufélagi Reykjavíkur og Ragnheiði Hauksdóttur söngvara. Allir velkomnir. Hvert fór draumurinn? Sálin hans Jóns míns: í leit að hinu fuilkomna popplagn- á braut með titillaginu „Annar máni“. Þessi plata er víst hugsuð sem fyrri hluti ákveðins þema - seinni platan er væntanleg strax á næsta ári - og því eru textarnir vísvitandi óræðir og torkennilegir. Metnaður og natni eru af hinu góða en eru vissulega vandmeðfarnir hlutir. Umgjörð plötunnar minnir nefni- lega óþyrmilega á framsækna rokk- ið sem tröllreið fyrri hluta áttunda áratugarins (e. prog rock) er hljóm- sveitir eins og Yes og E.L.P fóru nett yfír strikið í alvarlegheitúnum. Þessu metnaðarfulla og hug- myndafræðilega verki fylgja því sértækir textar sem fullerfitt er að botna í. Englar, alheimurinn, eilífð- arvél, holdgerving, og einhver meiriháttar andans barátta er þama á kreiki og þama er að fínna dularfullar og djúpvitrar línur eins og „...þær hafa hlutverkaskipti og Sól gengur henni í móðurstað...“, „Kannski er annar máni, önnur vídd sem öllu getur breytt“ og „Allt er til. Ork’og efni ummyndast hér.“ í beinu framhaldi af þessu er um- slagshönnunin vægast sagt tilgerð- arleg. Það er greinilegt að þetta á vera óskaplega djúpt og alvarlegt en sú ætlan mistekst hrapallega. Minnir óneitanlega á auglýsinga- herferðir símafyrirtækjanna við fyrstu sýn; er einhvers konar Pink Floyd umslag á villigötum. Hljóðfæraleikur er almennt góð- ur, þó trommuleikur sé fullhastur og vélrænn á köflum. Hljómurinn er í fínu lagi og notkun ýmissa hljóð- brellna er oft á tíðum vel til fundin. Bestan leik á plötunni á þó söngvar- inn, Stefán Hilmarsson, sem heldur alltaf dampi og vel það þrátt fyrir slitróttar lagasmíðamar. Á heildina litið er þetta frekar áreynslulaus og tilþrifalítil plata þó Sálin sýni, því miður þó aðeins í tveimur lögum, að þeir era þess vel megnugir að snara út svo sem einu meistaraverki ef þeir myndu virki-. lega leggja sig eftir því. En það er ekki að gera sig, a.m.k. ekki í þetta skiptið. Það má því fullljóst vera að Guðmundur Jónsson og félagar ná hér engan veginn að standa við stóra orðin. Metnaðarfull plata? Já. Góð plata? Ekkert sérstaklega. Heildarniðurstaðan er því nokkuð dapurleg en engu að síður hrein, klár og augljós. Vonbrigði. Arnar Eggert Thoroddsen Jip lakkskórnir komnir Pantanir óskast sóttar % í Hljómsveit Hjördísar Geirsdóttur leikur fyrir dansi. Húsiö opnað kl. 22:00. Miðaverð kr. 1000. Allir velkomnir á áfengislaust dansiball. Nefndin. TOJVLIST (ieísladiskui* ANNARMÁNI Annar máni, geisladiskur Sálarinn- ar hans Jóns míns. Sveitina skipa þeir Friðrik Sturluson (bassi, bak- raddir), Guðmundur Jónsson (gítar, hljóðsarpur, forritun, bakraddir, farsími, hljómborð, blokkflauta, pianó), Jens Hansson (rafsax, hljómborð, saxófónn, bakraddir), Jóhann Hjörleifsson (trommur, marimba, víbrafónn, slagverk, for- ritun) og Stefán Hilmarsson (söng- ur, bakraddir, trommur). Sírengja- sveit aðstoðar þá félaga í þremur lögum. Hana skipa þau Eyjólfur B. Alfreðsson (vióla), Lovísa B. Fjeld- sted (selló), Sigurlaug Eðvaldsdótt- ir (fíðla) og Margrét Kristjánsdóttir (fíðla). Strengjaútsetningar voru í höndum Samúels J. Samúelssonar. Lögin eru eftir Guðmund Jónsson fyrir utan „Upp’í skýjunum“, „Ei- lífðarvélin“ og „Hún mun lýsa lengi vel“ sem eru eftir Jens Hansson. Textar eru eftir Friðrik Sturluson og 31. febrúar, sá fyrrnefndi á sex texta en sá síðari fímm. Upptökum stýrði Guðmundur Jónsson. 44,27 mín. Spor/Skífan gefa út. PLATAN Annar máni með Sál- inni hans Jóns míns er fimmta hljóðversskífa sveitarinnar og hún hefur ekki verið lítil eftirvæntingin eftir þessari útgáfu, sprottin jafnt frá aðdáendum sem tónlistarann- endum almennt. Kemur þar til m.a. að Sálin, eins og sveitin er oft köll- uð, hefur ekki gefíð út stóra plötu með framsömdu efni í fimm ár en þar að auki hefur sveitin verið óspör á yfirlýsingamar varðandi þessa nýjustu plötu sína. „Mér finnst við aldrei hafa verið betri og að við séum að gera langbestu tónlistina á ferlinum, Annar máni er besta plat- an okkar að öllu leyti,“ segir Guð- mundur Jónsson í viðtali við Morg- unblaðið, sunnudaginn 12. nóvember. Fyrr á þessu ári, nánar tiltekið 17. júní, í sama blaði, lýsti hann því yfir að: „...á þessari plötu ætlum við að finna nýjan hljóm. Við erum alltaf að reyna að semja hið fullkomna popplag. Það hefur alltaf verið útgangspunktur þessarar hljómsveitar." í ljósi þessa er ekki nema von að alþjóð hafi iðað í skinninu eftir plöt- unni, en Sálin á sér afar stóran og dyggan aðdáendahóp um allt land.Við áhlustun leynir sér heldur ekki að Sálarmenn ætla sér mikið með þessari skífu. í dómi sínum um plötu Sigur Rós- ar, Ágætis byrjun, sem hann kallar „Nýir tímar“ (12. júní 1999, Morg- unblaðið) segir Árni Matthíasson hana vera: „ágætis byrjun á meiri metnaði fyrir íslenska tónlist". Sannleiksgildi þessarar setningar virðist vera þó nokkuð er maður lítur yfir tón- listarflóra dagsins í dag, hljómsveitir eins og Stolið og Ulpa spila einhvers konar framsækna popp/rokktónlist á meðan að sveit eins og Land og synir gerði markmiðs- bundna og af- ar vel heppn- aða tilraun til að brjótast frá þnggja gripa poppinu yfir í eitt- hvað tilraunakenndara og „alvar- legra“ með plötu sinni Herbergi 313 sem út kom í fyrra. Sálin hans Jóns míns virðist heldur ekki hafa farið varhluta af þessari þróun þegar platan Annar máni er skoðuð. Gott popplag virðist stundum gulli betra, getur jafnvel bjargað lífi manns ef því er að skipta. Dægur- lagasveitir eins og Bítlarnir, Beach Boys og Abba hafa sýnt fram á gildi þess að reyna sig við hina fullkomnu dægurlagasmíð eins og Guðmundur talar um. Snilldarpopplög era ekk- ert annað en hreinustu listaverk sem hægt er að jafna saman við hvaða listgrein aðra sem er og plöt- ur eins og Revolver (The Beatles) og Pet Sounds (Beach Boys) era sannarlega „fullkomnar" poppplöt- ur. Héðan frá íslandi era og mörg dæmi um frábærar poppplötur, nægir að nefna verk eins og æ með Unun, Tivoli með Stuðmönnum og Herbergi 313 með Landi og sonum. Samnefnd plata Sálarinnar frá 1991 myndi einnig hæglega fylla þennan flokk. Er annað lagið á Öðrum mána er hálfnað er platan þegar á góðri leið með að verða að tímamótaverki í ís- lenskri popptónlistarsögu. Upphafs- lagið „Meginbúðir andans" er ein- faldlega frábært og lagið þar á eftir „Ekki nema von“ er stórkostleg poppsmíð, melódramatískt lag sem er eitt það besta sem ég hef heyrt á þessu ári. Þarna er „hið fullkomna popplag" komið ljóslifandi í leitirn- ar. En vonirnar um meistaraverk Sálar- innar fjara út með lokatónum þessarar snilldar, tættar sund- ur af hressilegum en þunnum slag- aranum „Öll sem eitt“. Næstu tvö lög á eftir silast dauflega áfram og það er eins og einhvem neista vanti. Grípandi og góðar melódíur - eitt sterkasta einkenni góðra popplaga - era víðs fjarri. „Þú mátt vita það“ er í svipuðum rólegheitagír, hug- myndaríkur trommuleikur nær þó að lyfta því nokkuð upp. Lagið „Lýður“ hristir svo aðeins upp í plötunni, fínasta popplag sem er í svipuðum gæðaflokki og tvö fyrstu lögin. Lagið „Bjargvættur“ dregur hana þó strax niður aftur í meðal- mennskuna. Ballaðan „Hún mun lýsa lengi vel“ er haglega smíðuð en frekar óframleg, líður auk þess fyr- ir kauðslegar bakraddir í endann. Næstsíðasta lagið, „Sól, ég hef sögu að segja þér“, er fyrirtaks popp, hefðbundið og traust Sálarlag. Plat- an hverfur svo hægt og tilbrigðalítið Dansleikur í Hreyfilshúsinu föstudagskvöldið 17. nóvember kl. 22:30 Teg. 2623 í rauðu og svörtu lakki Stærðir 18-24 KRINGLAN Kringlunni 8-12 - Sími 568 9212 Rvík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.