Morgunblaðið - 26.11.2000, Qupperneq 4
1 B SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
KVIKMYNDIR
DR. SEUSS er líklega
þekktastur hér
heima fyrir söguna
Kötturinn með hött-
inn, sem fyrst kom
út undir lok sjötta áratugarins. Þá
hafði hann skrifað How the
Grinch Stole Christmas eða Tröll-
ið sem stal jólunum sem fjallaði
um hellisbúa í háu fjalli er horfir
niður á bæjarbúa í nærliggjandi
plássi undirbúa jólin og þolir illa
gleðina og fagnaðarlætin. Þegar
jólin nálgast eina ferðina enn
ákveður hann að dulbúa sig og
eyðileggja jólin fyrir öllu ham-
ingjusama fólkinu.
The Grinch var frumsýnd í
Bandaríkjunum um síðustu helgi
og naut mikilla vinsælda, tók inn
um 55 milljónir dollara fyrstu
sýningarhelgina sem mun vera
fimmta mesta aðsókn sem mynd
fær fyrstu helgina; virðist sem
dr. Seuss ætli að stela þessum
jólum frá keppinautum sínum.
Jim Carrey fer með titilhlutverk-
ið en leikstjóri er Ron Howard,
Anthony Hopkins er sögumaður
og með önnur hlutverk fara m.a.
Molly Shannon og Bill Irwin.
Carrey
breytist í tröll
Theodor S. Geisel, öðru nafni
dr. Seuss, ætlaði sögum sínum
aldrei að vera kvikmyndaðar.
Hann var ekki ánægður með
hvernig í upphafi sjötta áratugar-
ins staðið var að kvikmyndun
5000 fingra dr. T, sem byggðist á
verki hans og hann var sérstak-
lega ánægður með teiknimyndaút-
gáfu af The Grinch sem gerð var
árið 1966 og taldi að ekki væri
hægt að gera betur. Geisel lést
árið 1991 og neitaði ekkja hans,
Audrey, öllum þeim sem báðu um
að fá að kvikmynda verk hans.
Þegar hin nýja tölvutækni kom til
sögunnar á öndverðum tíunda
áratugnum sá hún tækifæri til
þess að kvikmynda sögur bónda
síns heitins með nýjum og bylt-
ingarkenndum hætti.
Hún gerði á endanum samning
við framleiðandann Brian Grazer,
sem á kvikmyndafyrirtækið Im-
agine ásamt leikstjóranum Ron
Howard og Howard tók að sér
leikstjórnina. Carrey var sjálf-
kjörinn í hlutverk tröllsins í fjall-
inu. „Jólin voru ekki komin fyrir
en maður var búinn að lesa bók-
ina einu sinni enn og horfa á
teiknimyndina í sjónvarpinu,“ er
haft eftir leikaranum. „Þegar ég
frétti af þessu kvikmyndaverkefni
var eins og draumur hefði ræst.
Eg hafði ekki einu sinni getað
ímyndað mér að ég ætti eftir að
leika þetta hlutverk."
Hann varð að sanna sig fyrir
ekkjunni Audrey, sem heimsótti
Carrey á tökustað The Man on
the Moon þar sem leikarinn var í
hlutverki grínarans Andy Kauf-
mans. Carrey lifði sig svo inn í
hlutverk Kaufmans á meðan á
tökum myndarinnar stóð að
hann sjálfur birtist fóiki mjög
sjaldan svo það sem Audrey sá
var Kaufman að herma eftir
Carrey að Ieika tröllið. „Þetta
var svolítið flókið allt saman,“ er
haft eftir Carrey. Audrey var
ekki í neinum vafa og samþykkti
gamanleikarann í titilhlutverkið.
„Án nokkurrar förðunar breytt-
ist hann í tröllið frammi fyrir
mér,“ segir ekkjan.
Helsta vandamálið sem blasti
við framleiðendunum var að
skapa þann undurfurðulega og
óútreiknanlega heim sem dr.
Seuss var þekktur fyrir í þeim 44
barnabókum sem hann skildi eftir
sig. Myndin var öll tekin í kvik-
myndaveri hjá Universai-kvik-
myndafyrirtækinu í Hollywood.
„Þetta er raunveruleg veröld en
bara ekki sú veröld sem við
þekkjum,“ segir Howard að hafi
verið leiðarljós hönnuðanna undir
hans jrfirstjóm.
250 milljónir eintaka
Theodor S. Geisel eða dr. Seuss
var vanur að segja „mannvera er
mannvera hversu smá sem hún
Presslink
Hann merkti fyrstu teikning-
arnar sínar með heitinu Dr.
Theophrastus Seuss til þess að
setja vísindalegan svip á dýrasög-
urnar. Heitið þróaðist síðar meir í
dr. Seuss, sem var ættarnafn
móður hans, og var á fyrstu bók-
inni sem hann gaf út árið 1937.
Og hugsa sér að ég skyldi sjá það
á Mulberry-stræti!
Þegar hann lést hafði hann
samið 44 barnabækur. Kötturinn
með höttinn átti eftir að hafa gíf-
urleg áhrif á barnabókmenntirn-
ar. Útgefandi uppeldislegs efnis
fyrir börn hvatti dr. Seuss til þess
að skrifa bók sem innihélt aðeins
225 orð en gæti samt heillað unga
lesendur og úr varð sagan um
köttinn, sem seldist í milljónum
eintaka.
Höfundurinn varð á endanum
heiðursdoktor við ekki færri en
sjö háskóla og hreppti Pulitzer-
verðlaunin í bókmenntum árið
1984. Þegar hann lést árið 1991
höfðu selst meira en 250 milljónir
eintaka af bókum hans.
Barnastjarna
í leikstjórastólinn
Leikstjórinn Ron Howard er
einn af þessum bandarísku kvik-
myndagerðarmönnum sem eru
dæmigerð afurð Hollywood-kerf-
isins. Myndirnar hans eru fyrst
og fremst söluvara skreyttar stór-
stjörnum,, sem raka inn hundruð
milljónir idollara. Síðasta mynd
hans var háðsádeilan EdTv með
Matthew McConaughey en þar á
undan gerði hann tryllinn Rans-
om með Mel Gibson. Líklega er
hann þó þekktastur fyrir geim-
ferðamyndina Apollo 13 þar sem
Tom Hanks fór á kostum sem
leiðangursstjóri í misheppnaðri
tunglferð.
Howard er mjög faglegur leik-
stjóri, myndir hans eru hnökra-
lausar í framsetningu en geisla
ekki beint af frumleika eða
áræðni. Hann hefur alla sína ævi
verið viðloðandi skemmtanaiðn-
aðinn í Bandaríkjunum, fyrst
sem sjónvarpsstjarna í gaman-
þætti Andy Griffiths og síðar
sem Richie Cunningham í Happy
Days. Flestar barnastjörnur í
sjónvarpi og kvikmyndum vestra
eiga í talsverðum vandræðum
með að fullorðnast og halda öllu
sínu sem fullorðnir leikarar.
Howard fór öðruvísi að hlutun-
um. Þegar hann þroskaðist hætti
hann einfaldlega að leika en
lagði fyrir sig leikstjórn í stað-
inn. Eitthvað lék hann í kvik-
myndum áður en hann hætti því
alveg m.a. í The Shootist árið
1976 á móti vestrahetjunni John
Wayne.
Howard gekk eins og svo marg-
ir aðrir leikstjórar, sem síðar áttu
eftir að skapa sér nafn í drauma-
borginni, í skóla hjá B-mynda
framleiðandanum Roger Corman
og gerði sína fyrstu bíómynd hjá
honum, Grand Theft Auto, árið
1977. Hann var aðeins 23 ára
gamall og fjöldi léttra
gamanmynda fylgdi á
eftir: Night Shift,
Splash, Cocoon, Gungh
Ho og loks Willow, æv-
intýramynd sem hann
gerði fyrir George
Lucas.
Myndir Howards
urðu metnaðarfyllri
eftir að hann stofnaði
Imagine með Brian
Grazer og hann gerði
m.a. Far and Away
með Tom Cruise og
Backdraft með Kurt
Russell.
The Grinch stefnir í
að verða vinsælasta
mynd Ron Howards til
þessa enda vinsælasti
gamanleikari samtím-
ans honum til aðstoðar
í þetta sinn. „Hann
hefur ótrúlegt hugmyndaflug,“
segir leikstjórinn um leikarann
sinn. „Krafturinn er ótak-
markaður og líkamlegt atgervi
einstakt. Það kom enginn annar
til greina í hlutverkið en hann.“
Seuss.
nýja mynd um síðustu helgi
með Jim Carrey í aðalhlut-
verki sem heitir The Grinch
og byggist á sögu eftir
barnabókahöfundinn dr.
Bókin vinsæla um
það þegar Trölli
stal jólununi er
nú komin út á
latínu, og
kannski ekki
tilviljun nú
þegar kvik-
myndin er
að slá í gegn.
Reuters
er. Börnin vilja allt það sama og
við sem erum fullorðin; þau vilja
hlæja, vera ögrað, skemmta sér
og fyllast hrifningu."
Geisel fæddist í Bandaríkjun-
um árið 1904. Hann gekk í Dart-
mouth-háskóla og gerðist rit-
stjóri brandarablaðs skólans en
fyrirrennari hans í því starfi var
Norman Maclean, höfundur m.a.
A River Run Through It. Geisel
nam síðar við Oxford-háskóla áð-
ur en hann hóf störf við auglýs-
ingar auk þess sem hann byrjaði
að semja myndasögur í tímaritið
Judge þar sem komu fyrst fram
hinar undarlega sköpuðu verur
höfundarins.
Jim Carrey bregður á leik með gamanleikaran-
um Rodney Dangerfield við frumsýningu mynd-
arinnar, „Dr. Seuss’ How the Grinch Stole
Christmas" fyrr í mánuðinum.
Audrey Geisel,
ekkja Theodor
Geisel, öðru
nafni Dr.
Seuss, fagnar
Josh Ryan
Evans sem
einmitt leikur í
myndinni.
Atriði úr myndinni um jólaþjófinn Trölla.
Dr. Seuss
stelur]OLUtlUtyi
1 /1*1 «1 i • X • T\ -
Bandaríski leikstjórinn Ron
Howard var barnastjarna í
sjónvarpi en er nú einn af
helstu leikstjórum drauma-
verksmiðjunnar í Hollywood
að sögn Arnaldar Indriða-
sonar. Howard sendi frá sér
Quom°po \n'n/ic,'os0v.cs
HoAaihe 6WNCHUS
CnwsTl
AbhocáJeriT