Morgunblaðið - 26.11.2000, Side 10
10 B SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Sagnaþulurinn
Morgunblaðið/Sigurgeir
Þegar Steindór var unglingur vann hann við gerð hafnargarðsins á
Hörgeyri. Síðar var sett þar listaverk eftir son hans, Grím Marinó.
Eg hafði háskalega gott minni og
skrifaði aldrei neitt hjá mér. En
ég fór illa með fengið pund. Hefði get-
að lært hefði ég viljað, en mér fannst
ekki taka því. Ég átti ekki að lifa
nema stutt. Það var búist við því að ég
hrykki upp af þá og þegar,“ sagði
Steindór Jónsson, þegar blaðamaður
heimsótti hann á heimili hans í Kópa-
vogi.
Steindór fæddist á Steinum undir
Eyjafjöllum 24. september 1908, son-
ur hjónanna Jóns Einarssonar og Jó-
hönnu Magnúsdóttur. Þau Jón og Jó-
hanna eignuðust sjö syni og tvær
dætur og var Steindór næstyngstur.
Önnur dætranna dó rétt eftir fæðingu
og komust því átta böm til manns.
Langlífi er í ættinni og hver ættliður
spannar mörg ár. „Langafi minn,
Þorvaldur í Stóra-Klofa, var fæddur
1749. Magnús Þorvaldsson afi minn
var síðasta bam hans og mamma var
síðasta bam afa.“
ón, faðir Steindórs, missti heilsuna
áður en Steindór fæddist. Hann
fékk slæma liðagikt og gat illa unnið
erfiðisvinnu eftir það. Hann reyndi að
afla tekna með því að binda inn bækur
og blöð, en sú vinna var stopul. Það
má nærri geta hvað heilsubrestur
húsbóndans þýddi fyrir bammarga
almúgafjölskyldu á þessum árum.
Lífsbaráttan var því hörð hjá foreldr-
um Steindórs. „Þetta var þriðji bær-
inn sem þau byggðu upp, því jarðnæði
lá ekki á lausu. Þetta var alveg skelfi-
legt,“ segir Steindór. Þó minnist
Steindór þess ekld að hafa verið
svangur í uppvextinum, en lystarlítill
og heilsutæpur. „Það var náttúrlega
skortur, en ekki svo mikill. Við lentum
víst á hreppnum eftir að pabbi missti
heilsuna. Mamma var ekki neinu lík
með dugnað. Hún fór mjög snemma á
íjörur á morgnana. Á vetuma rak oft
fisk, að ég tali ekki um loðnu. Stund-
um vom það einhver ósköp. Þá var
um að gera að vera á undan hrafnin-
um. Loðnan var sneypt - slitinn af
henni hausinn - og þá dróst slorið inn-
an úr. Svo var ýmist hleypt upp á
henni eða hún þurrkuð á grjótveggj-
um. Það var allt nýtt af fiskinum.
Mamma fór alla leið suður með sjó
með eitt hross í taumi til þess að afla
okkur matar. Hún fór suður í Garð til
systur sinnar og í Njarðvíkunum bjó
önnur systir hennar, Sigríður móðir
Ástu málara. Mamma fékk allt mögu-
legt í þessum ferðum. Bæði mat og
efni til bókbands fyrir pabba. Ég man
hvað mér þótti mikið lostæti þegar ég
smakkaði íyrst saltaða grásleppu.
Steindór Jónsson, er 92
ára gamall, hefur
fótavist hvern dag, ekur
um á Trabant-bíl og
hefur aldrei liðið betur
en eftir að hann varð
áttræður. Guðni Einars-
son og Ragnar Axelsson
heimsóttu Steindór
í Kópavoginn.
Mamma var afskaplega lygilega
dugleg, ekki stærri kona.“
- Varð móðir þín öldruð?
„Ég held að hún hafi ekki orðið
nema rúmlega áttræð.“
il að létta á heimilinu voru sumir
bræðranna sendir annað í vist.
Sigurjón bróðir Steindórs ólst upp á
Fit og þegar elsti bróðirinn, Einar,
var farinn að stálpast og orðinn til
snúninga, þá fór hann með föðursyst-
ur sinni og hennar manni út í Gríms-
nes og ólst þar upp. Hann dó fyrir
nokkrum árum nærri 102 ára. Stein-
dór segir að Einar hafi munað jarð-
skjálftana 1896.
„Hann var ekki nema þriggja eða
fjögurra ára þá, en mundi þetta vegna
þess að hann vaknaði úti í kirkjugarði
á Steinum. Það varð að flýja bæinn og
gekk óskaplega mikið á. Það hrundi
svo mikið úr fjallinu."
Sjálfur segist Steindór muna eftir
jarðskjálftanum 1912 og þá hrundi
líka mikið úr Eyjafjöllum. „Ég man
að ég var úti á stöðli þar sem kýmar
voru mjólkaðar. Steinamir komu
hoppandi niður brekkumar. Það var
dálítið tilkomumikið! Það hmndi mest
hjá hellinum þar sem áður var þing-
staður.' Þegar ég man fyrst þá var
geymt í honum hey og fénaður. Svo
kom fyrir að skip vora sett þar upp.“
Þegar Steindór var á sjötta ári varð
hann haltur og nijög þjáður í vinstra
fæti. Það var óttast að þetta væra
berklar. „Mamma fór með mig út að
Stórólfshvoli, til Guðmundar
Guðfinnssonar héraðslæknis og síðar
augnlæknis. Hann sá ekki hvað að
mér gekk svo við mamma héldum
áfram með hestvagninum alla leið til
Reykjavíkur. Þar sá ég fyrst bíla,“
segir Steindór. Rannsóknin í Reykja-
vík leiddi ekki í ljós hvað að Steindóri
amaði, en þó sýndi hún að ekki var um
berkla að ræða. „Ég varð að ganga við
hækju heilt misseri, þegar ég var á
sjötta árinu. Það var smíðaður sér-
stakur skór á hægri löppina svo hin
næði ekki niður. Ég var alla tíð haltur
og fann til. Það hvarf þegar ég varð
gamall maður,“ segir Steindór.
teindór var ekki orðinn tíu ára
þegar Bergþóra systir hans gift-
ist Guðjóni Jónssyni, síðar á Reykjum
í Vestmannaeyjum, og fluttu þau að
Rimhúsum undir Eyjafjöllum. Rim-
hús höfðu þá verið í eyði um skeið.
Guðjón bróðir þeirra Steindórs og
Bergþóra hjálpaði til við uppbygging-
una og flutti Steindór með þeim og
móður sinni að Rimhúsum. Faðir
hans var þá látinn skömmu áður.
Steindór segist muna greinilega
eftir því þegar Kötlugosið byrjaði
1918. „Ég fór með Guðjóni bróður
austur frá Bjömskoti og að Rimhús-
um og þá var dimmt úti af öskufalli.
Allt í kringum okkur vora eins og sí-
felld stjömuhröp, reglulega tilkomu-
miki]. Það vora eldglæringar í þessu.“
Steindór segir að Eyfellingar hafi
ekki verið hræddir við gosið, enda
ástæðulaust að óttast annað en ösku-
fall. „Það þurfti að kveikja ljós um
miðjan daginn þegar öskufallið var
mest úr Kötlu. Frændi okkar, Magn-
ús Þorvaldsson aðventisti, var þama á
ferð að selja bækur, boða sína trú og
rækta frændsemi. Við vorum syst-
kinasynir. Hann var með ýmsar fróð-
legar bækin- í farteskinu. Ég man eft-
ir bók með myndum af bílum, sem ég
held að þeir hafi kallað sjálfrennunga.
Mér er minnisstætt að Magnús teppt-
ist hjá okkur heilan dag því þá var
ekki ratljóst vegna öskufalls."
teindór segir að trú á huldufólk
hafi verið almenn undir Eyjafjöll-
um. „Maður komst ekki hjá því að
trúa á huldufólk undir Fjöllunum.
Það var talað um það sem sjálfsagðan
hlut. Ég þekkti einn sem var trúlofað-
ur huldustelpu. Hann var hálfgerður
þverhaus, blessaður karlinn. Svo
slitnaði upp úr sambandinu, því hún
hafði svohtið öðra vísi trú en hann.
Alltaf er mannskepnan eins,“ segir
Steindór og hlær. En sá Steindór
huldufólk?
„Ég sá þetta beint ekki, heldur
heyrði ég það. Þegar ég var krakki
hlustaði ég tímunum saman á tónlist
sem enginn heyrði annar. Þetta var
ónáttúralegt og það var sullað í mig
einhveiju bölvuðu sulli gegn þessu.
Síðan er ég algjör þurs á tónlist."
Steindór segir að í sullinu hafi aðal-
lega verið sót og þess háttar góðgæti.
Hann segist aldrei síðan hafa heyrt
viðlíka tónlist og barst úr hulduheim-
um forðum.
„Sigurjón bróðir lék sér við huldu-
krakka þegar hann var lítill á Fit. Það
fór vígt vatn í augun á honum og þá
hætti hann að sjá þetta. Það var al-
gengt að setja vígt vatn í augu við
sjóndepru. En Siguijón var það sem
kallað var skyggn og það eltist af hon-
um, hvort sem það var vígða vatninu
að þakka eða ekíd. Það var geysimikill
átrúnaður á vígðu vatni. Það er tilfell-
ið að það er ekki tómt bull.“
Steindór segir að huldufólkið hafi
verið búið að raflýsa löngu á undan