Morgunblaðið - 26.11.2000, Síða 17

Morgunblaðið - 26.11.2000, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2000 B 17 Churchill heilsar herflokkum sem ganga hjá heiðurspalli hans við Suðurlandsbraut. Fréttamenn og Ijósmyndarar stand álengdar. Með Churchill á pallinum eru Curtis yfirhershöfðingi á íslandi og æðstu yfirmenn breska hersins, sem fylgdu for- sætisráðherranum, ásamt Franklin D. Roosevelt yngri sem stóð til hlés og sést ekki vel á myndinni. þjóða kleift að njóta vemdar hans á þessari leið. Þá voru einnig uppi áætlanir um að flytja eldsneyti og varning á leið til Bretlands á milli skipa hér á landi. I breska þinginu kallaði Churchill komu bandaríska herliðsins til fs- lands einn mikilvægasta atburðinn frá stríðsbyrjun. Honum var vel Ijóst að nú yrði þess ekki langt að bíða að til tíðinda drægi milli bandaríska flotans og þýskra kaf- báta á hafinu milli íslands og Bandaríkjanna sem myndi hafa af- gerandi áhrif á almenningsálitið í Bandaríkjunum til stuðnings fullri þátttöku í styrjöldinni. Þar hitti hann naglann á höfuðið eins og kom í ljós á næstu mánuðum er þrjú bandarísk herskip urðu fyrir ár- ásum kafbáta á siglingaleið skipa- lesta til íslands. Roosevelt og Churchill réðu ráð- um sínum á skipsfjöl á Placentina- flóa á Nýfundnalandi dagana 9.-12. ágúst. Hefur ráðstefna þessi verið nefnd Atlantshafsráðstefnan enda lögðu þeir þar meðal annars ráðin á um verkaskiptingu við fylgd skipa- lesta á Norður-Atlantshafi í anda þeirra áætlana sem Bandaríkjafloti hafði þegar gert og hófust í septem- ber. Nýtt athafnasvæði Bandaríkja- flota markaðist nú af 26. breiddar- gráðu með sveig austur fyrir ísland sem var vel innan þýska hafnbann- svæðisins. Að lokinni ráðstefnunni undan Nýfundnalandi hélt Churchill ásamt föruneyti áleiðis til Islands. Þar hafði bandarískt herlið tekið sér stöðu við hlið breskra vopnabræðra og gæfist því einstakt tækifæri til að sýna heiminum, og ekki síst Bretum, að Bandaríkjamenn hefðu þegar fylkt sér með Bretum. í för með bresku og kanadísku skipunum slógust bandarísku tundurspillarnir USS Rhind og USS Myrant sem önnuðust fylgd skipalesta á þessari leið og veita skyldu aðstoð ef ráðist yrði á bresku herskipadeildina. í áhöfn Myrant var ungur sjóliðsfor- ingi af lægstu gráðu, Franklin Del- ano Roosevelt yngri, sonur Roos- evelt forseta, og var hann útnefndur sérlegur tengslaforingi og aðstoðarmaður breska forsætis- ráðherrans í heimsókn hans til Reykjavíkur laugardaginn 16. ágúst. Farkostur Churchills, orrustu- skipið HMS Prince of Wales, lagð- ist við akkeri í Hvalfirði árla morg- uns og flutti kanadíski tundurspillir HMCS Assinibone forsætisráðherr- ann og fylgdarlið hans til Reykja- víkur. A innanverðri Suðurlands- braut, sem var eini steinsteypti langi vegarkaflinn í nágrenni borg- arinnar, hófu liðssveitir Breta, Norðmanna og Bandaríkjamanna ásamt áströlskum og nýsjálenskum flugmönnum úr breska flughernum að raða sér upp til liðskönnunar. Churchill hóf heimsókn sína sam- kvæmt siðareglum á fundi með Sveini Björnssyni ríksstjóra og rík- isstjórn Islands í Alþingishúsinu og flutti stutt ávarp af svölum hússins. Hélt hann að því loknu inn á Suður- landsbraut þar sem hann gekk meðfram a.m.k. hluta af tveggja kílómetra langri, óslitinni röð her- manna og kannaði liðið. Hermanna- röðin náði inn að gatnamótum Suð- urlandsbrautar og Langholtsvegar og þar steig Churchill og fylgdarlið á heiðurspall og heilsaði hverjum herflokknum á fætur öðrum sem marséraði hjá austur brautina und- ir hergöngulögum lúðrasveita. Hersýningin tók hartnær klukku- stund og ritaði Churchill síðar að hergöngulag bandarísku land- gönguliðanna hefði snert sig svo mjög að hann hefði átt bágt með að bægja því úr huga sér. Með Churchill á pallinum stóðu æðstu yfirmenn breska hersins sem voru í fylgdarliði hans ásamt sjóliðsfor- ingjanum unga, Franklin D. Roos- evelt yngri, til áréttingar þeirri ein- ingu Bretlands og Bandaríkjanna sem Churchill fagnaði þennan dag. Að hersýningunni lokinni hélt Churchill til hádegsiverðar í Höfða sem var bústaður breska sendiherr- ans Howards Smiths og Francis M. Shepherds aðalræðismanns. Shep- herd segir svo frá í óprentuðum endurminningum sínum að köttur- inn á heimilinu hafi gert sér dælt við forsætisráðherrann og legið í kjöltu hans á meðan matast var. Er halda skyldi á brott í bifreið sendi- herrans að hádegisverði loknum hafi Churchill hlaupið aftur inn í húsið til að kveðja köttinn. Church- ill og fylgdarlið heimsóttu hermenn á Reykjavíkurflugvelli og skoðuðu framkvæmdir þar en að því búnu var haldið í höfuðstöðvar breska hersins við Elliðaár. Þaðan var haldið í heimsókn til hersveita í Mosfellssveit og skoðað jarðhita- svæðið að Reykjum eins og þekkt er. Heimsókninni lauk um klukkan fimm síðdegis er Churchill steig aftur á skipsfjöl og kvöddu hann Hermann Jónasson forsætisráð- herra og Harry 0. Curtis hershöfð- ingja á hafnarbakkanum. I Hval- firði heilsaði Churehill upp á áhafnir nokkurra breski-a herskipa, þ.á m. orrustuskipsins HMS Rodn- ey og tundurspillis sem bar nafn hans, HMS Churchill, og hélt við svo búið á farkosti sínum áleiðis til Bretlands sama kvöld. Eins og við vai' að búast sögðu fjölmiðlar í Bretlandi ítarlega frá heimsókn Churchills til íslands þar sem liðsmenn Breska samveldisins og Bandaríkjamenn hefðu snúið bökum saman gegn sameiginlegum óvini og er ekki að efa að sá frétta- flutningur átti þátt í að efla baráttuþrek landa hans og glæða með þeim vonir um fullnaðarsigur í styijöldinni eins og til var ætlast. Verslun með rafvörur og vinnustaðabúnað HQ RAFLAGNIRÍSLANDSehf. SÖLU- OG ÞJÓNUSTUFYRIRTÆKI Hamarshöfða 1, s. 511 1122 guðrún íEÍva Vm Ceícf og vícf fajócfum núju starfsfóÚzí veŒomícf í fiójínn vííjum vícf jmfzfza vufsfzvpta- vínum aócfar móttöízur á ofzfzar fursta starjsárí Qagga gggjg O-fanna Ósf Tímapantanir í&ímw 544 4900 "Bcejarlind 14-16 J Tónleikar í hvert sinn sem hönd þín nálgast BeoSound 3000 opnast glerhurðirnar hljóðlega og dauft Ijós kviknar. BeoSound 3000 erfullkomið hljómflutningstæki með geislaspilara og FM/AM útvarpi. Það er alltaf notalegt að nálgast BeoSound 3000. BeoSound 3000 frá Bang & Olufsen: 128.400 kr. Heimabíó BeoVision Avant 28” eða 32“ breiðtjaldssjónvarp á rafknúnum snúningsfæti með innbyggðu fjölkerfa Nicam stereo myndbandstæki og öflugum hátölurum. Með BeoVision Avant kemstu ekki nær því að fara í bíó án þess að standa upp úr hægindastólnum. BeoVision Avant frá Bang & Olufsen frá: 419.000 kr. Málfrelsi BeoCom 6000 er ekki eingöngu þráðlaus sími. Hann sýnir þér hver er að reyna að ná í þig og þú ákveður hvort þú svarar. Einnig geturðu tengt allt að 5 önnur símtæki við sömu línuna og haft þína eigin símstöð á heimilinu. Með BeoCom 6000 fær fjölskyldan eitthvað að tala um. BeoCom 6000 frá Bang & Olufsen: 30.900 kr. BANG S. OLUFSEN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.