Morgunblaðið - 26.11.2000, Page 21

Morgunblaðið - 26.11.2000, Page 21
20 B SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2000 B 21 -----------------------------< I sambúð með vondum pennum Skrifin hafa setið á hakanum Ljóð rata sjaldan til Hollywood um flíkum og gefa regluleg falsfyrirheit um sjálfsmorð.“ -Eru ungir höfundar teknir alvarlega eða eru þeir í besta falli álitnir „efnilegir"? „Eins og ég segi er nauðsyn- legt fyrir ungan höfund að finna sér fyrirmyndir, starf- andi skáld. Þá á ég ekki við fyrirmyndir til þess að herma eftir, heldur fremur spegil- myndir - fólk sem deilir sterktí tjáningarþörf. Þegar ég sýndi „spegilmyndunum“ mín- um skrif mín, sögðu þær að hugmyndirnar væru alls ekki slæmar. Ég skyldi hins vegar fá mér vinnu við aflest- ur gasmæla í bili. Þetta hélt ég að myndi gera mig fráhverfan skrifum en áhrifin voru öfug. Ungir höfundar þurfa nefni- lega að læra að bíða - þá fyrst kemur í ljós hvort töggur eru í þeim.“ -Eru verk þín sérítölsk á einhvern hátt? „Ég veit það ekki. Sögurnar mínar eru fyrst og fremst ferðalag í gegnum þján- ingar venjulegs fólks og slíkt fólk finnst víða. I hverjum einstaklingi býr „lítið leikhús“, eins og Carver orðar það ein- hvers staðar. Ég vil vera vitni að þessum litlu sýningum, leita að þeim og finna þær, og þá skiptir ekki máli hvort sögu- sviðið er Italía eða önnur lönd.“ -Sérðu eitthvað sameiginlegt með verkum ungra evrópskra rithöfunda? „Þessu er dálítið erfitt að svara. Ég held að verk ungra höfunda í Evrópu í dag sýni of oft neikvæða hlið á atburðum sem ættu annað skilið. I stað þess að taka góðar polaroid-myndir láta þeir sér nægja litlar negatífur og afgreiða þannig kynlíf með ríðingum, þjáningu með mæðu og ofbeldi með dauða. Svo eru líka til þeir sem halda að þeir þurfi að bíða hand- anheimsins til þess að hitta Guð. Þeir vita ekki af hverju þeir eru að missa.“ -Hvað með aiþjóðlegt samstarf með öðrum rithöfundum? „Eiginlega hef ég fátt um það að segja enn því ég er rétt núna að byrja að „kynna mig“ á erlendri grundu. Auðvitað hlýtur slíkt samstarf að vera til góðs, en það verður þá að vera á jöfnum grundvelli og án framafýsnar og sjálfhverfu." -Hverju fínnst þér þátttaka Bologna í menningarborgarsamstarfímu hafa skil- að? „Ég held að við höfum grætt pening og sólundað fé. Ég held að þarna hafi verið gerðir góðir og snjallir hlutir, en líka óhjákvæmileg mistök, byggð á röngum hugmyndum um fjölmenningu." -Er spennandi að vera ungur rithöfun- dur á okkar tímum? „Já, það er spennandi að eiga enda- lausa möguleika á að eltast við það sem maður heldur að maður hafi þegar fang- að. Það er jafnframt gaman að fá að sinna starfi sem heldur manni í fjarlægð frá leiðanum. Leiði er nefnilega nokkuð sem er manni sjálfum að kenna, ólíkt þjáning- unni. Eins og aðalpersóna kvikmyndar- innar Naked eftir Mike Leigh segir: „Þið getið sagt það sem þið viljið um mig, en segið aldrei að mér leiðist. Ég læt mér ekki leiðast." -Hvaða hættur steðja helst að bók- menntunum? „Leti, hégómi og fjarlægð frá hlutum, fólki og hinu raunverulega lífi. Stundum finnst mér reyndar eins og þessar hættur vofi yfir öllum sviðum samfélagsins, eða því sem næst.“ -Hvert fínnst þér helsta hlutverk lista- mannsins - er hann „bjargvættur heims- ins“? „Ég lít reyndar ekki á mig sem lista- mann, í besta falli rithöfund. Og jú, ég hef hlutverki að gegna: Meiri hluti lífsins líð- ur í bið, eins konar „stand by“. Kannski eru það mistök, en þannig er það nú samt. Bið eftir símtali, nýrri vinnu, ákveðnu húsi, konu sem hefur ekki ennþá leitað manns, barni sem reyndar kemur ekki ef engin er konan, og svo framvegis. Góð bók fyllir fáeinar klukkustundir af þess- um biðstundum og sem rithöfundur hef ég það hlutverk að veita þeim sem bíður sem bestan félagsskap. Slíkt er hlutverk rithöfundarins og það skyldi ekki van- meta.“ -Ertu með verk ísmíðum? „Ég er tilbúinn með skáldsögu. Hún heitir Prófessor Baltazar og leit að út- gefanda stendur yfir í þessum orðum töl- uðum.“ Morgunblaðið/Sigurbjörg Þ Cristiano; með túnískt hálsmen og uppbrettar ermar á háskóla- svæðinu í Bologna. -Hvernig aðstaða er ungum listamönnum búin í þinni borg? „Aðstæðurnar í Bologna eru býsna furðulegar. Hér er viðvarandi hugmynda- ólga sem gerir að verkum að margir álíta borgina eins konar Ameríku fyrir þá sem telja sig vera listamenn. Éins konar Klondike þar sem upplagt er að leita að gulli, eða réttara sagt; selja sitt eigið gull. Það er vissulega rétt að í slíku andrúms- lofti á listamaðurinn meiri möguleika en ella á að finna hugarfóstrum sínum stað. Um leið þarf hann hins vegar að vera til- búinn í sambúð með athyglissjúklingum, vondum pennum, slöppum leikstjórum og innantómum unglingahljómsveitum. Sjálfur hef ég verið svo heppinn að til- heyra þeim hópi ungra höfunda sem hef- ur notið leiðsagnar og athygli mér fræg- ari höfunda - alvöru skálda á borð við Davide Rondoni. Þeir sem ekki eru slíkr- ar gæfu aðnjótandi - þeir sem lenda utan hringsins - hætta á að stikna í eins konar útihátíðareldi, þar sem fjöldinn er upp- hafinn en einstaklingurinn lítillækkaður." -Geta ungir, ítalskir listamenn lifað af listinni? „Ég held að atvinnulist sé víðara hug- tak en við höldum. Draumur okkar allra hlýtur að vera að smíða okkur starf úr því sem við kunnum og gerum best og ef okk- ur tekst það erum við að mínu viti at- vinnulistamenn. Ég stýri bókmennta- þætti í útvarpi og starfa hjá Ljóðamiðstöðinni í Bologna og reyni þannig að sameina lífsnautnir mínar þeim fáu atvinnutækifærum sem gefast á því sviði. Annars virðist það vera viðtekið við- horf að starf í listaheiminum, hvort sem er við kvikmyndagerð eða bókmenntir, tryggi kynni við „merkilegra“ fólk en annars staðar og því séu slík störf eftir- sóknarverð. Ég hef sjaldan heyrt fárán- legri fullyrðingu. Hinn raunverulegi lista- maður er að mínu áliti sá sem getur samsamað sig starfsbræðrum sínum í hvaða starfi sem er. Ekki sá sem reynir að búa til listamann úr sjálfum sér með því að slíta sig frá öðru fólki, safna svört- Nafn: Cristiano Governa. Fæðingarár: 1970. Staða: Rithöfundur og dagskrárgerðar- maður. Útgefin verk: Smásagnasafnið Baranowski 1999. Smásagan „Edueazione“ (Upp- fræðsla) í safnbókinni Racconti di fíne mil- lennio (Sögur við þúsaldarlok) 2000. Smá- sagan „Come Mork e Mindy“ (Eins og Mork og Mindy) sem hlaut LOGOS-verð- launin 2000 í ágúst sl. Úr smásögunni „Come Mork e Mindy“ (Eins og Mork og Mindy). Faðir skrifar 14 ára dóttur sinni bréf eftir að hafa uppgötvað að hann er fremur kona en karl: Bráðum skilurðu að það sem ég hef áttað mig á er nokkuð sem hendir eins og fárviðri, hlátur cða löðrungur; dageinn gerist það, nema að uppfrá þeim degi hættir það ekki að gerast. Ekki fítja upp á nefíð á þér efég segist ennþá elska mömmu - að ég muni alltaf elska hana. Ástin, þú veist, er ekki líkamlegur árekstur, hún ermeira eins og aðfangadags- kvöldið þegar rafmagnið fór, við sáum ekki hvert annað en vissum að við vorum öll þarna; hún er eins og Súpermann-búningurinn sem þeir í fatahreinsuninni afhenda þér í misgripum. Guð? Það er allt eins ogþú heldur, ekkert hefur breyst. Hann er þarna enn og er sá sem hefur minnstar áhyggjur íþessu máli. Fyrir mina parta mun ég sjá til þess að enginn af kossum mínum verði af öðrum hvötum en ást og svo - þegar ég „kem upp“ - mun- um við fínna sameiginlcga lausn. Eins og ég hef sagtþér, ergestris- nin það langbesta við Guð: því fleiri bolla sem þú brýturfyrir honum, því oftar býður hann þérí kaffi - hann er þannig gerður. Cristiano Governa Úr einleiknum Háaloft. Kona með geðhvörf lýsir viðureign sinni við sjúk- dóminn, inni á stofnunum og úti í hversdagslífinu: K: Einu sinni kom ég til læknisins míns, þegar ég var inni, ég hef verið oft inni,já,já, oft ogmörgum sinnum ... alveginn og út, inui úti að skíta, og útial- veginn ímig, inn, iít, inn, úti að aka, inn út inn og út úr skápnum ... sem sagt einu sinni kom ég og var búin að vera svolítið erfíð víst, og hann var eitthvað fúll og pirraður og spurði: „Hvað viltu nú Karítas?“ Eg brosti og var hálf vand- ræðaleg og átti svolítið erfítt með að segja h vað ég vildi, svo hann byrjaði að þylja upp:„ Viltu dópamín, díasipan, mandólin, deodorant, magnyl, parasetam- ol, asperín, tópas, gítar?“ og ég veifaði örbylgjupoppkornspokanum framan í hann og sagði: „Nei, popp - við kunnum ekki á örbylgjuofninn. “ Hann var mjög pirraðurþvíhann sagði: „Farðu og stingdu hausnum inn í ofninn og kveiktu svo á lionum. “ Næsta sem ég veit er að ég er með stutt hár og brennd eyru. (þögn) Trúðuð þið þessu ? Nei, læknirinn minn er fínn. Hann er stundum mjög þreyttur ogþá verður hann hvítur íkringum augun eins og afí. Já. Og stundum þá langar hann ekkert að vera geðlæknir, hann segir það oft. „Eg vildi óska ég væri ekki hér, “ segiv hann þá. Ég skil það vel. Ég segi honum bara að skella í sig tveimur hressandi, nú eða drffa sig ígöngutúr. Manni líður alltafbetur á eftir og helst að hafa Jóa á inn á deild með sér út að labba þvíhann peppar mann svo upp. Morgunblaðið/Ásdís Vala Þórsdóttir ala; í sænskum bol og heiðgulum skóm í eldhúsi í vesturbæ Reykja- víkur. - Hvernig aðstaða er ungum listamönnum búin í Rcykjavík? „Ef við tölum um fjárhagslegt um- hverfi, þá eru margir um hituna varðandi styrki og starfslaun listamanna. Þar af leiðir að miklu færri fá styrki en sækja um. Mér virðist frekar erfitt sem leikrita- skáld að fá styrk eða starfslaun þar sem rithöfundasjóðurinn er ansi vinsæll og margir rithöfundar virðast vera nánast í „áskrift" hjá honum. Það er sem sagt erf- itt fyrir ný skáld að komast að. Sjálf hef ég sótt fjórum sinnum um og ekki fengið ennþá, hvorki hjá rithöfundasjóðnum né leiklistarsjóðnum. Annars veit ég svo sem ekkert eftir hverju nefndin fer. Aðrir styrkir virðast heldur ekki liggja á lausu en reyndar er styrkjakerfið völundarhús sem maður þarf tíma til að kynnast." - Geta ungir, íslenskir listamenn lifað af listinni? „Ég hef hingað til lifað af leiklistinni, en ekki skrifunum sem slíkum, það er að segja; ég leik í hinum ýmsu uppfærslum, kenni, leikstýri og skrifa. Skrifin hafa allt- af setið meira á hakanum þar sem ég hef þurft að vinna fyrir mér á með leiklistinni. Sem leikskáld hef ég einbeitt mér að einleikjum og hef hingað til sett þá upp hvort sem ég hef haft efni á því eða ekki. í ár er í raun í fyrsta sinn sem ég fæ að minnsta kosti hluta af þeim tekjum sem leikritaskáld eiga að fá fyrir verk sín og það er stórt skref fram á við fyrir mig.“ - Eru ungir höfundar teknir alvarlega hér eða eru þeir í besta falli álitnir „efni- legir“? „Ég heM að þeir séu teknir þokkalega alvarlega. Á opnun leiklistarhátíðarinnar ,Á- mörkunum" um daginn kom fram skilningur og vilji menningarforkólfa á því að gefa okkur ungu leikskáldunum tæki- færi til þess að þróa skrif okkar, til dæmis með ráðningu til skrifta hjá leikhúsunum. Þetta gladdi mitt litla hjarta, en hvort þessi orð voru einungis sögð „spari“ á eft- ir að koma í ljós.“ - Eru verk þín séríslensk eða eiga þau meira skylt við þverþjóðlega strauma í greininni? „Ég tel að verkin mín séu ekki sérís- lensk, enda hef ég unnið mikið í Englandi og sýnt þau víða um Evrópu þar sem þau hafa fallið í mjög góðan farveg. Ég spyr á móti, hvað er eiginlega séríslenskt?" - Hefurðu reynslu af alþjóðlegu sam- starfí á listasviðinu? „Ég hef tekið þátt í leiklistarhátíðum og farið í leikferðir erlendis, svo og á fjölda námskeiða í leiklist og skrifum á erlendri grundu. Að mínu mati er mjög mikilvægt að halda sambandi við listafólk erlendis til að skiptast á skoðunum um lífið og hjálp- ast að, því þegar allt kemur til alls tök- umst við á við svipuð vandamál þótt þjóð- irnar séu ólíkar. Aukinn skilningur og virðing gagnvart ólíkri menningu eru að sjálfsögðu eitt það mikilvægasta sem ger- ist við slíkt samstarf.“ - Hefurðu tekið þátt í viðburðum menn- ingarársins og hverju fínnst þér þátttaka Reykjavíkur hafa skilað? „Menningarborgin 2000 hefur verið mjög gefandi verkefni í heild, held ég, fyr- ir alla. Ég hef tekið þátt í því starfi á þrennan hátt. Fyrst sem einn af höfund- um Ijóðabókarinnar Bók í mannhafið, sem kom út um áramótin og er safn ljóða eftir þrettán unga höfunda. Síðan tók ég þátt í Tilraunaeldhúsinu, sem var elektrónísk kammeróperetta og loks sem leikskáld og leikkona í Háalofti sem er verk á leiklist- arhátíð sjálfstæðu leikhúsanna, Á mörk- unum, sem er hátíð styrkt meðal annars af menningarborginni.“ - Eiga leikskáld margt sameiginlegt með ljóðskáldum og rithöfundum, eða eru þau sér á parti? „Ég held að leikskáld, ljóðskáld, rithöf- undar og handritshöfundar séu í grund- vallaratriðum að takast á við það sama; að virkja orðið, búa til myndir, leggja fram hugmyndir og reyna að framkalla hughrif hjá lesanda, hlustanda eða áhorfanda. í vor, þegar ég var á norrænu námskeiði rithöfunda í Svíþjóð, sá ég ekki neinn mun á minni stöðu og hinna, og ég var eina leikskáldið." - Hvað er að þínu mati mest spennandi við að vera ungt leikskáld í dag? „Kannski helst möguleikinn á að færa sig út í aðra miðla. Myndbönd og kvik- myndir eru sífellt að verða aðgengilegri með ódýrari og betri tækni og sú þróun fjölgar tækifærum leikskálda til þess að sjá verk sín verða að veruleika. Svo er blöndun miðla einnig spennandi form.“ - Einhverjar hættur sem steðja að lciklistinni? „Umm ... Við erum svolítið „commerci- al“ hér heima og víða erlendis reyndar líka. Það væri gaman að sjá meiri áhættu tekna í greininni. Annars skilur maður svo sem ástæðurnar fyrir því að það er ekki gert - það borgar sig gjarnan ekki eins vel. Miklu öruggara að sýna verk sem þegar hafa verið samþykkt sem „góð verk“ eða náttúrulega söngleiki sem selj- ast alltaf svo vel...“ - Hvert fínnst þér helsta hlutverk höf- undarins - fínnurðu hjá þér þörf til þess að breyta heiminum...? „Hingað til hafa verk mín snúist um málefni sem skipta mig máli þannig að - jú - ég trúi því að höfundar geti hugsan- lega breytt einhverju í þessum heimi þó það gerist hægt. Ef ég teldi að það sem ég er að gera hefði engan tilgang þá væri varla nokkur glóra í þvi að standa í þessu!“ - Að lokum, næsta verk? „Eins og er þá er ég nýbúin að frumsýna nýtt verk eftir mig, Háaloft, svo að ég hef ekki alveg ákveðið hvað ég geri næst. Mig langar að skrifa barnabók, einskonar vegaævintýri, og ég er með sjónvarpshandrit sem ég þarf að vinna í en þetta kemur annars allt í ljós...“ Catharina Gripenberg atharina; í frönsku pilsi, með hár- ið í böndum á kaffihúsi í miðborg Helsinki. - Hvernig aðstaða er ungum listamönnum búin íHelsinki? „Ég held ég verði fyrst að taka fram að ég er sænskumælandi Finni, þannig að mitt tilfelli er kannski ekki dæmigert fyrir heildina. Um 6% Finna eru sænskumæl- andi þannig að það leiðir af sjálfu að áheyrendahópur okkar er minni en finnskumælandi Finna, við fáum líka um- sagnir í öðrum tímaritum og komum ekki út hjá sömu forlögum. Ég verð þó að segja að menningarsamfélag hinna finnskumæl- andi sinnir okkur vel; við fáum talsvert mikla athygli þrátt fyrir að vera jafnfá og raun ber vitni. Hvað viðkemur mér persónulega er ég ánægð með þá hvatningu sem ég hef feng- ið. Eftir útgáfu fyrstu bókar minnar fékk ég styrk til þess að geta skrifað í sumar- fríum og fyrir bókina vann ég einnig verð- laun í formi peninga. í báðum tilfellum átti hin svonefnda „bókmenntastofnun“ hlut að máli. Ég held að almennt þyki ung- ir höfundar áhugaverðir í Finnlandi. Ut- gáfufyrirtæki mitt, Schildts förlag, hefur til dæmis „fjárfest" í fjölda ungra höfunda á síðustu árum, sem er vel.“ - Geta ungir, fínnskir listamenn lifað af listinni? „Mmm, ég veit það ekki. Ég held ekki - nema maður lá£f:4ér nægja að hanga gjör- samlega á horriminni. Þeir sem aðeins hafa gefið út eina eða tvær bækur eiga ekki von á miklum launum eða styrkjum til lengri tíma - rejmdari rithöfundar eiga meiri möguleika á slíku. Ég býst við því að ungur höfundur verði einfaldlega að vera í hliðarvinnu til þess að skrimta. Nema fyrsta bókin hans slái samstundis í gegn á heimsvísu, komi út á tuttugu tungumálum innan tveggja mánaða og dragi að hóp Hollívúdd-manna sem vilja festa sér kvik- myndaréttinn - sem gerist reyndar sjald- an með Ijóðabækur!" - Eru ungir höfundar teknir alvarlega eða eru þeir flokkaðir „efnilegir“ - og þá hversu lengi? „Það er eðlilegt að nýjar kynslóðir, fólk framtíðarinnar, veki áhuga þeirra sem fyrir eru. Þótt ungir höfundar séu reynd- ar ekki allir svo heppnir að vera álitnir at- hyglisverðir er almennur áhugi fyrir því sem er nýtt, fyrir „ljóðlist hins nýja ár- þúsunds" ef hægt er að komast svo hall- ærislega að orði. Það er rétt, að þegar ungur höfundur gefur út frumraun sína er sjálfkrafa byrjað að spá í hvernig næsta verk hans verði, „efnilegi stimpillinn“ er samstundis dreginn fram. Þetta setur óneitanlega pressu á höfundinn en þá er það líka hans að ákveða hvort hann svarar væntingum eða skiptir algerlega um stíl í næstu bók til þess að koma á óvart. Hins vegar getur þessi stimpill verið býsna þrálátur. Ætli maður hætti ekki að vera álitinn efnilegur eftir, segjum, tíundu bók. Þá annað hvort er maður, eða er ekki.“ - Eru ljóðin þín þjóðleg eða alþjóðleg? „Hinn dæmigerði ljóðstíll í mínu mál- samfélagi er alvarlegur og nánast gjörsn- eyddur sjálfsíróníu, þó með undantekn- ingum eins og Tua Forsström og Claes Andersson. Mér er mikið í mun að brjót- ast út úr „ég-er-sænskumælandi-þung- lyndur-og-þjáður-Finni“-mynstrinu og hef því tilhneigingu til þess að veita brjál- semi og fyndni inn í ljóðin mín. Af þessum sökum held ég að bókin mín sé ekki dæm- igerð fyrir finnska ljóðlist á sænsku.“ - Sérðu eitthvað sameiginlegt með verkum ungra evrópskra ljóðskálda í dag? „Ég hef mest verið innan um ung, nor- ræn skáld og veit þannig meira um þau en önnur evrópsk skáld. Það er erfitt að segja hvað þau eiga sameiginlegt. Helsti skurðpunkturinn er kannski sá að við skrifum öll á þann hátt sem okkur dettur sjálfum í hug, við getum valið af vild úr hefðinni og jafnvel búið til nýjar bókmenntagreinæ- ef okkur sýnist. Við þetta bætast svo vísanir í okkar eigin æsku og sameiginlegan menningarbakgr- unn - svo sem sjónvarp og kvikmyndir. Ég hugsa að við séum líka að verða hnatt- rænni í hugsun en á sama tíma höfum við þörf fyrir að skilja hver við erum og þann- ig kafar hver og einn djúpt í sína eigin þjóðarvitund." - Þú hefur sem sagt reynslu af alþjóð- legu listsamstarfí? Nafn: Vala Þórsdóttir. Fæðingarár: 1968. Staða: Leikskáld og leikkona. Uppsett verk: Einleikirnir „Eða þannig... “, „Kíkir, súkkulaði, fýlugufa og rusl“, „Haf- rún“ (saminn í samstarfi við Möguleikhúsið), „Dario Fo, his dramatic technique and polit- ical criticism“ og „Háaloft“. Leikritin „Lem- on Sisters“ (samið í sameiningu við The Icelandic Take Away Theatre) og „Sítrónu- systur" (samið með Ágústu Skúladóttur). Ór-útvarpsleikritið Curiqsity Killed The Cat og skemmtidagskráin „íslensk kvöld“ fyrir Kaffileikhúsið. Morgunblaðið/Ásdís Morgnnblaðið/Sigurbjörg Þ Úr Ijóðræna leikritinu „En finner en ö“ (Einn finnur eyju). Samtal þriggja persóna, Claudiu, Petru og Simons, en skilin milli persónanna eru reyndar giska óijós: P: Veðrið er gott, maturinn er góður og fólkið vingjarnlegt, aðeins steinsnar frá sjónum, ég minnist Ragnars eins og það hefði gcrst ígær. Eins og hann hafði góða reglu á sokkahuxunum nu'num. Eins og hann hafðigóða reglu á skónum mínum. Hann með þessi litlu, sorgmæddu augu þegar hann burstaði hár mitt. Einu sinni í mánuði bleikti hann tennur minar með dýru krcmi frá Amríku. Á kvöldin lagðist ég andspænis honum með mfnarhvítu tennur. Hann stóð í glugganum og veifaði, hvað hét hann nú aftur, hann scm hafði svo góða reglu á skónum mínum. C: Sylvester hét hann, hann hvarf, alveg sporlaust, ogþú munt aldrei fínna hann aftur. Hann hét Sylvester, dóttirmín vargagntekin afhonum en éghef sent hana íburtu, út á leyndardómsfulla hciðina þar sem hún valhoppar um. S: Óttist ekkert. Svo lengi sem labradorinn minn heldur þefvísinni mun ég sjá til með ykkur. Ég á sko mína eigin sakaskrá. Þar eru myndir af ykkur. Þar er líka mynd af mér. ■ tj. „Já, ég hef lesið ljóðin mín á mörgum al- þjóðlegum ljóðahátíðum í Finnlandi og í Svíþjóð, en einnig í Noregi og Kanada. Það er svaka fjör, þar hittir maður aðra höfunda, skemmtir sér með þeim og kynn- ist skrifum þeirra. Ég hef líka tekið þátt í ritlistarnámskeiðum með útlendum ljóð- skáldum sem er ekki síður skemmtilegt." - Hvað fínnst þér Helsinki hafa grætt á þátttöku í menningarborgum Evrópu 2000? „Líf. Líf í hversdeginum. Það hafa verið sett upp leikrit á götum úti, ljóð lesin og listaverk felld inn í umhverfið - einmitt þar sem listin á best heima. Ég bý í mið- borginni og á hverjum degi geng ég fram hjá stórri, hvítri kirkju. Þar var einn dag- inn litskyggnusýning á kirkjuvegg, annan daginn hafði listamaður fóðrað kirkjutröppumar með vetrarflíkum, og svo framvegis. Fólk hefur líka hunskast oftar út úr húsum sín- um í ár til þess að sækja listvið- burði og þannig hefur skapast meira líf á götunum. Ég myndi vilja hafa svona mikið líf alltaf. Við höfum líka grætt menning- aráætlun til framtíðar sem borg- aryfirvöld neyddust til þess að setja saman í tilefni menning- arársins.“ - Hvað fínnst þér mest spennandi við að vera ungt skáld í dag? „Að vita ekki hvert í ver- öldinni skrifin eiga eftir að leiða mann.“ - Sýnast þér cinhverjur hættur steðja að Ijóðinu? „Ógnin stafar helst af því fólki sem les ekki ljóð og vill ekkert af ljóðum vita. Banda- menn ljóðsins eru samt ennþá margir og ég sé ekki ástæðu til þess að óttast um framtíð hins skrifaða orðs. A sókn að námskeiðum í skapandi skrifum er ein sönnun þess.“ - Sem skáld, hvert fínnst þér vera þitt helsta hlutverk? „Ég skrifa til þess að bjarga heiminum mínum og með því vonast ég til þess að bjarga í leiðinni heimi einhvers annars. Mig langar að hjálpa sjálfri mér til þess að skilja heiminn og hjálpa í leiðinni ein- hverjum öðrum til þess að skilja hann. Mig langar að koma fólki til þess að hlæja og hugsa eða segja því einfaldlega sögu. Helst góða sögu. Hins vegar veit ég ekki hvers vegna aðrir skrifa - hver og einn hefur sínar ástæður." - Að hverju ertu að vinna einmitt núna? „Um þessar mundir er ég að skálda unda- rlegan texta um áttavillta manneskju. Enn er ekki ljóst hvort þetta er ljóða- bálkur, prósi eða leikrit en ég vonast til þess að komast að því innan tíð- ar.“ Nafn: Catharina Gripenberg. Fæðingarár: 1977. Staða: Ljóðskáld og háskólanemi. Útgefin/uppsett verk: Ljóðabókin Pá diabilden ár huvudet proppfullt av lycka (Á litskyggnunni er höfuðið stútfullt af hamingju), 1999. Leikritið „En finner en ö“ (Einn finnur eyju), 2000. n

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.