Morgunblaðið - 13.12.2000, Side 2

Morgunblaðið - 13.12.2000, Side 2
2 E MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR Bak við árin BÆKIJR Ljóð FINGURKOSS Eftir Kristrúnu Guðmundsdóttur. 5G bls. 2000. FINGURKOSS mun vera önnur ljóðabók Kristi'únar Guðmundsdótt- ur. Þess er getið að skáldkonan hafí hlotið viðurkenning dómnefndar um bókmenntaverðlaun Tómasar Guð- mundssonar og þriðju verðlaun í al- þjóðlegri ljóðasamkeppni í Banda- ríkjunum. Einkunnarorð velur hún frá Octavio Paz: Todavía no sé cuál es tu nombre - Ég veit ekki enn hvað þú heitir. Sem sagt - forfrömuð skáldkona. Og spænskumælandi! Þrátt fyrir forfröm- unina stígur skáldkon- an fyrstu sporin á æskuslóð og horfír þannig meira aftur en fram. Þar má kalla að hún standi á byrjunar- reit. Þaðan heldur hún svo á vit heimslistar- innar sem setur þó minna mark á ljóð hennar en ætla mætti af einkunnarorðunum. Kristrún dregur upp kyrrlífsmyndir úr hversdagslífinu og sækir líkingamál- ið til íslenskrar náttúru. Og laumar gjarnan inn í myndina einhverju sem er nógu óskáldlegt svo hún verði ekki vænd um að vera gamaldags né væmin eins og ljóðið A Garðskaga ber ef til vill skýrast vitni um: uðum tón, ennfremur Kisa með skakka augað. Kristrún lumar á þónokkrum húmor, hvort sem hann er nú með- vitaður eður ei, um það skal ekkert ályktað hér og nú. I ljóðinu Undur stílfærir hún þá tilhneiging líðandi stundar að sjá kyntákn í hverjum hlut, lifandi og dauðum: Húsavíkurfjall Sveitt undan geislablæju sólar um miðnætti Reynirvið mig tólf ára bamið En hvað svo sem lesa má út úr tákngervingu landsiagsins er það fyrst og fremst endur- minningin - og þá allra helst bernskuminning- in - sem gefur tóninn í ljóðum Kristrúnar. Það er liðni tíminn sem hún er að senda fingurkoss, samanber síðasta ijóðið í bókinni: Sit með rauðvinsglas áverönd Árniðurífjarska Hvísl áranna bak við fjöllin Ferðírökkri gegnum göng liðinna ára Gönginfullafandlitum líkömumognöfnum Fortíðináveröndinni Þegar ég loks kemst í gegn berégfinguraðvörum ogsendisólinnikoss Kristrún Guðmundsdóttir Haf sem gleypir sólu eins og hráa eggjarauðu semégborða um hálf níu leytið Hér er að jöfnu stuðst við nýtt og notað. Sólin sefur hjá ægi og skáld- konan borðar eggið sitt hrátt. Og þá er klukkan nákvæmlega hálf níu. Líkast til má kalla þetta þolanlega sættargerð ættjarðarljóðs og mod- ernisma. Garðskaginn og Miðnes- heiðin eiga vísan samastað í líkinga- máli skáldkonunnar, til að mynda í ljóðunum Kvöld, sem er ort í svip- Efnislega getur ljóð þetta minnt á Fögru veröld Tómasar. Rauðvíns- glasið, fortíðin og árniðurinn - allt vekur það ljúfa kennd í fögru um- hverfi undir sumarsól. Að stilla upp »líkama« í þvílíku minningasafni, það er að blanda saman rómantík og lífeðlisfræði. Sambreyskja af því tag- inu gefur til kynna að verðlaunuð ijóðlist Kristrúnar sé enn á tilrauna- stigi og hún eigi eftir að leita hald- betra jafnvægis. Viðurkenningai' þær, sem hún hefur þegar hlotið, verða vonandi ekki til að hún láti staðar numið á því stigi sem hún er nú. Erlendur Jónsson Til góðs að skipta um vettvang „ÞETTA er að hiuta til fram- haldssaga, því áður skrifaði ég bók sem hét Níu ár í neðra og fjallaði um leikhússtjóratíð mína hjá Leikfélagi Reykjavíkur," seg- ir Sveinn Einarsson, leikstjóri, rithöfundur og fyrrverandi þjóð- leikhússijóri. Bókin Ellefu í efra íjallar einmitt um ár Sveins sem þjóðleikhússtjóri og er fjölþætt heimiid um stormasaman áratug, hinn áttunda, í íslensku leik- húslífí þegar öllu átti að breyta og öliu átti að bylta. Sveinn var þjóðleikhússtjóri frá 1972-83. Sveinn segist hafa skrifað bók- ina til að gera hreint fyrir sínum dyrum, „...en það er hollt að gera það ekki strax að starfi loknu heldur leyfa nokkrum tíma að líða áður; þá getur maður betur vegið og metið það sem á undan hefur gengið og jafnvel líka það sem á eftir hefur komið. En auð- vitað verður þetta huglægt mat, annað er ekki hægt“. Auk Ieikhússtjóraferilsins sem nær yfír tuttugu ár, að við- bættum fjórum árum sem Sveinn var síðan dagskrárstjóri Sjón- varpsins, hefur hann verið í fremstu röð leikstjóra okkar um áratugaskeið. „Ég var byrjaður að skrifa nokkuð meðan ég var í Iðnó en það er athygli vert að ég skrifaði ekkert meðan ég var í Þjóðleikhúsinu, það lagði ég al- veg til hliðar.“ Eftir að Sveinn lagði af leik- hússtjórn hefur hann hins vegar verið afkastamikill við skriftirnar og sent frá sér sjö Ieikrit og átta bækur, þar af þrjú skáldverk, en fímm bókanna fjalla um leiklist með ýmsum hætti. „Þetta er auð- vitað afrakstur af ýmsu sem var að gerjast með mér á leik- hússtjóraárunum og sumt er jafn- vel enn eldra, hugmyndir frá skólaárunum sem ekki hafa fund- ið sér búning fyrr en nú á sein- ustu árum.“ Sveinn segir að leikhússtjórn sé mjög krefjandi en um leið mjög skemmtileg. „Mér fínnst mjög gainan að stýra leikhúsi þótt ekki hafí alltaf verið logn, enda er ég ekki viss um að það hefði verið neitt betra. Hins veg- ar tók ég þá ákvörð- un varðandi þessa bók að rifja ekki upp dægurmál eða slúður; slíkt gleym- ist yfirleitt jafn- óðum og ástæðu- laust að rifja slíkt upp löngu síðar. Það sem skiptir máli er hin listræna hugsun sem býr að baki vinnunni í leik- húsinu, hvaða for- sendur voru lagðar til grundvallar við verkefnaval og ráðningar lista- manna; oft þarf að taka erfiðar ákvarðanir í leikhús- inu og það kemur í hlut, leik- hússtjórans. A þessum árum var tekist á um stjórnunarform; átti að ríkja lýðræði eða einræði, þótt margir þeirra sem hæst höfðu á þeim tíma hafi alveg skipt um skoðun siðan. Viðkvæmustu málin í Ieikhúsi snerta alltaf manna- ráðningar og á þessum tíma var allt slíkt mjög niðurnjörvað. Ég var að gera tilraunir til að losa svolítið um og það mæltist auðvit- að misjafnlega fyrir. A liinn bóg- inn þótti mér - og þykir enn - fráleitt að hróflað sé við fólki sem dugað hefur leikhúsinu allan sinn starfsaldur og átt farsælan feril. Ég held þó að í dag séu all- ir búnir að viðurkenna að það býður stöðnun heim ef engin end- urnýjun á sér stað. Ég var einn þeirra sem börðust fyrir því að ráðningartími þjóðleikhússtjórans væri takmarkaður og það hefði verið fullkomlega ósæmandi ef ég hefði ekki verið samkvæmur sjálfum mér þegar kom að því að ég hætti. Ég var enda full- komlcga sáttur við það. Mér hef- ur alltaf reynst til góðs að skipta um vettvang og takast á við ný verkefni." Bókinni skiptir Sveinn upp í kafla sem heita t.d. Verkefna- valið, Óperuflutningur, íslcnski dansflokkurinn, Gestaleikir, Leik- ararnir o.fl. „Bókin er byggð upp á annan hátt en fyrri bókin, Nni ár í neðra. Þar tók ég fyr- ir hvert leikár og rakti það. Að fenginni þeirri reynslu þótti mér fara betur á því að skipta köflum bók- arinnar upp eftir efn- isþáttuin og fjalla um þá með ailt tímabillið undir í hverju tilfelli. Með þeim hætti fannst mér að fengist heilli yfírsýn yfir hvern hinna fjölmörgu þátta sem felast í rekstri og listrænni stjórnun svo stórs leikhúss sem Þjóðleikhúsið er. En þetta er auðvitað ekki fræðibók þó að hún sé kannski fagleg. Leiklistin er almennings- eign á Islandi og því er þessi bók fyrir almenning. Það fer þó ekki hjá því að það slæðist með ein- hverjar sögur af léttara tagi, leiklistin á að vera til skemmt- unar meðal annars og því er óþarfí að bók um leiklistina sé leiðinleg!" Eitt af því sem sem gerði það tilhlökkunarefni að koma til starfa í Þjóð- leikhúsinu haustið 1972 var sú staðreynd að ieikarahópur hússins var mjög sterkur. [...] Sumum hættir til að trúa því að sú breidd góðra leikara, sem við góðu heilli ráðum yfir nú í ald- arlok, sé alveg nýtt fyrirbæri. Það er ekki alls kostar rétt. Nýtt blóð í leikhúsmannastéttina hefur komið svolítið í gusum. Hópurinn sem kom fram í stríðslok og allt að stofnun Þjóðleikhússins var til dæmis afar sterkur; afraksturinn úr skóla Leikfélagsins var líka harla frambæriiegui'. Þetta kemur skýrt í ljós þegar sögð verða deili á leikhóp Þjóðleikhússins á þess- um árum, því að um hann verður ekki með sanni sagt annað en hann hafi verið glæsilegur og hvert leik- hús á borð við Þjóðleikhúsið mátt vera fullsæmt af. Ur Ellefu í efra - miimingar úr Þjóðleikhúsi. Sveinn Einarsson Smáir álfar BÆKUR It a i‘ n a b ó k JÓLAÁLFARNIR í FJALLINU Eftir Kristján Óla Hjaltason. Myndskreytingar: Hafsteinn Michael Guðmundsson. Útgefandi: Kristján Óli Hjaltason. Reykjavík, 2000. JÓLAÁLFARNIR í fjallinu búa til gjafirnar sem jólasveinamir halda með til byggða og setja í skó góðu barnanna. Þeir þeysa um heiminn þveran og endilangan og sækja ávexti sem líka rata í barnaskó fyrir jólin. Jólaálfarnir eru lágir í loftinu, lítið stærri en tvinnakefli, rauðir á hörund og með stórar húfur. Þeir eni býsna fyndnir á að horfa og um að lesa. Bókin um jólaálfana er skemmti- leg, stutt bók og böm sem era rétt að byrja að iesa ráða vel við hana. Það er góður kostur. Myndirnar era margar, litríkar og fjörmiklar. Boð- skapur sögunnar ristir ekki djúpt en hverju skiptir það? Stundum þarf maður að slappa af og skemmta sér. Allur ágóði af sölu bókarinnar rennur til styrktar- og líknannála. I því felst auðvitað boðskapur sem sannarlega er aðdáunarverður. María Hrönn Gunnarsdóttir Þúsund árum síðar VÍKINGAGULL heit- ir ný unglingasaga eftir Elías Snæland Jónsson rithöfund og fjallar um fimmtán ára strák, Bjólf, sem kemst í snertingu við sögur frá víkingaöld. Áhugi hans á sög- unum og eldmóður reka hann áfram og áður en veit flækist hann inn í atburðarás spennu og hættu ásamt vinkonum sín- um, norskum tvíbura- systrum Sonju og Sylvíu. Sagan spinnur slóð sína frá Svíþjóð til Noregs og þaðan til Islands þar sem spennan ágerist. Elías Snæ- land er spurður út í bakgrunn Víkmgagulls. „Ég hafði lengi verið að velta því fyrir mér að skrifa bók sem tengdi nútímann við landnámstíð. Sagan gerist í nútímanum en söguþráður og flétta byggjast á atburðum sem gerðust á vík- ingaöld. Hugmyndina fékk ég úr Heimskringlu Snorra Sturlusonar, í kaflanum sem fjallar um sjóorr- ustu á Hjörungavogi á vest- urströnd Noregs. Þar börðust Norðmenn og Jómsvíkingar sem voru frægir bardaga- menn á vi'kingaöld og reyndu að leggja und- ir sig Noreg án ár- angurs. Það sem vakti athygli mína í þessari frásögn Snorra var að einn af leiðtogum Jómsvík- inga, Búi Digri, hvarf í hafið með tvær kist- ur af gulli í fanginu. Síðan hefur ekkert til þessa fjársjóðs spurst. Menn hafa leitað en ekkert fund- ið. Sjálfur kynntist ég þessari sögu snemma eða þegar ég var um tvítugt og starfaði sem blaðamað- ur í Noregi. Þá var ég sendur í Hjörungavog til að ræða við breska og norska menn sem voru í fjársjóðsleit. Þegar ég svo las aft- ur frásögnina í Heimskringlu fyr- ir tveimur árum fann ég að ég var kominn á sporið, þarna var komið efni í sögu sem hægt var að tengja við nútimann og Island. Það var mjög gaman að und- irbúa og skrifa þessa bók. Hún kostaði mikið grúsk og ferðalög en ég heimsótti alla helstu sögu- staðina, bæði í Noregi og hér heima svo allt mætti vera sem ná- kvæmast. Að mínu viti megum við ekki týna tengslunum við fortíð- ina og við verðum að hjálpa unga fólkinu við að þekkja sögu for- feðranna. Það er svo margt ann- að, ekki síst frá útlöndum, sem leitar á unga fólkið, að meiri hætta er nú en áður á því að þessi tengsl rofni enn frekar. Þegar ég skrifa sögur eins og þessa, reyni ég að gera þær spennandi og skemmtilegar en flétta um leið inn í þær ýmsum fróðleik. I þcssu til- felli um íslensku handitin og átakatimann mikla i kringum árið 1000. Og ekki væri verra ef það yrði til þess að lesendur fengju við það áhuga á að kynna sér gömlu bókmenntirnar, Islendingasög- urnar og fornritin öll.“ Er þetta strákasaga fremur en stelpusaga? „Það held ég ekki. Aðalsögu- hetjurnar eru tvær, stelpa og strákur. í flestum bóka minna eru tvær meginsöguhetjur, hvor af sínu kyni. I sumum þeirra er strákurinn meira í forgrunni, í öðrum er það stelpan. Ég reyni alltaf að gæta jafnræðis og skrifa bækur sem höfða jafn til stráka og stelpna og vona sannarlega að það hafí heppnast. Þessu hef ég alltaf fylgt um leið og ég vil að hvcr ný bók sé skemmtileg, spenn- andi og færi lesendanum eitthvað sem hann vissi ekki áður.“ Honum fannst ótrúlegt að svo fastmótaður hringur af steinum gæti verið tilviljunarkennt sköpun- arverk sjálfrar náttúrunnar. Það var engu líkara en þessu grjóti hefði verið raðað á hellisgólfíð með skipulegum hætti. Kannski var þetta afar forn steinahringur búinn til af mönnum? Jafnvel á víkingaöld? En honum gafst enginn tími til að velta þeirri tilgátu frekar fyrir sér því Sonja kreisti allt í einu fing- ur hans svo ofurfast saman að hann kenndi til í hendinni. „Hvað er þetta?“ spurði hún með skjálfta í röddinni. Þegar hann leit í sömu átt stirðn- aði hann upp. I daufri skfmunni sá hann móta fyrir risavöxnum og hræðilega ljót- um haus handan við steinahringinn. Haus sem virtist rísa beint út úr dimmum hellisveggnum. Stór og ógnvekjandi augu þess- arar ófrýniiegu risaskepnu í berg- inu störðu svo fjandsamlega yfir til þeirra að Bjólfur fann hrollkaldan óhug nísta sig inn að hjartarótum. tír Víkingagulli. Elías Snæland Jónsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.