Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR MIÐVTKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 E 3 Lesandinn leitar að heildinni - og finnur ekki BÆKUR Smásögur VORHÆNAN OG AÐRARSÖGUR eftir Guðberg Bergsson. JPV forlag, Reykjavík 2000.125 bls. ÉG hef á tilfinningunni að það hafi verið kominn þó nokkur smá- sagnastafli á borðið hjá Guðbergi og hann því ákveðið að safna nokkrum þeirra saman í bók, svona til þess að grynnka á bunkanum frekar en nokkuð annað. Hugsanlega hefur óþolinmóður útgefandinn haft sam- band við hann með ósk um bók og kall bara verið feginn að geta aukið aðeins útsýnið frá borðinu. Héma, hafðu þetta hróið og við skulum bara kalla hana eftir einni sögunni að viðbættu þessu hefðbundna „og aðrar sögur“. Þá vita hænuhausarn- ir að hverju þeir ganga og allir eru glaðir. Nei, auðvitað var þetta ekki svona. Ég trúi því að minnsta kosti ekki. En það hefði getað verið svona. Bókin er þannig. Óþarflega sundurleit og misjöfn. Sumt er vit- anlega hreinasta snilld eins og Guð- bergi er lagið. En annað hefði betur farið neðst í bunkann, að ég hygg. Kannski er það atvinnusjúkdómur gagnrýnenda að reyna að sjá heild- arsvip á smásagnasafni, einhverja þematíska meginlínu eða grunntón eins og það er kallað. í þessu tilfelli liggur það þó beint við því margar sögumar í bókinni lýsa sömu tilfinn- ingunni eða sömu afstöðunni, sem er ógnarlega hryssingslegt og kald- hæðið óþol gagnvart samtímanum. Og einmitt það er svo skrambi gott í þessari bók. Sögur eins og Draug- urinn, Stúlkan sem vildi verða nunna, Farfuglinn, Allrameinabótin, Verðandi rithöfundur, Sigga og Nonni og hugsjónapokinn, Vanda- mál séra Þórðar og Velgerðarmað- urinn em naprar samtímaádeilur sem hitta oft beint í mark. í þeirri fyrstnefndu segir til að mynda frá móður sem gerir allt til þess að koma í veg fyrir að fyrrver- andi eiginmaður hennar umgangist son þeirra. Þegar fokið er í flest skjól ákveður hún að segja drengnum að pabbinn sé dauður. En vitanlega rekast feðg- amir hvor á annan einn daginn og í gleði- vímunni býður pabbinn drengnum í leiktækja- sal. Þegar móðirin fréttir þetta segir hún drengnum að þetta hafi verið draugur sem hann hitti og les fyrir hann svæsnustu draugasöguna í bóka- skápnum til að hræða og fæla hann frá föður sínum. En draugasög- ur virka ekki á börn sem kynnst hafa birtu leiktækjasal- anna og drengurinn kemst að þeirri niðurstöðu að það sé meira um vert að eiga að drauga en foreldra. Samt er eiginlega ekki hægt að segja að bókin hefði orðið betri hefði hún látið sér þetta nægja því þá væm ekki í henni unaðslegar sögur eins og Vorhænan og Maður mætir sjálfum sér. Titilsagan fjallar um það hvemig raunveran rennur sí- fellt undan í höfðinu á fólki en í Maður mætir sjálfum sér er það raunvemleikinn sem hefur betur í viðureign við mann sem tekinn er að eldast. Víðáttumikli maðurinn er ein af nokkmm furðusögum bókarinnar sem gengur illa upp en í þeim flokki em einnig sögumar Það er svo mik- ill munur og Tveir karlar og ein greiða. í þeim verður táknskógurinn kannski einum of þéttur og myrkur eins og í sögunni Flenging þar sem drengur uppgötvar sjálfan sig og hlýtur refsingu fyrir. Síðustu fjórar sögur bókarinnar koma svo í beinu framhaldi af tveim- ur skáldævisögum Guðbergs sem komu út 1997 og 1998. Sögurnar, sem nefnast Hafmeyjan, Litað syk- urvatn með ávaxtabragði, Eitran í blóðinu og Að eiga fullan pabba í rútunni, gefa bókunum tveimur svo sem ekkert eftir í leikmiklum stíl, tengingarsnilld og frásagnargleði en í þessu smásagnasafni virka þær eins og laustengdur eftirmáli eða viðbót. Þær eiga það reyndar sam- eiginlegt með mörgum öðmm sög- um bókarinnar að hafa Grindavík sem sögusvið en þótt Grindavík sé mikill bær (Flórens okkar tíma, segir á bókar- kápu) er hann ekki nógu stór utan um sundurleitar sögur hennar. Annars er þessi bók nánast bólusett iyrir hvers konar gagnrýni. í áðurnefndri sögu, Verðandi rithöfundur, gerir Guðbergur stólpagrín að íslenskri bókmenntaumræðu og raunar bókmenntaum- hverfinu öllu. Sagan segir frá ungum manni með skáldadrauma sem veltir því fyrir sér hvort það sé ekki eins gott að hætta við allar skriftir þar sem það sé hvort eð er vonlaust að finna upp á einhverju almennilegu um- fjöllunarefni í þessu smásamfélagi þar sem aldrei neitt gerist og nesja- mennskan og nálægðin bannar alla sérvisku. Morð em til að mynda ómöguleg í íslenskum sögum og ekki geta þær gerst í stríði og ekki væri hægt að gera góðlátlegt grín að tildri og orðagjálfri forsetans því þá yrði höfundurinn sakaður um öfund- sýki. Gagnrýnendur hafa líka vak- andi auga með öllu sem misfarist getur og máli skiptir í sögum; veð- urfarslýsingar verða að vera trú- verðugar, ófríðar konur lýsa kven- hatri höfundar, karlar mega ekki vera fagrir heldur myndarlegir enda sjálfsmynd þeirra í mikilli hættu um þessar mundir svo ekki sé talað um hvað „hin seginfræðingar" gætu les- ið út úr slíku orðalagi og auðvitað er heildarsvipurinn mikilvægur eins og undirritaður hefur ýjað að hér og ungi höfundurinn telur líklegt að gagnrýnendur Tímarits Máls og menningar myndu líka setja á odd- inn: „Lesandinn leitar að heildinni, ekki að þeim smáatriðum sem mynda hana, því markmiðið við gerð smáatriðanna er að mynda stóra heild sem festist í minni lesandans.“ Guðbergur flettir ofan af inni- haldsleysi umræðunnar með lúmsku bragði og auðvitað hlaut maður að falla fyrir því. Þröstur Helgason Guðbergur Bergsson Einföld matreiðsla BÆKUR Matur MATARSÖGUR OG ÖNN- UR LEYNDARMÁL ÚR ELDHÚSUM ÍSLENSKRA KJARNAKVENNA Sigrún Sigurðardóttir og Guðrún Pálsdóttir skráðu viðtölin. Einar Falur Ingólfsson og Golli tóku ljósmyndir. Sigfús Már Pétursson tók forsíðumynd. Útgefandi Salka, Reykjavík, 2000. YFIRLEITT em gefnar út nokkrar matreiðslubækur á ári enda er áhugi á matargerð mjög mikill hér á landi. Bókin matarsögur, upp- skriftir og önnur leyndarmál úr eld- húsum íslenskra kjarnakvenna er ekki hefðbundin matreiðslubók. Sautján konur em heimsóttar og þær segja frá í stuttum viðtölum kynnum sínum af matargerð eða at- vikum í lífi sínu sem tengjast mat og gefa uppskriftir. Ein skemmtileg- asta og óvenjulegasta frásögnin í bókinni er þegar Vigdís Grímsdóttir rithöfundur skrifar um atburð sem hún tengir á listilegan hátt matar- gerð. í sögunni segir Vigdís frá því þegar hún hitti fyrstu ástina sína á ferðalagi í Tékkóslóvakíu sem þá var ennþá til. Vigdís var þá fjórtán ára og kallar þetta „lummulegustu" minningu sína. Hann hét Lassi, var sænskur og með ótrúlega blá augu. Vigdís var Lassa hugstæð en Lassi ekki eins Vigdísi þegar frá leið. Engu að síður áttu þau eftir að hitt- ast áratugum eftir fyrstu kynni. Frásögnin er lifandi og heldur manni föngnum frá upphafi til enda. Þær konur sem valdar hafa verið í þessa bók em alls ekki alltaf áhuga- manneskjur um matargerð enda er tilgangurinn ekkert endilega að vera með framlegar og nýjar upp- skriftir. Sumar konurnar em jafnvel að gefa uppskriftir sem til em á öðm hverju heimili eins og upp- skrift að marengstertu og Riz á l’amande. í mörg ár hafa í dagblöð- um verið svipuð viðtöl við fólk og í bókinni, rætt við einstaklinga um matarsiði og venjur og fengnar upp- skriftir. Það sem gerir þetta frá- bragðið þeim er að inní textann er skotið gullkornum úr bókmenntum sem tengjast mat og þar er lika ým- is ráð að finna sem tengjast mat- argerð. Uppskriftirnar em héðan og það- an en það er alltaf gaman að fá upp- skriftir frá fólki og geta séð hverjir hafa prófað þær áður. Það er líka kostur að margar af þessum upp- skriftum innihalda hráefni sem flestir em að elda úr hversdagslega og uppskriftimar em síður en svo flóknar. Undirrituð prófaði að elda eftir tveimur uppskriftum úr bók- inni og kannast við hráefnasamsetn- ingu í fáeinum öðmm. Niðurstaðan er einföld matreiðsla, hversdagslegt hráefni en góðir réttir. Myndir í matreiðslubókum em af- ar mikilvægar og ef myndirnar em vel teknar af hráefni sem notað er í mat eða af tilbúnum réttum geta þær ekki síður en viðtölin ýtt undir löngun til að prófa að matreiða eftir uppskriftunum. Ljósmyndir sem prýða þessa bók era ekki af mat heldur af viðmælendum. Ekki kem- ur fram hver er myndstjóri bók- arinnar en hann hefur tekið þá stefnu að taka smáatriði úr svart- hvítri viðtalsmynd og birta síðar í kaflanum til að skapa heild í hvern kafla. Hugmyndin er góð en sums staðar í bókinni gengur hún tæplega upp eins og á einum staðnum þar sem myndin verður eiginlega bara svartur flötur. Þá sakna ég þess að sjá enga mynd af mat í bókinni, sérstaklega í Ijósi þess að Golli tekur frábærar matarmyndir. Ein af þessum sautj- án konum er með sígarettu í hend- inni og kaffibolla á myndinni og það er ekki nokkur leið að sjá hvernig það getur ýtt undir áhuga á að prófa uppskrift sem hún er að gefa. En þá er komið að spurningunni hvort bókina eigi yfirhöfuð að flokka sem matreiðslubók? Guðbjörg R. Guðmundsdóttir Raunveru- legur pabbi ÞÓTT heimurinn hafí minnkað, að sögn, er Laugavegurinn alltaf jafn stór og Reykjavík alltaf að stækka. Þótt tengslin við umheiminn verði nánari, að sögn, sitja menn enn í strætó númer fímm á leið í vinnu eða heim til sín. Raunveruleikinn heimtar að um hann sé rætt og þess vegna meðal annars koma út bækur. Heimsins heimskasti pabbi heitir þriðja skáldsaga ungs rithöf- undar, Mikaels Torfasonar. Hún er snið af raunveruleikanum í Reykja- vík á túnunum núna. Hún er hvort tveggja í senn innhverf og úthverf, opinská og viðkvæm. Harðskeytt og tilfinningasöm. Saga ungs fjöl- skylduföður sem er lasinn, þreyttur, alveg búinn á þvf. Kannski ný gerð af karlhelju. Ekki ungur og reiður eins og kannski væri dæmigerðara eða hefðbundnara. Mikael er spurð- ur út í stöðu karlmennskunnar í dag. „Við erum að reyna að fóta okkur í heimi þar sem við karlmenn emm algerlega þarflaus kvikindi," segir Mikael. „Kona getur lifað góðu lífi án karlmanns og okkur sámar auð- vitað. Og þær hlusta ekki á neitt kjaftæði lengur. Það þýðir allavega lítið fyrir okkur að reyna að vaða yf- ir þær eða sfjóma þeim. Þá henda þær okkur bara út og ala upp börain einar og finnst það Iítið mál. Eina sem við getum gert er að reyna að þóknast þeim og beygja okkur og bugta og lesa Karlar em frá Mars og konur em frá Venus f þeim tilgangi að skilja Venus og hegða okkur eins og Venus. Eða að við grípum til karl- mennsku og þykjumst vera ógurleg karlmenni. En það er auðvitað svo langt frá upphaflegu hugmyndinni að við endum sem módel á tískusýn- ingu þjá Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar, það hef ég einmitt próf- að. Svo ég held við séum á byijun- arreit. Jú, við höfum ennþá hærri laun en þar með era yfirburðir okk- ar upptaidir. Og það skal enginn segja mér að launamunurinn haldist lengur. Konur em miklu duglegri að mennta sig og þær hafa ekki eins mikinn áhuga á að fremja sjálfsmorð og em ekki jafn gjamar á að drekka í sig alkóhólisma. Þannig að við þurfum að ræða okkar samtfma og skrifa okkar uppgjörsbækur. En ég hef náttúrulega skrifað sögu um ungan reiðan karlmann, Falskur fugl (1997), og mig langaði til að fjalla um eitthvað sem væri nær mér í tíma og rúmi. Hann er óttaleg rola, Marteinn Máni í Heims- ins heimskasta pabba, en hann er líka á ákveðnum krossgötum í Iffinu og svo að segja á núllpunkti. Hann er ekki á leiðinni neitt og ætlar sér Iítið annað en lifa af, og varlaþað." Hafa bækur eftir konur haft áhrif á þig sem rithöfund? „Já, hvort þær hafa. Konur eiga nyög sterkar bækur og em að fjalla um sjálfar sig í verkum sfnum en það er nokkuð sem við karlamir höfum ekki lagt í að gera svo ámm skiptir. Það er engin naflaskoðun í gangi lijá karlkyninu en við eigum orðið sterk- an hóp kvenrithöfunda sem hafa þorað að fjalla um það hvemig það er að vera kona í dag. Og það skiptir varla máli hvaða kvenhöfund maður nefnir í þessu samhengi. En ætli Vigdís Grímsdóttir og kannski Steinunn Sigurðar sitji ekki eins og drottningar yfir stelpuhópnum og á hveiju ári bætast ný kvenskáld í hópinn og fæstar em þær að skrifa sögulegar skáldsögur heldur vinda sér beint í sig og sinn samtfma. Það er mjög aðdáunarvert." Samtfminn kemur við sögu hreinn og klár en ekki falinn f tilbúnum nöfnum og raunveruleika. Af hverju? „Mér finnst það heiðarlegra og í ofaná- lag eiga lesendur mín- ir auðveldara með að tengjast persónunum í bókinni ef þær em sprottnar beint upp úr samtfmanum. Þessar persónur mínar tengj- ast „fræga og fallega" fólkinu okkar með beinum eða óbeinum hætti. Hafa skoðanir á stjórnmálum samtím- ans og lifa og hrærast í Reykjavík nútfmans. Þær eiga því beint er- indi til lesenda og þeir eiga miklu auðveldara með að skilja hvaðan þær koma. Þetta hefur því mjög heiðarlegt og praktískt bók- menntalegt gildi." I nýju bókinni hugsar söguhetjan mikið um kynlíf og kynlífið birtist lesandanum feimnislaust og án tild- urs. Ertu meðvitað að bregðast við kynlífsleysi íslenskra bókmennta í gegnum áratugina? „Ég er nú svo ómeðvitaður að þetta kemur svona af sjálfu sér. En þetta er þriðja bókin mín og þær hafa allar snert á málefninu með einum eða öðmm hætti. Ég sé samt ákveðin viðbrögð við kynlífsleysinu almennt f bókum núna. Þær em ófá- ar bókarkápumar sem gefa í skyn erótfskan texta þessi jólin, svo verið er að bregðast við þessu á einhvem hátt, en ég hef persónulega miklu meiri áhuga á flóknari hugmyndum um kynlíf en erótík. í Sögu af stúlku (1998) fjallaði ég um stúlku sem var strákur og Marteinn er getulaus stómasjúklingur. Það er því lítið um erótík í bókunum mfnum þótt aðal- persónumar séu helteknar af kyn- Iffshugsunum. Raunveruleikinn tekur sitt pláss, hvemig svosem hann skreppur sam- an í meðförum. Og saga Marteins Mána, heimsins heimskasta pabba, er nærri því snertanlegri en raun- vemleikinn sjálfúr. Þannig lifir sannleikur bókmenntanna, og lifir oft á tíðum raunveraleikann af.“ að er samt allt í lagi að gráta. Þú verður bara að gera það með réttum for- merkjum. Það er voðalega tilgangslaust að fara alltaf að gráta um leið og þú stendur frammi íyrir einhveiju sem þú getur ekki horfst í augu við.“ Ég kinka kolli skömmustulegur og sýg sígarettuna. Reykurinn liðast of- an í lungu og makar þau út í tjöm og viðbjóði. Liðast síðan aftur upp og ég bý til hringi með tungunni. „Ertu til í að vera héma í nótt?“ spyr ég af því að það er farið að dimma og ég vil ekki vera einn. „Já,“ segir hún og tárin byija enn og aftur að renna niður kinnarnar á mér. En ég er ekkert að forðast neitt. Þetta er bara of mikið. Hún er í svo fáránlega miklu jafnvægi og ég skil ekki hvað varð til þess að við skiptum um hlutverk. Einu sinni sat hún alltaf og grét í hvert sinn sem ég heimsótti hana. Ég nennti auðvitað ekkert að þurrka tárin hennar en hún tekur í höndina á mér og kreistir hana. „Þú ert búinn að ganga í gegnum of mikið,“ segir hún og ég skil fullkom- lega við hvað hún á. „Mundu bara að þér getur bara batnað. Héðan ferðu bara upp á við.“ „Já,“ segi ég og er strax hættur að gráta. Kominn með huggulegan ekka sem virkar eins og beintenging við fortíðina. Maður fékk alltaf svona ekka með andköfum og tilfinningalátum þegar maður var krakki. Og það er eiginlega ekki til betri tilfinning. Hún er svo líkamleg og í henni felst engin hugsun. Bara samspil tilfinninga og líkama. Enda á enginn að þurfa að hugsa þegar hann er með mömmu sinni. Ur Heimsins heimskasti pabbi Mikael Torfason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.