Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 4
4 E MIÐVTKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 BÆKUR MORGUNBLAÐIÐ Allt hrós er hégómi EKKI er víst að allir kannist við söguper- sónuna Agnesi Þor- steinsdóttur, en þegar gælunafn hennar er nefnt. kviknar á per- unni hjá mörgum. St.úlkan er kölluð Adda og margar kynslóðir íslenskra lesenda hafa fylgt; henni í skóla, að heiman og alla leið inn í ástarsamband við lækninn Pál. Nú er enn komin út hjá Skjald- borg síðasta bókin í flokknum, Adda trúlof- ast, og hafa þá allar sjö bækumar komið fjór- um sinnum út. Þegar endurprent- anir eru taldar með hafa Oddu- bækurnar komið út í meira en fimmtíu þúsund eintökum. Gerðist allt í veruleikanum Fyrsta Oddu-bókin kom út árið 1944. Bækurnar vom allar ritaðar af Jennu Jensdóttur en henni til fulltingis var eiginmaður hennar Hreiðar Stefánsson. Hreiðar lést árið 1995 en alls unnu þau hjón saman að tæpum þremur tugum bóka á ferlinum. „Við sögðum aldr- ei frá því hvernig samvinnu okkar var háttað þessi fimmtíu ár,“ segir Jenna, dálítið leyndardómsfull á svip. „En við töluðum saman um efnið, fengum hugmyndir hvort hjá öðru og staðfestingu á þeim. Fólk sem er svona mikið saman það veit hlutina saman.“ Og upp úr samræðunum spratt Adda, björt og Ijóslifandi. „Sann- leikurinn er sá að ævi Oddu er byggð á sönnum atburðum. Persón- urnar í bókunum eru til en nöfnum hefur verið breytt. Þetta gerðist allt. Allar bækur okkar Hreiðars eru byggðar á atburðum daganna, atburðum sem gerðust,“ upplýsir Jenna. Hún vill þó ekki meina að hún sé sjálf fyrirmynd aðalpersón- unnar. „Nei, nei, Adda er kaupstað- arbarn og ekki byggð á mér. Þegar sögurnar um Öddu voru í sköpun var ég ákveðin í að fylgja ferli breyttra þjóðfélagshátta og mennt- unar unglinga og lýsa því hvernig barninu, sem í byrjun var mun- aðarlaust, reiddi af á lífsbrautinni. Samtíminn kemur inn í framvind- una á sem reynsluríkastan hátt og Adda er auðvitað barn síns tíma. A þessum tímum voru kynslóðirnar til dæmis í nánu sambandi hver við aðra og í bókunum hefur Adda ein- mitt góð kynni af eldra fólki.“ ...en kærleik- urinn blífur „Ég er annars þakklát fyrir hvernig Adda hefur lifað af allar breytingar, verið stöðugt lesin og átt jafnmikið heima í nú- tímanum og raun ber vitni. Ég hef fengið staðfest hjá vinum hér og erlendis að kjarn- inn í henni sé þannig að hann geti átt við á öllum tímum. Danskur b ó km e n n tafiæ ö i n gu r hefur til dæmis sett fram helstur orsakir fyrir því hve Adda er sígild: Hún ber það með sér að ástin er ekki það sem við höfum alla ævina að byggja á. Þetta gildir hvort sem við trúum því að sálin deyi með líkamanum, eða að handanheimurinn sé til. Ast- in er hverful en það er hins vegar kærleikurinn sem blífur.“ Einhvers staðar hefur danski bókmenntafræðingurinn umræddi komist yfir Öddu-bækurnar, og því liggur beint við að spytja hvort Adda hafi einnig náð frama erlend- is. „Ég hef ekki verið áköf um að fá bækur mínar þýddar á önnur mál og heldur ekki að þær séu auglýst- ar. Því það sem maður gerir lifir af eigin verðleikum - það er ekki markaðurinn sem ræður því hvar verkin lenda. Ef við vinnum vel og ef við erum á réttri leið gagnvart líflnu, aðeins þá er von til þess að verkin lifí,“ segir Jenna og bætir við: „Kaflar úr Öddu-bókunum hafa verið þýddir á ýmis tungumál en við höfum ekki sagt frá því hér. Það eru nefnilega allir að gera eitthvað merkilegt, skrifandi eða ekki. Veg- ferðin á að felast í þvi að spyija hvað við erum að gera og hvernig við gerum það - ekki hvort við séum betri en næsti maður. Auðvit- að má gleðjast yfír velgengni en því skal aldrei gleymt að náunginn er ávallt að gera eitthvað jafn mik- ilvægt.“ Synirnir lásu Ármann Kr. En hvað þótti þeim kynslóðum lesenda sem drukku í sig sögurnar af Öddu - sýndu þær höfundunum viðbrögð, jafnvel þakkir? „Kannski,“ segir Jenna með sem- ingi og reynir að skipta um um- ræðuefni. „Mér finnst óþarfi að vera að tala um viðtökur og hrós, það er bara hégómi." Þá er spurt hveijir hafi helst les- ið bækumar. Heyrst hafi til dæmis af drengjum sem stálust í Öddu- bækur systra sinna, því þeir kunnu ekki við að biðja um þær að gjöf sjálfir. „Jú, þær voru bæði lesnar af stúlkum og drengjum, enda er jafn- mikið talað um drengi í bókunum þótt Adda sé aðalpersónan. En mín- ir synir lásu hins vegar bækur Ár- manns Kr. Einarssonar," rifjar Jenna upp og hlær. Sjálf var Jenna kennari í mörg ár, uppfræddi lengst af unglinga í Langholtsskóla. „Það var oft verið að biðja okkur Hreiðar að lesa upp í skólum og svona. En ég gerði það sjaldan - las ekki einu sinni upp í mínum eigin skólafyrr en eftir að ég lét af kennslu. Ég sagði krökk- unum samt oft sögur en það voru sögur sem ég bjó til á staðnum og skrifaði aldrei niður.“ Starfslaun þáði Jenna heldur aldrei á ferlinum, utan einu sinni vegna ljóðabókar. Þau hjón vöktu þó oft athygli á ferli sínum vegna afkasta og afreka, um það vitnar úrklippubók í fórum Jennu. „Þessi bókaflokkur varð strax óvenjulega vinsæll hjá börnum og unglingum og hefur notið síaukinna vinsælda," segir í úrklippu úr Vísi 13. desemb- er 1977, í tilefni þess að fyrsta Öddubókin var gefin út í íjórða sinn. En hvar ætli Adda væri stödd í lífinu, væri hún nútíinastúlka af hinni svonefndu X-kynslóð. „Ég myndi ekki geta ímyndað mér hvemig færi fyrir henni, frekar en ég get fyrirséð hvernig fer fyrir öðram ungum stúlkum. Hún er ein- faldlega ung stúlka að kynnast líf- inu, henni verður á og lærir af reynslunni. En ég held hún komi ekki út oft- ar, þetta er orðið gott. Annars veit ég náttúrulega ekki hveiju hún kann að taka upp á eftir minn dag.“ au höfðu ekið langa leið og talsvert var orðið framorð- ið þegar þau óku inn í kauptúnið aftur. - Það er annars dáfallegt af mér að láta þig vera svona lengi úti, sagði Páll þegar hann stöðvaði bílinn heima hjá þeim. Hann sýndi samt ekki fararsnið á sér út úr bílnum; hann hallaði sér aftur í sætinu og leit alvörugefinn á Öddu. Hún sá á svip hans að það var eitthvað sérstakt sem hann ætlaði að segja. - Ég er nú á förum til útlanda, Adda, eins og þú veist. - Já, ég veit það, sagði Adda lágt. Það hafði ekki farið framhjá henni að hann nefndi hana nú Öddu í fyrsta sinn. Henni þótti vænt um það. ÚrAdda trúlofast Jenna Jensdóttir Blindur leiðir blindan BÆKUR Þýdd skií I dsaga BLINDA eftir José Saramago. Sigrún Ástríð- ur Eiríksdóttir íslenskaði. 351 síða. Vaka-Helgafell 2000. í BLINDU tekur portúgalski Nóbelshöfundurinn, José Sara- mago, sér fyrir hendur að draga upp ógnvænlega mynd af heim- inum. Til þess að sýna mannlega niðurlægingu grípur hann til þess ráðs að gera persónur sínar blind- ar. Blindur leiðir blindan. Ósköpin dynja yfir á umferð- artíma í ónefndri borg. Einn bíl- stjóranna sér allt í einu ekki annað en hvítt. Þetta breiðist út eins og farsótt. Aðeins ein kona sér, kona augn- læknis. Það kemur sé vel eftir að blindingjarnir eru settir í einangr- un á fyrrverandi geðveikrahæli. Hér er brot úr samræðum þeirra hjóna: „Þú skalt gera það sem þér líst best, en gleymdu ekki hverjir við erum hérna, blind- ingjar, einfaldlega blindingjar, blindingj- ar án neins orðskrúðs eða samúðar, hinn kæleiksríki og skemmilegi heimur blindingjanna er lið- inn undir lok, nú ríkir harkan, gimmdin og miskunnarleysið með- al blindingjanna. - Ef þú gætir séð það sem ég neyðist til að sjá vildirðu vera blindur." Svarið er kannski að finna í lok bókar þegar menn fá aftur sjón: „Ég held ekki að við höfum orð- ið blind, ég held við séum blind.- Blindingjar með sjón. - Blindingj- ar sem sjá ekki þótt þeir hafí sjón.“ José Saramago leggur upp úr því að afhjúpa mannlega lesti en hann hefur samúð með persónum sínum, jafnvel þeim verstu. I Blindu er töluvert samsafn af sið- leysingjum og fúlmennum, birtist ekki síst í baráttunni um matar- skammta og hömlu- lausri svölun kyn- hvata. Lýsingar Sarama- gos eru nákvæmar og ítarlegar og hann skirrist ekki við að boða án þess að hægt sé að kalla hann þjóð- félagsvandlætara. Honum er frekar í mun að draga fram marmlegan veikleika. Á köflum, einkum í fyrrihluta skáldsög- unnar, er frásögnin reyfarakennd. Sara- mago er einn þeirra höfunda sem eiga auð- velt með að skapa spennu. Sá sem aðstoðar fyrsta blindingjann við að koma bílnum sínum heim er í raun bílaþjófur. Tilvalin byrjun á spennusögu. Spennuna lætur Saramago eftir sér í Blindu sem er fyrsta bókin eftir hann á íslensku, í ágætri þýð- ingu Sigrúnar Ástríðar Eiríksdótt- ur. Jóhann Hjálmarsson José Saramago Glæsileg fróðleiksnáma BÆKUR í s 1 a n (I s s a g a ÍSLANDIALDANNARÁS 1900-1950 Saga lands og þjóðar ár frá ári. 111- ugi Jökulsson (aðalhöfundur). JPV Forlag, Reykjavfk 2000.469 bls., myndir, kort. ÁRÞÚSUNDA- og aldamótin, sem senn fara í hönd, hafa orðið mörgum tilefni til að rifja upp at- burði og sögu „gömlu“ aldarinnar, jafnvel alls árþúsunds- ins. Ymsa háttu hafa menn á þessari iðju, eins og gefur að skilja, og afurðirnar éru mis- jafnar. Bókin, sem hér er til umfjöllunar, er tvímælalaust glæsileg- ust allra þeirra rita er ég hef séð um sögu 20. aldar, og á það jafnt við um bækur gefnar út hér á landi sem erlend- is. Hún er í stóru broti, einkar fallega hönnuð, litprentuð og pi-ýdd miklum fjölda mynda og korta. Viðfangsefni hennar er saga Islands á fyrra helmingi 20. aldar og er sagan rakin ár frá ári, 1900-1950. Að uppbyggingu gæti bókin við fyrstu sýn minnt á „AMirnar", sem margir kannast við, en þó er regin- munur á efnistökum og efnismeðferð höfunda þessa rits og þeirra sem tóku saman efnið í ,Aldirnar“. Hér er fjallað um mun færri atburði en þeim gerð rækilegri skil og áhersla lögð á að opna lesendum sýn til þjóð- arsálarinnar, ef svo má að orði kveða. Markmiðið með þessari bók virðist mér ekki vera að segja söguna í fréttaskeytastfl, miklu frekar að lýsa hugarheimi þjóðarinnar á þeim tíma sem hún tekur til. Þess vegna er hér birt mikið af efni úr gömlum blöðum og bókum, en slíkar heimildir bera viðhorfum samtíma síns tíðum glöggt vitni. Jafnframt er áhersla lögð á að fjalla um einstaka efnis- þætti og afmörkuð svið, sem athygli vöktu á sínum tíma. Atburðasagan verður þó engan veginn útundan og víða er stuttum frásögnum af ein- stökum atburðum skotið inn í rammagreinum, auk þess sem yfirlit yfir helstu atburði hvers árs, innan- lands og utan, markar upphaf hvers kafla. Samkvæmt öllum viðteknum venj- um mun þessi bók flokkast sem ís- landssaga, en þó er hún ekki saga ís- lands eða íslendinga á 20. öld, a.m.k. ekki í hefðbundinni merkingu þess hugtaks. Hér er engin tilraun gerð til þess að segja neins konar heildar- sögu eða teygja frásögnina yfir öll svið þjóðlífsins, og ekki er byggt á rannsókn frumheimilda. Höfundar byggja einkum á prentuðum heim- ildum, blöðum, tímaritsgreinum, æviminningum o.s.frv., og bregða upp svipmyndum úr sögu þjóðarinn- ar á ári hverju, sumum í stuttu máli, öðrum í löngu. Ólíkt því sem almennt tíðkast í yfirlitsritum um sögu þjóða er engin megináhersla lögð á sögu stjórnmála eða efnahagsmála. At- burða á þeim sviðum er vissulega getið og þeim gerð skil eftir því sem við á hverju sinni, en þeir tröllríða aldrei frásögninni, eins og oft vill verða í sögubókum. Þvert á móti eiga Illugi og meðhöfundar hans hrós skilið fyrir það hve mjög þeir hafa lagt sig fram um að draga fram og setja í fyrirrúm frásagnir af daglegu lífí og örlögum venjulegs fólks. Á sama hátt fá bókmenntir, listir og hvers kyns menningarviðburðir all- mikið rúm, mun meira en algengt er í yfirlitsritum um sögu lands og lýðs. Er það vel. Hér getur t.d. að lesa gamlar fréttir af sr. Jóni Sveinssyni, Nonna, af Jóhanni Sigurjónssyni og fyrstu sýningum á Fjalla-Eyvindi, sagt er frá rithöfundarferii Gunnars Gunnarssonar og Guðmundar t Kambans og ýtarlega er greint frá því er danskir andspyrnumenn myrtu hinn síðarnefnda í lok síðari heimsstyrjaldar. Þá kemur Halldór Kiljan Laxness viða við sögu, eins og vænta mátti, og gjörla segir frá merkisatburðum á sviði vísinda og fræða. Auglýsingar úr gömlum blöðum nota bókarhöfundar allnokkuð til að bregða upp svipleiftrum úr daglegu lífi, skemmtileg kort eru notuð til að . lýsa úrslitum kosninga og 1 ramma- greinum er að finna ýmiss konar smælki og I stuttar fréttir. Ýmis- legt þess kyns er býsna spaugilegt, annað næsta grátbroslegt. Sem dæmi má nefna rammagrein á bls. 92 þar sem fram kemur að bréf frá dr. Valtý Guð- mundssyni til stjúpföð- ur hans í Kanada hafi farist með Titanic árið 1912 (aldrei fór það svo f að Islendingar kæmu ekki þar við sögu!). Býsna kímileg, en þó grafalvarleg, er rammagreinin á bls. 167, sem ber yfirskrift- ina „Nú er maður hálfviti", og greinir frá lagasetningu á Alþingi árið 1921. Fleiri dæmi mætti telja, þótt ekki verði það gert hér. Ulugi Jökulsson er aðalhöfundur bókarinnai-, en hefur notið aðstoðar margra, eins og hann tekur skýrt fram í inngangsorðum. Bókin ber vinnubrögðum og viðhorfum Illuga glöggt vitni. Hún er öll stórskemmti- leg aflestrar, fróðleiksnáma, ágæta vel skrifuð og kemur samúð höfund- ar með lítilmagnanum og andúð á hvers kyns ofbeldi og ranglæti skýrt fram. Þannig er t.d. ekkert dregið undan í frásögn af íslenskum ógæfu- mönnum sem gengu til liðs við óþokkasveitir nasista í síðari heims- styrjöld, en var bjargað undan rétt- vísinni af íslenskum stjórnvöldum. Sama máli gegnir um andstyggilega framkomu Islendinga gagnvart Gyð- ingum, sem hér leituðu skjóls á 4. áratugnum. Eins og áður sagði, er þessi bók öll einkar glæsileg og að minni hyggju ber hún af öðrum hliðstæðum ritum um sögu 20. aldar á íslandi, jafnt að efni sem útliti. Eiga allir aðstandend- 1 m- hennar hrós skilið fyrir framtakið. Jón Þ. Þór Nýjar bækur • ÚT er komin bókin Til ást- vina minna. í fréttatilkynningu segir: , Að hluta veitir bókin hagnýtar leiðbeiningar um viðhöfn og siði við andlát og útför, en að öðrum hluta geymir hún per- sónulegar upplýsingar um hagi eigandans, minningar hans, eigin óskir um framkvæmd jarðarfararinnar og hvaðeina fleira sem hann vill deila með eftirlifandi ástvinum sínum. Bókin gefur okkur gott færi á að segja eftirlifendum hug okkar og óskir um útförina. í annan stað opnast hugur okkar fyrir þessum óhjá- kvæmilega þætti tilverunnar þegar við höfum bókina undir höndum og förum að hugsa um hvað við viljum skrifa í hana. Hluti bókarinnar er auðar síður þar sem eigandinn getur skrifað persónulegar minn- ingar sínar. Með þeim minn- ingum varðveitast tengslin milli kynslóðanna, einnig eftir endanlega aðskilnaðinn." Útgefandi Gjörningar ehf. Illugi Jökulsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.