Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 E 15
BÆKUR
„TAKK, mamma mín - minn-
ingabók er heitið á nýrri bók eft-
ir Þorstein J.
Vilhjálmsson. Bókin hefur að
geyma samtalsbrot, póstkort,
ljóð, myndir og kökuuppskrift
svo eitthvað sé nefnt, sem gefa
mynd af samskiptuin móður og
sonar, frá vöggu sonarins að
dauða móðurinnar. Þorsteinn gef-
ur sjálfur út bókina og segir
hana svo persónulega að hann
hafi ekki getað hugsað sér að
ganga með hana á milli útgef-
enda til þess að falast eftir út-
gáfu.
„Ég gaf út Ijóðabók sem ég
handskrifaði fyrir sex árum. Það
tók mig þrjá inánuði en hver hug-
mynd á sér sitt form. Mig Iangaði
til þess að gera þetta eftir mínu
höfði og fá síðan Snæbjörn hjá
Bjarti til þess að sjá um dreif-
inguna. “
Hvers vegna vildirðu skrifa
þessa bók?
„Þegar ég var að skrásetja
samtölin við mömmu var ég fyrst
og fremst að skrásetja þau fyrir
mig. Hún var komin með krabba-
mein og mér fannst ég verða að
skrásetja þau - fyrst og fremst
fyrir sjálfan mig - vegna þess að
tíminn var að renna út. Kannski
til þess að gera þetta raunveru-
legt og kannski til þess að spyrja
þeirra spurninga sem maður hef-
ur aldrei þorað að spyrja. Ég
held að í höfðinu höfum við alltaf
ákveðna forskrift að samtali við
foreldra okkar - og þá á ég við
forskrift að stóra samtalinu, þeg-
ar allt er gert upp. En ég held að
það samtal sé bara til í huga
manns og þess vegna er bókin
svona brotakennd. Ég trúi ekki á
lokauppgjör. Þetta eru svona litl-
ar vörður sem urðu til í þessum
samtölum og síðan heldur hver
sina Ieið. En hins vegar er mik-
ilvægt að það sem er í bókinni
hafi einhverja skírskotun umfram
það einkalíf sem bókin er annars
um, vegna þess að ef lesandinn
getur ekki tengt sig við textann
eða tilfinningarnar er bókin
einskis virði. En mér hefur virst
af viðtökum að hún vísi ágætlega
út fyrir sig. Það er Iika ljóst að
fólki finnst allt mögulegt um
þetta framtak mitt. Sumum finnst
þetta sæmilegt framtak, öðrum
gott og sumum afskaplega vont.
Mér finnst lesandinn hafa fullt
frelsi til þess að finnast allt sem
honum finnst.“
Það er nú kannski dálítið
óvenjulegt að fullorðinn maður
skrifi um mömmu sína á þennan
hátt og birti þessar injög svo við-
kvæmu tilfinningar.
„Bókin kviknaði út frá fjögurra
stafa orði. Takk. Og ekki bara
takk fyrir sumt, á sunnudögum,
allar góðu stundirnar, heldur
takk fyrir allt, gott og vont. Ég
var búinn að velta þessari bók
fyrir mér í þrjú ár, hvernig ég
gæti gert hana úr garði. Ég var
búinn að fara fram og aftur
blindgötuna. En svo fann ég ein-
hvern veginn út þessa leið, að
draga fram á myndrænan hátt
einfaldleikann í frásögninni og ég
vann bókina út frá einni ljós-
mynd, sem ég reyndar týndi. Ég
raðaði henni fyrst saman sem
ljósmyndum og út frá því valdi ég
texta sem mér fannst falla vel að
þeim. Svo fannst mér óumflýj-
anlegt, að hafa bókarauka í lokin
- með uppskrift að kókóskökunni
góðu. Síðan er þarna lítið lag við
enn minna ljóð eftir mig. Það er
kannski enn ein litla vísunin út
fyrir textann. Pétur Grétarsson
samdi þetta örlitla lag við örlítið
ljóð sem ég held að fólk sem get-
ur lesið nótur geti fundið tónlist
út úr.
En bókin er líka dálitill leikur
að timanum. Það er
ekkert blaðsíðutal í
henni og tíminn er
að mörgu leyti
óraunverulegur. 37.
apríl og svo fram-
vegis. Tíminn líður
ekki rökrétt í huga
manns þegar maður
rifjar upp, heldur
fram og til baka.“
Er hún hluti af
stærra uppgjöri?
„Bókin er eins konar
annar hluti af tríló-
gíu. Ég gerði heim-
ildarmynd með sama
nafni sem ég sýndi i'
19/20 í byrjun októ-
ber og þar var frásagnarhátt-
urinn allt annar. Þar fléttaði ég
saman mínu eigin ferðalagi út um
allan heim, viðtölum við fólk sem
ég hafði hitt og síðan flugferðinni
löngu yfir ísbreiðuna stóru til
þess að sækja Harald Orn pól-
fara. Það var dálítið merkilegt að
á því langa flugi, sem tók um
hálfan sólarhring í lítilli Twin Ot-
ter-vél, fannst mér ég sjá út um
gluggann líf mitt í dálitlu sam-
hengi. Það var farið að vora og
ísbreiðan að brotna upp og mér
fannst ég fá að vera áhorfandi að
sigri Haraldar yfir þessum ótrú-
legu aðstæðum. Þannig að þegar
ég stóð á Norðurpólnum og
horfði á íslenska fánann sem Har-
aldur hafði bundið við skíðastaf
sinn sá ég einhvern veginn sam-
hengið í mínu eigin lífi. Ég sá líf
mitt í sjónhendingu. Á sek-
úndubroti rennur allt saman. Þar
með var frásagnarháttur bók-
arinnar og myndarinnar kominn.
Stundum þarf maður
að fara út á heims-
enda, í orðsins fyllstu
merkingu, til þess að
finna brotin. I þessari
ferð var ég ekki
sjálfur að vinna
neinn sigur, heldur
var ég þakklátur
áhorfandi að þessu
ótrúlega afreki Har-
aldar."
í bókinni notar þú
einmitt kort sem þú
skrifar mömmu þinni
frá útlöndum.
„Þau eru skrifuð á
seinustu árum og
mamma sá þau í raun
og veru aldrei. Ég er mjög hrif-
inn af póstkortum því þar er
hægt að ramma inn brot augna-
bliksins, þar sem maður skrifar
fáeinar línur á tilteknum stað á
tilteknum ti'ma og þau ramma inn
þá einu tilfinningu sem var þá
fyrir hendi en er svo kannski far-
in, dálítið eins og ljósmynd. Þau
gefa líka tilfinningu fyrir því að
lífið er að mörgu leyti alls staðar
eins. Fólk er alls staðar að velta
fyrir sér svipuðum hlutum og
reyna að gera sitt. besta, þannig
að mér finnst að mörgu leyti að
ég sjálfur, í mínu starfi, sé oft að
taka sama viðtalið, hvort sem er í
Jerevan eða Las Vegas eða í
Reykjavík. Það eru allir að reyna
að svara spurningunum: Hvernig
lífi lifir þú, hvað ertu að gera og
hvers vegna? Það er það sem er
svo frábært við starf frétta-
mannsins. Það eru forréttindi að
fá að fara um og sjá inn í líf
fólks, inn á heilmili þess, og
spyrja þessara spurninga."
Hvað finnst fjölskyldunni þinni
um bókina?
„Það er mjög misjafnt en ég
lagði álierslu á að þetta væri mín
saga. Hún væri ekki réttari en ^
sögur annarra í fjölskyldunni,
það væru til inargar útgáfur og
alveg jafn réttar, að minnsta
kosti ættu þær allar rétl á sér.
Mér finnst mikilvægt að allir fái
að segja sína sögu, eins og þeir
upplifðu hana, því það hjálpar
okkur til þess að setja okkar eig-
ið líf í samhengi og sjá hlutina
eins og þeir raunverulega voru
en ekki eins og einhverja spari-
útgáfu sem er sett í myndaalbúm
eða eitthvað annað.“
Hvað áttu við með að sjá hlut-
ina eins og þeir raunverulega ^
voru?
„Við erum svo eigingjörn að
við förum fram á að foreidrar
okkar séu eins og við sjálf viljum.
Ekki eins og þeir raunverulega
eru, heldur erum við gjarnan
með mynd í huganum af allt öðru
fólki. Við erum alltaf að biðja um
eitthvað sem er ekki til í búðinni.
Við fáum hins vegar mun meira
út úr samskiptunum ef við sjáum
foreldra okkar eins og þeir eru
og umgöngumst þá eins og þeir
eru.“
Við Bernhöftsbakarí
(mynd í stað myndar).
Þetta er ekki rétta ljós-
myndin. Á þeirri mynd“*
stendur mamma fyrir aftan okkur
systkinin í tvíburakerrunni, í
svartri kápu með uppsett hár, og
brosir fallega framan í ljósmynd-
arann. Það sem meira er, bakvið
hana er auð lóð, og þar reisti pabbi
seinna stórt hús og þangað flutti
bakaríið úr kjallaranum handan
götunnar. Og þessi ljósmynd dreg
ur upp brot af heimsmynd minni.
mamma og við, pabbi ekki á mynd-
inni, en samt nálægur, og trúlega
ilmur í loftinu af vínarbrauðum úr «.
bakaríinu. Góður dagur.
Ur Takk, mamma mín.
Sekúndubrotin í
samhenginu
Þorsteinn J.
Vilhjálmsson
Kvæðahefð við
Breiðafjörð
BÆKUR
F r æ ð i r i t
KVÆÐ ASKAPUR.
ICELANDIC EPIC SONG
Eftir Hrein Steingn'msson. Ritstjórar:
Dorothy Stone, Stephen L. Mosko.títgefandi:
Mál og inynd. Steindórsprent/Gutenberg
sá um prentun.155 bls.
Geisladiskur fylgir bók.
ÞÓ AÐ fyrstu þekktu heimildirnar um ís-
lenska rímnagerð séu frá því á 14. öld (Ólafs
ríma Haraldssonar, varðveitt í Flateyjarbók)
er almennt álitið að kveðskapur og rímnagerð
séu eitt það íslenskasta í menningu okkar,
nokkuð sem ætla má að sé jafngamalt þjóðinni
jafnvel eldra. í Kvæðaskap, nýútkomnu riti
eftir Hrein Steingn'msson, vai-pai- annar
tveggja ritstjóra bókarinnar, Stepen L. Mosko,
fram þeirri tilgátu að íslensk kveðskaparhefð
sé í raun sýnishorn forngermanskrar tónlistar-
hefðar (24). Ekki er sú tilgáta rökstudd frekar,
en síðari tima rannsóknir hafa leitt í ljós tengsl
íslenskra n'mna við eriend 14. og 15. aldar
kvæði (rómönsur). Ferskeyttu hættirnir eiga
sér fyrirmyndir víða um lönd á 13. og 14. öld og
sömuleiðis frásagnarfonn og stílþrif islenskra
rímna (VÓ 1989,21618).
Kvæðaskapur er hinsvegar ekki bókmennta-
fræðilegt rit, og þar er lítt fjallað um bóklega
framsetningu íslenskra rímna. Ritið er fyrst og
fremst tónfræði sem tekur á sérkennum ís-
lensks rímnakveðskapar, eins og hann birtist í
flutningi nokkun-a valinna kvæðamanna úr
sveitunum umhverfis Breiðafjörð á þessari öld.
Höfundur ritsins er látinn fyrir tveimur árum,
en í formála bókarinnar kemur fram að hann
helgaði þrjátíu ár ævi sinnar þessu verkefni,
sem nú hefur verið gefið út á ensku. Þar segir
að Hreinn hafi lagt þetta verk fram sem dokt-
orsritgerð við heimspekideild Háskóla íslands
árið 1981 en því verið hafnað af dómnefnd. Var
útgáfunni þá frestað. Skömmu fyrir andlátið
hafði Hreinn tekið ákvörðun um að gefa ritið út
og kom það einkum í hlut tónvísindamannsins
Stephens L. Moskos, samstarfsmanns Hreins
til margra ára, að búa bókina til prentunar.
Eins og sjá má af bókartitli er orðið kvæða-
skapur þar notað yfir það sem landsmenn hafa
lengst af nefnt kveðskap. Orðið kvæðaskapur
þekkist hvergi hérlendis nema við Breiðafjörð,
eftir því sem næst verður komist. Samkvæmt
tölvuleit í ritmálsskrá Orðabókar háskólans er
elsta dæmi þessa orðs þekkt frá því um miðbik
18. aldar, hið yngsta frá fyrri
hluta 20. Kvæðaskapur getur því
vart talist dæmigert orð fyrir þá
íslensku iðju að tóna í bundið mál.
Það sem hinsvegar réttlætir orð-
notkunina er sú ákvörðun höf-
undar að binda umfjöllun sína við
kvæðamenn frá sveitunum um-
hverfis Breiðafjörð. Bókin fjallar
með öðram orðum ekki um kveð-
skap íslendinga heldur kvæða-
skap Breiðfirðinga. Höfundur
heldur því fram og er það ífrekað
í fonnála ritstjórans (25) að á
þeim slóðum sé að finna elsta og
upprunalegasta kveðskapar-
formið. Er sú skoðun studd
ákveðnum sérkennum sem höf-
undur greinir í flutningi kvæða-
manna á Snæfellsnesi og Barðaströnd (41). Sá
varnagli er þó sleginn um síðii’ að varlegt geti
verið að blanda saman því sérkennilega og
upprunalega (53), en þann nagla hefði þurft að
slá fyrr og fastar að mínu mati. Við rannsókn-
ina hafði höfundur aðgang að 300-400 klst.
hljóðritunum sem varðveittai’ hafa verið í Þjóð-
minjasafni íslands og Stofnun Árna Magnús-
sonai’ á kveðskap og söng fólks úr öllum lands-
hlutum frá árunum 1958-74. Einungis er þó
notast við lítið brot þessara heimilda því rann-
sóknin er takmörkuð við flutning níu kvæða-
manna sem valdir voru úr sextán manna úrtaki
að því er virðist. Vissulega er það þarft fram-
tak að taka fyrir sérkenni kveðskaparhefðar á
tilteknu landsvæði, en um leið finnur lesandinn
sárt til þess að samanburð við aðra landshluta
skortir. Samanburður hefði tvímælalaust gefið
þessu riti meiri dýpt og þyngra vægi, auk þess
sem þá hefði legið ljóst fyrir í samhengi rann-
sóknarinnar í hverju munurinn á kvæðaskap
og kveðskap raunverulega liggur. Ekki skortir
efniviðinn að vinna úr, þri eins og fyrr segir
liggja fyrir hljóðritanfr úr öllum
landshlutum. í fórum kvæða-
mannafélagsins Iðunnar eru auk
þess upptökur af öllum fundum
félagsins frá stofnun þess til
dagsins í dag. Af nógu er því að
taka fyrfr þann sem rildi gera
samanburðarrannsókn á kveð-
skapareinkennum landshlutanna
eða fjalla um kvæðahefðina al-
mennt.
Ljóst er að í þeim búningi sem
þessi bók bfrtist lesendum er hún
ekki doktorsritgerð. Til þess er
fræðilegur grundvöllm’ hennar of
rýr og umfjöllunin of takmörkuð
þó að greiningin á hinu sértæka
riðfangsefni virðist nákvæm og sé
traustvekjandi. Framlag höfund-
arins sjálfs er 87 blaðsíður af þeim 155 síðum
sem bókin inniheldur með viðaukum. f formála
Stephens L. Moskos er leitast rið að fylla upp í
umfjöllun bókarinnar með útskýi-ingum eða
túlkunum á þri sem síðar kemur eða ætti að
koma fram. Ekki verður þó séð að þetta sé til
mikilla bóta þri útkoman er endurtekningar á
efnisatriðum verksins auk nýi’ra kenninga eða
tilgátna sem Mosko bætfr við frá eigin brjósti.
Ein er sú að Passíusálmarnir hafi bjargað ís-
lenskri kveðskaparhefð eftir að sálmasöngur
við orgelundirleik í-uddi sér til rúms (21). Eng-
ar heimildir eru nefndar þessu til sönnunar né
heldur er fullyrðingin rökstudd frekar.
Ef Kvæðaskapur ætti að rísa undir dokt-
orstitli þyrfti að vera þar riðari og fyllri um-
fjöllun urn kveðskapinn sem menningarfyrir-
bæri á íslandi; skýrari upplýsingar um
markmið verksins og heimildaúi’rinnslu, þar á
meðal dýpri rökstuðningur höfundar fyrir sér-
tæku vali hans. Sömuleiðis hefði þurft að gera
mun strangari kröfur til heimildaski’ár og til-
risana en þarna er gert. Gagnrýnandi hefði
riljað sjá gleggri greiningu á bragarháttum og
tengslum þefrra rið stemmurnai’ með vísan til
þeirra bragfræðirannsókna sem gerðar hafa
verið. Lítið er vísað í bragfræðina og eingöngu
stuðst rið Helga Sigurðsson (1891: Safn til
bragfræði íslenzkra rímna...). íslenski trisöng-
urinn fellur nánast milli gi-inda í þessari um-
fjöllun og er helst að skilja að hann hafi einkum
verið stundaður í námunda rið Skálholt (22)v
Man ég þó ekki betur en að Bjarni Þorsteins- ”
son hafi talað um Vatnsdalinn nyi’ðra sem
mikla trisöngssveit (BÞ 19069). Það er aldrei
sanngjarnt að dæma verk eingöngu fyrir það
sem þau eru ekki þri ritanlega liggur beinast
við að líta á það sem þau þó eru. Þrátt fyrir þá
annmarka sem hér hafa verið nefndir er margt
gott um þessa bók. Hér er tekið fyrir viðfangs-
efni sem segja má að hafi verið vanrækt af ís-
lenskum fræðimönnum til þessa. Þó að umíjöll-
unin sé sértæk og margt mætti betur við
frágang gefur hún engu að síður innsýn í hverf-
andi heim, þri þó að kveðskapurinn lifi enn í
kvæðamannafélögum riða um land eru upp-
runalegar aðstæður hans löngu horfnar úr ís-
lensku samfélagi. Kvæðaskapur er rit sem
varpar ljósi á mikilvægan þátt í íslenskri
menningarsögu. Geisladiskur fylgir bókinni^
með sýnishomum úr hljóðbandasafni Stofnun-
ar Árna Magnússonar. Bókin er auðlæsileg,
rituð af næmri tilfinningu fyrir riðfangsefninu,
og þó að tón og hljóðfræðigreiningin sem þar
er að finna geti orkað torveld á þann sem ekk-
ert þekkir til nótnalesturs er hún ekki þyngri
en svo að hver sá sem hefur lágmarkskunnáttu
í tónfræði ætti að geta lesið sér að gagni. Kost-
urinn við þetta fræðirit er sá að ekki er krafist
sérþekkingar lesandans einungis forritni hans
og áhuga á eigin menningarsögu.
Heimildir: Bjarni Þorsteinsson 19069: íslenzk þjóðlög.
Kaupmannahöfn.
Jón Þorkelsson 1888: Om digtningen pá Island i det 15.
og 16. árhundrede. Kaupmannahöfn. ^
Jónas Jónasson 1961: íslenzkir þjóðhættir. Reykjavík.
Orðabók Háskólans. Ritmálsskrá.
Ólafur Davíðsson 1892: íslenzkar skemtanir.
Kaupmannahöfn.
Vésteinn Ólason 1989: Rímur. Hugtök og heiti í bók
menntafræði. Jakob Benediktsson ritstjTði. Reykjavík.
Vésteinn Ólason 1979 (bjó til prentunar): Sagnadansar
(íslensk rit 5). Reykjavík.
Olína Þorvarðardótli
Hreinn
Steingrímsson