Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 10
10 E MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR ÞÖGNIN er titill nýrrar skáldsögu Vigdísar Grímsdóttur og vísar til þagnar annarrar aðalpersónunnar, Lindu Þorsteinsdóttur. Hin aðal- persóna sögunnar er sonardóttir . Lindu og alnafna, sem dvelur löngum stundum hjá ömmu sinni á Hraunteignum og er smátt og smátt innvígð í þagnarheim hennar. „Ég hef alltaf velt fyrir mér ástæðum valdbeitingar og um leið því hvernig til dæmis einn maður með inannfjandsamleg viðhorf get- ur snúið heilli þjóð til þagnar og gert hana samseka um alls kyns óhæfuverk. Það má ef til vill segja að Þögnin sé einskonar útfærsla á því hvernig það sama gerist á milli tveggja einstaklinga. Og þá er animan Linda sú sem beitir valdi og nafna hennar, Linda litla, þoland- inn. Þarna er kannski grunn- k'.eiiqan að liugmyndinni," segir Vigdís þegar hún er spurð út í tilurð sögunnai’. Tchaikovsky og- amma hans „Síðan gerist það að ég kynnist konu sem í raun hefur að geyma tvær persónur. Önnur er sú Linda seæ sllirþekkjaoghefurþagaðí fjörutíu ár. Hin er Anastasia Pos- okliova sem enginn þekkir og eng- uri r.ér. Mér veittist sá hciður að vera með þessari konu í heilan mán- uö og þanuig kynntist ég stórbrotnu lífi liennar og hugmyndaheimi. Hún er ramminn utan um hina klofnu að- alpersónu en truflun hennar er óvenjuleg vegna þess að hún gjör- j-ekkir báðar sínar hliðar, þá betri • g þá verri, og þær eiga samskipti eins og tveir venjulegir einstak- lingar eiga þótt samskiptin séu nú ekki alltaf venjuleg. Og oftar ráði verri hliðin en sú betri. Tónlist Tt-haikovskys og Tchaikovsky sjálf- ur eru svo hvatinn sem rekur allt áfram, kemur málum á hreyfíngu, bæði góðum málum og vondum, og Af Anastasiu Posokhovu og ömmu á Hraunteignum hin sterku og alltuinvefj- andi verk hans umfaðma persónurnar um leið og þau eiga það til að fara ómjúkum höndum um til- finningalífið. Og svo vildi það svo skemmtilega til og var auðvitað engin til- viljun að amma Tcliaik- ovskys hét einmitt An- astasia Posokhova. En um hana er fátt vitað annað en að hún var föð- uramma hans sem hann þekkti ekki og sagðist sjálfur ekkert um vita. En amman Linda snýr bæði á sagnfræði og sannleika því hún veit auðvitað allt um þessa týndu persónu í veröld- inni, eins og gefur að skilja,“ segir Vigdís leyndardómsfull á svip og bætir við að amrnan Linda hefði aldrei borið því við að vera tvær persónur nema önnur væri að minnsta kosti á einhvers konar barmi heimsfrægðar. „Amman er jú með heimsfrægð á heilanum og er að því leyti lík ljölmörgum heil- brigðum íslendingum. Já, menn eru svo víða að gera það gott að það gleymist að líta í kringum sig. Þögnin er líka um slfkt afskipta- leysi,“ segir hún. „En það var líka auðvitað löngu ákveðið" „Fyrir ömmunni Lindu er tíminn rétt eins og hún vill hafa hann, allt er reyndar eins og hún vill hafa það og í rökréttu samhengi við þann ramma sem hún býr tfmanum sjálf- um og lífinu. Öll skynjun hennar er útreiknuð og út- pæld eftir hennar snurðulausa kerfi. Það var til dæmis engin tilviljun að Linda Pétursdóttir var kjörin Ungfrú Heimur 17. nóv- ember 1988. Nei, það var útreiknað því þann dag voru liðin nákvæmlega hundrað ár frá því að Þyrnirósarball- ettinn var frum- fluttur í Péturs- borg. Og það var svo sem satt, þótt ég geri sjálf ekki ráð fyrir að ball- ettinn sá hafi stjórnað valinu á Lindu P,“ segir Vigdís, sem lagðist í miklar rannsóknir á ævi og verkum Tchaikovskys áður en hún hóf skriftimar og hefur því allar dag- setningamar á hreinu. „Já, já, ég hafði heilmikið fyrir þessu,“ við- urkennir hún og bætir við að Linda Þorsteinsdóttir yngri hafi einmitt verið svo heppin að fæðast 7. maí, sama dag og Tchaikovsky. „En það var líka auðvitað löngu ákveðið." Klofnar í tvo einstaklinga til þess að lifa af „Innri rök heimsins hennar Lindu gömlu eru alveg jafn sterk og rök okkar heims. Þar er tíminn ekki neitt línulaga dæmi þar sem eitt tekur vjð af öðra í rökréttu sam- hengi. í heimi Lindu ráða aðrar reglur og aðrar reikningskúnstir en þær ganga líka upp. Enda hafa þær verið notaðar áður og gjörprófaðar. Og eru notaðar enn. Því miður. En amman Linda hefur kannski rétt- lætingu sem aðrir hafa ekki. Hún varð fyrir grimmilegu áfalli þegar hún var ung kona og til þess ein- faldlega að lifa af klofnar sjálfið hennar í tvær persónur sem saman nota þögnina sem valdatæki og bera ástina fyrir sig. Og til þess að geta beitt því tæki rétt verður Linda eldri smám saman að kenna nöfnu sinni galdurinn. Maður verður svo bara að vona að einn daginn verði slíkt heimsljós í veröldinni að menn hafni slíkum galdri. En til þess verða þeir lfka að horfast í augu við hann og þekkja hann,“ segir Vigdís og grípur niður í kaflann um fyrstu þagnaræfinguna. Jæja, nú geram við fyrstu þagnaræfmguna, sagði hún og við lögðumst þegjandi á stofugólfið og einblíndum um stund á ljósakrónuna. En það var af- skaplega veigamikið atriði að kunna að einblína. - Þegar þú blínir á eitthvað nógu lengi þá byrja augu þín að þegja. Þau sjá það sem þau horfa á en sjá það samt ekki. Vegna þess að smám sam- an fjarlægist hugsunin. Það er nauð- synlegt að þú gerir þér grein fyrir þessum hæfileika augnanna og virðir hann. En þegar augun hafa lært að þegja þá fara þau á stjá inni í lík- amanum og hvísla að hinum iðandi og hávaðasömu líffærum. Þau hvísla: Vigdís Grímsdóttir Þegiði lungu, þegiði smáþarmar, þegiðu ristill, þegiðu lifur, þegiði nýru. Þau hvísla þessu að öllum líf- færanum. Nema hjartanu. Vegna þess að rödd hjartans má aldrei þagna. Það er nefnilega hún sem heldur sálinni vakandi. Skilurðu þetta, litla manneskja? - Segðu þetta aftur mjög, mjög hægt, sagði ég. Hún gerði það. Og eftir að hafa einblínt á krist- alsljósakrónuna með gulu kertunum nokkuð lengi fannst mér eins og augu mín breyttust í loðna smákúlu. Kúlan skreið niður hálsinn og ofan í líkam- ann og hringsnerist þar dálitla stund. En síðan skreið hún varlega upp og þegar hún var komin á sinn stað í höfðinu breyttist hún aftur í augu sem opnuðust og ég byrjaði að hlæja. - Jæja, var þetta svolítið fyndið? sagði hún. - Augun breyttust í loðna kúlu. - Það er gott. Það er byrjunin. - Breytast augun kannski ein- hvern tímann í loðinn hund? - Þú skilur þetta bráðum. En núna hefurðu hitt þögnina í fyrsta skipti. - Hún var mjúk, sagði ég. - Já, en þú skilur ekki lífið fyrr en þú finnur þögnina alveg. - En þarf ég að skilja lífið? - Það á eftir að koma í ljós. - Kemur allt í ljós? - Það kemur allt í ljós sem þarf að koma í ljós ef maður þegir. - Komum við þá báðar í ljós? - Ætli það endi ekki með því. - Er þá kannski enginn sem sér okkur núna? - Fólk heldur að það sjái okkur. - En erum við samt ósýnilegar? - Ég hugsa að við séum það að ein- hverju leyti. - Einsog þegar er slökkt. - Já, Tchaikovskaia mín, einsog þegar er slökkt. Ur Þögninni Islandsför indíána Osköp er að vita þetta! BÆKUR Barnabók HLÆJANDIREFUR Eftir Þorgrím Þráinsson. Kápie teikning eftir Brian Pilkington. Ut- gefandi Iðunn, Reykjavík, 2000. Prcntun: Prisma - Prentbær ehf. 114 bls. ÞORGRÍMUR Þráinsson hefur notið mikilla vinsælda meðal barna og unglinga á undanförnum árum íyrir bækur sínar. Hann byrjaði á að skrifa út frá reynsluheimi sínum um tár, bros og takkaskó, en síðar hefur hann fet- að nýjar slóðir í sagna- gerð sinni. Bækur hans hafa notið mikillar hylli, jafnvel þótt þær hljóti að teljast vera misgóð- ar. Bókin Hlæjandi ref- ur er sagan um Úlfhildi og indíánastrákinn sem flúði til íslands. Sögu- hetjan er Úlfhildur, stúlka á fermingaraldri, sem sér í sjónvarps- fréttum að fundist hafi laumufarþegi um borð í skipi. Andlitsmynd er birt af hinum seka, dreng af indíánaættum, og vek- ur það mikinn áhuga Úlfhildar, sem þegar í stað hefur leit að piltinum. Til að gera langa sögu stutta finnur hún drenginn, þau kynnast og verða trún- aðarvinir. Besti hluti sögunnar tengist „Hlæj- andi ref“, en það er indíánanafn drengsins, sem greinilega er vel heima í menningu og sögutúlkun ind- íána, ekki síst er varðar ýmsar þjóð- sögur. Þrátt fyrir að vera indíáni er Hlæjandi refur að hálfu leyti hvítur maður og fyrir bragðið hlýtur ýmis- legt að togast á innra með honum. Sú staðreynd að hann hefur alist upp öll sín bernskuár hjá föður sínum, ind- íánanum, og ijölskyldu hans mótar engu að síður persónu hans og hugs- anir með afgerandi hætti. Margt er vel gert í þessari sögu, en samt sem áður virðist sem höfundur reyni í sífellu að skrúfa textann upp, sem síður en svo er til bóta. Þá er per- sónuleikasköpun Þorgríms dálítið sérstök. I öllum hans bókum era ein- hverjir sem hlytu að teljast vera kær- komin fórnarlömb eineltis. Þeir era of feitir, eða of mjóir eða í þessu tilfelli era þeir skítugir og fara of sjaldan í bað. Einhvern veginn virðist sú persóna sem fellur að þessari lýsingu í bókinni geta orðið jafn- skýr og vel meitluð án þess að þurfa að vera illa lyktandi og einræn, nánast skrýtin. Segja má að Hlæj- andi refur sé eins konar ævintýri sem ætlað er að tengja sama.n veröld nútímafólks á íslandi og indíána í Ameríku. Bók- in er að mörgu leyti vel skrifuð og sögu- þráðurinn skýr, en hún nær því ekki að verða trúverðug með nökkr- um hætti. Einn stærsti kostur þessa framlags Þorgríms Þráinssonar á bókamark- aðinn er hins vegar boðskapur sög- unnar. Henni er ætíað að fá lesendur til að íhuga að fólk af framandi kyn- þáttum getur gert okkur gott og haft jákvæð og skynsamleg áhrif á okkur og umhverfið. Sterk tengsl indíánadrengsins við náttúruna segja okkur jafnframt að við séum að fjarlægjast landið okkar, náttúruna og þá fegurð sem hún býr yfir. Því er óhætt að fúllyrða að ým- islegt megi læra af sögunni af Hlæj- andi ref og stöllu hans Úlfhildi. Sigurður Helgason BÆKUR Barnabók ILLA BYRJAR ÞAÐ Eftir Lemony Snicket. Brett Helquist myndskreytti. Snorri Hergill Kristjánsson þýddi. Mál og menning, 2000 - 166 s. ÞAÐ ER í hæsta máta óvenjulegt að höfundur vari við bókum sínum. Á bakkápu segir höfundur þessarar sögu einfaldlega: „Kæri lesandi, mér þykir leitt að þurfa að segja þér að þessi bók er einstaklega ömurleg. í henni er sögð mikil sorgarsaga um þrjú afar ógæfusöm börn.“ Þessi við- vörun hefur auðvitað þær afleiðingar að athygli lesenda er vakin. Hvað getur verið svona skelfilegt við þessa sögu? Höfundur hefur náð tilgangi sínum með viðvöruninni og þessi saga hefur farið sigurför um heim- inn. Sagan sem ber heitið „Illa byrj- ar það“ er fyrsta bókin í bókaflokki sem heitir á enskunni „A Series of Unfortunate Events" og er þetta jafnframt fyrsta bókin sem kemrn- út á íslensku. Sagan er í rauninni mjög drama- tísk og það sem hendir þessi blessuð börn er í meira lagi ótrúlegt og í alla staði skelfilegt. Fjóla er elst, fjórtán ára og rétthent (sem er atriði sem lesandi þarf að muna vel). Fjóla hef- ur áhuga á verkfræði, einkum tann- hjólum og talíum. Næst henni í aldri er Kláus en hann er 12 ára og hefur mestan áhuga á dýrafræði. Yngst er Sunna sem er bara smábarn og hefur fjórar flugbeittar tennur til að tjá sig með. Sagan hefst á því að þeim er til- kynnt að foreldrar þeirra hafi dáið í brana og allar persónulegar eigur barnanna hafi brunnið þar með. Þrátt fyrir það hafa foreldrar þeirra skilið eftir mikil auðævi sem börnin eiga að fá þegar Fjóla verður tekin í fullorðinna manna tölu. Systkinin lenda í alls kyns ótrúlegum hörm- ungum en öll sagan gengur út á að þau láta aldrei bugast og eru alltaf að leita lausna út úr þessum svakalegu raunum. Lausnirnar era ekki ein- faldar eða auðveldar. Til að leysa vandann á hverjum tíma leita þau í bækur og þau era sérstaklega fróð- leiksfús. Þau lesa lagabálka, kynna sér alls kyns verkfræðilegar lausnir, t.d. hvernig megi klifra upp lóðrétta veggi og svo framvegis. Fullorðna fólkið í sögunni er til lítils gagns fyrir munaðarleysingjana og ríkidæmi þeirra verður þeim til alls annars en ánægju. Þetta er mjög óvenjuleg bók og síður en svo að nokkur ástæða sé til að vara við henni. Hún er óvenjuleg hvað varðar efnistök eins og áður er sagt, þar sem aldrei virðist ætla að rofa til fyrir blessuðum börnunum og um leið og eitthvað ætlar að rætast úr kemur upp nýtt vandamál sem kallar á nýja lausn. Þar sem þetta er bók í ritröð hljóta lesendur að bíða spenntir eftir því að fá næstu bók. Sagan er líka óvenjuleg hvað varðar stílinn. Sögumaður stingur upp kolli nokkuð oft og útskýi’ir fyrir lesanda hvað hann eigi að halda eða hvað muni gerast næst eða að hann skorar á lesanda að hugsa um hvernig hann hefði sjálfur brugðist við, ef hann stæði í sporum þessara barna. I stuttu máli er þetta bók sem krakkar geta haft bæði gagn og gaman af að lesa. Þau hljóta að taka meiri þátt í atburðarás sögu þar sem sífellt er verið að hvetja þau til að hugsa um hvað þeim finnist um það sem er að gerast. í það minnsta er ekki nokkurt barn á í slandi sem gæti búist við öðrum eins persónulegum hörmungum og þessir krakkar þurfa að glíma við og sagan hefur því á sér vissan ævintýrablæ. Þetta eru nú- tímalegar Herkúlesarþrautir sem krakkarnir era að glíma við. Sigrún Klara Hannesdóttir Tímarit • ÚT er komið tímarit Sögufélags- ips Ný saga. Sigurður Narfi Rúnarsson skrif- ar greinina Hnefaleikar á Islandi. Ágrip af sögu íþróttarinnar og að- dragandi hnefaleikabanns. Karl Grönvold jarðfræðingur fjallar um landnámslagið svonefnda og ösku- lagatímatalið í ljósi nýjustu rann- sókna á borkjörnum úr Grænlands- jökli. Rdsa Magnúsddttir fjallar um lítt kannaða hlið kalda stríðsins í greininni Menningarstríð í uppsigl- ingu. Rósa segir frá þeirri athygli sem íslendingar fengu hjá risaveld- unum á sjötta áratugnum sem lýsti sér í keppni um að senda hingað frábæra listamenn sem efldu menn- ingarlíf þjóðarinnar. Guðmundur J. Guðmundsson ritar greinina Þorsk- ar í köldu stríði, en í henni er sagt frá áhrifum landhelgisdeilna íslend- inga og Breta á samkomulagið inn- an NATO. Miðaldasaga er á dag- skrá í grein Torfa Tuliniusar um valdasókn Snorra Sturlusonar og bræðra hans. Þar beitir hann kenn- ingum franska félagsfræðingsins Pierre Bourdieu um þrjár tegundir auðmagns til að útskýra völd Sturl- unga á 13. öld. _ Hús með sál - þjóðarsál nefnir Ólafur Rastrick umfjöllun um Þjóð- menningarhúsið nýja við Hverf- isgötu og sýningar sem þar eru. Síðastliðið sumar tók Ragnheiður Mdsesddttir viðtal við Gunner Lind lektor við Kaupmannahafnarhá- skóla og birtist afraksturinn í þessu hefti. Undir fyrisögninni Af bókum fjallar Gunnar Karlsson um stór- virkið Kristni á íslandi frá ýmsum hliðum og nefnir greinina Verkið sem tókst að vinna. í þættinum Sjónarhóll segir Steinunn Jdhann- esddttir frá ferð sinni til Alsír en þar kannaði hún hvort tiiværu ein- hverjar heimildir um þá íslendinga sem rænt var í Tyrkjaráninu. í Sjón og Sögu tekur Þorleifur Frið- riksson til athugunar táknmál í fán- um verkalýðshreyfingarinnar hér á landi og leitar að fyiirmyndum er- lendis. Ný saga fæst á skrifstofu Sögu- félags í Fischersundi ogínokkrum bókabúðum. Þorgrímur Þráinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.