Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 E 7 Laun heimsins í spéspegli LAUN heimsins heitir nýútkomið safn örleikrita eftir Kjai'tan Arna- son rithöfund. Leikritin eru spaug- söm og frískleg að hætti höfundar en augljóst er að nokkur alvara býr að baki hinum glaðværa framsetn- ingarmáta. Stungið er á ýmsum kýl- um í mannlegum samskiptum, svo sem sambandsleysi fólks og sér- hyggju manna. Þannig fjallar eitt leikritið um mann sem verður fyrir því óláni að aka yfir hjólandi mann og er í öngum sínum yfir skemmdum á bíl sín- um. Þessa sérgæsku sem setur æ meiri svip á daglegt líf okkar hefur Kjartan áður tekið til umfjöllunar í verkum sínum. Eg spyr hann fyrst að því hvað fyrir honum vaki með örleikritunum? „Þetta eru stuttir textar, stutt leikrit um afmarkað efni og það er tekinn flötur á málunum sem verður einskonar spéspegill fjjrir aðstæðurnar,“ svar- ar Kjartan Arnason: „Þeim spé- spegli gæti fólk speglað sig í og hin- ar ýmsu og ólíklegustu aðstæður sem upp koma væri einnig hægt að spegla í þessum spegli.“ Eru örleikritin samin fyrir svið eða til lesturs? Þau eru óneitanlega bæði sjónræn og leikræn í senn? „Að semja þessi verk fyrir ieik- svið var nú aldrei hugsunin á bak við þetta, frá uppliafi var þetta texti í huga mér. Auðvitað er þetta sett upp eins og þetta séu leikrit, og ég er alveg viss um að þau nytu sfn á leiksviði, þótt stutt séu.“ Nú hefur það verið reynt er það ekki, hvemig lukkaðist það? „Við héldum smá útgáfuteiti í til- efni útkomu bókarinnar og þar voru leikarar sem leiklásu leikritin og það kom mjög vel út.“ Þú skiptir örleikritunum f flokka í bókinni, sá fyrsti heitir Stríðum, vinnum vorri þjóð. Má kenna þarna heimsádeilu eða gagnrýni á það sið- ferði sem ríkir í heiminum? „Nei, nei, þetta er eins og ég segi spéspegill á hörmulegar aðstæður. Þarna er brugðið upp fáranlegri hlið á stríðsrekstri sem oft er ekki annað en eiginhagsmunir einhvers afmarkaðs hóps sem riðlast á öðr- um hópi. I mínum huga er svona rekstur algjörlega fráleitur.“ Finnst þér þú skrifa öðruvísi þeg- ar þú skrifar örleikrit en þegar þú ert að yrkja ljóð eða skrifa skáld- sögurnar þínar? Nýjar bækur • UT er komin bókin Bara hcppni eftir Helga Jónsson. I tilkynningu frá útgefanda segir: „Bara heppni er áhrifarík bók sem dansar á milli þess að vera fyndin og sorgleg. Hér er á ferð- inni vönduð og raunsæ saga sem snertir menn. Þetta er ung- lingabók sem fullorðnir ættu ekki síður að lesa, enda á hún fullt erindi við alla aldurshópa." Helgi Jónsson hefur sent frá sér fjölmargar bækur á und- anförnum árum, þ.á m. met- sölubækurnar Allt í sleik, Rauðu augun og Gæsahúð- arbókaflokkinn. Útgefandi er Bókaútgáfan Tindur, Ásprent prentaði og Sumarliði E. Daðason hannaði kápu. Bókin er 131 bls. Helgi Jónsson „Nei, ef maður skrifar þá skrifar maður bara, maður setur sig ekki í neinar stellingar gagnvart þessu formi eða hinu. Þetta er texti hvort sem þetta er ljóð eða eitthvað ann- að. Þegar ég skrifa barnabækur þá er ég alveg jafn alvarlega þenkj- andi um efnið ogþegar ég skrifa annan texta. Þessi leikrit eru ekki bara hopp og hí og tra- lala. Það er alvarlegur undirtónn í þessu ef menn vilja en það er óneitanlega húm- orískur fiötur á flest- um málum, jafnvel fá- ranlegur. Það er þarna eitt leikrit sem heitir „Pont du Ciel“ og það var skrifað út af afkáralegri deilu á Haiti, einræðisherr- ann Papa Doc fór frá völdum og þá átti son- ur hans Babe Doc að taka við. Þeir feðg- Kjartan arnir lifðu í slíkum Arnason lystisemdum að annað eins þekkist vart á byggðu bóli, eins og maður heyrir mjög gjarnan um einráða valda- menn sem skara eld að sinni köku meðan þjóðin sveltur. Þetta leikrit spratt upp úr þessari deilu. Aðstæð- urnar sem er lýst þarna sá ég ein- hvern tíma í sjónvarpsfréttum, eig- inlega nákvæmlega eins. Maður sem festist undir einhverjum brynd- reka eða einhverju slíku, festist undir honum að hálfu leyti. Drek- inn ók yfir fæturna á honum og maðurinn liggur þarna ósjálf- bjarga, á endanum ók bryndrekinn áfram og yfir manninn allan. Leik- ritið er sett upp eins og útsending sjónvarpsstöðvar sem er að skrapa upp æsileg atriði í útsendingu sína.“ Hvað vilt þú segja mér um örleik- ritið Frelsi, sem lýkur á heldur óvæntan hátt? „Þarna eru tveir mjög djúpt þenkjandi menn, annar er einhvers konar gúru, að tala saman. Menn- irnir tala saman um lífið og sér- staklega dauðann ef ég man rétt á þessum djúpu nótum, en svo allt í einu man neminn eftir að það er komin pása, og þá er komið að val- frelsinu. Neminn spyr gúrúinn hvað þeir eigi að fá sér í kaffi. Þá verður spurningin sú hvort vill gúrúinn se- ven up eða spræt, og gúrúinn er snöggur að velja og velur spræt. En neminn er lengi að velja úr nokkr- um ílöskum af seven up en velur að lokum réttu flöskuna og þá segir gúrúinn: „Þér fer fram, sonur minn.“ Þetta gerist sennilega ekki í raunveruleikanum í þessari mynd en eru aðstæður sem gætu vel kom- ið upp. Við þurfum ekki annað en að huga að forsetakosningunum í Bandaríkjunum til að sjá aðstæður sem engan myndi gruna að gætu komið upp, en koma upp og eru fyr- irtaksefni í örleikrit." Hjól R: Átt þú þetta hjól sem er hérna fyrir utan? S: Nei. R: Nú? Heldur hver? S: Ég veit það ekki. R: Nú? Eru einhverjir aðrir hér inni en þú? S: Nei. Ekki nema þú þá. R: Enga andskotans útúrsnún- inga! Hver á þetta hjól? S: Ég veit það ekkert maður! Til hvers þarftu að vita það? Ertu frá skattinum? R: Nei ég keyrði yfir það. S: Og hvað með það? R: Það skemmdist hjá mér bíllinn. S: Og hvað með það? R: Maðurinn sem var á því svarar mér ekki þegar ég spyr hver eigi það. Tjaldið. Ur Launum heimsins - Örleikrit. Finnskt og framandi SJALDAN rekur á fjörur okkai’ finnskar bækur þýddar af frummál- inu. Það sætir því nokkrum tíð- indum að nú kemur út öndveg- isverkið Sjö bræður eftir Aleksis Kivi. Verkið kom fyrst út árið 1870. Hér segir af sjö fullvaxta bræðrum sem samfélagið vill siða til og ráðsk- ast með. Þeir taka þó til sinna ráða, yfirgefa siðmenninguna og flytjast út í skóg. Tíu árum síðar snúa þeir aftur til byggða reynslunni ríkari og ná sáttum við Guð og menn. Bræð- urnir sjö eru ólíkir og kemur það vel fram í orðfæri hvers og eins og at- höfnum. Samt standa þeir saman í gegnum súrt og sætt. Aðalsteinn Davíðsson þýddi verkið og segir okkur frá því og þeim sess sem það skipar í finnskri menningu. Hvemig kom það til að þú þýddir Sjö bræður? „Ég var sendikennari í Helsinki í alls fjóra vetur og sótti námskeið í finnsku í framhaldi af því,“ segir Að- alsteinn. „Skólaárið 1996-7 fékk ég finnskan námsstyrk og stundaði nám í finnsku, bókmenntum og þjóð- fræði við háskólann í Jyváskylá. Einn kennarinn lét okkur lesa nokkrar síður úr Sjö bræðram. Textinn reyndist mér auðveldari en ég hafði búist við - ég hafði hrein- lega ekki lagt í það fyrr að skoða liann á finnsku en fór þarna að lesa hann og stuttu síðar að þýða.“ Hvernig er finnskan og hvað hafð- ir þú að leiðarljósi við þýðinguna? „Finnskan er stórmerkilegt tungumál. Málfræðin er að sumu leyti léttari en sögur fara af en orða- forðinn er strembinn," viðurkennir Aðalsteinn. „Aherslur fylgja sömu reglum og í í'slensku og hrynjandin áþekk. Kivi var einnig ljóðskáld og stundum breytist textinn í verkinu hreinlega f ljóð. Þá beitir hann stuðlasetningu lfkt og við þekkjum í íslensku. Málið á Sjö bræðram þykir dálftið þungt fyrir Finna dagsins í dag en ég vildi ekki þýða það þannig að það væri þungt fyrir íslenska les- endur. Þó kom ekki annað til greina en þýða verk Kivis á klassi'ska ís- lensku. Samt hafði égþað fyrst og fremst í huga að textinn yrði læsi- legur.“ Aðalsteinn var á íslandi þegar hann þýddi verkið. „Ég tel það nauð- synlegt að vera í umhverfi málsins sem þýtt er á því glíman er fyrst og fremst við eigið tungumál. En ég fór til Finnlands til að bera ýmis atriði og orð undir heimamenn og auðvit- að var ég í tölvusambandi við fróða menn. Sum orð voru ófinnanleg í orðabókum, önnur höfðu mismun- andi tilfinningamerkingu. Ég hef lesið töluvert af finnskum þjóðsög- um, sem kom sér vel við þýðinguna, og svo hafði ég biblí- una við höndina á báð- um málum. Þaðan koma nokkrar tilvitn- anir en oft fara per- sónurnar ekki rétt með og slíkt. þarf að halda sér í þýðingu. Þýðingum fylgir ábyrgð. Þýðandi er að reyna að sýna verk annars manns en Iilýt- ur samt einhvern tím- ami að þurfa að vfkja aðeins frá frumtext- anum. Þýðandinn tel- ur sig oft vanmátt- ugan en getur huggað sig við það að ef engir Aðalsteinn Davíðsson væru þýðendur væru engar heims- bókmenntir til,“ og eru það orð að sönnu. Þú talar um ábyrgðina, segðu okkur frá stöðu Aleksis Kivis og Sjö bræðra í finnski-i inenningu. „Á 19. öld í Finnlandi var sænska tungumál stjórnsýslu og menntunar þótt aðeins fjórðungur þjóðarinnar hefði hana að móðurmáli. Finnar sem gengu menntaveginn, með finnsku að móðurmáli, urðu að hefja nám á því að læra sænsku. Finnar lentu undir Rússum 1809 og þegar leið á nítjándu öld tóku Rússar til við að halda að þeim rússnesku í staðinn fyrir sænsku. Finnar brugðust við með því að efla hag finnskuimar. Menntamenn fylltust þjóðeraisást og fóru að tala finnsku. Þó efuðust margir um að jafn bókmenntalaust mál, bundið við bændur og skóg- arhöggsmenn, gæti borið uppi menntir og vísindi.“ Sjö bræður er fyrsta bókmennta- verkið sem var skrifað á finnsku. Kivi sannaði þarna aö finnskan gæti staðið undir bókmenntum og menn- ingu. Verkið var eina skáldsagan lians en hann skrifaði nokkur leikrit og ljóð svo hann er líka brautryðj- andi á þeim sviðum. Skáldsagan fékk þó ægilega dóma þegar hún kom út því menn voru ekki undir það búnir að fá aðra eins þjóðlýs- ingu. Höfuðskáldin Runeberg og Topelius sýndu Finna sem hátíðlega, alvarlega og kyrrláta en bræðurnir sjö eru ólæsir og uppreisnargjarair, skrafskjóður og slagsmálahundar þegar svo ber undir. Omildir rit- dómar riðu Kivi að fullu. Hann dó hálfu öðru ári eftir útkonni bók- arinnar. Sjö bræður er skyldulesning í menntaskólum í Finn- landi svo allir þekkja til verksins og skipar það stóran sess í allri menn- ingu þeirra." Finnland er eitt af Norðurlönd- unum en samt er finnska og finnsk menn- ing framandi Islend- ingum. Það hlýtur að líkjast trúboði að kynna finnska menningu á ís- landi. „Ja, það er kannski of djúpt tekið í árinni að kalla mig trúboða," svarar Aðalsteinn kímhm, „en ég er oft spurður hvort Finnar eigi nokkrar bókmenntir sem vert sé að lesa. Þá spyr ég á móti hvernig þeir standi sig í þeim greinum sem ekki reyna á tungumálakunnáttu svo sem húsagerðarlist, vélsmíði, tölvutækni, hönnun, og vísindum. Það er sama hvar er borið niður,“ að sögn Aðalsteins, „Finnar era alls staðar í fremstu röð.“ rjr |veir dagar eru liðnir. Um- hverfis borðið í stórustofu meðhjálparans sitja bræð- urnir og stagast á stafróf- inu eftir því sem ýmist meðhjálparinn eða lítil átta ára dóttir hans segja fyr- ir. Þannig æfa þeir lesturinn af kappi, með opin stafrófskver í höndum og svitadropa á enni. En aðeins getur að líta fimm bræðranna frá Jukola á bekknum innan við borðið. Hvar eru Juhani og Timo? þarna standa þeir í skammarkróknum úti við dyrnar og hárið á þeim, sem voldugur hrammur meðhjálpai-ans hefur rótað í, stendur enn strítt út í loftið. Ofur hægt miðaði námi bræðranna og ekki örvaði ógnarleg harka læri- föðurins heldur Iamaði hún þvert á móti æ meii' vilja þeirra og hugsun. Juhani og Timo þekktu varla meira en A, kunnátta hinna var komin nokkrum bókstöfum lengra. Himin- hrópandi undantekning var bróðir þeirra Eero sem hafði þegar komist yfir stafrófið og var nú farinn að stafa injög svo lipurlega. Úr Sjö bræðrum Strákagrín í tölvupósti BÆKUR Inglingabók S V ARTISKÓLI Eftir Ólaf Sindra Ólafsson og Ragnar Þór Pétursson. Æskan 2000, 200 bls. SVARTISKÓLI er óvenjuleg bók. Hún er ekki skáldsaga, ekki smá- sagnasafn, ekki ljóðabók, ekki sam- talsbók heldur eins konar sýnishorn úr tölvupósti 16 ára stráks í heima- vistarskóla. Það er eitt tölvubréf á hverri síðu, stundum eru þau tvær línur, stundum tíu en sjaldan meira. Flestir unglingsstrákar nota tölvur og netið sér til skemmtunar og fróð- leiks. Tölvupóstur og spjallrásir eru nýtt tjáningarform unglinga, stráka fremur en stelpna, og nú er svo kom- ið að krakkar eru fai'nir að skrifa bréf aftur eftir að fólk hefur meira og minna hætt að skrifast á. Það er ánægjulegt að tungumálið sé notað á þennan hátt því að sjálfsögðu verða menn að gera sig skiljanlega í þess- um orðsendingum. Aftur á móti er þessi póstur stundum lítið annað en orðsendingar og oft meira talmál en ritmál þótt í þennan hér vanti allar enskusletturnar sem krakkar nota sín á milli. Tveir höfundar eru ski’ifaðir fyrir bókinni og geri ég ráð fyrir að þeir séu unglingai' sem eru sleipir í tölvu- póstinum og vilji leyfa fólki að njóta góðs af því. Það er mikill galli að út- gáfufyrirtækið skuli ekki geta þess á kápu hverjir þessir höfundar eru. Það vantar allar upplýsingar. Það er samt sem áður nokkuð augljóst að höfundarnir þekkja vel líf í heima- vistarskólum og hafa sett sig sæmi- lega inn í hugsanagang stráks sem hefur sáralítinn áhuga á náminu og er ekkert of sjálfsöruggur. Einnig kemur vel fram unglingsleg kald- hæðnin í gríninu sem tölvustrákar á þessum aldri ei-u ágætir sérfræðing- ar í. Nafnið á sögunni er hins vegar undarlegt þar sem vísun þess er í kukl og forneskju en raunin er allt önnur þegar bókin er lesin og aldrei minnst á nafnið. Bókin er orðsendingar stráksins Kobba til besta vinar síns, foreldra sinna og bróður frá því að fyrsta framhaldsskólaárið hefst um haust og þai' til því lýkui' um vorið. Bréf hinna eru ekki með og þess vegna er þetta líkara dagbók þó að það sé hluti af stílnum að lesandinn eigi að ráða í efni bréfa þeirra. Kobbi er ágæt tilraun til alvarlegrar persónu- sköpunar, ég er ekki frá því að það glitti stöku sinnum í einsemd og heimsangist unga mannsins en sú bókmenntalega sköpun er kæfð með endalausum, misbarnalegum uppá- tækjum og aulafyndni. Þessi fyndni er oft prýðileg og hittir áreiðanlega beint í mark hjá venjulegum 13 - 17 ára strákum sem eiga heilmikið sam- eiginlegt með bréfritaranum. Þar má til dæmis nefna námsleiðann, tvö- feldni gagnvart foreldrum, tilraunir til að snúa á misskemmtilega kenn- ara og uppburðarleysi gagnvart ægi- fogru kvenfólki. Það er bara alltof mikið af fyndninni og uppátækin vara frá hausti til vors. Það vantar framvindu, ris og þróun hjá aðalper- sónunni, það vantar meiri upplýsing- ar um aðstæður og það hefði gefið bókinni meiri vídd að gefa ástæður hlutanna í skyn. Bækur þurfa ekki endilega að hafa í sér upphaf, miðju og endi eða þroskastökk persónanna. En þá þurfa þær að birta áhugaverðar, fjöl- breyttar myndir og brot sem eru lít- ill heimur út af fyrir sig. Það hefði verið upplagt að geyma þessa bók um sinn og leiðbeina höfundum hennai' örlítið svo að úr mætti verða heilsteypt saga um strákinn Kobba þannig að hann skildi eftir sig eitt- hvað annað en létt grínið. Það þarf ekki mikið til því að grunnurinn er fyi-ir hendi. Þó að krakkar gætu vel skemmt sér yfir tölvupóstsendingum í Svartaskóla vilja þeir helst lesa bækur sem hafa áhrif. Hrund Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.