Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 E 18 BÆKUR MARÍA Myrká er einstæð móðir í þriðja ættlið í sögu Rög-nu Sigurð- ardóttur, Strengir. Maria sver sig í ætt kvenna sem hver á sinn hátt hafa svalað frelsisþrá sinni á mis- munandi tímum. Allar eiga þær sameiginleg sterk tengsl við nátt- úruna sem vakir yfir þeim á ein- stakan hátt. María kynnist Boga í Reykjavík á níunda áratugnum. Þau vita bæði að þau eru og verða stóra ástin í lífi hvors annars, en þau eru ung og þeim reynist erfitt að halda í hamingjuna. Bogi hefur ekki síður frelsisþrá en María og hennar ættmæður - en það má segja að hans frelsisþrá hafi afleiðingar sem bitna á öllum sem eru nátengdir honum, jafnvel færa að því rök að hann raunveru- Iega glati sínu frelsi. „Já,“ segir Ragna, „hann er dálít- ið fórnarlamb. Hann og María eru af hinni svokölluðu X-kynslóð, fyrir utan það að þau lifa ekki þessu inni- haldslausu lífi sem alltaf er verið að heimfæra upp á þá kynslóð." Fórnarlamb hverra er hann? „Hann er dálítið fómarlamb okk- ar tíma þar sem fólk er alltaf að skilja. Mennirnir fara oft ver út úr þeim en konumar. Þær hafa yf- irleitt börnin hjá sér og hafa þá haldfestu og jarðbindingu sem því fylgir. Þeir fara oft á mis við það og verða daprir helgarpabbar ein- hvers staðar í kjallara þangað til þeir finna aðra konu og önnur börn. Eins og náttúruandinn sem vakir yfir konunum segir á einum stað í bókinni, þá vonar hún að ein- hver heimsæki mennina líka -vegna þess að þeir eru aleinir." Nú er ástarsaga Maríu og Boga í forgrunni, saga þar sem ástin hefur mörg og breytileg andlit. En þú bregður líka upp fleiri myndum af ástinni. „Já, einkum ástarsögu móður hennar og ömmu og það er sagt frá því hvemig þeim tókst að finna lífi sínu farveg. Móðir Maríu hefúr val- ið aðra leið til þess en María. Hún er í sambúð með manni en á vissan hátt er hún einstæð móðir vegna þess að hjá henni em börnin númer eitt, síðan er það landið og náttúran númer tvö og hún beinlín- is flýr heimilið í nokkra mánuði á ári til þess að vera frjáls. Sambýlis- maður hennar, fóstri Maríu, er númer þrjú. Hennar eina leið til s Astin mörg þess að vera í sambúð við þennan mann er að elska hann ekki of mik- ið. Þannig heldur hún sjálfstæði sínu - en tap- ar mikilvægum þáttum um leið.“ Síðan er amman sem á barn sem er föð- urlaust og hún elur upp ein - rétt eins og María. Ástargæfan er ekkert gefin hjá þessum kven- legg. Svo er það fjórða konan, Sigrún, eig- inkona Boga. Er hún og María ekki fómarlömb hans? „Þau eru öll þrjú fórnarlömb viðhorfa sem liggja í samfélaginu. Það sem skilur á milli Sigrúnar og Maríu er að Sigrún lít- ur til lengri tfma og ákveður að standa þetta af sér eins og hvert annað óveður. Hún vill halda í föð- ur barnanna sinna, þrátt fyrir allt.“ Bogi er nú ekki þjakaður af trú- festu. „Nei, það er frekar óljóst hvað honum finnst. Tilfinningum hans er ekki beinlínis lýst og lcsandinn upplifir sig frekar inn í óöryggi Maríu gagnvart honum. Hann er kannski ungur og á reiki og veit ekki hvað hann vill eins og marg- ir.“ Heimur spennunnar togar kannski dálítið í hann, jafnvel strax í upphafi þegar hann er í viðkvæmu og ungu ástarsambandi við Maríu. „Já, hún vill meira öryggi. Hann er forvitnari og hún er tilbúin fylgja honum og leggja heilmikið á sig til þess að halda í hann.“ Nú spannar sagan tíu ár af sögu þeirra og ástin tekur á sig aðra mynd, tilfinningarnar breytast. í upphafi er ást hennar einlæg en þegar sambandið brestur er eins og ástin nærist bara á sjálfri sér í lausu lofti. „Já, María þroskast og áttar sig hefur andlit loksins á því að draumar hennar hafa ræst en þeir voru bara ekki þeir draumar sem hún lagði af stað með í upphafí.Þegar þau hittast aftur er hún að reyna að end- urvekja minningu sem verður aldrei aftur til. Sú ást sem þau áttu einu sinni verður aldrei aftur. Þau reyna bæði að halda áfram með hana eins og hún var - en þau hafa breyst þannig að þau ná auðvitað aldrei að finna hana. Þau finna eitthvað annað í staðinn." En hún er jafnframt reið út í hann? „Já, en hún er ekki síður reið út í sjálfa sig fyrir að hafa elskað hann og gloprað því út úr höndunum á sér. Hún veit ekki hvort það voru mistök. Þetta snýst ekki síst um þá reiði sem hún fann í rauninni til í fyrri hlutanum, þegar hún var ung og óreynd, en veitti aldrei útrás. Hún fær útrás fyrir hana tíu árum seinna og verður frjáls. María hef- ur staðið í stað í öll þessi ár. Hún hefur ekki getað haldið áfram með líf sitt. Hún missti sambandið við Boga og bestu vinkonu sína. Hún hefur ekki komið lífi sínu aftur á réttan kjöl. Hún hefur eignast dótt- ur en er ekki alveg ánægð. Þegar hún áttar sig loksins á þvf að hún getur losað sig við það sem hefur staðið henni fyrir þrifum, getur hún haldið áfram með líf sitt.“ X-kynslóðin? Er hún eitthvað öðruvísi en aðrar kynslóðir? „Mér finnst það ekki. Það er búið að tala mikið um þetta innihalds- leysi sem er talið einkenna hana. En það er ekki til staðar - ekki í ná- vígi.“ Ragna Sigurðardóttir Stórfín eskimóasaga BÆKUR Þjdd skáldsaga FYRIR NORÐAN LÖG OG RÉTT Eftir Ejnar Mikkelsen. íslensk þýðing: Hlér Guðjónsson. Al- menna útgáfan, Reykjavík 2000, 154 bls. Á BAK við dálítið fráhrindandi titil þessarar bókar er stutt en afar hcillandi skáldsaga danska heimskautafarans Ejnars Mikk- elsen. Sögusviðið er nyrstu hlut- ar Alaska, heimkynni eskimóa og fleiri byggðir þeirra og hvítra manna. Sagan gerist á fyrri hluta aldarinnar, þegar hvíti maðurinn er að taka sér bólfestu meðal eskimóa með þekktum hliðar- verkunum. Eskimóar verða háðir hvíta manninum og öllum hans framandi varningi og vilja ólmir fá vopn, mjöl, sykur, brennivín og tóbak í skiptum fyrir hval- skíði, skinn og aðra verslunar- vöru. I kaupbæti fá þeir sjúk- dóma hvíta mannsins og einhvers konar réttlætingu fyrir slæpings- skap og fylleríi. Aumingja eskimóarnir! En heldur saga Ejnars yfir manni fyrirlestur um hvað hvíti maðurinn hafi verið grimmur að leiða þessi örlög yfir flinka veiðiþjóð? Nei, ekki fannst mér þetta uppáþrengjandi og sálarhreinsandi saga manns með samviskubit, heldur sannarlega seiðandi og vel sögð saga um kvalafulla hnignun einstaklings og upprisu hans. í því hutverki er eskimóaleiðtoginn og veiði- maðurinn snjalli, Sachawachiak. Sterkur eskimói hann Sacha- wachiak, einskonar Gunnar á Hlíðarenda síns samfélags, best- ur í öllu og leggst ekki í fyllerí. Og á auðvitað langfallegustu og eftirsóttustu konuna. „Hún er fögur á að líta og grannur líkami hennar er klæddur í dýrmæt skinnklæði.“ (11) Þetta er vissulega saga menn- ingarárekstra hvítra og inn- fæddra, en ekki síður þroskasaga manns sem eftir ótrúlega þrauta- göngu og niðurlægingu finnur sjálfan sig á ný með hjálp hæfi- leika sinna, ekki síst hæfileikans til að fyrirgefa. Sachawachiak hatar hvíta manninn ósegjanlega eftir að hann missir völd sín í hendur tveggja sjóara af hval- veiðiskipi sem setjast að í þorpi hans. Röð tilviljana leiðir þessa atburðarás fram og fyrr en varir er Sachawachiak búinn að missa öll sín verðmæti í hendur sjóar- anna, sem hafa það að markmiði að græða sem mest og brjóta þennan furðuþrautseiga eskimóa á bak aftur. Það endar með því að annar sjóarinn, Joe, kemst yf- ir hina fallegu konu Sachawachi- aks á meðan hann dvelst nauð- ugur fjarri þorpi sínu á hreindýraveiðum. Sachawachiak dáir konu sína og því er ekki að sökum að spyrja þegar hann fréttir að heima í þorpi sé Joe búinn að hafa af honum konuna. Hann ekur í loftköstum heim í þorpið, sprengir sleðahunda sína einn af öðrum og hefndarhugur hans berst á undan honum eins og fellibylur og ætlar allt um koll að keyra. Joe flýr með konuna úr þorpinu, lamaður af hræðslu. Við tekur æðisgenginn eltingaleikur, sem endar í algerri sturlun. „Hann varð að halda áfram, hann varð að hefna sín, hversu lengi sem hann yrði að veita þeim eft- irför.“ (72) Sachawachiak kemst að því síðar að hatur hans beind- ist ekki gegn hvíta manninum heldur manni sem misbauð hon- um og reyndist vera hvítur. Það voru gerðir þessa tiltekna manns sem kölluðu á hefndaraðgerðir. Spurningunni um það hvort rétt- lætanlegt sé að beina hatri og reiði að heilum kynstofni eða bara tilteknum hópi fólks á grundvelli misgjörða fárra full- trúa hans er svarað með skýrum hætti í þessari bók og líklega felst meginhugsun sögunnar í þessu atriði. Tilbrigði við þetta stef er alls staðar í kringum mann. Hvað skyldu margir Pal- estínumenn hata alla Israels- menn þessa stundina og öfugt? Hve margir írakar skyldu vilja eyða Bandaríkjamönnum öllum með tölu og hvað ætli ísland hafi átt marga Sachawachiaka eftir Tyrkjaránið? Ég vona að sem flestir lesi þessa bók um jólin. Þótt sviðið sé ískalt er feiknaleg- ur hiti í þessari sögu. Orlygur Steinn Sigurjónsson Fyrstu vikurnar eftir að María kynnist Boga geng- ur hún alltaf í vinnuna á leikskólanum. Um hálf- tíma gangur er niður á Vesturgöt- una og hún gengir í myrkri því það er komið langt fram á haust. Það birtir ekki af degi fyrr en eftir tíu á morgnana en María vaknar klukkan sjö. Eins og um miðja nótt. Hún kann því vel. Þykir myrkrið notalegt. Það sem áður var erfitt, jafnvel kvöl, er nú ánægjuefni. Myrkrið um- lykur í stað þess að kæfa, kalt morg- unloftið er svalt og hressandi, hver andardráttur er ljúfur, sætur og full- ur fyrirheita. Þegai- snjóþungt er sökkva kuldaskórnir í skaflana og hún hlær, hún er aftur sem barn og gleðst yfir litlu. Tvisvar á dag er útivistartími á leikskólanum. Stundum gengur Bogi framhjá og horfir yfir girðinguna í von um að sjá hana. Hann veifar og þegar hún kemur auga á hann veifar hún á móti. Þau tala ekki saman, horfast bara í augu og brosa. Eftir stundarkorn gengur hann aftur af stað. María stendur alltaf kyrr og horfir á eftir honum. Hún dáist að ákveðnu göngulagi hans, síðum frakkanum, að því hvernig hann heldur á leðurtöskunni undir hand- leggnum. Áður en hann hverfur úr augsýn lítur hann við og sér að hún horfir ennþá, brosir aftur og veifar. Eftir vinnu stendur hann oft og bíður eftir henni við hliðið. Þau ganga niður Vesturgötuna niðurí miðbæ, setjast stundum inn á Hressó eða fara á Mokka og fá sér cappucino. Þau lesa blöðin og segja hvort öðru frá atvikum dagsins, frá uppátækjum bama og prófessora. Þau haldast alltaf í hendur. Allar helgar eru þau saman allan sólarhringinn, oftast í kjallaranum hjá Maríu. Bogi situr gjarnan á dýn- unni úti í horni með bækur sínar og lærir á meðan María prjónar eða saumar eða föndrar fyrir börnin eða sjálfa sig. Stundum les hún, mest leikrit, og oft upphátt. Fyrir svefninn les hún fyrir hann, venjulegast það sem hún er að lesa í það og það skiptið. Hon- um finnst gott að sofna við hljóðþýða og bamslega klingjandi rödd henn- ar. Ur Strengir. Tjarnar- ævintýri BÆKUR Barnabók HNOÐRI LITLI Texti og myndir: Anna Vilborg Gunnarsdóttir. Mál og menning, 2000. 20 bls. LITLIR andarungar eru eftirlæt- isdýr hjá bömum og höfundar hafa notað endur og andamnga til að koma boðskap sínum á framfæri eins og t.d. í sögunni um Ljóta andarungL ann. En þegar sagan sjálf gerist við Tjörnina í Reykjavík fá börnin sögu- svið sem þau þekkja vel. Oft heyrist líka talað um það í fréttunum á vorin að veiðibjöllurnar hirði unga upp af Tjöminni án þess að ungamamma fái rönd við reist. Böm hafa mikla rétt- lætistilfinningu og eru því ekki lengi að taka afstöðu með þeim sem era minnimáttar. Sagan fjallar um andafjölskyldu og fimm unga sem komast úr eggjum að vori. Einn þeirra, Hnoðri, er minni og ekki eins duglegur og systkini hans. Hann er líka fomtinn og áður en nokkur veit er hann orðinn skot- spónn veiðibjöllunnar sem grípur hann í gogginn. Hnoðra verður það til lífs að kríumar hafa séð til hans og ein þeirra kemur honum til bjargar. Sagan er því spennandi og þar sem hún endar vel er ekki hætta á öðra en að sagan haldi hlustanda eða lesanda föngnum. Þetta er falleg, lítil saga sem hentar mjög vel til upplestrar fyrir yngstu lesendurna og þá sem hafa yndi af að hlusta á sögur. Málið á sögunni er ekki beinlínis bamamál heldur kjamgott og eðlilegt mál, þar sem fyrir koma orð sem kalla á út- skýringu. Hins vegar era í textanum löng orð sem gætu orðið erfið fyrir4 þann sem er að byrja að lesa. Myndirnar era allar af umhverfi Tjamarinnar í Reykjavík, fuglarnir era fallega mótaðir og böm eiga ekki í neinum vandræðum með að þekkja umhverfið og hvaða fuglar era hér til umræðu. Sigrún Klara Hannesdóttir Enginn kemur úr gagnstæðri átt BÆKUR Ljóð TALAÐ VIÐ VEGGINN Eftir Svein Snorra Sveinsson. Höfundur gefur út. 2000. EINANGRUN og útlegð era orð sem koma upp í hugann þeg- ar blaðað er í gegnum ljóðabók Sveins Snorra Sveinssonar, Talað við vegginn. Hvað eftir annað er okkur sýnt inn í heim einsemdai- og einangranar. „Ég hef hvergi fundið mér / fastan samastað í ver- öldinni“, segir í einu kvæðinu. Ljóðsjálfið leitar að sönnu ástar og fegurðar. „Færðu mér himin / krökkan af fugl- um...“ segir í einu kvæði og ástinni er líkt við fallegt lag í öðra, það „líður áfram / léttstígt eins og kona / meðvituð um þokka sinn“. En í reynd skilar sú leit engum tengslum. Á milli þrárinnar og vera- leikans er veggur þunglyndis og ein- semdar. I Vegaljóði segir svo: Enn einu sinni hef ég klifið blindhæðáveginum staðið þar horft fránum augum yfir og séð að enginn kemur úrgagnstæðriátt Þessari einsemd fylgir einnig ofur- viðkvæmni og þunglyndi. I einu kvæði segir höfundurinn frá því þeg- ar hann opnar bók og hún grætir hann. Það má raunar segja að tölu- vert hugrekki þurfi til að yrkja slík ljóð á tímum þegar öll tilfinningasemi er af- greidd sem væmni. Éggrétínótt ekki spyrja mig hvers vegna é_g veit sjálfur ekki svarið. Egvar að lesa einhveija bók ogáðurenégvissiaf brutusttárinút Þetta hlýtur að hafa verið góð bók því ég man hvorki nafnið á hðf- undinum né söguþráðinn. Það eina sem ég þurfti að gera varaðopnaþessabók finna ilminn af biaðsíðunum og eftir það varð ekld aftur snúið. Ljóðstfll Sveins byggir á einföld- um Ijóðmyndum sem hann notar til að túlka tilfinningar og kenndir. Hann fágar mál sitt en leitar lítt » framleg mið. Fátt kemur á óvart í kvæðum hans enda era þau fremur ort til hugarhægðar en til að valda bókmenntalegum jarðskjálfta. Eigi að síður gefa Ijóð hans einlæga mynd af þunglyndislegri tilvera og tilraun til að rjúfa einsemdina. Skafti Þ. Halldórsson Sveinn Snorri Sveinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.