Morgunblaðið - 13.12.2000, Síða 8

Morgunblaðið - 13.12.2000, Síða 8
8 E MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 BÆKUR MORGUNBLAÐIÐ Það var dautt áður en ég fæddi... “ ORÐIN eru Guðrúnar Oddsdóttur sem sór að nýfætt bam hennar hefði fæðst andvana. Lfk bamsins hafði hún sett í óþæfðan sokk og kastað í sjóinn. Nokkram dögum síðar fannst það í fjöranni. Guðrún var dæmd til dauða í dulsmáli og henni drekkt. Dulsmál vora þau mál köliuð sem höfðuð vora á hendur konum sem fæddu leynilega og báru út böm sín, og körlum ef þeir voru gmnaðir um sekt í slíkum málum. Mál Guðrúnar er eitt af (jórtón sem birt eru í heild sinni í bókinni Dulsmálum auk skrár um rúmlega 100 slík. Sagnfræði- stofnun Háskóla íslands gefur bók- ina út en Már Jónsson bjó til prent- unar og skrifar ítarlegan inngang. „Sá á kvölina sem á völina,“ segir Már Jónsson í viðtali um bókina, „Því frá upphafi 17. aldar fram til loka 19. aldar era heimildir til um ylír 100 mál. I dómum frá tunabilinu sér maður aftur og aftur dóma um konur sem hafa fargað bömum sín- um nýfæddum. Ég hafði á sínutn tíma háleitar hugmyndir um að taka hugtakið þjáningu fyr- ir á sagnfræðilegan hátt og vildi reyna að láta það vera undirtón- inn í rannsókn minni á þessu áhugaverða tímabili. Þótt þetta sé ósköp venjuleg rann- sókn á dómsmálum eins og þau komu fyrir á hinum ýmsu dóm- stigum réttarkerfisins, era þjáning og örlög þessara kvenna upp- spretta rannsókn- arinnar." Framan af lá dauða- refsing við sekt í duls- máli. Lögin, sem vora komin frá Danmörku, sögðu fyrir um að höfuð þessara kvenna væra sett á stjaka öðram til vamaðar og áminningar. Þeim var þó yfirleitt drekkt að gömlum sið. „Frá því á miðri 16.öld í allri Evrópu vora kon- ur í dulsmálum sekar ef þær gátu ekki sannað sakleysi sitt. Ef kona viðurkenndi að hafa gengið með bami og átt, án þess að kalla til ljósmóður eða aðra var hún sek í dulsmáli. Það var ekki tekið mark á konum sem sögðu að böm þeirra hefðu ver- ið andvana fædd, sem þær gerðu reyndar flestar. Þær sögðu að þær hefðu ekki orðið varar við andardrátt eða annað lífsmark og losað sig við það. Sum- ar viðurkenndu þó að hafa drepið barnið áð- ur en þær bára það út.“ Það hlýtur að teljast ólíklegt að þessi böm hafi öll verið andvana fædd en ómögulegt er að segja til um slíkt. „Andvana fæð- ingar vora tíðari þá en nú. En eins og dómarar bentu á var það sér- kennilegt að þær skyldu fara afsiðis til að fæða og ætlað að koma aftur væri barnið lifandi. Þegar á leið Már Jónsson tímabilið komu læknar til sögunnar og „vísindalegar" aðferðir til að kanna hvort bamið hefði verið líf- vænlegt. Utburðir voru kmfnir og lungun lögð í vatn. Ef þau sukku var talið að bamið hefði aldrei dregið andann. Þessi aðferð var mikið not- uð en efasemdir vora uppi um gildi hennar í Evrópu. Enn síðar vora ná- kvæmari aðferðir notaðar og öragg- ari. Fyrir þann tíma bar fólk nátt- úrulega skynbragð á hvort fóstrin vora fullburða og eðlileg. Oft hafði heldur ekki verið hnýtt fyrir nafla- strenginn. Ef það sást að fóstrið hafði verið fullburða vora konur dæmdar sekar en ef fóstrin virtust ófullburða sluppu þær. Þetta vora því engar útrýmingarbúðir þótt mörg mjög vafasöm mál séu til.“ Eitt ógeðfelldasta mál bókarinnar er dómur yfir Halklóru Jónsdóttur. Faðir Halldóra nauðgaði henni og þegar hún hafði eignast bam þeirra og lá í öngviti tók hann það og gróf í gólf. Ekki var tekið tillit til þess að henni hafði verið nauðgað og heldur ekki, að hún segðist ekki vita hvort bamið hefði verið lífs eða liðið. Hún og faðir hennar vora dæmd til dauða árið 1724. „Réttarkerfið tók ekki mið af að- stæðum. Fólk var dæmt eftir verkn- aðinum einum. Smám saman era ytri aðstæðum og Iundarfari sak- bominga gerð skil í dómunum og farið að grafast fyrir um slíkt. Þá vora dómar famir að mildast." Dómar sýslumanna vora oft grimmi- legastir og fólk var dæmt til dauða þótt Alþingi, Yfirdómur og Dana- konungur væra farnir að draga úr refsingum. Lífstíðarfangelsi til þrisvar sinnum 27 vandarhögg / komu í stað aftöku. Glæpur duls- málskvenna gleymdist og þær áttu möguleika á að hefja nýtt líf. „Sum- ar náðu sér aldrei. Aðrar lifðu á síð- ari tímum alveg eðlilegu lífi, giftust ogeignuðust böm“ íslenskir karlmenn vora mun oft- ar fundnir sekir um dulsmál en kyn- bræður þeirra í Evrópu og Norð- urlöndunum. Engu að síður sluppu þeir oft með skrekkinn. „Glæpurinn þurfti að sannast á þá og þeir vora, ólíkt konunum, saklausir uns sekt þeirra var sönnuð. Þeir komust oft upp með að sveija barnsmorð af sér, jafhvel þótt þeir væra dæmdir feður bama sem þeir höfðu ekki gengist við og frásögur kvennanna um með- sekt þeirra og annarra vitna væra mjög sannfærandi. Þeir sóru eiða með mismarga karla með sér, allt eftir alvöra málsins. Eftir því sem á leið aldirnar áttu menn auðveldara með að sveija af sér. Réttarfari fer ekki endilega fram.“ „Ýmist neyddu karlar konur til að losa sig við bam eða létu á sér skilja að þetta væri helst til ráða. Stundum tóku þeir það og drápu. Eða þá að fólk hafði hreinlega „samvinnu“ um Hæfileikaríkt fólk Matthías Johannessen Undir afstæöum himni, samtöl og dagbókarbrot. Ættjarðarljóð á atómöld, lesbók. Jóhann Hjálmarsson Hljóðleikar. Ljóðabók. Steingrímur Sigurgeirsson Heimur vlnsins. Handbók. Hávar Sigurjónsson Englabörn. Leikrit. Skapti Hallgrímsson Saga körfuknattleiks á islandi. Handbók. Súsanna Svavarsdóttir Hættuleg kona, Kjuregej Alexandra Argunova. Ævisaga. Sigurbjörg Þrastardóttir Hnattflug. Ljóðabók.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.