Morgunblaðið - 13.12.2000, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 13.12.2000, Qupperneq 12
12 E MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR BÆKUR Þýrid skáldsaga STRÖNDIN Eftir Alex Garland. Þýðandi Björn Þór Vilhjálmsson. Forlagið 400 bls. ÞAD er makalaust hversu margar og ólíkar kenndir leita á menn þegar þeir mæta hugmyndum sem ein- hvern tímann voru að bögglast fyrir þeim í æsku. Metsöluskáldsagan Ströndin (The Beach) er uppfull af endurnotuðum hugmyndum 68 hreyfingarinnai’. Hún er á margan hátt eins og endurlit til margs sem þá var á döfinni. Fremstur er auðvit- að draumurinn um hina fullkomnu strönd þar sem hægt er að lifa '‘áhyggjulausu hippalífi í einhvers konar kommúnu og þar sem eitur- lyfjaakrarnir vaxa allt um kring og menn þurfa bara að rétta út höndina eftir lífsins gæðum. En yfir bókinni er einnig blær brjálæðisins í kring- um Víetnamstríðið. Samt er bókin öðrum þræðinum einnig saga X-kynslóðar, þeirra sem nú eru á þrítugsaldri, kynslóðar sem er alin upp við tölvuleiki og vídeó og kynslóðar sem uppgötvar allt í einu að lífið er einhvers staðar annars staðar en á skjánum og leita stað- festu og haldfesti í firrtri veröld. Sagan segir frá ungum manni, Rich- ard, sem er bakpokaferðalangur í Taílandi í nálægri fortíð og rekst þar á mann sem segir honum frá strönd drauma hans. Hann fer og kynnist nýrri veröld á ströndinni. Höfund- urinn Alex Gai'land dregur jöfnum Að eiga sér draum sem rætist höndum upp mynd af staðleysuver- öld (útópíu) og nokkuð gi'immu sam- félagi. A ströndinni eru eingöngu Evrópubúar og Ameríkanar. Þeir hafa hins vegar skilið lýðræðislega menningu sína að mestu leyti eftir heima. I samfélagi þein-a ríkir tign- röð, ekki lýðræði. Þetta er ekkert kommúnusamfélag þar sem hópur- inn kemst að sameiginlegri niður- stöðu heldur eru það hinir sterku sem ráða. Mönnum er skipað í hópa og í störf, fólki er refsað og því veitt umbun út frá markmiðum leiðtog- anna, þeirra sem stofnuðu samfélag- ið. Enn fremur er þjóðfélaginu hald- ið saman af útvörðum sem hafa á sér ógnvænlegt yfirbragð. Raunar hefur á það verið bent að þessi samfélags- mynd sé í raun ekki svo ólík sam- félagi samtímans á Vesturlöndum því að þrátt fyrir lýðræðislegt yfir- bragð ríki tignröð hinna sterku og útvörðurinn í mynd NATO sé ógn- vænlegur, í það minnsta í augum þeirra sem hafa þurft við hann að glíma. Bókin leyfir að sönnu slíka túlkun. Henni hefur einnig verið líkt við The Lord of the Flies og átök þeirrar sögu. En slíkar túlkanir mega þó ekki skyggja á innri vegferð höfuðpersón- unnar sem er í raun aðalatriði sögunnar. Leitin að drauminum um ströndina, para- dísarheimt og paradís- armissir. Beinar vís- anir höfundar til verka á borð við The Heart of Darkness eftir Jos- eph Conrad og kvik- myndina Apocalypse now undirstrika þessa heimsendakennd. Þetta er leit sem túlk- ar flótta frá hlut- kenndri tilveru X-kyn- slóðarinnar í náðar- faðm hins óraunveru- lega. Sú leit er þó mörkuð dimmum dráttum því að kynslóðin veit ekki hvers hún leitar og hleður í kringum sig póstmódern- ískum og oft innihaldslitlum táknum sem líta vel út á pappír. Aðalpersón- an á þannig óraunverulegan viðmæl- anda sem ávallt skýtur upp kollinum þegar síst skyldi í líki gamals Víet- namhermanns. Óræð tilvera hans bætir ef til vill ekki miklu við söguna sjálfa en undirstrikar þó hryllinginn sem magnast í lok sögunnar þegar draumurinn snýst upp í martröð. Því er ekki að neita að sagan býr yfir ýmsum stíltöfrum. Höfundi er það létt að samsama innri sýn og ytri veru- leika í skiifum sínum. Oft er frásögnin ljóðræn en í senn átakamikil. Persónur eru dregnar skýrum dráttum og þótt þær séu sumar dálítið staðlaðar fá aðrar skýr og persónuleg einkenni. En umfram allt annað er þetta skáldsaga sem kallar á afstöðu. Það er t.a.m. sumt í þessari bók sem mér líkar ekki. I kvikmyndinni Apoca- lypse now og bók Conrads, Heart of Darkness, sem vísað er til í bókinni var tekin ákveðin siðferðileg afstaða gegn valdinu sem eyðir. Aðalpersón- an Richard, í Ströndinni, samsamar sig þessu valdi þótt hann síðar kom- ist i kast við það. Örlögin valda því svo að hann gengst í ábyrgð fyrir leyndinni sem vakir yfir ströndinni og verður með því í raun valdur að hruni samfélagsins. Þessi mannssýn, þessi örlagahyggja, fellur mér ekki í geð. Þar að auki er hún dálítið ótrú- Alex Garland verðug. Richard sýnir hugrekki, sjálfstæði og mannlega reisn við aðr- ar aðstæður. Þegar kemur að vald- inu hrynur mótstaða hans eins og spilaborg. í sögunni á hann ekkert val. Sá mannsskilningur gengur ekki upp í mínum huga. Maðurinn hefur alltaf val, jafnvel við vonlausar að- stæður. Þess vegna er hann frjáls og ábyrgur. Þess vegna eru mannlegar dyggðir eins og hugrekki til. Annað í þessari bók olli mér heila- brotum, viðhorfin til hinna inn- fæddu. Þeir eru nánast ekki til nema sem grár massi eða þá hættulegir eiturlyfjabændur. Allir sem koma nafnkenndir við sögu pru Evrópubú- ar eða Ameríkanar. Eg er ekki viss um að sanngjarnt sé að draga allt of miklar ályktanir af þessari heims- veldasýn en af einhverju var það að þegar kvikmynd byggð á sögunni, með sjálfum Leonardo Di Caprio í aðalhlutverki, var sýnd í Taílandi brutust út fjöldamótmæli. Því var borið við að kvikmyndagerðarmenn- irnir hefðu gengið illa um ströndina þar sem kvikmyndatakan fór fram en mig grunar að myndin jafnt og bókin hafi misboðið þarlendum mönnum á einhvern hátt. Ströndin er þó fyrst og fremst i mínum huga saga af flýjandi æsku Vesturlanda sem finnur hvergi handfesti í veröldinni, ekki einu sinni í vernduðum heimi. Meginkostur hennar er að hún kallar á afstöðu og gagnrýna skoðun. Hún er það vel sögð að jafnvel þótt lesanda líki ekki innihaldið hlýtur hann að hrífast með sögunni. Þýðing Björns Þórs Vilhálmssonar er að flestu leyti góð. Skafti Þ. Halldórsson Handbókí félagsstörfum Lík í lestinni BÆKUR F é 1 a g s m á I FÉLAGSMÁLASPJÖLL um leiðir til árangurs í félagsstarfi, virkni fólks og vanda foringjans. Eftir Siguijón Bjarnason. Snotra, Egilsstöðum 2000.141 bls. ÞÁTTTAKA í hvers kyns félagsstarfi fær- ist sífellt í vöxt, en margir koma að því lítt undirbúnir. Þess- ari litlu bók er ætlað að bæta hér nokkuð úr. Hún er hugsuð sem handbók, sem þátttakendur í starf- semi hinna ýmsu félagasamtaka geti haft til leiðbeiningar. Höfundurinn er þraut- reyndur í ýmiss konar félagsstarfi og þekkir gjörla allar helstu reglur þess og starfs- hætti. Hann segir í forspjalli: „Störf á þessum vettvangi krefj- ast kunnáttu í nokkurs konar „um- ferðarregium" þeirra sem gera sig gildandi í félagslífl. Þar gildir ým- ist mýkt eða harka, háreysti eða hógværð, frjálslyndi eða stjórn- lyndi, eftir því hvar við erum á vegi stödd. í pésa þessum eru þessar reglur settar fram, eftir því sem höfundur hefur lært þær og tileinkað sér í starfi sínu á vett- vangi félagsmálanna. Þær eru settar á þrykk til þess að þeir sem telja sig að einhverju leyti van- búna á þessu sviði, geti leitað sér þekkingar og þó miklu heldur sótt sér sálrænan styrk. Þær eru ekki endilega birtar hér sem hinn eini heilagi sannleikur, frekar sem viðmiðunarregl- ur, sem sjálfsagt er að víkja frá, teljist þær ekki eiga við í einhverjum tilvikum.“ Bókin skiptist í sautján aðalkafla og fjalla þeir um flest þau viðfangsefni sem komið geta til kasta fólks í félagsmála- starfi, allt frá því er félag verður til og þar til því er slitið. í bók- araukum er svo að finna sýnishorn af samþykktum félaga og ársreikningum. Er ekki að efa, að margir þeir sem þátt taka í starfi félaga á ólíkum sviðum samfélagsins geta sótt sér mikinn fróðleik í þessa bók. BÆKUR Æ v i s ö g u r LAUNHELGI LYGINNAR Eftir Baugalín, Mál og menning, Reykjavík, 2000,409 bls. SPÆNSKT tímarit notaði ekki alls fyiir löngu andlit alþekkts og dæmds barnaníðings í auglýsingar sínar. Tímaritið inniheldur teikniklám sem leikur á ákveðnum mörkum, sýnir stúlkur á afar óræðum aldrij fullorð- ins líkama með bamsandlit. I auglýs- ingunni var spuit hvort ekki sé betri kostur að gerast áskrifandi en að sæta örlögum bai-naníðingsins. Blaðið setur forboðna fantasíuna sem það gengur útá ekki aðeins fram sem and- stæðu eiginlegs verknaðar heldur sem sjálfa lausnina á kynferðislegri misnotkun á bömum. Heilræði blaðsins hljóma auðvitað vafasöm. Samt er sitthvað í samtíma- list sem ýfir upp efasemdir um að hugmyndir okkar um böm séu allar á sömu bókina lærðar. Bent hefur verið á að á vissum sviðum sé ætlast til að böm leiki alfarið hlutverk fullorðinna en aftur á móti sé ekki tekið mark á orðum þeirra, t.d. fyrir rétti. Á sum- um söguskeiðum hafi verið litið á börn sem jafningja fullorðinna, litlar út- gáfur þeirra, og ef því er haldið fram að þá hafi þau verið rænd æsku sinni má á móti segja að það er ekki víst að réttur þeirra hafi verið minni fyrir vikið. Þessar efasemdir samtímalistar tengjast því að á síðustu ámm og ára- tugum hefur verið að renna upp fyrir vestrænum samfélögum að þau sigldu með lík í lestinni. „Misnotkun". Það er ekki gott orð sem hefur verið tekið upp um fyrirbærið. Skýrslur um hversu algengt kynferðislegt ofbeldi á börnum sé em skuggalegar. Dóm- skjöl í þannig málum, sem hver sem er getur nálgast á Netinu, em hrika- ieg lesning þar sem niðurlægingin skín í gegnum kaldan stofnanastíl. Frammi fyi-ir þessu tvístíga sam- félögin, því þótt bannið við sifjaspelli sé líklega elsta bann mannlegs sam- félags hefur þetta efni alla jafna ekki legið á borði réttarsala. Og óvíst er að nokkur umbylting hafi orðið í samtím- anum; umræðuefnið þykir óþægilegt, sem það líka er, og oft umvafið þögn- inni. Launhelgi lyginnar er skrifuð af líklega tæplega fertugri konu sem notar dulnefnið Baugalín. í bókinni lýsir höfundur því hvernig hún var misnotuð af fósturpabba sínum í æsku. Það má kalla bókina ævisögu, reynslusögu, játningar, ákæraskjal eða kannski einfaldlega frásögn. En ævisaga er réttnefni því bókin fjallar ekki aðeins um misnotkunina heldur segir höfundur frá uppvexti sínum og ævi allri. Bókin hefst á lýsingu á sam- býli móður við fóður á fyrstu æviámm höfundar. Lýsingin byggist á frá- sögnum móðurinnar af líkamlegu og andlegu ofbeldi og þótt hún sé hrika- leg tekur ekki betra við með misnotk- un fósturpabbans. Kúgunar- aðferðin er þekkt, barnið er látið fá sektar- kennd, þá tilfinningu að það sjálft en ekki gerandinn hafi brotið af sér. Olíkt mörgum ljóstrar hún upp um verknaðinn þegar á unglingsaldri og í kjölfarið fer hún á upptökuheimili. Heimilislífið er íjúkandi rústir en fósturpabbinn heldur uppteknum hætti með öðmm fjölskyldu- meðlimum. Dulnefni höíúndai- gegnir því hlut- verki að koma í veg fyrir meiðyrða- málsókn. Nöfnum og stöðum er breytt í sögunni og sennilega heitir fósturpabbinn ekki Gísli og líklega bjuggu þau ekki við Sogaveg. Breyt- ingamar era þó ekki meiri en svo að vel getur verið að móðir höfundar búi enn með misgjörðamanninum ein- hvers staðar Reykjavík og að þær tal- ist ekki við. Líklega er maðurinn lög- reglumaður í sömu borg - ég á við þessari Reykjavík hér, ekki borg í bókum. Má segja svona? Má ég hafa þetta eftir? Svipuðu veltu ensk blöð fyrir sér í kjölfar frægra nafngrein- inga. Ég sé enga ástæðu til að nefna ekki að maðurinn sé (kannski) í lög- reglunni en það má líka bæta því við að þetta fer ekki eftir stéttum né heldur menntun. Þótt fjölskyldan sem hér er lýst sé fátæk og tætt er vitað mál að ekki er óalgengara að um sé að ræða virðulegar og menntaðar efna- fjölskyldur. Það er ekki hægt að fjalla um þessa bók á neinum fagurfi-æðilegum nót- um, enda ekki sanngjamt. Ekki er verið að setja sig í stellingar og heilla lesandann með stíl og bókmennta- leika. Þetta er það sem er gott við bókina. Hinsvegar er hún sæmilega lipurlega skrifuð jafnframt því að vera tilgerðarlaus. Orðfærið er talmál og aðeins einu sinni er reynt við fram- lega h'kingu, sem ekki gengur mjög vel. Textinn er semsé berstrípaður; bókin er þerapía. Höfundur opnar all- ar huldar gáttir í sálarlífi sínu og reynir hvorki að fegra sig og draga undan né dylja heift sína í garð fólks. Raunar birtist hér merkOega ósködd- uð sjálfsmynd, enda bæði fjarlægð tímans og mikil sjálfskönnun að baki. Þetta kemur heim og saman við helstu lýsingar sálfræðinnai'. Misnot- uð börn geta kannski byrjað að lifa líf- inu uppúr fertugu - ef þau era heppin og vinna mikið með sjálfið. Mynd höf- undar af fortíðinni er ekki tómt svart- nætti heldur era einnig bjartari stundir. Kafli um vist á Breiðavík er jákvæður og raunar er gengið býsna langt í upprifjun á hugljúfum smáat- riðum. Þótt lesturinn sé í heildina ansi napurlegur era þetta ekki 400 síður af lýsingum á kynferðisafbrotunum sjálfum heldur aðdraganda þeiira og víðtækum afleiðingum, saga um fjöl- skyldulíf og afneitun. Ævin er skipu- lega fram sett og í raun er ekki litið svo á að þessi eini þáttur lífshlaupsins skýri fullkomlega alla hina, einsog síra Jón Steingrímsson gerði forðum í Eldriti sínu. I bókinni er þeirri skoðun andæft að misnotkun sé ekki alvarleg nema farið sé „alla leið“. Það er verkefni fyrir góðan heimspeking, fremur en lögfræðing, að koma með sannfær- andi skilgreiningu. Málverknaðar- heimspeki myndi líta svo á að orð ein og sér séu hluti verknaðar og geti ver- ið verknaðurinn allur. En í Launhelgi lyganna er þó ekki svo. í lokakafla bókarinnar era ástæður skrifanna raktar, lagt útaf reynslunni og dregn- ar ályktanii’. Þessi hluti finnst mér sístur; stökkið úr hinu sértæka í hið almenna tekst ekki, höfundur nær ekki að fjarlægjast reynsluna nægi- lega til að varpa fram hugmyndum um úrbætur, sem hún þó reynir. Hér era samt gildar athugasemdir um réttarkerfið og hvernig það helst ekki í hendur við hugmyndaheim og veru- leika. Reglan er „sýkn uns sekt er sönnuð" og engin leið er að sanna sekt án vitna, sem yfirleitt aldrei era til staðar í þessum málum. En sterkasti þáttur verksins felst í hispurslausri frásögn á því sem stundum á sér stað í friðhelgi einkalífsins. Sú frásögn virk- ar raunsönn, alltof raunsönn. Þetta er hollur og óþægilegur lestur. Hermann Stefánsson Jón Þ. Þór Nýjar bækur • ÚT er komin bókin Para- dísareplin eftir danska skáldið Martin A. Hansen í þýðingu Jóns Kalmans Stefánssonar, sem skrifar einnig eftirmála. f fréttatilkynningu segir: „Paradísareplin er safn sagna eftir danska skáldið Martin A. Hansen (1909-1955). Hansen er án efa meðal fremstu höfunda norrænna bókmennta, og í sög- unum kynnumst við meðal ann- ars ljúfgrimmum dögum bernsk- unnar, þar sem kýr breytist í strút, breskur lávarður veldur hugarangri og veiðiglaður frændi eltist við kött; himinninn hrynur ofan á Sören brýnara; börn eru fórnarlömb grimmdar og hugleysis; unglingur sér ávöl konuhné og paradísarepli rúlla um í þokunni." Útgefandi er bókaforlagið Bjartur. Bókin er 144 bls. Prentsmiðjan Oddi prentaði. Verð: 3.280 krónur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.