Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 E 11 BÆKUR s Astir og fordómar í nútímanum í SKÁLDSÖGU Guðrúnar Guð- laugsdóttur, „I órólegum takti“, segir frá Margréti Hannesdóttur sem fyrir tilviljun tekur að sér landflótta Kiirda, smyglar honum inn í landið og berst harðri baráttu við íslenska embættismannakerfið til að koma í veg fyrir að hann verði sendur til síns heima í Tyrk- landi þar sem honum er bráður bani búinn. Bókin kom út um svipað leyti og landsmönnum bárust fréttir af Tsjetsjena nokkrum sem ekki fær dvalar- og atvinnuleyfi á íslandi og á sér nokkra hliðstæðu við sögu Murats, Kúrdans í sögu Guðrúnar. Þegar Guðrún er spurð hvemig henni hefði orðið við þegar hún hlustaði á Tsjetsjenann lýsa örlög- um sínum í fréttatímum sjónvarps- ins segir hún: „Mér fannst þetta auðvitað ny'ög sérkennileg til- viljun og sýnir hversu aktúelt þetta mál er - og ef við skoðum það grannt hefur það æði oft kom- ið fyrir að undanförnu að útlend- ingar komi hingað passalausir og mörgum þeirra snúið við. Enda er það varla tilviljun að fyrir liggur frumvarp til Alþingis um breyt- ingar viðvíkjandi þessum málum.“ Margrét stendur andspænis töluvert miklum kynþátta- fordómum í sögunni. Er það ís- lenskur veruleiki? „Já, ætli ég verði ekki að segja það. Ég hef sjálf reynslu af svipuðu máli, enda væri varla hægt að skrifa um það án þess að hafa slíka reynslu eða hafa kynnt sér það mjög náið. í bókinni er ég að íjalla um hvernig það er fyrir ósköp venjulega manneskju að standa allt í einu andspænis vandamáli af þessu _ tagi. Þetta er svo Ijarri okkur ís- Iendingum. Við erum svo vel sett- ir. Við erum nánast eins og ein fjölskylda og getum varla gert okkur í hugarlund hvernig það er að standa uppi án ríkisfangs, einn í veröldinni. En það rennur upp fyr- ir fólki hversu eitt það er í heim- inum þegar það stendur frammi fyrir því að þurfa að yfirgefa heimalandið og þar með allt sitt. Því fylgir mikil örvænting og ég held að við Islendingar séum ekk- ert skilningsríkir á þá örvæntingu sem fylgir þvf fyrir einstakling að standa einn og vera brottrækur hvar sem hann kemur.“ Ég varð vitni að þessari hyl- djúpu örvæntingu hjá einstaklingi sem í orðsins fyllstu merkingu átti hvergi höfði sínu að halla og eng- an vin - nema þá sígarettuna - og hún er nú ekki hollur vinur. Ég vildi skrifa um þessa sögu út frá sjónarhóli hinnar venjulegu mann- eskju sem skynjar þær miklu breytingar sem sá einstaklingur verður fyrir sem þarf að flýja frá eigin heimalandi, mállaus, pen- ingalaus og vinalaus, auk þess að óttast um líf sitt vegna þess að hugsanlega gætu verið útsendarar á eftir honum. Örvænting slíks einstaklings hlýtur að hreyfa við hverri venjulegri manneskju. í kvikmyndum og bókmenntum er oft brugðið upp myndum af fólki sem er komið upp að vegg og við sem áhorfendur eða lesendur reynum auðvitað alltaf að setja okkur í þeirra spor og spyrja: Hvað myndi ég gera? Og það er spurning sem lesandinn stendur frammi fyrir í þessari sögu. Það gefur augaleið að í um- hverfinu eru ekki allir sammála um hvað skuli gera. Mál sem þetta kemur af stað erfiðleikum innan Qölskyldna og fólk kynnist nýjum sjónarhornum og nýjum hliðum á sjálfu sér og sínum nánustu. Öll örvænting kallar á mjög sterk við- brögð hjá manni sjálfum, jafnvel bara það að horfa á fréttamyndir - hvað þá að standa frammi fyrir lifandi manneskju sem er í svona neyð. Það kall- ar á sterkar tilfínn- ingar. Það kallar á ótta, miklar efa- semdir, sterkar ást- ar- og vináttutilfinn- ingar - og reynir á öll þessi bönd. Um þetta er ég að skrifa í bókinni. Og það er margt sem liggur á milli línanna." En það er fleira að gerast í sögunni. Að- alpersónan, Margrét, er í sambúð sem hún hefur efasemdir um, er tengd fjölskyldu sem hún nær ekki sambandi við og kynnist síðan ástinni. „Já, öðrum þræði er þetta ást- arsaga. En þetta er líka saga um vináttu og þetta er atburðasaga, engin „naflaskoðun". Ég veit satt að segja ekki hvernig ég myndi flokka þessa sögu. Víst er að mikil atburðarás er rakin þarna - og síðan er þetta saga um samfélagið okkar, það er skoðað út frá nýju sjónarhorni. Margrét þarf að kosta ýmsu til á hinum ólíklegustu sviðum. Hún hugsar málið út frá spurningunni: Hvað myndi ég gera ef þetta væri bróðir minn? Hvernig myndi ég vilja að fólk brygðist við honum? Eða mér? Hún veltir fyrir sér kristinni siðfræði: Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður skuluð þér og þeim gjöra. Síðast en ekki síst er þetta saga um konuna og stöðu hennar í samfélag- inu; hvaða stöðu hef- ur konan núna; hvaða stöðu hafði konan rétt eftir stríð og það er einnig komið inn á það hvaða stöðu hún hafði í gamla ís- lenska bænda- samfélaginu. Staða kvenna er skoðuð og líka það til hvaða bragða konur hafa þurft að grípa til þess að fá smáað- gang að völdum á hverjum tíma, hveiju þær hafa áorkað og hveiju þær hafa tapað. Fórnarkostnaður- inn er oft stór, einkum ef þær hafa kostað miklu til og tapað - jafnvel sjálfum sér. Margrét stendur frammi fyrir því að ákveða hvort hún eigi að beijast fyrir mannsæraandi tilfinn- ingalegri tilveru. Á hún að halda áfram að vera í sambúð með „ágætismanni" sem er „viðeig- andi“ að búa með - sem er af rétt- um ættum - eða á hún að rækta það sem er satt og rétt í henni sjálfri. Þetta er mjög erfitt val í samfélagi sem skilgreinir konu enn þann dag í dag út frá karl- manninum sem hún er gift. Margrét veltir upp spurningum um einlægnina, heiðarleikann gagnvart sjálfum sér og öðrum, hrokann og drengskapinn. Hve- nær er maður að sýna drengskap? Hverjum á maður að sýna dreng- skap? Sjálfum sér, fjölskyldu sinni, meðbræðrum sínum, samfélaginu? En fyrst og fremst var ég að skrifa spennandi atburðasögu - og sögu um konu; tilfinningar hennar og val - og stöðu fólks sem er komið upp að vegg; stöðu þess sem kem- ur í þetta samfélag algerlega minni máttar og hvernig íslenska samfélagið bregst við því.“ Svona er samfélag okkar í hnotskurn, ísland er land ættingja-, vináttu- og skólatengsla, hugsaði ég með mér þegar ég arkaði niður Ing- ólfsstrætið áleiðis að Arnarhvoli með vindinn í fangið. Þótt enn væri ekki nema miður ágúst og gróðurinn stæði í blóma var heldur farið að kólna og blágrár sjórinn, sem glitti í milli Seðlabank- ans og Fiskifélagshússins, virtist heldur úfinn. Karl tók á móti mér á skrifstofu sinni. Hann var hár maður og nokk- uð samanbitinn til munnsins. Eitt- hvað í fari hans og hreyfingum kom mér kunnuglega fyrir sjónir. Brún augu hans voru rannsakandi og ekki laus við hlýju, sem mér fannst raunar að hlyti að vera ímyndun. Þrátt fyrir óbein vensl okkar hafði ég aldrei setið með honum og konu hans í boðum hjá frú Ólöfu. - Ég þekki til þín góða mín, sagði Karl eigi að síður brosandi þegar ég kynnti mig hátíðlega fyrir honum, þar sem hann sat við stórt og voldugt skrifborð sitt í marm- arahvítri skrifstofunni. - Þú ert búin að koma þér í und- arlegt mál, mágkona mín er ekki hrifin, sagði hann og benti mér á að setjast. - Ég kom mér nú ekki í þetta sjálf, bróðir minn í Noregi bað mig að hjálpa Murat Ali, tyrkneskum Kúrda sem hafði verið neitað um landvistarleyfi þar og í Danmörku, ég er bara að reyna eins og ég get að fá landvistarleyfi fyrir þennan mann hérna, sagði ég afsakandi. Úr í órólegum takti. Guðrún Guðlaugsdóttir Tröllastrákur- inn vaknar BÆKUR Barnabók HLUNKUR Eftir Brian Pilkington. íslensk þýð- ing: Silja Aðalsteinsdóttir. Mál og menning, 2000.26 bls. ÞAÐ er kalt og hryssingslegt, snjór yfir öllu og ekkert lifandi á ferli nema nokkrir hrafnar. Skyndi- lega opnast jörðin og upp kemur gríðarstór tröllastrák- ur. Hann hefur vaknað af værum blundi og þar sem hann er alger- lega óundirbúinn að koma í mannheima, þá hvorki veit hann hvar hann er né hver hann er. Veslings Hlunkur leitar svara við spurn- ingunni hver hann er og hvert hann á að fara til að bjarga sér. Hrafnarnir fljúga á undan honum og hann á ekki annarra kosta völ en að fylgja þeim. Á ferð sinni heilsar hann meðal annars upp á hreindýr og svo unga konu á gömlum bóndabæ og auðvitað eru allir dauðhræddir við hann svona stóran og ferlegan. Hann veður í köldu og heitu vatni, arkar yfir jök- ulbreiður og er orðinn harla vonlaus um framtíðina, hungraður og kald- ur, þegar loks rofar til. Hann finnur skyndilega matarlykt og veit þá hvert leiðin liggur. Hann hittir fjöl- skylduna sína, sem auðvitað eru fer- leg tröll, og allir eru glaðir og ánægðir að fá Hlunk sinn til baka. Brian Pilkington hefur áður skap- að tröll og forynjur. Ekki er því að leyna að ljótar eru skessumar hans Brians, en þær eru líka dregnar af næmu skopskyni og allt annað yf- irbragð er á þessum tröllum en þeim sem áður voru dregin í þeim tilgangi að hrella lítil börn. Tröll Brians eru fallega ljót, þau eru hymd og með vígtennur en hárið á þeim er rautt, svart eða ljóst og svo grátt rétt eins og á mannfólkinu, og sauðarsvipurinn á þeim gerir þau allt annað en grimmileg. Tröll Ás- gríms Jónssonar vora til dæmis for- ynjur sem vora dregn- ar í samræmi við það hlutverk sem þau höfðu í gamalli ís- lenskri þjóðtrú þegar þessi ferlíki voru notuð til að siða og aga unga fólkið. Nú era tröllin meira notuð til að skemmta bömum enda lítið lagt upp úr upp- eldislegu gildi þess að hræða ung böm til hlýðni. Umhverfi sögunnar er íslenskt. Eftir myndinni af sveita- bænum að dæma á sag- an að gerast í gamla daga, en hreindýrahjörðin er skáldaleyfi þar sem heldur er ólík- legt að hreindýr hafi verið í hópum upp á öræfum í „gamla daga“, en það er heldur enginn sem segir að tröll megi ekki heilsa upp á hverja þá sem þeim sýnist á ferðalögum sínum. Texti Silju Aðalsteinsdóttur er lipur og litríkur og sagan um Hlunk er hin besta skemmtun bæði hvað varðar myndir og texta. Sigrún Klara Hannesdóttir Brian Pilkington Aðstæður í anda þöglu myndanna BÆKUR Listaverkabok SIGURÐUR GUÐMUNDS- SON SITUATIONS 136 bls. Mál & menning 2000. TILEFNI bókarinnar era ekki síst þrjár sýningar á Ijósmyndaverk- um Sigurðar Guðmundssonar í Sitt- ard, Hollandi, Tonder á Suður-Jót- landi og Gateshead, Englandi, og því hlýtur hún jafnframt að skoðast sem sýningarskrá . Það rýrir síst gildi hennar sem langþráðrar heimildar um einstæðan kafla í ferli Sigurðar. Að öðram tímabilum ólöstuðum era árin þegar listamaðurinn setti sig í stellingar og lét taka af sér myndir sem lýsa aðstæðum með Ijóðrænum og smellnum hætti áreiðanlega ein- hver þau frjóustu og áhrifaríkustu á farsælum ferli hans. Ég þekki engan sem ekki hefur hrifist af þessum einföldu verkum, sem Sigurður kallaði höggmyndir og viidi að áhorfendur meðtækju sem þrívíð rýmisverk en ekki sem venju- legar ljósmyndir. Gott ef hann sá ekki til þess að einungis þrjú eintök væru til af hverri mynd með því að eyðileggja filmuna þegar settum fjölda var náð. En hvemig sem þau era annars flokkuð núna munu ljós- myndaverk Sigurðar verða talin með allra atyglisverðustu tilraunum íslensks manns á sviði þessa áhrifa- mikla miðils þegar fram líða stundir. Að vísu verður að taka það fram að keppinautarnir era ekki ýkja margir. Við höfum sjaldnast litið á ljós- myndatæknina sem verulega skap- andi miðil, og reyndar kemur Guð- bergur inn á einhæfa afstöðu okkar til henn- ar í stuttum en bráð- smellnum inngangi sín- um. Stærri hlutann af ritaða textanum á Michaela Unterdörfer, og þó svo hún geri þessum sérstæðu verk- um Sigurðar frá átt- unda og níunda ára- tugnum sumpart ágæt skil skortir eilítið á inn- lifun hennar gagnvart myndunum. Þegar ná- kvæmri sundurgrein- ingu hennar á strúkt- úralísku nótunum sleppir á hún ef til vill of fátækan tilvísanaforða eftir til að draga umfjöllunina saman með al- mennum hætti. Það hefði til dæmis verið gaman að sjá hana líta til fleiri átta en til svissneska málvísindamannsins Ferdinand de Saussure sem ég efast um að hafi haft úrslitaáhrif á Sigurð á tímum ljósmyndanna. Miklu nær hefði verið að skoða hann í ljósi þöglu myndanna, sem nútímalegan Chaplin, eða - og ekki síður - Buster Keaton, en fjölmargar myndir Sig- urðar eru sláandi líkar skotum úr kvikmyndum þess síðamefnda, einkum að inntaki og tilfinningu. Af lýsingum sumra hjálparkokka hans að dæma vora tildrögin að gerð myndanna og aðdragandinn ekki ósvipaður „slap-stick“ spekúlasjón- um meistara þöglu myndanna. Und- irbúningurinn var í hæsta máta sirk- usrænn. Þá er skyldleiki Sigurðar og René Magritte, þess merkilega belgíska heimspekings meðal súrrealísku málaranna, ótvíræður. Sú einmana- lega, ljóðræna og hnyttna veröld sem mætir okkur í ljós- myndum Sigurðar er einmitt heillandi vegna þess að hún teygir sig svo óralangt út fyrir þröng lögmál mynd- listarinnar. Ef einhver angi af hugmyndlist- inni er til þess fallinn að veiða sálir og slá á viðvarandi fordóma gagnvart tilraunum listamanna á áttunda áratugnum þá era það þessi verk Sigurðar. Þau eiga því skilið að fá mun dýpri og upplýsandi úttekt en Unterdörfer ljær þeim. Þá er einn galli á bókinni sem ekki verður þagað yfir og hann varðar umbrotið. Alltof margar myndirnar er illa skomar í kjölinn svo þær missa hreinlega marks. Eitthvað það ljótasta sem maður sér eru lista- verkabækur þar sem myndir eru spyrtar yfir heila opnu svo hluti af verkinu hverfur óhjákvæmilega ofan í kjölinn. Það er ekkert frábragðið þvi að hluti prentaðs texta á bók væri ólesandi vegna þess að hann væri horfinn ofan í sauminn á kil- inum. Sem betur fer eru ekki allar myndirnar þessu marki brenndar og því má njóta margra sannra meist- araverka Sigurðar í þessari nýju bók. Vonandi eiga fleiri listaverka- bækur af þessum toga eftir að koma út á vegum innlendra forlaga í ná- inni framtíð. Enn er alltof lítið gefið út af góðri íslenskri myndlist. Halldór Björn Runólfsson Sigurður Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.