Morgunblaðið - 13.12.2000, Síða 5

Morgunblaðið - 13.12.2000, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 E 5 Með bænastaf BÆKUR T r (í a r b r ii g ð BÆNIR KARLA Ritstjóri: Sr. Hreinn S. Hákon- arson. Útgefendur: Skálholts- útgáfan og fræðsludeild þjóðkirkj- unnar. EKKI hélt ég, að nokkrum tæk- ist að að safna til slíkrar bókar, við værum alltof, - alltof feimnir, karl- ar, til þess að bjóða heilli þjóð að innstu kviku. En það hefir tekizt hér, og þökk sé þeim er að vann. Víst eru bænimar æði ólíkar, en það erum við menn líka, gefur bók- inni gildi, - gerir hana sannari. Bænh-nar eru allar undurfagrar, því að þær eru andvarp þess, er hlotið hefir þann þroska, að hann þurfi bænastaf til að styðjast við á lífsins braut, - hann sé ekki sá, er hnattahylinn skóp, - töfradýrðina alla er umlykur undrið mann. Eðli- lega er mönnum misauðvelt að orða mál hjartans, sumir flytja játningu um sekt og synd; sumir snúa bæn í predikun; aðrir rekja slóð Krists (Faðir vor), Frans frá Assisi, nú eða Davíðs konungs. Allt vissulega vel gert, en það eru listamennirnir sem hrifu mig mest, enda eni þeir öðrum vanari að leika á lífsins hörpu, svo sálir okkar bergmáli fögnuð, sem verður okkur gleði- vængur: Góður guð. Gerðu mig heilan svo ég geti elskað, verið réttsýnn og hjálpsamlegur. Verið faivegur, hljóðpípa, lærisveinn og kyndill. Geti huggað, stutt, fegrað, bætt og gefið. Hlýtt leiðsögn og haldið hreinleika. Tekið við og unnið úr til góðs og gagns. Gefið öðrum það sem ég helst vildi hljóta. Verið sterkur, ljúfur, bljúgur og ákveðinn. Sameinað lambið og ljónið í mér til að fullkomna ófullkomið líf. Að hjarta megi flæða yfir barma sína af gæsku og góðmennsku. Að tónar eilífðarinnar endurómi í lífi mínu. Að andi þinn umlyki sálina og breyti henni í fijósaman andans akm' þar sem fógur blóm og jurtir blómgast. Að lífið sé lifað þér til dýrðar. Amen. (Gunnar Kvaran) * Eða þessi slípaða perla: Guð, þú sem veitir huggun. Komdu til hins eina sem á sér aðeins fortíð. Sér ekki bamshendur laufsins. Finnur ekkert bram innra með sér. Greinir aðeins óljósa mjmd sem gæti verið þú, Guð. (Jóhann Hjálmarsson) * Skáldið Matthías fer á kostum: Við krossinn þinn ég krýp og þú ert drottinn minn, ég kaila þig að kvöl sem blóðug nístir mig og sárin mín þeim svalar aðeins miskunn þín, hún læknar allt og líknar öllum þúsundfalt og auglit þitt það eflir brotið sjálfstraust mitt og veitir mér þá von að líf mitt fylgi þér sem gras er grær og gulnar ei við ljá sem slær ó. Kristur minn, þín kvöl er, drottinn, styrkur þinn og þjáning mín sem þrúgur breyti sól í vín, ég hrópa á þig og hugur þinn hann snertir mig en hjarta þitt er helzta von og athvarf mitt. * Slíka fimi hafa aðeins mikil skáld, sálmabókarnefnd athugi það. Auð- mýkt hins unga Þorkels G. Sig- urbjömssonar (f. 1986) snart mig djúpt: Kæri góði Guð! Viltu vera með mér í dag og blessa mig, sem og alla aðra daga. Viltu vera með öllum sem eiga bágt og líður illa. Þakka þér Guð fyrir lífið og tilveruna, þakka þér fyrir að ég er heilbrigður og mér líður vel. Eg þakka þér fyrir alla sem mér þykir vænt um, bæði ættingja og vini. í Jesú nafni. Amen. Sannarlega hefði eg viljað birta fleiri sýnishom, en einhvers staðar verður að setja punkt. Skrá um höfunda fylgir, það er fróðlegt, en sleppt hefði eg breytta letrinu í efnisyfirliti og líka lagt meira í kápu. Kærar þakkir Sig. Haukur Leikið á kónginn BÆKUR Barnabók við öll tækifæri lt a r n a b ó k grámann í GARÐSHORNI Hildur Hermóðsdóttir endursagði. Kristín Arngrímsdóttir mynd- skreytti. Salka 2000. SAGAN AF GRÁMANNI í garðs- horni er sígilt íslenskt ævintýri um fá- tækan prakkara sem leikur þrívegis á kónginn og hlýtur að lokum kóngs- dótturina og hálft kóngsríkið - og það allt eftir daga kóngsins. í sögunni af Grámanni er að finna mörg klassísk ævintýraminni. Grá- mann sjálfur er góðhjartaður bragða- refur af óljósum uppruna, hann er skyldur kolbítnum sem „rís úr ösku- stónni" og kemst til metorða hjá kóngi. Þrautirnar þijár sem kóngur leggur fyrir hann og hann leysir með klækjum er alþekkt minni, sömuleiðis upphaf sögunnar þai- sem kóngur og drottning í ríki sínu og karl og kerling í koti sínu em kynnt. Karlinn tekur orð prestsins, um að allt sem maður gefur fái maður þúsundfalt til baka, á orðinu og ákveður að gefa einu kúna sem hann á í eigu sinni. í stað kýr- innar fær hann ekki þúsund kýr til baka, eins og hann átti von á, heldui' sekk einn stóran og þungan sem Grá- mann skríður út úr. Aður en yfir lýk- ur verður Grámann þó að sjálfsögðu valdur að því að þau karl og kerling fá kúna þúsundfalt borgaða, þótt óbeint sé. Frásagnirnar af klækjum Grá- manns við að leysa þrautir kóngsins eru bráðskemmtilegar og sögulok í samræmi við hefðina eins og öll börn þekkja hana. Ævintýrið af Grámanni er ríkulega skreytt litmyndum eftii’ Kristínu Amgrímsdóttur. Myndimar falla vel að efninu, er litríkar og fjör- legar, líkt og frásögnin og áhersla er á að draga fram það kómíska í per- sónum og atburðarás. Hildur Her- móðsdóttir endursegir söguna á vönduðu og auðskiljanlegu máli. Hér er því um fallega og skemmti- lega bók að ræða sem ætti að höfða til flestra barna frá þriggja ára og eldri. Soffía Auður Birgisdóttir NÝTT forlag, Gjörn- ingar ehf, hefur gefið út bókina Trjálfur og Mimmli eftir Stefán Sturlu Sigurjónsson. Stefán er einnig ann- ar af tveimur eig- endum forlagsins, hinn er faðir hans,Sig- urjón Valdimarsson. Stefán er líklega öllu þekktari sem leik- ari en rithöfundur en hann hefur starfað sem leikari um árabil, m.a. með leikhópnum Bandamönnum sem gert hefur garðinn frægan víða um lönd. „Sagan um Trjálf og Mimmla fæddist upphaflega sem leikþáttur sem ég samdi fyrir 17. júní skemmtun fyrir fjórum árum,“ segir Stefán Sturla. Ásamt félaga sínum Jakobi Þór Einarssyni varð þetta vinsæll leikþáttur og Trjálf- ur öðlaðist sjálfstætt líf og hefur verið fastur gestur í Húsdýragarð- inum allar götur síðan. „Þar hefur hann birst reglulega síðan og sagt börnunum frá dýrunum og sam- bandi manns og náttúru. Trjálfur segir börnunum einnig ýmsar þekktar sögur en með sínu lagi, t.d. söguna um Búkollu en þar kemur fram að Búkolla var kær- astan hans Guttorms sem er aftur persónulegur vinur Trjálfs." Fyrir þá sem ekki vita þá er Guttormur stóra nautið í Húsdýragarðinum, „afskaplega elskulegur tuddi sem gerir helst ekki flugu mein.“ En hver er þessi Trjálfur? „Hann er eins og nafnið bendir til skógarálfur semgetur talað við bæði dýr og menn. I sögunni af Trjálfi og Mimnila segir frá því er geimbúinn Mimmli kemur til jarð- arinnar í leit að súrefni. Hann er frá plánetu þar sem búið er að malbika og steypa yfir allan gróð- ur. Trjálfur gefur honum lítið tré og vatnskönnu til að vökva og út- skýrir fyrir honum hvernig trjá- gróðurinn er lífs- nauðsynlegur við framleiðslu á súr- efni.“ Bókin um Trjálf og Mimmla er ríkulega myndskreytt af Erlu Sigurðardóttur sem hefur myndskrcytt fjölda barnabóka og fengið viðurkenn- ingar á því sviði. Stefán segir að hann hafi ákveðið að fara þá leið ineð vinnslu bókarinnar að hafa hana ekki of dýra. „Það er fyrst og fremst gert með því að kápan er ekki í hörðum spjöld- um. Það hleypir upp kostnaði. Mín skoðun er sú að barnabækur eiga ekki að vera dýrar. Fólk á að geta keypt þær við öll tilefni enda er þessi bók þannig útbúin að hana á ekki bara að lcsa og skoða. Aftast í henni eru síður með myndum sem börnin geta litað sjálf. Þetta er semsagt litabók líka. Þá eru líka spurningar um efni bók- arinnar sem foreldrar og börn geta velt fyrir sér í sameiningu." Trjálfur útskýrði þá fyrir Mimmla að á jörðinni er súrefnið ekki geymt í súrefniskútum heldur er það utan um alla jörðina. Mimmli varð mjög hissa á þessu og hélt þá að jörðin væri innan í gríðarstórum súrefniskút. „Nei, á jörðinni þurf- um við ekki súrefniskúta," útskýrði Trjálfur, „því við fáum nóg súrefni frá grasinu og trjánum." „Gasinu af tánum?" spurði Mimmli hissa. „Nei, grasinu og trjánum. Sjáðu, þetta græna sem við göngum á er gras og sérðu þetta háa sem vex upp af jörðinni og teygir sig upp í loftið, það eru tré. Grasið og trén gefa frá sér súrefni." tír Trjálfur og Mimmli Stefán Sturla Sigurjónsson Skuggahliðar mannlífsins BÆKUR Skáldsaga HÉRHLUSTAR ALDREI NEINN eftir Sigurjón Magnússon. Bjartur, Reykjavík 2000.142 bls. í FYRSTU skáldsögu Sigurjóns Magnússonar, Góða nótt, Silja, segir á einum stað: „Lífið er ann- ars eðlis en bækurnar: það sækir fremur á eins og vondur draum- ur.“ Þessi orð eru afar lýsandi fyr- ir nýjasta verk Sigurjóns, Hér hlustar aldrei neinn, en þar mynd- ar söguheimurinn mikilvæga and- stæðu við þá veröld bóka sem sumar persónurnar þekkja og leita skjóls í. Löng hefð er reyndar fyr- ir því að stilla upp söguraunsæinu and- spænis tælandi eða upphöfnum handan- veruleika bókmennt- anna; skáldsagnalest- urinn reyndist t.d. frú Bovary örlagarík- ur en nýlegt og ná- lægt dæmi er að finna í bók Auðar Jónsdóttur, Annað líf, þar sem bókalestur verður gluggi inni í æðri tilveru fyrir nýbúann Napassorm. En óhætt er að full- yrða að daglegt líf persónanna í verki Sigurjóns líkist helst vondum draumi og kraftmesta andstæðan sem höf- undur teflir fram við eymdinni eru einmitt bækurnar sem veita þeim sem til þeirra leita frið og huggun, hvort tveggja þættir sem þrálega skortir í líf hins tíu ára gamla Benna sem er mikilvægasta sögu- persóna verksins. Sagan hefst á orðunum: „Ætlar hann aldrei að gefast upp?“ og manneskjan sem þetta hugsar er Kata, tæplega þrítug kona sem djúpt er sokkin í undirheima áfengis og eiturlyfja, þegar hún kemur auga á föður sinn sitjandi á afviknum stað inni á sóðabúllu sem hún hefur nýskjögrað inn á. Karl- mennirnir sem hún er í fylgd með, sóðalegt umhverfið og þessi ein- kennilegu viðbrögð ásamt hug- myndinni að faðirinn sé að ofsækja hana vekja strax á fyrstu blaðsíðu bókarinnar upp tilfinningu ein- hvers konar kynferðislegs óhugn- aðar hjá lesanda, tilfinningu sem reynist viðloðandi allt verkið þótt ekki sé það á þeim forsendum sem lesandi kann að hafa ímyndað sér í upphafi. Það svífur reyndar ein- hver undarlegur drungi og svart- sýni yfir frásögninni allri, lesandi verður samstundis hluti af sorg- legri atburðarás sem hann getur vart ímyndað sér að fari öðruvísi en illa. Hversu haganlega Sigurjón fleytir þessari miklu örlagasögu fram minnir á skorin og knappan stíl fyrstu bókar höfundar, og nýt- ur sín síst verr hér því fléttan er að flestu leyti vel unnin. Maðurinn sem í efnisgreininni að ofan skelfdi Kötu er Guðbrand- ur, faðir hennar og umsjónarmað- ur Benna litla, sonar Kötu. Hann er giftur Sæunni og saman hafa þau búið Benna heimili í fjarvist móður hans. Kata hefur frá ung- lingsaldri verið villt og óstýrlát og svo er komið að vart nokkur leið er fyrir hana út úr óreglunni. Þeg- ar sagan hefst er hún í þann mund að lenda í klónum á Aroni, mann- hundi sem sjálfur kemur frá ann- áluðu hryllingsheimili og girnist nú son Kötu. Sú staðreynd að Benni á ekki sjö dagana sæla hjá ömmu sinni og afa ýtir undir möguleika Arons á að hreppa hann. Sagan er sögð í þriðju per- sónu og fer söguhöfundur á milli persónanna án þess nokkurn tíma að frásagnarflæðið rofni enda er Sigurjón stílfagur höfundur sem lætur vel að skrifa tilfinninga- þrungnar senur þar sem undiralda fortíðarinnar gjálfrar í orðunum. Hin ólíku sjónarhorn sem söguhöf- undur bregður fyrir sig gefur les- anda líka nokkuð heila mynd af sundurtættu fjölskyldulífi og nær hann fram sérstökum krafti í text- anum þar sem hugleiðingum hinn- ar stórsködduðu og geðsjúku Sæ- unnar eru gerð skil. Minnir persóna hennar reyndar nokkuð á persónugerð sem algeng var í nít- jándu aldar bókmenntum, þá að- allega breskum, og kennd var við „brjáluðu konuna á háaloftinu“. Innilokað og afskipt kvendið tákn- aði þar oft þær misgjörðir sem aðrar persónur höfðu framið gegn sam- félaginu, stigið hafði verið út fyrir mörkin og syndirnar faldar uppi á háalofti. Hér er hefðinni kannski ekki fylgt bókstaflega en þar sem Sæunn liggur umvafinn sænginni og einangr- uð í myrkvuðu her- bergi, meðan höfund- ur lætur syndir heimilisins holdge- rast í henni, kallast hún án efa við þá gamalkunnu persónu- gerð. Kaldhæðni frásagn- arinnar kjarnast svo í þeirri staðreynd að Benni litli fer úr öskunni í eldinn þegar hann yf- irgefur Sæunni og afa sinn góða til að flytja til Arons og móður sinn- ar. Söguhöfundur gefur margoft í skyn að sú ákvörðun eigi ekki eftir að vera til góða en hún sé á sama tíma óumflýjanleg, og kemur þar að þeim drunga sem frá upphafi hvílir yfir frásögninni og gerir les- anda erfitt fyrir að leggja bókina frá sér fyrr en endalokunum er náð, hvernig sem þau kunna að vera. Tengist það líka annarri bók- menntahefð sem mér fannst verkið á köflum skírskota til, en það eru grótesku bókmenntir suðurríkja Bandaríkjanna. Það er sérstaklega hugmyndin um ættgengan níðings- skap sem eitrar hverja kynslóðina á fætur annarri innan veggja ætt- aróðalsins, sem finna má bæði í Faulkner og O’Connor, sem hér birtist í tengslum við Aron og for- sögu hans. Það sem auðveldar þessa tengingu er hversu óhlut- bundin frásögnin er því þótt göt- unöfn í Reykjavík séu nefnd er fátt sem festir frásögnina annað- hvort í tíma eða stað og á köflum verður það áberandi hversu sögu- höfundur forðast að staðsetja at- burðina í ákveðnum auðþekkjan- legum samtíma. En meðan hrósa má bókinni fyrir knappan og gjarnan áferðarfagran stíl reynist þetta ein af þeim mörgu íslensku bókum sem að sumu leyti virðast ekki alveg fullskrifaðar. Mikil og tilfinningarík saga er sögð, þrjár kynslóðir berjast við djöfla sam- félags og erfða og engin sýnileg ástæða er fyrir því að sögunni sé sniðinn svo þröngur stakkur sem hundrað og fjörutíu síður óneit- anlega eru. Helst særir þetta söguheildina þegar að forsögu Guðbrands og Sæunnar kemur, ásamt æsku Kötu, því ansi margt er látið ósagt eða ýjað að í stuttu máli. Ég held að annars sterk saga hefði getað orðið enn eftirminni- legri hefði hún fengið að vaxa hjá höfundi í enn meira verk. Björn Þór Vilhjálmsson Sigurjón Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.