Alþýðublaðið - 12.05.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.05.1959, Blaðsíða 3
tiiiiiiiiniitiiiiiiiiiiiiiiiiinitiiiiiiiiiíiiiiiiiiiiiiKitiiiiiliiiiiiiiiiikitiiifiiiriiiímiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiii- 'fa Ef kaupgjaldsvísitalain hefði ekki vei'ið lækkuð úr 202, eins og hún var 1. desember, hefði þurft að afla útflutningssjóði 400 milljón króna tekna með nýjum álögum. í lok síðasta árs var að skeila yfir þjóðina ný verðbólgu- alda, stærri og ægilegri en við höfum hingað til þekkt. Ef ekkert hefði verið að gert, mundi öll iþjóðin hafa goldið af- hroð, m-est þó verkafólk og launamenn. Alvarleg hætta var á samdrætti atvinnuíífsins. Núverandi níkisstjórn hafði um tvær leiðir að velja; að stöðva verðbólguna eins og hún var um áramót og leggja á nýja skatta til að haida atvinnuvegununi gangandi, — eða snúa verðibólguhjólinu svo mikið til baka, ð hægt yrði að komast af án nýrra skatta. Fyrri leiðin reyndist gersamlega óframkvæmanleg. Tillögur Framsóknar voi'u að skerða laun um 15 stig, leggja nýja-r álögur á þjóðina vegna hækkaðra útflutningsbóta, en reyna engan sparnað í neinu. Við afgreiðsiu fjárlaga voru Framsóknarmenn með öllum hækkunartillögum á útgjöldum, en mjóti öllum sparnaðar- tillögum. Þeir gerðu engar tillögur um lausn þess vanda, sem raunverulega blasti við þjóðinni. Alþýðubandalagið reyndist í þessu ábyrgara og gerði tillögur um greiðslulialla- laus fjárlög. Framsókn gerði tillögur, sem þýddu 150 millj- óna halla. Þær breytingar, sem gerðar hafa verið á tekjuáætlunum fjárlaganna, eru fullkomlega á rökurn reistar, og byggjast á áætlunum, sem allir viðkomandi aðilar hafa samþykkt. 5% lækkun á framlög til framkvæmda nær ekki til vega, brúa og hafna. Þegar 5% hafa verið dregin af öðrum fram- kvæmdum, eru eftir 162,6 milljónir, en til þessai'a sömu framkvæmda var á síðasta ári veitt 147 milljónum, eða 15 milljónum minna. Þetta er allur niðurskurður verklegra framkvæmda! -^- Framsókn finnst aðalatriði varðandi raforkuáætlunina, hve mliklu fé er hægt að eyða í hana. Á hitt er ekki minnzt, hvað fæst fyrir féð, og ekki á það hlustað, að hægt er að veita- sömu þjónustu fyrir miklu minna fé. Notendum mun ekki fækka, en stofnkostnaður lækkar um 88 milljónir. Heildarafli báfanna í lok man var 75 þús. leslir Á sama tíma í fyrra var aflinn 83000 Iestir SAMKVÆMT skýrslu Fiski- félags íslands nam heildarafli bátanna 75.621.452 kg. í lok marz sl. Á sama tíma i fyrra nam aflinn 83.202.493 kg. Á sama tíma var togaraafl- inn orðinn 34.639.386 kg., en í niiiiiimiiiiiiiiinniiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiMiiiiiiiinM Ræðumennirnir I í eldhúsdagsum- | ræðuuum í kvöid ( Eldhúsdagsumræðurnar á | alþingi halda áfram í kvöld, | og verða ræðuumferðir flokk = anna þrjár. Ræðumennirnir f í kvöld verða þessir: í Alþýðuflokkurinn: Friðjón | Skarphéðinsson, Eggert G. 1 Þorsteinsson og Gylfi Þ. 1 Gíslason. Alþýðubandalagið: Hanni- I bal Valdimarsson og Lúðvík = Jósepsson. i Framsóknarflokkuúinn: - \ . . , a Karl Knstjánsson, Bernharð i Stefánsson og Eysteinn Jóns E son. i Sjálfstæðisflokkurinn: — i Bjarni Benediktsson, Sigurð § ur Óli Ólafsson, Friðjón i Þórðarson og Sig. Bjarnason. i marzlok 1958 höfðu togararnir aflað 33.299.639 kg. Bátaaflinn skiptist sem hér segir eftir verkunaraðferðum á árinu: Frysting 43102767 kg., herzla 9623027 kg., niðursuða 46631 kg., söltun 20.923059 kg., mjölvinnsla 702800 kg. og inn- anlandsneyzla 1223168 kg. Stuðningur við mannúðar- og vísindastarfsemi ALÞINGI ályktar að fela rík- isstjórninni að athuga, hvort unnt sé að auka fjárhagsstuðn- ing við mannúðar- og vísinda- starfsemi á íslandi með því að gera framlög fólks til þeirra mála frádráttarhæf við álagn- ingu tekjuskatts og útsvara. Framangreind tillaga til þingsályktunar um stuðning við mannúðar- og vísindastarfsemi var samþykkt í Sameinuðu al- þingi í gær, en flutningsmenn voru Ragnhildur Helgadóttir og Björn Ólafsson. I greinar- gerð segir, að sums staðar er- lendis séu veittar skattaíviln- anir í þessu skyni. Fjarstæða að minnka eigi innflutning nauðsynja Eldhúsrœða Péturs Péturssonar NÚVERANDI ríkisstjórn hefur tekizt að forða þjóðinni frá efnahagslegu hruni, sem var framundan, með því að stöðva hina geigvænlegu verðbólgu, er við blasti, sagði Pétur Péturs- son í ræðu sinni í eldhúsumræðunum á alþingi í gærkvöldi. Benti hann á, affl verðbólgan hefði verið um 10% árle-ga frá stríðsiokum, en hefði orðið um 30% ef fram hefði haldið með þeim hraða, sem var á henni um áramótin. Slíkt hefði leitt til erfiðleika atvinnuveganna og samdráttar þeirra. Þá fyrst hefði liættan orðið alvarleg, er atvinnuleysi var framundan, Pétur ræddi almennt um íhætturnar af vaxandi dýrtíð og færði sönnur sá, að sú smá- vægilega kja-raskerðing, sem orðið hefði, m-undi lítilvæg við hlið Þess, sem dunið hefði á þjóðinni, ef ekki hefði tekizt að stöðva verðibólguna. Þá ræddi Pétur ýtarlega um innflutningsmálin og hnekkti þeim orðrómi, sem komið hefur verið á kreik, að minnka ætti innflutning á nauðsynjum til landsins. Taldi hann, að aldrei hefði verið gerð eins vönduð inn- flutningsáætlun og í ár, en. hana hefðu undirhúið við- skiptaráðuneytið, seðlabank- inn og innflutningsskrifstof- an. Loks ræddi Pétur samstarf Alþýðufl'okksins og Framsókn- ar á síðustu árum. Skýrði hann frá iþví, að Framsóknarflokkur- inn hefði í fyrrverandi ríkis- stjórn dft hallað sér að komm- únistum og stutt þá, en slíkt héfði Vakið eðlilega andstöðu innan Alþýðuflokksins. Her- mann Jónasson (hefði slitið stjórninni án samráðs við Al- þýðuflokkinn og hefði ekki ver Pétur Pétursson ið annað hægt en líta á það sem mérki þess, að Framsókn ósk- aði ekki eftir frekara samstarfi. Pétur sagði að .lokum, að Al- þýðuflokkurinn mundi í fram- tíðinni sem hingað til fylgja þeirri reglu að láta afstöðu sína mótast af þeim1 málum, sem við er að glíma, en ekki öðrum sjón armiðum. UMFI boðið þáfllaka í æsku- lýðsmófi í Noregi í simar VESTFOLD Ungdomsfylking í Noregi hefur boðið UMFÍ þátttöku í æskulýðsmóti, sem stendur yfir dagana 25. júlí— 3. ágúst. Mótið verður haldið á Vestfold, ca. 100 km. frá Osló. Þátttakendur í mótinu verða frá ýmsum Evrópulönd- um. Á mótinu verða fluttir fyrirlestrar og tónlist, sýndir þjóðdansar o. fl. Einum degi verður varið til þess að kynnast skógrækt og gróðursetja trjáplöntur. Er- léndir þátttakendur búa hjá félagsmönnum meðan mótið stendur yfir. Þátttaka í mótinu sjálfu kostar sextíu norskar krónur og er það innifalið hús næði, fæði, farmiðar í sam- bandi við mótið og aðgangur að öllum samkomum mótsins. Þeir ungmennafélagar, sem hafa hug á að sækja þetta mót, verða að tilkynna það skrif- stofu UMFÍ — símar 12546 og 12204 — fyrir 25. maí. Skrifstofa UMFÍ veitir nán- ari upplýsingar. Sambandsstjórn UMFÍ hef- ur ákveðið að fresta sambands- þinginu vegna alþingiskosning- anna. Sambandsþingið verður sennilega haldið í september og verður það tilkynnt héraðs- stjórum með nægum fyrirvara. Dansskóla Hermanns Ragn- ars Stefánssonar er lokicj á þessum vetri og héldu 160 af nemendum hans nýlega sýn- ingu í Austurbæjarbíói. Sýndu þar nemendur á aldrinum 3— 25 ára. Aðsókn var ágæt. Á myndinni eru tveir nemendur skólans á æfingu, þau Henny Hermannsdóttir og' Magnús Ólafsson. Yesimannaeyingur hlaul 100 þús. kr. f GÆR var dregið í 5. flokki Happdrættis Háskóla íslands. Dregið var um 896 vinninga, samtals að upphæð kr. 1.155,- 000,00. Hæsti vinningur, kr. 100 þús., kom á heilmiða nr. 41 117, seldan í Vestmannaeyj- um. Næsthæsti vinningur, kr. 50 þús., kom á heilmiða nr. 31952, seldan í Ólafsvík. Kr. 10 þús. komu á þessi nr.: 411, 6313, 12671, 20620, 24780, 33350 og 40648. — 5 þús. kr. komu á þessi nr.: 8837, 12113, 15967, 23611, 24932, 33301, 43470, 45- 070, 45360 og 49100. (Birt án ábyrgðar.) •iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiKiniiiin = - -J = S | Þau hlufu | i verilaun | I UMFERÐARNEFND Rvík 1 1 ur ákvað fyrir nokkru að | | efna til ritgerðasamkeppni á | | þessu vori í 12 ára bekkjum | | barnáskólanna í hænum um | | efnið „Börnin og umferðin“ | | og veita reiðhjól í verðlaun | 1 fyrir beztu ritgerð stúlkna og | | drengja. | Úrslit samkeppninnar | | urðu þau, að tveir nemendur | | úr Laugarnesskólanum, Ol- | | afía Sveinsdóttir, Breiða- | | gei'ði 7, og Pétur Björn Pét- f | ursson, Rauðalæk 52, hlutu | | verðlaunin, reiðhjól af vönd | f uðustu gerð. | Afhenti formaður umferð f f arnefndar nemendunum | E verðlaunin sl. fimmtudag að | | viðstöddum form. fræðslu- | = ráðs og fræðslustjóra, og er | | myndin tekin við það tæki- f | fæiri. 5 = lllllllllllllllllllllMK.IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIimiillllllllllllllL vegir verði sfeinsleypfir SAMEINAÐ alþingi samþykkti í gær tillögú til þingsályktunar um að steypa fjölfarna vegi. Tillagan er frá fjárveitinga- nefnd og hljóðar þannig: „Alþingi ályktar að fela rík isstjórninni að láta í samráði við vegamálastjóra undirbúa fyrir næsta þing framkvæmda áætlun um að steypa fjölförn- ustu þjóðvegi á næstu árum. Verði jafnframt gerðar tillög- ur um fjáröflun til fram- kvæmdanna og stefnt að því, að vegagerð með þessum hætti geti hafizt á næsta ári.“ Tillögunni fylgdi greinargerð nefndarinnar og ítarleg umsögn vegamálastjói’a varðandi fram- kvæmdir þessar. Endurheimf handrifanna SAMEINAÐ alþingi samþykkti í gær tillögu til þingsályktunar um skipun nefndar til þess að vinna með ríkisstjórninni að framgangi handritamálsins. Flutningsmenn tillögunnar voru þeir Pétur Ottesen og Sveinbjörn Högnason og mælti fjárveitinganefnd einróma með samþykkt hennar. Tillagan er á þessa leið: „Al- þingi ályktar að fela ríkisstjórn inni að skipa fimm manna nefnd til þess, undir forustu ríkisstjórnarinnar, að vinna að endurheimt íslenzkra handrita frá Danmörku. Nefndin skal þannig skipuð, að þingflokkarnir tilnefna sinn manninn hver, en fimmti mað- urinn skal tilnefndur af heim- spekideild háskólans. Nefndin kýs sér sjálf formann. Kostnaður við störf nefndar- innar greiðist úr ríkissjóði“. —• Stutt greinargerð fylgir tillög- unni. Alþýðublaðið — 12. maí 1959 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.