Alþýðublaðið - 12.05.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 12.05.1959, Blaðsíða 11
Flugfélag íslands. Millilandaflug: Millilanda- flugvélin Gullfaxi fer til Glas gow og Kaupmannahafnar kl. 8 í dag. Væntanleg aftur til Reykjavíkur kl. 22.40 í kvöld. Flugvélin fer til Oslóar, Kaup mannahafnar og Hamborgar kl. 8.30 í íyrramálið. Milli- landaíflugvéiin Sólfaxi er væntanleg til Réykjavíkur kl. 22.30 í kvöld frá Lundúnum. Innanlandsflug: í dag er á- ætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Blönduóss, Egils- staða, Flateyrar, ísafjarðar, Sauðárkróks, Vestmannaeyja (2 ferðir) og Þingeyrar. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Hellu, Húsavíkur, ísafjarðar, Siglu- fjarðar og Vestmannaeyja (2 ferðir). Pan American fiugvél kom til Keflavíkur í morg- un og hélt áleiðis til Norður- landanna. Flugvélin er vænt- anleg aftur' annað kvöld og fer þá til New York. Skipltis Ríkisskip. Hekla er á Austfjörðum á norðurleið. Esja er væntanleg til Reykjavíkur í kvöld frá Vestfjörðum. Herðubreið er á leið frá Austfjörðum til Rvík ur. Skjaldbreið fór frá Rvík í gær vestur um land til Akur- eyrar. Þyrill fór frá Hafnar- firði í gær áleiðis til Vest- mannaeyja og Fredrikstad. Helgi Helgason fer frá Rvík í kvöld til Vesamannaeyja. Skipadeild SÍS. Hvassafell fer í dag frá Norðfirði áleiðis til Lenin- grad. Arnarfell er á Akur- eyri. Jökulfell er væntanlegt til Reykjavíkur á morgun. Dísarfell kemur til Reykja- víkur í dag frá Rotterdam og Hull. Litlafell losar á Vest- fjörðum. Helgafell er á Húsa- vík. Hamrafell ér væntanlegt til Reykjavíkur 17. þ. m. frá Batum. i TJÖLD SÖLSKÝLI margir litir, margar stærðir, tjöldin eru með vönd uðum rennilás. Svefnpokar Bakpokar Vindsængur Ferðaprímusar Sport og ferðaíatnaður allskonar. Ceysirhf. Tcppa og dregiadeiH sverði og byssu. Hver maður hafði grímu, sem hægt var að setja fyrirhafnarlítið upp, því það hafði verið samþykkt á búgarði Don Alejandro meðal annars. Það var dimmt í virþinu, nema hvað ljós var í kránni, en þaðan heyrðist glaumur, því þar skemmtu nokkrir af fylgdarmönnum' hans hágöfgi sér með hermiönnunum á staðn um. Því Pedro Gonzales liðs- foringi hafði komið til virk- isins ásamt mönnum sínumi skömmu fyrir myrkur, ánægð ur yfir aS vera kominn aftur úr árangursiausu ferðalagi og vongóður um að allt tækist betur næst. Þeir, sem voru í kránni, höfðu gengið niður hæðina, sem virkið stóð á og skilið hesta sína eftir þar beizlis- og hnakklausa °S Þeim datt ekki í hug að þeir myndu eiga eftir að etja við senor Zorro þessa nött. Feiti kráareigandinn hafði mikið að gera, því her- m;ennirnir að norðan 'höfðu næga peninga og vildu gjarn- an eyða þeim. Gonzales, liðs- foringi, sem var hrókur .ails fagmaðar eins og venjulega, var að . útiistá nákvæmlega hvað harin ætlaði að.gera við senor. Zorrö ef dýrlingarnir . leyfðu að þeir hittust og hann hefði sverð í hönd. Ljós ioguðu einnig í löngu setustofunni f virkinu, því að eins. fáir hermannanna voru háttaðir. Og það joguðu einn- ig ljós í húsi því, sem hans hágöfgi gisti í, en annars stað ar í virkishorginni var slökkt og allir sváfu. í fangelsinu var ekki ljós nema eitt kertaljós á skrif- stofunni, þar sem sýfjáður varðmaður var á verði. Fanga vörðurinn var háttaður. Fang arnir stundu á hörðum bekkj- unum í fangalherbergjunum. Don Carlos Pulido stóð við gluggann og leit út og kona- hans og dóttir hnipruðu sig á bekk, 'þær gátu ekki sofið í þessu umhverfi. Cabálleroarriit hittu senor Zorro þar sem hann hafði sagt að: hann yrði, en hann var kyrr og talaði ekki fyrr en allir voru komnir. „Eru allir komnir?“ spurði hann. „Allir hema Don Diego Vega,“ svaraði einhver. „Hann er með hita, sen:or.“ Oa hinir hlógu, því þeim datt í hug að hann hef ði feng- ið hita af hug'leysi. „Ég býst við að þið vitið eitthvað um fvrir.ætlanir mín ar,“. sagði senor Zorro. „Við vi'tum hvað hefur komi ð fyrir Don Carlos Pulidos og kon- urnar. Við vitum: að þau eru ekki sek um landráð og þó þau hefðu verið það, var óaf- sakanlegt að flvtja þau í fang elsið og láta þau inn mie.ð svik urum og drykkjumönnum. Hugsið uffl hinar viðkvæmu konur í þessu umihverfi! Hug- leiðið þáð — því landsstjórinri hatar Don Carlos! Finnst ykk ur ekki að eitthvað eigi að gera? Ef ykkur finnst það ekki — geri ég eitthvað Sjálf- ur!“ „B-jörgum þeim!“ kallaði cafoaliero og hinir tóku undir. Hér var tækifæri, sem gaf æv- intýri í aðra hönd og góðverk á hina. „Við verðum að fara hljóð- lega inn i virkið,“ sagði senor Zorro. „Það er ekki tunglsljós og enginn sér okkur ef við förum vaiiega. Við komum að fangelsinu frá suðri. Hver maður hefur ákveðið verk að vinna. Sumir umkringja húsið til að láta vita ef einhver nálg- ast. Aðrir hrekja hermennina burt ef þeir koma. Aðrir koma inn með mér og bjarga- föng- unum.“ „Þetta er ágæt ráðstöfun,“ sagði einn.' „Þetta er aðeins hluti af ráðagerðinni. Það er ekkert líklegra en Don Carlos, sem er stoltur maður, neiti að láta frelsa sig, ef hann fær tæki- færi til að hugsa málið. Við getum ekki leyft slíkt. Sumir okkar taka hann og bera hann 37 eftir Johnsfon McCulIey út. Donna- Catalina verður borin út og ég skal sjá um senorituna. Nú —■ þá eru þau frjáls. Og hvað svo?“ Hann heyrði muldur, en ekkért ákveðið svar, svo hann hélt áfram með ráðagerð sína. „Við ríðum allir hingað á veginum,“ sagði hann. „Hér skiljum við. Þeir, sem hafa Donnu Catalinu, fara með hana til búgarðs Bon Aiej- andro Vega, þar sem hægt er að fe]ia hana ef þörf krefur og þar sem hermennirnir munu ekki þora að handtaka hana. „Þeir, sem hafa Don Carlos, fara veginn til Pala og um það bil tíu mílur frá virkinu munu þeir hitta tvo innfædda menn, sem gefa þeim merki refsins. Indáánarnir taka Don Carlos og sjá um hann. „Þegar þessu er lokið skulu caballeroarnir ríða hver heim til sín, þeir geta sagt hvað sem þá lystir en verða að fara varlega. Þá mun ég hafa far- ið með senorituna á öruggan stað. Gamli bróður Felepi mun sjá um hana, það er maður, sem hægt er að treysta og' hann mun fela hana. Síðan verðum við að bíða og sjá hvað landstjórinn gerir“.‘ „Hvað getur hann gert?“ spurði einn caballeroanna. „Ekkert nema látið leyta þeirra". „Við verðum að bíða og sjá hvað setur“, sagði Senor Zorro. „Eruð þið viðbúnir?“ Þeir fullvissuðu hann um að svo væri og hann sagði hverjum fyrir sig hvað gera skvldi og svo fóru þeir úr litla dalnum og riðu hægt og varlega að litlu borginni og nálguðust úr suðri. Þeir héyrðu köll og söng hermannanna á kránni, sáu ljósin í virkinu og nálguðust fangelsið hægt, tveir og tveir. Innan skamms var húsið umkringt þögulum, ákveðn- um mönnum og þá stigu Sen- or Zorro og fjórir aðrir af baki og gengu að dyrunum. 31. SENOR Zorro barði á dyr með sverðshjöltunum. Þeir heyrðu mann draga andann snöggt á loft fyrir innan og eftir dálitla stund sást ljós gegnum rifurnar á hurðinni og hlerinn var opnaður og í Ijós kom syfjulegt andlit varð arins. „Hvað viljið þið?“ spurði harin. Senor Zorro sétti byssu- hlaupið inn um hlerann og beint f andlitið á manninum, og á þann hát't, að ekki var hægt að loka hleranum. „Opnaðu, ef þú vilt lífi halda! Opnaðu og gefðu ekki hljóð frá þér!“ skipaði Sénor Zorro. „Hvað — hvað er betta?“ „Senor 'Zorro heiti ég“. „í nafni dýrðlinganna“. „Opnaðu fífl eða ég skýt!" „Ég — ég skal oniR, Skjót- ið ekki kæri Senor Zorro! Ég er aðeins vesæll vörður og ekki hermaður! Ég bið yður, skjótið ekki!“ „Opnið dyrnar!“ ,,Um leið og ég finn lykil- inn, kæri Senor Zorro!“ Þeir heyrðu hringla í lykl- unum og loks var einum stungið í skrána og þungar dyrnar opnaðar. Senor Zorro og félagar hans fjórri ruddust inn og skelltu dyrunum á eftir sér og settu slagbrandinn aftur fyrir. Vörðurinn fann bvssuhlaup við gagnaugun á sér og ef einn þeirra hefði ekki haldið í hárið á honum hefði hann kropið fyrir þessum fimm óg- urlegu grímumönnum. „Hvar sefur fangavörður- inn?“ heimtaði Senor Zorro. „í þessu herber«i. senor“. „Og hvar er Don Carlos Pulido og konurnar?“ ,,í fangaherberginu. senor“. Senor Zorro bent.i til hinna, gekk yfir herbergið og onnaði dyrnar að herbergi fanga- varðarins. Maðurinn var setzt ur upp því hann hafði heyrt hávaðann frammi og hann deplaði óttasleginn augunum þegar hann sá stigamanninn í kertaljóginu. „Hreyfið yður ekki, senor“, varaði Zorro hann við. ,,Ef þér skrækið, deyjið þér. Ég er Senor Zorro“. „Dýrðlingarnir verndi mig __U „Hvar eru lyklarnir að fangaklefanum?“ „Á — á borðinu, senor". Senor Zorro tók þá upp, snérist á hæl og þaut að fanga verðinum. „Leggist niður!“ skipaði hann. „Á grúfu, þorpari!" Hann reif teppi í ræmur og batt fangavörðinn á höndum og fótum og keflaði hann. „Til að umflýja dauðann“, sagði hann þá, „megið þér ekki hreyfa yður og ekkx reyna að gefa hljóð frá yður fyrr en góðri stund eftir að við erum farnir. Þér getið sjálfur ákveðið tímann“. Svo fór hann aftur inn á aðalskrifstofuna, beriti hin- um að koma og gekk niður fúlan ganginn. ,Hvaða dyr?“ sagði hann við vörðinn. „Aðrar, senor". Þeir flýttu sér þangað og Senor Zorro opnaði og neýddi vörðinn til að halda kerti á lofti. Meðaumkvunarstuna leið af vörum stigamannsins. Hann sá hinn aldna dori standa við glugsrann; sá kori- urnar samanhnipraðar á bekknum, sá hvílíka félaga þau höfðu á foessum stað. „Guð fyrirgefi landsstjór- anura!“ kallaði hann. Senorita Lolita leit upp og gaf frá sér gleðióp. Don Car- los snérist á hæl. • „Senor Zorro!" andvarpaði hann. „Sá hinn sami, Ðon Carlos. Ég er kominn ásamt vinum minum til að frelsa ykkur“. „Ég get ekki levft það, sen- or. Ég flý ekki örlög mín. Og það væri ekki eott fyrir mig að láta yður frelsa mig, ég er ásakaður um að hýsa yður. Hvernig haldið þér að það líti út, ef þér bjargið mér?“ Ungar sfúlknr '"1 Framhald af 1. síðu. Síðar kom í ljós við rannsókn! á málinu, að þessi stúlka hafði einnig verið í gleðskap hinna bandarísku hermanna í Knox- búðum og hafði stúlkan neytfc þar eiturlyfja. Ekki er ólíklegt að fleiri hafi í gleðskap þessum orðið sér úti um eiturlýf. Báðar stúlkurnar erú korn- ungar og mun mál þeirra lík- lega heyra undir barnavernd- arnefnd. Foreldrar ættu að hafa strangt eftirlit með dætrum sínum á aldrinum frá fermingu til 16 og 17 ára, því nokkur brögð munu vera að því, að stúlkur á þeim aldri lendi í höndum eiturlyfjamangara. IIIIIIIIIIIIllllllllllllíllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllítllflllfIllflllIIIIIIIIÍIIllIIIIItlIllllÍIIÍIIIIIlllllllllIVi 6IARNAINII „Dísa hefur verið í skammakrónum. Það má svo sem sjá minna". Alþýðublaiðið — 12. maí 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.