Alþýðublaðið - 30.06.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 30.06.1959, Blaðsíða 5
Ur skýrslu um hafrannsóknirnar á „Ægi" VABÐSKIPIÐ Ægir er nú koniið úr hinum árlegu vor- rannsóknum á síldarslóðum íyrir norðan land og vestan, og hefur skýrsla um niður- stöður verið birt. Verkaskipt- ing vísindamanna var þannig, að dr. Hcrmann Einarsson var leiðangúrsstjóri, og honum til aðstoðar Sverrir Guðmunds- son; Unnsteinn Stefánsson at- hugaði ástand sjávarins, að- stoðarmaður: Birgir Halldórs- son, Þórunn Þórðardóttir rann sakaði juríagróður og Hjálm- ar Vilhjálmsson aðstoðaði hana; en átumagn rannsakaði Ingvar Hallgrímsson og Var jón Magnússon honum til að- stoðar. Hér fara á eftir nokkur brot úr skýrslunni, um gróður og átu: VERKEFNI ÆGIS- LEIÐANGRANNA. „Hér er ekki hægt að drepa á nema fáein atriði, sem liggja til grundvallar rannsóknaáætl un okkar. Eftirfarandi höfuð- atriði má nefna: 1. Við töldum líklegt, að breytingar á ástandi sjávar, gróori og dýralífi, í maí og júní væru það örar, að æski- legt væri að rannsaka svæðið vestan- og norðanlands a.m.k. þrisvar á tímabilinu 15. maí til 25. júní. 2.. Við töldum sennilegt, að í hafinu fyrir vestan landið r l Vill deyja stí^vélunum Houston, Texas, UPI. SÍÐASTI eftirlifandi uppgjafahermaðurinn frá bandarísku borgarastyrj- öldinni, Walter Williams, sem nýlega varð 116 ára garnall, skipaði dóttur sinni nýlega að klæða sig í gömlu herstígvélin, svo að hann geti sem góðum hermanni sæmir dáið í stígvélum. Williams garnli, sem lengi hefur verið blindur og rúmfastur, veiktist fyr ir nokkrum dögum af ill“ kynjaðri lungnabólgu. — Þegar hitinn var kominn upp í 39 stig s. 1. sunnu- da-g og hann gerði sér ljóst — að dauðinn nálgaðist, bað hann um að vera færður í gömlu stígvélin. Dr. Russel Wolfe, sem annast gamla hermanninn — segir að líðan sjfiklings ins fari stöðugt versnandi og lífið fjari smátt og smátt út. skapaðist á þessu tímabili á- stand, sem síðar hefði mikil áhrif á síldveiðisvæðið norð- anlands vegna sjávarstraums- ins að vestan norður fyrir land. 3. Við álitum reynandi að fylgja þessari þróun með end- urteknum athugunum, með það fyrir augum, að í fram- tíðinni verði hægt að ráða af ástandinu vestanlands, hvern- ið ástandið norðanlands verð- ur að ákveðnum tíma liðnum. 4. Við vildum leitast við að athuga hvaðan sú síld kæmi, sem síðari árin hefur veiðzt á vestursvæðinu í byrjun ver- tíðar. 5. Við vildum leitast við að rannsaka lögmál rauðátu- hrygningarinnar og hvernig hin ýmsu stig hennar dreif- ast frá hrygningarstöðvunum. 6. Við vildum halda áfram tilraunum með handhæga átu- safnara og afla meiri reynslu í notkun þéirra við síldarleit. 7. Við vi-ldum rannsaka breytingar á rennslinu yfir neðansjávarhryggínn milli ís- lands og Grænlands. Á síð- ustu árum hefur áhugi haf- fræðinga beinzt mjög að þessu rannsóknarefni, vegna þeirrar þýðingar, sem óreglulegt rennsli botnsjávarins á þessu svæði kann að hafa fyrir fiski- göngur og gróðurskilyrði í yf- irborðslögum sjávarins vestan íslands og_ á Íslands-Græn- landshry ggnum.“ GRÓÐUR f HAFINU. Þórunn Þórðardóttir segir m.a. um gróðurrannsóknir: „í fyrri leiðangrinum var yfirleitt mjög lítið um þör- ungagróður á því svæði, sem rannsakað var, nema alveg unn við landið, þar varð vart talsverðs gróúrs, sem náði þó víðast hvar fnjög skammt frá landi. Þess skal getið til sam- anburðar að í leiðangri 'Ægis á síðastliðnu vori, sem farinn var á mjög svipuðum tíma og þessi fyrsta yfirferð, sýndu mælingar með 14C eftirfar- andi: að fyrir vestan land var lítill sem enginn gróður uppi við landið, aftur á móti mjög mikill yfir landgrunnsköntun- um, en minnkaði svo aftur þegar vestar dró. Á öllu vest- ursvæðinu fyrir norðan landið var yfirleitt mjög mikill gróð- ur. í síðari yfirferðinni í ár, var ástandið breytt frá því, sem var í fyrri yfirferð. Fvrir vest an land, á stóru svæði er náði allt norður að Kögri, bar mik- ið á þörungum í átusýnishom- um og var gagnsæi sjávarins yfirleitt lítið; upp við landið eru þó þörúngar lítið áberandi á átusýnishornunum. Fyrir norðan landið að und- anskildu Kögursvæðinu var yfirleitt lítið um gróður. Það er ekki tímabært að draga neinar endanlegar á- lyktanir um útbreiðslu gróð- ursins í þessum tveim yfirferð um fyrr en niðurstöður frá 14C mælingunum liggja fyrir. Þó virðist mega álykta vegna magns þess af fitu rauðátu, sem er á norðursvæðinu, að við höfum ekki verið á svæð- inu, þegar mest var af gróðri. En við byrjuðum ekki að rann saka svæðið fyrr en í lok maí og er það í öllu falli mánuði seinna en æskilégt væri, til þess að hægt væri að segja fyrir um fæðuskilyrði rauðát- Unnar fyrir norðan landið í vorbyrjun.“ ÁTURANNSÓKNIR. Ingvar Hallgrímsson segir um átuna: „í fyrri leiðangri Ægis 23. maí — 1. júní voru alls tekin 65 átusýnishorn með lóðrétt- um háf úr efstu 50 metrum sjávar. Hvað snertir átumagn- ið má óhætt telja, að það hafi á þeim tíma verið mun minna en undanfarin ár. Helztu átu- svæðin reyndust þá vera á alútflufningsvar- an í Liechfensfein VADUZ, Liechtenstein. Að- aðútflutningsvara dvergrík- isins Liechtenstein eru frí- verki. Tíu af hundraði af tekjum ríkisins koma af frímerkja- sölu og á síðasta ári komu þar inn 1 500 000 svissneskir frankar fyrir frímerki. Þau eru seld og eftirsótt af söfn- urum um heim allan. Liechtenstein hóf að gefa út frímerki árið 1912, fyrst i samvinnu við Austurríkis- menn, en árið 1921 hóf ríkið efnahagssamstarf við Sviss og tók upp svissneskan gjald miðil. Stjórnin í Liecliten- stein ákveður verðgildi ög myndir frímerkjanna. Fyrir heimsstyrjcldina síð ari voru flestir safnarar í löndum Engilsaxa, en eftir stríð hafa fleiri lönd tekið æ meiri þátt í söfnuninni. Fframhald á 10. síðu>. (wttvwwwtwMWW*wmM*MmwwtwMMMWwwww „NÓTT AÐFAKANÓTT 30. júní 1934 gengur undir nafninu ,.,nótt hinna löngu hnífa“. Þá nótt lét Adolf Hitler taka 1076 SA-foringja af lífi, eftir að hafa lokkað þá í gildru. Ernst Röhm, yfirmaður SA- sveitanna féllst á að senda hersveitir sínar heim og kalla foringja þeirra á fund hinn 30. júní í smábæ skammt frá Múnchen, Þegar foringjarnir með Röhm í broddi fylkingar komu þangað tóku hinar ný- stofnuðu SS-sveitir á móti þeim og handtóku þá alla. Hilter stjórnaði sjálfur að- gerðunum í Múnchen, en Göring stóð fyrir sams konar aðgerðum í Berlín. Atburðir þessir vöktu hina mestu athygli víðs vegar um heim. Enn voru ekki liðin tvö ár síðan Hitler var kjörinn ríkiskanzlari, en í bað starf komst hann vegna samvinnu nazista og þjóðernissinna á þingi. Margir héldu að Hitler yrði eins konar fangi Hinden- burgs og von Papens. Þessir tveir þjóðernissinnar voru hinir „sterku" menn stjórnar- innar, en það kom brátt í ljós, að Hitler var sterkari en þeir, Þar eð hann átti vísan stuðning hinnar nazistisku múghreyfingar. Vorið 1934 gekk Hitler af þýzku verkalýðshreyfingunni dauðri og nú var röðin komin að þeim íhaldssömu stjórn- málamönnum, sem, höfðu hjálpað honum í valdastólana. En 30. júní féll gríman Sagan um júní-morðin upp lýstist ekki að fullu fyrr en eftir heimsstyrjöldina síðari. Helztu upplýsingarnar feng- ust þó ekki fyrr ’en 1957, er Sepp Dietrich og Micliael Lippert var stefnt fyrir rétt í Múnchen, ákærðir fyrir að hafa myrt Ernst Röhm og fleiri SA-foringja. Tvímenn- ingarnir höfðu áður verið dæmdir fyrir stríðsglæpi. Nazistar héldu því jafnan fram, að Röhm hefði verið að undirbúa samsæri gégn Hitler. En ekkert bendir til að þessi skýring sé rétt. Ernst Röhm var foringi hinna 150 000i SA-ma(nna, en þeir voru eins konar framvarða- lið Hitlers í baráttu hans við að ná völdum. Þeir voru harð ir í horn að taka og svifust einskis, en þegar þeir fóru að tala um hina þjóðfélagslegu byltingu fannst Hitler nóg komið og ákvað að losa sig við Þá. En það, sem úrslitum réði var að fastaherinn ótta- ist hin miklu völd SA. Hers- höfðingjarnir fullvissuðu Hit- ler um að hinar lítt þjálfuðu SA-sveitir, sem einkum voru skipaðar smáborgurum og liðsforingjum, sem lækkað höfðu í tign, væru einskis megnugar er til harðra átaka drægi. Hinir íhaldssömu her- foringjar og iðjuhöldar, sem stutt höfðu Hitler til valda, kröfðust þess nú, að SA yrði eyðilagt, Sú staðreynd að Röhm var kynvilltur olli einn ig miklu um ógeð Hitlers á honum. Um þetta leyti var Sepp Dietrich yfirmaður lífvarðar Hitlers og Michael Lippert var foringi í SS-sveitunum. En SS-foringinn Karl Oberg skaut Röhm tip bana. Oberg var ekki dreginn fyrir rétt 1957, þar eð hann sat og sit- ur enn í fangelsi í Frakklandi fyrir stríðsglæpi. Dietrich og Lippert fengu báðir 18 mán- aða fangelsi fyrir aðgerðir sínar gegn SA. Á nótt hinna löngu hnífa styrktf Hitler mjög aðstöðu Framhald á 10. síðu. AlþýSublaðið — 30. júní 1959 §

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.