Alþýðublaðið - 30.06.1959, Blaðsíða 7
ihugamál
rauninni
i hafi eng
a á hnefa
ann græð
SÚ saga gengur nú í er-
lendum blöðum, að kona
Hemingways hafi fyrir
nokkru skotið Ijón í Afríku
og matreitt það fyrir mann
sinn um kvöldið.
— Kjötið var alveg hvítt.
sagði hún. — Það var miklu
girnilegra en kálfakjöt.
Það er ekki víst, að allir
viti deili á konu líeming-
ways. Hann kallar hana allt
af „Miss Mary“. Hún hefur
verið blaðamaður og sömu-
leiðis hefur hún unnið í ut-
anríkisþjónustunni. Hún
hefur góðar gáfur á mörg-
um sviðum, að sögn Hem-
ir bara svo óskaplega á því
að berja, að hann getur ó-
mögulega látið það vera.
Annars er hann allur í
,,buissnessnum“, hann á
stórt verktakafyrirtæki, þar
sem hann á m. a. fjórar
skurðgröfur og tvo þá
stærstu traktora, sem fyrir-
finnast á Norðurlöndum. En
til vonar og vara hefur
hann keypt sér auk þessa
einn togara, sem kostaði
rúma hálfa milljón sænskra
króna.
Mamma hans segir, að
Ingo hafi verið draumlynd-
ur í æsku. Hann reikaði
einn um og lét sig dreyma.
Hann er enn ljúfur í um-
gengni, lágmæltur og kurt-
eis, jafnvel þótt hann reið-
ist. Og það er ætíð „í góðu“,
sem hann neyðist ÍÍJL að
lemja andstæðinga sína nið
ur, þegar í hringinn er
komið.
☆
IN1G1O VANN Floyd og
öll Svíþjóð iðar af kæti.
Hann er hylltur sem kóng-
ur.
ingways. Hún er mjög að-
laðandi, slyngur veiðimað-
ur og ágætis skytta, synd
eins og selur nothæf sem
tómstundastjörnufræðing-
ur og bókmenntarýnir. En
fyrst og fremst er eldhúsið
hennar starfssvið og þar
slær enginn henni við, segir
hinn frægi Nóbelshöfundur.
Hún fyrir sitt leyti kallar
eiginmanninn aldrei annað
en „pabba“. Hún laerði ekki
að elda mat á, æskuheimili
sínu í Minnesota, heldur í
Englandi í heimsstyrjöld-
inni síðari. Árið 1946 gift-
ist hún Hemingway, og þau
hjón hafa síðan búið saman
á ýmsum stöðum hér og þar
í veröldinni, t. d. á Spáni, í
Afríku og nú á Kúbu. Hem-
ingway þrífst að sjálf-
sögðu prýðilega á öllum
þessum dýrindismat, sem
konan hans eldar ofan í
hann. Hann hefur fitnað
drjúgum á síðustu árum.
Einn af eftirlætisréttum
Hemingways kallar hann
„þorskur Pamplona“. Þetta
er ekkert opinbert nafn,
heldur hefur skáldið sjálfc
fundið það upp, af því að
hann fékk þennan r®tt í
fyrsta sinn í Pamplona á
Spáni. Það var árið 1926,
þegar hann skrifaðj skáld-
söguna „Og sólin rennur
upp“.
SAMTÍNINGUR
+ MARLON BRANDO
og Anan Kashfi eru
skilin fyrir nokkru. Skiln-
aðurinn kostaði hinn fræga
kvikmyndaleikara 500-
000 dollara. Anna sótti um
skilnaðinn og fékk hann, af
því að maður hennar var
aldrei heima. „Ég var ein-
ana og hrædd,“ sagði hún
fyrir réttinum. „Brando fór
sína leið hvenær sem var á
sólarhringnum og kom
stundum ekki heim fyrr en
klukkan sex á morgnana
og hafði þá ekki svo mikið
við að segja mér hvar hann
hafði verið. Þegar ég spurði
hann að því var svarið allt-
af hið sama: Skiptu þér ekki
af því.“ — Anna fær að
halda barninu, sem þau
áttu saman og auk þess bíl,
húsi, innbúi og álitlegri
summu af peningum mán-
aðarlega.
☆
+ MARTHA Fay Tyler
frá Alabama var kjör-
in „öruggasti bílstjórinn
meðal táninga í bænum“. f
verðlaun fékk hún nýján og
fallegan sportbíl. Sex tím-
um eftir verðlaunaafhend-
inguna ók hún á símastaur
og gjöreyðilagði verðlauna-
gripinn.
☆
+ ÞÝZKT plötufyrirtæki
hefur nú sent á mark-
aðinn hæggengisplötu með
ræðum Hitlers og fjölmörg
um nazistasöngvum. Ekki
af baki dottnir frekar en
fyrri daginn.
ur. Og þá
rðugri frá-
a hlutverk
ið í dem-
t,“ grípur
ögn hans,
átinn, sem
cettinum"?
/arar Wal-
raven, „já, þeir sem á hon-
um voru, eru þátttakendur 1
samsærinu. Ég vissi að þeir
eru vanir að kasta dem-
öntunum vel innpökkuðum
í sjóinn og síðan var þeim
bjargað af litlum bátum. Ég
villti um fyrir þeim, af þvi
að pakkinn, sem fleygt var í
sjóinn af „Sækettinum“,
var pakki, sem ég fleygði
út um káetugluggann minn.
í honum voru aðeins verð-
litlir glersteinar.“ — „En
hvernig komust þér að því,
að demantarnir væru geymd
ir í bókinni?“ spyr Frans.
— Leynilögreglumaðurinn
hlær. „Það, var ósköp ein-
falt,“ segir hann, „af því að
frú Dekker var alltaf að
lesa þessa bók, en fletti
aldrei í henni. Þetta hlaut
sem sagt að vera eitthvað
undarleg bók. Og það kom á
daginn, að hún var það held
ur en ekki.“
MOCO
„Smart-Keston“
ítalska peysuskyrfan
er komin á markaðinn.
Fæst aðeins hjá:
Sími 1-23-45 — Austurstræti 14.
Verzlanir Verzlanir
Drengjasundskýlur og telpusundskýlur, fyrirliggjandi.
Heildverzlun V. H. Vllhjalmssonar.
Bergstaðastræti 11 — Símar 11113 og 18418.
U I b o 9 .
Tilboð óskast í að framlengja bátabryggjuna 1
Höfnum í Hafnahreppi.
Uppdráttur og útboðslýsing fæst á Vitamála-
skrifstofunni gegn 200 kr. skilatryggingu.
Tilboðum óskast skilað fyrir kl. 12 á hádegi laug-
ardagj.nn 4. júlí næstk. og verða þau þá opnuð að við-
stöddum bjóðendum.
VIT AMÁLAST J ÓRI.
Úthlutun skömmtunarseðla fyrir 3. ársfjórðung 1959,
fer fram í Góðtemplarahúsinu næstk. miðvikudag,
fimmtudag og föstudag, 1., 2. og 3. júlí kl. 9—6 alla
dagáná.
Seðlarnir verða afhentir gegn stofnum af fyrri
skömmtunarseðlum, greinilega áfl-tuðum.
Aðalfundur
Náttúrulækningafélags Reykjavíkur verður haldinn
fimmtudaginn 2. júlí kl. 8,30 í Guðspekifélagshús-
inu, Ingólfsstræti 22. ■
Fundarefnji:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Kosning fulltrúa á þing NLFÍ.
3. Önnur mál.
Hafið þér séð hina stórglæsilegu happdrætt-
isbifreið Alþýðuflokksins: Chevrolet 1959.
EViiðar eru seldir í Eienni
I Austurstræti
Alþýðublaðið — 30. júní 1959 'Jf