Alþýðublaðið - 06.09.1959, Side 11

Alþýðublaðið - 06.09.1959, Side 11
mvfiimniiiiiHiimiiiiimimmmiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiii 14« dagur aniiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiuiiHiiiiiiimiiuiHiio Linda að hún var náföl. Kinnaliturinn var eins og rauður flekkur á andliti hennar. Linda starSi á hana. Hún kunni ekki viel við Fay, en hún vorkenndi henni. „Hvað er að?“ spurði hún. „Yarstu hjá Davíð?“ Fay kinkaði kolli. „Já“. Linda neyndi að vera ró- leg. „Fórstu nn? Var hann þar?“ Fay hristi höfuðið. „Nei hún var þar“. „Hvaða hún?“ „Frankie, Frankie Dixie — hún var þar, hún lá á dívan- \ inum. „Fay andvarpaði. ^Dauiðy Hún var dauð. Ég held rún hafi tekið inn eit- ur. Ég vieit það ekki. en hún var svoleiðis". Lin'jy veinaði og datt niður á stólinn. „Frankie dáin. Það 1 er ekki rétt, Faé, það er ekki rétt að Frankie sé dáin“. „Steindauð. Það er hræði- legt“, sagði Fay hás. „Ég — ' ég skirækti. En ég beið samt til að vita hvort Davíð kæmi ekki, en hann kom lekki og ég gat ekki verið þar lengur. ' Ég sagði dyraverðinujm að ég gæti efcki beðið iengur. en ég kæmi aftur um morgun- inn. Hann leit á mig, en ’ sagði ekkert. Ég lex hrædd 1 Linda‘. Hún grét ákaft. „Ég 1 er svo hrædd. Heldurðu að Davíð hafi myrt hana?“ „Auðvitað ekki“. heyrði Linda að hún sagði. Svo end urtók hún. „Vitanlega ekki Fay“. „En hvernig komst hún inn?“ hvíslaði Fay. Linda hristi röfuðið. „Það veit ég ekki. Ég veit að Davíð gæti aldrei drepið neinn, ekki með köldu blóði. Það ’ ættir þú að vita“, hætti hún ásakandi við. Hvernig gat hún treyst Davíð í blindni, þegar Fay, sem þekkti hann vel gerði það ekki? „Þú þekkir Davíð ekki“, sagði Fay og grúfði andlitið í höndum sér. „Þegar hann er í vondu skapi getur hann gert hvað sem >f “. Linda missti þolinmæðina. ,,Ég trúi á Davíð þó þú geri-r það ekki“, ságð ihún. „Hvers vegna beiðstu e-kki eftir hon- um fyrst þú vildir vita sann leikann um það sem sbeð hafði?“ aði Fay. „Lögreglan hefði kannske komið. Þeir koma á- reiðanlega á morgun“. Hún tók hendurnar £rá andlitinu og spurði væiandi: „En hvar er Davíð?“ „Ég veit ekki meira um það len þú •—• kannsi f ekki einu sinni svo mikið', svaraði Lánda, „en mér finnst að þú ættir að fara inn til þín og beðja um koníaksglas. Þú þarft þess með. Og ég þyrfti helzt að sofna. „Aiit í einu fcomu tárin firam í augun á ihenni. „V-eslings Frankie“, hvíslaði rúri. Hún hafði kunn að vel við dökkhærðu, fall- egu ungu stúlkuna. Hvað hafði 'eiginlega skeð? Hvers vegna var hún í íbúðinni, sem Davíð hafði að láni? Hvernig komst hún inn ef Davíð ekki opnaði fyrir henni? Eh hún trúði því ekki að Davíú hefði drepið hana. Aftur á móti var hún viss um að þstta væri í einhverju sambandi við yfirlið Frankie á dansgólfinu. Hún hafði ver- ið svo eðlileg og sungið jafn vel og venjulega meðan hún gekk milli borðanna og svo haf ði allt í einu liðið yfir hana, þegar hún kom að borðinu sem Linda og Hans Séll sátu við. Linda mundi vel eftir hræðsl- unni í svip hennar. En hvernig gat það verið henni eða Hans að kenna? Hann hafði verið jafn hissa og hún. Vesalings Frankie, hugsaði hún og tárin runnu niður kinnar hennar. „Fg hef heyrt, að lögreglan hér sé svo andstyggileg við út- lendinga. Guð minn góður, hvað á ég að geraj“ Fay skalf af ekka. „Ég skal fylgja þér inn til þín,“ sagði Linda þreytulega. „Við getum ekkert gert sem stendur.“ „En á ég ekki að hringja til lögreglunnar?“ spurði Fay. „Því ertu ekki búin að því?“ „Fg bjóst ekki við að Davíð vildi það,“ hvíslaði Fay. Linda dró hana næstum með sér til herbergis hennar og hjálpaði henni að hátta sig. Það var undarlegt að einmitt hún skyldi hjálpa Fay, sem hún þekkti ekkert og kunni svo illa við. En hún hringdi og bað um koníakk og nætur- vörðurinn kom ófúslega með það. „Ég fæ mér pillu, þá sef ég,“ sagði Fay. Linda, sem var á móti svefn meðulum, sagði strax: „Er það ekki heimskulegt, Fay?“ „Alls ekki, ég tek oft inn svefnpillur — eina, tvær, þrjár, allt eftir því, hvað erf- itt ég á með að sofna. Það er í lagi.“ Linda sat hjá henni, þangað til hún svaf prðið vært, svo fór hún inn til sín. Það var farið að daga. Hún batt klút um augu sín og reyndi að slappa af, en hún var allt- of æst til þess. Fg verð að sofa, hugsaði hún örvingluð. Og hún lá og reyndi að sofa, þeg- ar barið var að dyrum hjá henni. Ungur þjónn kom inn. „Þér hringduð eftir kaffi, Fráulein?“ „Nei, það gerði ég ekki,“ mótmælti Linda. „Mér finnst það leitt, það eru mistök. En kannski ýður langi í kaffisopa?“ Hann var undarlega ágengur. „Ég bað ekki um það, en þér getið lagt það frá yður,“ sagði Linda reið. Það var diskur við hliðina á kaffibollanum. Hann benti á hann og sagði með þýðing- armiklu augnaráði: „Hér er ristað brauð, ungfrú. Enskt brauð!“ Svo skellti hann hæl- unum saman og fór út. Linda hellti kaffi í bolla og drakk það. Hún bragðaði á brauðinu, en var of þreytt til að taka efíir miða, sem lá und ir kaffikönnunni. Það var fyrst, þegar hún hellti sér í seinni bollann, sem hún sá hann. Á miðann var letrað með sömu prentstöfunum og hinum tveim: „FAÐIR YÐAR HEFÍJR VERIÐ TEKINN FASTUR Á NÝ OG ER í HÖLL SKAMMT HÉÐAN FRÁ. ÞAÐ KEMUR MAÐUR EFTIR KLUKKU- STUND AÐ SÆKJA YÐUR OG FARA með yður þang AÐ EINKENNISORÐIÐ ER: RÓSIR. EF ÞÉR SEGIÐ EIN- HVERJUM ÞETTA DEYR FAÐIR YÐAR! HANN ÞARF Á YÐUR AÐ HALDA. — — TREYSTIÐ MÉR.“ Það var engin undirskrift frekar en venjulega. 10. Hún starði á miðann og las hann aftur og aftur. Það urðu henni bitur vonbrigði, að fað- ir hennar hafði verið tekinn aftur til fanga. Hvað hafði komið fyrir? Hafði einhver svikið hann eða hafði hann eða einhver, sem reyndi að hjálpa honum, verið óhepp- inn? En hvað sem það var þá þýddi ekki að gráta það nú. Það eina, sem máli skipti var, hvort hún'átti að treystaþeim, sem hafði skrifað þetta. En hvað gat hún annað gert? Þar stóð að faðir hennar þarfnað- ist. hennar: kannski var hann mikið veikur. Hann hafði jú komið hingað heilsu sinnar vegna. Það hafði átt að skera hann upp í Vestur-Berlín. Hún gat ekki bara setið á hótelinu án þess að vita, hvernig hon- um leið eða hvort hún ætti nokkurn tímann eftir að sjá hann lifandi. Þótt hún hætti sínu eigin frelsi varð hún að reyna að komast til föður síns. Hún klæddi sig, málaði og pakkaði niður í tösku. Meiri- hluta farangursins skildi hún eftir, kannski yrði hún kom- in í kvöld eða á morgun. En hvað um leikflokkinn? Héldu þau áfram eins og ekk- ert hefði í skorizt, þó að Frankie væri dáin? Myndi lögreglan ekki stoppa þau? Lögreglan! Hún stóð grafkyrr. Hvað skeði þegar lögreglan færi að yfirheyra hana? Ef þeir heimtuðu að hún yrði eft ir í Austur-Berlín, hvað kæmi þá fyrir föður hennar? Nei, því fyrr sem hún færi því betra. Það var barið að dyrum. Hún leit á armbandsúr sitt. Maðurinn, sem átti að sækja hana kom of snemma, en það gerði ekkert til. Hún gekk fram og opnaði dyrnar og þær skelltust á hana, svo að hún slengdist að veggnum. Ein- hver læddist inn og lokaði dyr unum. „Davíð!“ stundi hún og starði ringluð a hann. „ÆpJ:u ekki hátt,“ sagði hann. „Lækkaðu röddina og vertu ekki svona hrædd, Því skyldir þú vera hrædd við mig?“ Hún sá, að hann læsti dyr- unum, svo gretti hann sig og hún skildi, að hann var að reyna að brosa. „Fyrirgefðu, hvernig ég kom, en ég er æstur á taug- um sem stendur. Má ég setj- ast og kveikja mér í sígar- ettu?“ „Hvernig komstu hingað?11 Hún var forvitin. Hann leit á hana. „Þú ert eitthvað svo skrítin. Við hvað áttu eiginlega? Hvað hef ég nú gert?“ „Ertu reið af því að ég kem svona snemma? En mér lá svona mikið á af því að ég vildi ekki vekja hneyksli við að sjást hér á ganginum svona snemma.“ Hann tók upp krumpaðan sígarettupakka og kveikti sér í sígarettu. Hann andaði djúpt og með velþókn- un að sér. „Það er ekkert sem róar rnann eins vel og sígar- etta.“ „Því ertu órólegur, Davíð?“ Hún var hin rólegasta. Hann svaraði ekki, en and- aði djúpt að sér á ný! Svo sagði hann. „O, það er svo margt. Ég er svo margt að gera, sem hefur ekki gengið eins vel og ég hafði vonazt til. Fólk, sem ég treysti, brást mér, þetta hefur alls ekki ver- ið skemmtileg nótt. Þess vegna komst ég ekki á sýninguna. Gekk ekki allt vel?“ „Það gekk ekkert vel,“ sagði hún, svo bætti hún við og hækkaði röddina: „Hefurðu heyrt þetta með Frankie?“ Hann, var undrandi á svip. „Nei, hvað er með hann?“ Hún bældi niður hláturinn. „Nú hún er bara dauð, það er allt og sumt.“ „Dáin?“ Hann hallaði sér fram og starði a hana eins og hann tryði henni ekki. Hún sá, að andlit hans var fölt und- ir sólbrunanum. „Dauð! Fran- kie dáin!“ Og svo hækkaði hann röddina. „Þú ert að ljúga Linda!“ „Heldur þú að ég ljúgi svona upp?“ spurði hún og leit á hann. „Nei,“ muldraði hann. „Nei.“ Sígarettan hans féll í gólfið og hann steig á hana. Hún sá að hendur hans skulfu og hann átti í harðri baráttu með að vinna aftur stjórn á sér. Það var engin uppgerð — það gat ekki verið uppgerð. Áfallið og hræðslan, já, sorgin voru ekki leikin. Engin maður var svo góður leikari! Hún dró andann létt- ara, já, léttir hennar var svo mikill, að hana langaði til að faðma hann að- sér. Hún var hrædd við, að henni skyldi detta slíkt í hug og hún reyndi að herða sig upp. „En hvað skeði? Hvernig dó hún? Var það hjartaslag eða hvað?“' Hún leit á hann. „Veiztu ekki hvernig hún dó?“ „Auðvitað veit ég það ekki.“ Hann var reiðilegur. „Hvernig ætti ég að vita það. Ekki var ég hér í gær- kvöldi.“ „En hún dó ekki á hótel- inu,“ sagði Linda og reyndi að vera róleg. „Það leið yfir hana meðan hún gekk á milli borðanna og söng, beint fyrir framan borðið, sem ég sat við. „Hvers vegna hélztu það?“ spurði hann strax. „Ég veit það ekki — mér bara fannst það. Mér skjátlað- ist víst. Hún sagSi hinum, að það hefði liðið yfir sig vegna þess, að það var svo heitt í salnum og hún svo þreytt.“ „Hún náði sér sem sagt eft- ir yfirliðið?“ Hún kinkaði kolli. „Já, flugvéSarBi&rs Flugfélag íslands h.f.: Millilandaflug: Hrímfaxi er væntanlegur til Rvk kl. 16.50 í dag frá Hamborg, — Kaupm.h. og Oslo. Flugvél- ir, fer til London og Madrid kl. 10.00 í fyramálið. Gullfaxi fer til Glasgow og Km.h. kl. 08.00 í dag. Væntanleg aftur til Rvk kl. 22.40 í kvöld. Flugvélin fer til Oslo, Kaup- mannahafnar og Hamborgar kl. 08.30 í fyrramálið. — Inn- anlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til .yíureyrar (2 ferðir), Egilsstaða, Kópaskers Siglufjarðar, Vestm.eyja og Þórshafnar. — Á morgun er áætlað að fljúga til Akur- eyrar (2 ferðir), Bíldudals, — Fagurhólsmýrar, Hornafjarð ar, ísafjarðar, Patreksfjarðar og Vestm.eyja. Loftleiðir h.f.: Hekla er væntanleg frá Amsterdam og Luxemburg kl. 19 í dag. Fer til New York kl. 20.30. Edda er væntanleg frá New York kl. 10.15 í fyrra málið, Fer til Glasgow og 'London kl. 11.45. gklpiiis Skipadeild S.Í.S.: Hvasafell fór frá Akranesi í gær áleiðis til Akureyrar. Árnarfell er í Leningrad. Fer þaðan væntanlega í dag á- leðiis til Riga, Ventspils Ro- stock og Kaupm.h. Jökulfell er væntanlegt til Rvk í dag. Dísarfell fór í gær frá Stykk- ishólmi, áleiðis til Esbjerg, Arhus, Kalmar, Norköping og Stokkhólms. Litlafell fór frá Akureyri í ægr áleiöis til Rvk. Helgafell er í Borgar- nesi. Hamrafell fór frá Rvk 25. ágúst áleiðis til Batum. „Ég þorði það ekki“ hvísl- fi t á 11 i III8 £Pbaðfötin?“Ú hefUr gleymt að fara Alþýðublaðið — 6. sept. 1959

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.