Alþýðublaðið - 08.09.1959, Side 4

Alþýðublaðið - 08.09.1959, Side 4
PK Otgefandi: AlþýSuflokkurinn. — Frarakvæmdastjóri: Ingólfur Kristjánsson. — Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg- vin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýs- Ingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgata 8—10. Tímabœrt verkehú VERK ALÝÐSHRE YFIN G nágrannaland- anna hefur undanfarin ár komið á heildarsamn- ingum um kaup og kjör. Sú skipun hefur gefizt stórvel eins og öllum má raunar liggja i augum uppi. Það segir sig sjálft, að heildarsamtökin megi sín meira í þessu efni en einstök félög. Auk þess er hagur samfélagsins af 'heildarsamningun- um ótvíræður. Öryggi atvinnuveganna og þjóðar- búskaparins verður meira, en jafnframt er unnt að tryggja verkalýðshreyfingunni hlutdeild í aukinni framleiðslu og bæta henni röskun á verð- lagi án þess að segja þurfi upp gildandi samning- um. Er líka athyglisvert, að þessi skipu-n heíur einmitt komizt á í þeim löndum, þar sem jafn- aðarmenn fara samtímis með völd í verkalýðs- hreyfingunni og þjóðfélaginu. Oft hefur verið á það minnzt, að þetta fyrir- komulag bæri að taka upp hér á landi. Um það eru naumast skiptar skoðanir í verkalýðshreyf- ingunni. Samt líður og bíður án þess að af fram- kvæmd verði. Hannibal Valdimarsson hefur til dæmis lengi verið talsmaður þessarar hugmynd- ar í orði. En honum virðist liggja hún í léttu rúmi sem forseta Alþýðusambands íslands. Ekki varð henni heldur lið að ráðherradómi Hannihals. Virtist þó kjörið tækifæri fyrir vinstri stjórnina að láta mál þetta til sín taka. Og það er alveg eins tímahært nú og þá. En um þessar mundir bregður svo við, að verkalýðs- félögin undirhúa uppsögn kjarasamninga hvert um sig að áeggjan alþýðusamhandsstjórnar, en á heildarsamningana er ekki minnzt. Alþýðublaðið telur mjög nauðsynlegt, að ís- lendingar fari að dæmi nágrannaþjóðanna á Norðurlöndum í þessu efni. Heildarsamningar eru verkalýðshreyfingunni mikils virði, og þeir auð- velda farsæla lausn efnahagsmálanna með sam- vinnu alþýðusamtakanna og ríkisvaldsins. Sú samvinna þarf vissulega til að koma. Ella verður erfitt að leysa efnahagsmálin og sigrast á dýrtíð- inni. Við hljótum að koma í veg fyrir þær stór- sveiflur kaupgjalds og verðlags, sem hér hafa raskað flestum hlutföllum efnahagsmálanna á undanförnum árum, öllum aðilum til tjóns. En þeim árangri verður bezt náð með fyrirkomulagi heildarsamninganna. Hér er mikið og gott verk að vinna, og um það á íslenzk verkalýðshreyfing að sameinast. — Frumkvæðið verður að koma frá henhi. Tilkynning frá Háskóla íslands Skrásetning nýrra stúdenta fer fram í skrifstofu Há- skólans kl. 10—12 og 2—5 (laugard. kl. 10—12) til 30. sept. Stúdentum ber að sýna stúdentsprófsskírteini og greiða skrásetningargjald sem er 300 kr. Þeim stúd- entum. sem vilja leggja stund á verkfræði, tann- lækningar eða Iyfjafræði lyfsala, er ráðlagt að láta skrásetja sig fyrir 20. sept. MlÐSTJÓRN kínverska kommúnistaflokksins hefur nú lýst yfir, að hagfræSingar þeir, sem gerSu áætlanir um framleiðslu ársins 1958 hafi verið full bjartsýnir og nauð- syn beri til að fara varlegar í áætlanir ársins 1959. Satt að segja hefur hið „mikla stökk fram á við“, sem hófst með stofnun kommúnanna, ekki framkvæmt nein kraftaverk í Kína. Þær reikningsskekkjur, sem Kínverjar eru nú að leiðrétta, eru ekki neinar smávillur. í fyrra var því haldið fram í Kína, að vegna kommúnanna væri kornframl. komin upp í 375 milljónir tonna. Nú er sagt að framleiðslan hafi að- eins numið 250 milljónum tonna. Bómullarframleiðslan var 2,1 milljón tonna í stað 3,35 milljón tonna, sem fyrst var gefið upp. Og stálfram- leiðslan var 8 milljónir tonn en ekki 11 milljónir eins og sagt var í fyrstu. F RAMLEIÐSLUÁÆTLUNIN fyrir 1959 hefur verið lækk- uð í samræmi við árangur síð- asta árs. í stað 525 milljón tonna af korni, sem ætlunin var að framleiða verða Kín- verjar að láta sér nægja 275 milljónir tonna og hafa þurrk- ar og flóð átt stærstan Þátt í þeirri minnkun að því er op- ’inberir aðilar segja. Fram- leiðsluakmörkin fyrir bómull hafa verið lækkuð úr 5,2 mill- jónum tonna í 2,3 og stálfram- leiðslan verður 12 milljónir tonna í stað 18 milljóna. — Þetta samsvarar 47 prósent lækkun á áætlaðri framleiðlsu korns, 55 prósent á bómull Og 33 prósént á stáli. Kolafram- leiðslan er áætluð 11 prósent minni en talið var í fyrstu. — Varðandi kolaframleiðsluna hefur ekki verið gefið neitt upp um ranga áætlun á fyrra árs framleiðslu. 5éRFRÆÐINGAR hafa aldr- ei verið í vafa um, að fram- leiðsluáætlun áranna 1958 og 1959 hefði verið fjarri öllu lagi. Ef Kínverjar hefðu fram- leitt 375 miljónir tonna af korni á s. 1. ári hefði ekki kom- ið til hin stranga skömmtun á kornvörum í borgunum, sem sett var í fyrravetur enda þótt slæmu samgöngukerfi mætti kenna um að einhverju leyti. Það hefði þvert á .móti verið hægt fyrir Kínverja að fylla alla markaði af ódýrum hrís- grjónum eins og Síamsbúar og Burmamenn óttuðust mjög í fyrra. Það kemur heldur ekki á óvart að miðstjórn komm- únistaflokksins viðurkennir nú — að járnbræðsluof.narnir víðsvegar í landinu hafi ekki' framleit nothæft stái cg þar af leiðandi hafi ekki verið talið með 3 milljónir af „stáli“ — sem frá þeim, •—• Þessir bræðsluofnar voru flestir lagð ir niður í vetur. MiSTÖKIN eru talin að kenna óvönum verkstjórum og eftirlitsmönnum. En sann- leikurinn er sá. að ef hið — „mikla stökk fram á við“ átti að heppnast urðu allir for- ustumenn héraða, kommúna og verksmiðja að setja sér hæstu hugsanleg takmörk og básúna hina mestu fram- leiðslusigra. Það, sem gerðist var einfaldlega það, að ekki var hlustað á ráðleggingar skipuleggendanna, en hrópuð slagprð í staðinn. Þar sem áður var reynt að skipuleggja á venjulegan hátt í Kína var fundið upp hin día- lektiska kenning „jafnvægi, ekki jafnvægi, jafnvægi“. Það átti aðeins að framleiða og framleiða eins og mögulegt var, jafnvægisleysið mundi þá breytast með jöfnu millibili í jafnvægi. En á s. 1. vetri var þesis kenning sett til hliðar og aftur farið að tala um vand lega undirbúna skipuiagn- ingu. Til að undirstrika að fram- farir hafi orðið miklar, bendir miðstjórnin á framleðslutak- mörkin fyrir árið 1959 og ber þau saman við fimm ára áætl- unina kínversku. ESSARI fimm áraá ætlun var vikið til hliðar í fyrra en hin nýja áætlun gerir ráð fyr ir að takmörkum þeim, sem samkvæmt henni átti að ná 1962 verði nú náð 1960. í fyrra var tilkynnt að Kínverjar mundu ná Bretum í fram- leiðslugetu eftir fimmtán ár en nú er haldið fram að það verði eftir tíu ár. En það er ekki hægt annað en efast um raunsæi hinna nýju áætlana en hin algera og tillitslausa skipulagning fólksins hefur ekki verið ástæðulaus með öllu. f^) Hannes xígf á h o r n i n u Að kunna að telja fram. ★ Hver vill kenna mér klækina? ★ Plan mitt fyrir næsta ár. ★ Svindlið með sviðin. AÐ KUNNA að telja fram hlýtur að vera mikil og göfug kúnst. Undanfarna daga hef ég spurt menn, sem vit hafa á, — hvernig á því geti staðið, að menn, sem lifa ágætu lífi að öllu leyti, fara með eignir og geta leyft sér margskonar gæði séu samkvæmt skattskránni al- gerir öreigar, jafnvel tekjulaus- ir. Gáfuðustu og reikningsskýr- ustu mennirnir hafa svarað mér því, að það sé ekki vegna þess, að þessir menn hafi svo litlar tekjur eða fari með svo litlar eignir, að þeir séu skattfrjálsir og jafnvel útsvarslausir, heldur sé ástæðan sú, að þessir sörnu menn tapi svo miklu á fyrir- tækjum, sem þeir reka. ÞETTA hefu vafizt fyrir mér Mér skilst, að það sé ekki aðal- atriðið í lífi okkar og lífsbasli að eiga fé á banka, heldur hitt, hverskonar lífi við lifum. Ef ég get lifað langa ævi við allsnægt- ir, þá skilst mér. að það sé aðat- atriðið, en ekki reikningsleg fjárhagsaðstaða mín. Hér hlýtur því annað að koma fram, SAMKVÆMT útskýringum sérfræðinga minna get ég þótzt ráðast í einhverskonar sýndarfyr irtæki, við hliðina á hinnj raun- verulegu atvinnu minni — og við samningu skattskýrslu minn ar sýnt og sannað, að ég hafi tap- að svo miklu á þessu fyritæki, að það sé ekki hægt að leggja á mig skatta eða útsvar, en samt sem áður geti ég átt lúxusíbúð, lúxussumarbústað, lúxusbíl, far- ið einu sinni á ári til útlanda og gert annað það sem gerir lífið glæsilegt að minnsta kosti að ytra borði. ÞETTA er hringavitleysa. Og almenningur veit og skilur að það er hringavitleysa. Hann veit líka, að þjóðfélagið fær ekki stað ist til lengdar ef þetta er látið viðgangast. Á næsta ári vil ég hvorki geiða útsvar né skatta. Þess vegna auglýsi ég hér með eftir einhverjum, sem getur kennt mér klækina. KJÖTSMATSMAÐUR skrif- ar: „Það var ágætt hjá þér Hann es minn, þegar þú varst að skrifa um okrið á sviðunum, óg hvattir til þess að þau væu lækkuð í verði. Þetta bar líka þann árang- ur, að fyrir helgina (þetta er skrifað 30. ág.) var auglýst að nú yrðu sviðin seld á kr. 12.00 kg. og var ekki annað að heyra, en að þau myndu fást í hverri kjötbúð. En í gærmogun, er ég kom í kjötbúðina, sem ég hefi skipt Við í 10 ár; var'þár engin' svið að fá. Ég spurði hverju þetta sætti, því það er óvanalegt að auglýst vara fáist ekki þar sem fil hennar er vísað. OG ÉG fékk það svar hjá kjöt kaupmanninum, að hann hefði fengið einungis 70 kg. á föstu- dagsmogun, sem voru uppseld kl. 12 á hádegi. Síðan hefði hann pantað viðbót, en fengið ákveðiS afsvar. Hvað á slíkur verzlunar- máti að þýða? Allur fjöldinn kaupir í sunnudagsmatinn á laugardögum, svo að sjálfsagt var að hafa sviðin þá til sölu, enda eru þetta ekkert annað en hreinustu svik, þegar búið er að auglýsa vöruna, og tilkynnt, að hún verði til sölu í þeim kjötbúð um, sem venjulega selja svið. En svo var einmitt um kjötbúð þá, sem ég skipti við“. Hannes á liorninu. • 4 8. sept. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.