Alþýðublaðið - 12.09.1959, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.09.1959, Blaðsíða 2
Veðrið: OSí.-V. kaldi; léttskýjað með köflum. LISTASAFN Einars Jónsson- ar, Hnitbjörgum, er opiö á sunnudögum og miðviku- dögum frá kl. 1,30—3,30. MINJASAFN bæjarins. Safn deildin Skúlatúni 2 er opin daglega kl. 2—4. Árbæjar- safn opið daglega frá kl. 2 ■—6. Báðar safndeildir eru lokaðar á mánudögum. MYNDLISTARSÝNING Al- freðs Flóka er opin í Boga: sal Þjóðminjasafnsins dag- lega frá klukkan 1 til 10. ÚTVARPIÐ í DAG: — 13.00 Óskalög sjúklinga, 14.15 „Laugardagslögin“. 18.15 Skákbáttur (Baldur Möll- er), 19.00 Tómstundabáttur ; ibarna og unglinga (Jón Pálsson). 19.30 Tónleikar: Þjóðlög frá Vesturheimi. 20.00 Fréttir. 20.30 Smá- saga: ,,Vetrarkápan“, eftir • Mariu Dabrowsku í býð- ingu Inga Jóhannessonar. (Þýðandi les). 20.45 Tóna- regn: Svavar Gests kynnir lög eftir Leroy Anderson. 21.25 Leikrit: „Heima vii ég vera“ eftir Roger Aver- maete í býðingu Þorsteins Ö. Stephensens. (Leikstjóri Lárus Pálsson) 22.00 Frétt : ir. 22.10 Danslög. — 24.00 Dagskrárjok. DAGSBRUNAR-FUNDUR verður í Iðnó kl 2 e. h„ á morgun. Umræðuefnið er uppsögn samninga. BRUÐKAUP: — I dag verða gefin saman í hjónaband, af Séra Garðari Svavars- syni, Svanhildur G. Sig- urðardóttir. Freyjugötu 10A, og Hákon .Magnússon, Hofteigi 6. Heimili brúð- hjónnna.verður að Rauða- læk 14. í dag dveliast bau að Freyjugötu 1.0Á. Þeffa skyidu menn hafa í huga í sambandi vlð Keflavíkurmálið: Messur Dómkirkjan: Messa kl. 11 ár- degis. Séra Óskar J. Þor- láksson. Neskirkja: Messað kl. 11 árd. Séra Björn Magnússon. Bústaðaprestakall: Messað í Kópavogsskóla kl. 2. Séra Gunnar Árnason. Fríkirkjan í Hafnarfirði: — Messa kl. 2. Séra Kristinu ■ Stefánsson. Háteigsprestakall: Messa í hátíðasal Sj ómannaskólans kl 2 e. h. Séra Bjarni Jóns- , son. vígslubiskup. prédik- ■ ar. Að messu lbkinni hefj- .ist kaffiveitingar kvenfé- iagsins í borðsal skólans. Séra Jón Þorvarðarson, Hallgrímiskirkja: Messa kl. 11 f. h. Séra Sigurjón P. Árnason. Laugarneskh-kja: Messa kl. 11 f. h. Séra Garðar Svav- arsson. TÍMINN gengur nú mjög fram fyrir skjöldu í Keflavíkurmálinu, en sýn ir meiri áhuga á að gera það að pólitísku árásar- efni innanlands, en kom- ast að kjarna málsins og leita lausnar á því. Þetta er ómerkileg framkoma með eindæm- um. Öll þjóðin veit nú, að stefna Framsóknarflokks- ins er þessi: Þegar Fram- sókn er í stjórnarand- stöðu, þá er hún á móti vörnum íslands. Þegar Framsókn er í stjórn, þá er hún fylgjandi vörnum landsins. Þegar utanríkis ráðherra er framsóknar- maður, þá getur enginn flokkur stjórnað her í landi með slíkum ágætum sem Framsókn. HITTA SJÁLFA SIG. Árásir Tímans vegna atburð- anna á Keflavíkurflugvelli hitta meðat Islendinga Fram- sóknarmenn fyrst og fremst. — Það hefur engum bókstaf af lögum, reglum eða fyrirskipun- um um þessi mál verði breytt í tíð núverandi utanríkisráð- herra. Þess yegna hlýtur gagn- rýni á íslenzka aðila að falla á þá, sem annast lagalega stjórn og framkvæmd þessara mála. Og það eru mestallt framsókn- armenn. Varnarmáladeild utanríkis- ráðuneytisins var sett á lagg- irnar í iráðherratíð dr. Krist- ins Guðmundssonar, og hann skipaði (eins og framsóknar- ráðherrar venjulega gera) — EINGÖNGU FRAMSÓKNAK MENN til starfa í deildinni. Þeir sitja þar enn — og fá nú kaldnr kveðjur frá flokks- blaði sínu. í varnarmáI'>neínd eru 50% FRAMSÓKNAR- MENN, eða tveir menn af fjórum. Þanni^- má rekja á- fram, um lögreglustjórann á KeflavíkurflugveUi og fleiri starfsmenn. Af þessu verður sanng'jörn- um mönnum Ijóst, hversu ó- merkileg framkoma Tímans er í bessu máli. IIVAD HEFUR GERZT? Sannleikurinn í málinu er sá, ,að það er erfitt að ásaka ís- lenzka starfsm-enn við fram- kvæmd málanna um heildarþró un þeirra þetta vor og sumar. íslendingar hafa starfað á sama hátt og áður og eftir sömu regl- um og áður, þegar sambúðin gekk vandræðalaust árum sam- an. Hins vegar virðist skorta töluvert á, að eáðamenn banda rískra hermála skilji, hvernig málum er háttað hér á landi. Það hefði þurft að gera miklu meira til að auðga félagslíf hermanna þeirra, sem neydd'i? eru ti! að dveliast á hinni hrjóstrugu heiði á Reykianesi. Skortur á slíku er vafalaust höfuðástæða þess eirðarleysis og leiða, sem brjótast út í á- reks'i’um og vandræðum. íslendingum er að sjálf- sögðu ljóst, að þær takmarkan ir á ferðafrelsi, sem gilda um flugvöllinn, eru að ýmsu leyti ómannúðlegar, og ísl-enzkir æskumenn mundu láta illa, ef þeir væru neyddir til að una slíku. En þess verður að gæta, að þessar reglur eru settar að fenginni langri reynslu og aðstæður eru þær hér á landi, að hjá þeim verður alls ekki komizt. Við hofum vandamál við að etia; sem Bandaríkja- menn þekkja úr sínu heima- landi, er margfaldast, ef fjöldi hermanna streymir inn í byggðir okkar. Þ.ess vegna verðuir að framkvæma gild- andi reglur á þann hátt, að sambúðin sé snuðrulaus, með- an her þarf að dveljast í þessu landi. Þetta verk er engan veginn auðvelt og gerir miklar kröf- ur til þeirra manna, sem stiórna varnarliðinu. Þess vegna er Það mjög óhvggilegt að skiota um fimm forráða- menn liðsins í einn, þannig að öll mál séu á erfiðum tímum í höndum manna, sem eru með öliu ókunnugir hinum erfiðu aðsræðum hér. AlþýðublaðiS teiur, að hess- um inálum verði skilyiðislr.ust oy hegar í stað að kippa: í lag. Það hefur verið asnnað mörg undanfarin ár, að hægt er að hafa- samhúðiina vandræðalitla og hgð vérður að grca í framtíð- ínni. banffað til það tekzt, sem fslendin-gar hrá iafn heitt og hinir innilokuðu hrrmenn: að friðarhorfur verði svo tryggar, að þeir geti hættulaust horfið heim til fjölskyldna sinna. Kvðldskéli SCFUM i DAGANA 15,—30. þ. m. verð ur haldið námskeið í ensku og dönsku fyrir framhaldsskóla- kennara, einkum ætlað gagn- fræðaskólakennurum. Ensku- námskeiðið er haldið fyrir at- beina British Counsil í sam- vinnu við fræðslumálastjórn- ina, en dönskunámskeiðið er á vegum fræðslumálastjórnar- innar. Námskeiðið verður sett •þriðjudaginn 15. sept. kl. 8,45 árdegis í I. kennslustofu Há- skóla íslands. Kennarar á nám- skeiðinu verða bæði íslenzkir, enskir og danskir. INNRITUN nemenda í Kvölcl skóla KFUM liófst 1. sept, i verzluninni Vísi, Laugavegi 1. Skólasetning fer fram 1. októ- ber kl. 7,30 í húsi KFUM og K við Amtmannsstíg. Er áríðandi að allir umsækjendur séu við- starfdir eða sendi einhvern fyr- ir sig. Þá er fólki ráðlagt að tryggja sér skólavist sem fyrst, þa rsem umsækjendur eru tekií ir eftir þeirri röð, sern þeir sækja um. Kvöldskóli KFUM er eink- um ætlaður piltum og stúlkum, sem stunda vilja nám samhliða vinnu sinni. Námsgreinar eru: íslenzka, danska, enska, kristia fræði, reikningur, bókfærsla og handavinna (stúlkna), en auk þess upplestur og íslenzk hók- menntasaga í framhaldsdeild. Einskis inntökuprófs er krafizt, en skólavist geta þeir hlotið, er lokið hafa lögboðnu skyldunámi. Einnig er þeim, er lokið hafa námi 1. bekkjar gagnfræðastigsins heimilt að sækja skólann. Að loknu burt- fararprófi úr Kvöldskólanum hafa þeir fullnægt skyldunámi smu. MUNCHEN, 11. sept. (Reuter). — María Callas, óperusöng- kona, rpun leika aðalhlutverkið í vestur-þýzkri kvikmynd, seni nefnist Prima donnan. Einn af framleiðendum kvik- myndarinnar greindi frétta- mönnum svo frá, að Maríu Callas hefði verið lofuð 500 þús. sterlingspund fyrir að leika í myndinni. Samkvæmt ítölskum lögum mun eiginmað- ur söngkonunnar fá helming þessa fjár, en það þykir sum- um hart, þar eð þau standa í skilnaði. En hjónaskilnaðir eru ekki viðurkenndir á Ítalíu. mnæm FÆDIN G ARHEIMILI Jó- hönnu Hrafnfjörð, sem áður var að Álfhólsvegi 66, Kóp*a- vogi, hefur nú flutt í nýtt hús- næði að Hlíðarvegi 6 og getur nú tekið á móti 9—10 sængur- konura í einu. Húsnæðið er allt hið vistleg- asta og mjög rúmgott. Þar eruí 2 sjúkrastofur, fæðingarstofa, sérstakt barnaherbergi, vagt- stofa og auk þess setustofa með síma fyrir sængurkonurnar, þegar þær fara að hafa fóta- vist. Þetta fæðingarheimili hefur aflað sér vinsælda, þann tímá sem það starfaði að Álfhóls- vegi 66 og er það mikið fagn- aðarefni fyrir verðandj mæður í Kópavogi, að það skuli nú, hafa fengið þessi ágætu starfs- skilyrði. í KONUR! Fjölmennið á fund V.K.F. Framsókn í Iðnó, sunnudag kl. 8,30 e. h. Fundarefni: Samningarnir. FERÐALANGUR nokkur, góðkunningi Alþýðublaðsins, sem nýkominn er úr ferðalagi um öræfi iandsins, segir slæmar fréttir af brezkum ferðalöngum, sem hafa farið um öræfi landsins í sumar. Hópur brezkra manna fór um Þjófadíli og Hveravelli fyrir nokkru. Gistu þeir þá meðal annars í sæluhúsum Ferðafélags íslands í Þjófa- dölum og Hveravöllum. Eftir frásögn sauðfjárvarn- armanna á Kili, hafa þessir brezku ferðamenn gengið skammarlcga illa um sæluhús Ferðafélagsins og sjást þess glögg merki. Hafa þeir jafn- vel gengið á óhreinum göngu- skóm sínum um borð og bekki liúsanna, og ekki þrifið eftir sig. Ekki virðast þessir ferða- langar hafa gert sér Ijúst, að neitt væri að athuga við þessa umgengni, því að nöfn sín hafa þeir að minnsta kosti skrifað í gestabók sælu- hússins á Hveravöllum. Blas- ir þar fremst við nafnið Moldway Dancoster frá Yorkshire. Frá þessu er sagt, vegna þess, að það er mjög fátítt, að fólk gangi illa um sæluhús Ferðafélagsins. Yfirleitt set- ur það metnað sinn í að ganga vel um húsin. Loks skal þess getið, að ný- lega voru þarna á ferð þrír írskir unglingar, og dvöldust þeir í báðum sæluhúsunum. Gengu þeir ágætlega um og ortu kvæði í gestabókina ís- lenzkum öræfum til lofs og dýrðar. * DOVER: — Gordon Hill, 3® ára gamalí sundkappi frá Ox- fcird, synti yfir Ermasund í dag, á 12 klst. 48 mín. — Hann synti frá Frakklandi til Englands. —< Hann er sá 17., sem syndir yfií Ermasund í ár. í GffiR rann út kæru- frestur hjá Skattstofunni í Reykjavík. Var margt manna er beið viðtals við niðurjöfmmarnefnd og Óskar Björnsson, fulltrúa skattstofunnar. Fóru. allir, er þurftu að fá viðtal í r'rfð, er myndazt hafði á ganginum. Ein var þó undantekning í því efni. Ingi R. Helgason, vara- bæjarfulltrúi kommún- ista, kom þarna askvað- andi og ruddist framfyrir þá, er búnir voru að bíða lengi og fór inn. Var hon- um vinsamlega bent á, að þarna væri röð, en hann svaraði aðeins: „Ég er ekki í þeirri röð“. 2 12. sept. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.