Alþýðublaðið - 12.09.1959, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 12.09.1959, Blaðsíða 12
40. árg. — Laugardagur 12. sept. 1959 — 195. tbl. HÉR er inynd, sem búin er aíí fara hálfa leiðina kringum hnöttinn. Hún er af átökum, sem nýlega urðu milli verkamanna og iögreglu í Tókýó. Aðdrag- andinn var sá, að til ó- éirða dró í sambandi við verkfall, í átökunum féll vérkamaður. Og þegar út- förin fór fram, hófst slag- urinn á nýjan leik. fyrir sláfrara HINN 8. og 9. þ. m. efndi Samband ísl. samvinnufélaga til námskeiðs og fundar á Ak- ureyri fyrir slátrara og aðra þá, sem að sauðfjárslátrun •vinna. Þátttakendur voru um 58, aðallega fláningsmenn, slátur- hússtjórar og kjötmatsmenn frá 40 sláturhúsum víðs vegar að um landið. Öll kaupfélögin, sem verka dilkakjöt fyrir út- lendan markað, nema tvö, sendu þátttakendur einn eða fieiri á námskeiðið. Námskeiðið þótti takast vel og hafa orðið til mikils gagns. ÞAÐ eru bara vinnu-„ný-, lcndur“, en hreint engar vinnu- „búðir“, í Sovétríkjunum nú- orðið, sagði háttsettur opinber aðili í Moskvu nýlega! ’Vladimir A. Boldyrev, dóms- málaráðherra hins stærsta hinna 15 ríkja, sem í sovétsam- bandinu eru, sagði ennfremur á blaðamannafundi þar í borg, að í ríkislögreglunni hefði verið fækkað um 40%, vegna minnk- un glæpa. Vinnu-,,búðirnar“, sem nú eru sagðar úr sögunni í Sovét- ríkjunum, voru fyrir þá, sem dæmdir voru fyrir pólitíska glæpi og meiriháttar lögbrot. Það er áiitið, að fólk, sem fund- ið var sekt um minni glæpi og hlotið hafði léttari dóm hafi kðffibrennilu I GÆRMQRGUN klukkan 10.56 kom upp eldur í kaffi- brennslu Karls Rydens, að Vatnsstíg 3. Er slökkviliðið kom á vett- vang, var , talsverður eldur í kaffibrennara og í rörum út frá honum. .Tókst slökkviliðinu fljótlega ao ( ráða niðurlögum eldsins. Talsverðar skemmdir munu þó hafa orðið.á vélum og kaffi. BráSkvaddur KLUKKAN að ganga tólf í gærmorgun varð maður, Jón Gíslason að nafni, bráðkvaddur við Verkamannaskýlið í Rej'kja vík. verið sent til vinnu-„nýlend- anna“. Aginn í vinnu„nýlendunum“ var bersýnilega linaður fyrir nokkru, en þá varð hann of lítill til þess að hann félli yfirvöídunum í geð. Á síðasta þingi æðsta ráðsins komu fram tillögur þess efnis, að aginn í „nýlendunum“ yrði aftur strangari. Boldyrev ráðherra lætur þess ekki getið, hvað margt fólk er nú í vinnu-„nýlendum“ í Rússlandi eða hvað þeir, sem þar eru, hafa fyrir stafni. Hann lætur þess heldur ekki getið, fyrir hvaða glæpi fólk er dæmt til veru í slíkri vinnu-„ný- lendu“. Hann segir, að útlend- ingar, sem dæmdir eru í Rúss- landi fyrir ýmsar sakir, gætu átt von á því að vera sendir til þessara „nýlendna11. Frasögn raðherrans af af- námi vinnu-„búðanna“, fækk- aðri lögreglu o. fl„ miðast að því að sýna fram á að sovézk lög og framkvæmd þeirra séu ekki eins harðneskjuleg og miskunnarlaus og áður. RÓTARÝ-klúbbur Reykja- víkur er 25 ára á morgun. Klúbburinn var stofnaður 13. september 1934 með 23 stofn- endum og var fyrsti Rótarý- klúbburinn á Islandi, en sá 3824. í alþjóða Rótarý-hreyf- ingunni. Nú eru starfandi 14 Rótarý-klúbbar á Islandi með samtals 430 félögum, en 10.212 klúbbar alls í heiminum með samtals um 500 þúsund félög- um. Klúbburinn var stofnaður frá Danmörku og var Rótarý- klúbbur Kaupmannahafnar móðurklúbbur hans. 28 Rótarý- klúbbar voru þá í Danmörku og Danmörk-ísland eitt Rótarý- umdæmi. Eftir stofnun Reykja- víkur Rótarý-klúbbsins með 23 stofnendur fjölgaði - félags- mönnum nokkuð. Árið 1937 voru stofnaðir Rótarý-klúbbar á ísafirði og Siglufirði, 1939 á Akureyri, 1940 á Húsavík og 1945 í Keflavík. íslenzka Rót- arý-umdæmið var stofnsett 1. júlí 1946 og er núverandi um- dæmisstjóri Halldór E. Sigurðs son, Borgarnesi. ALLS 90 FÉLAGAR. í Rótarý-klúbb Reykjavíkur hafa gengið samtals 90 félagar á þessum aldarfjórðungi, að meðtöldum stofnendunum 23. Af þessum 90 eru 20 látnir, 4 fluttir burtu og 3 farnir úr klúbbnum af öðrum ástæðum. Félagatala nú er 63, að með- töldum heiðursfélaga, Ásgeiri Ásgeirssyni, forseta íslands, sem er einn af 9 eftirlifandi stofnendum. Núverandi stjórn skipa: Geir Hallgrímsson, forseti, Örn O. Johnson, varaforseti, Kristján Eldjárn, ritari, Viggo R. Jessen, gjaldkeri, Þór Sandholt, stall- ari, Sigurjón Sigurðsson, fyrr- um forseti. MARKMIÐ RÓTARÝ. Það var hugsjónamaðurinra Paul Harris, sem var upphafs- maðurinn að Rótarý-félags- skapnum og stofnaði- fyrsta Rótarý-klúbbinn í Chicago ár- ið 1905. Márkmið Rótarý er að örva og efla þjónustuþel félagá sinna, sem grundvallai'viðhorf þeirra til eigin starfá,. og. sér í lagi að fræða ög efla: 1. Þróun viðkynningar., svo að hún verði tækifæri til.þjón- ustu. 2. Göfugt siðgæði í viðskipt- um og starfi, viðurkenning á gildi allra nytsamra starfá og virðing hvers rótarý-félaga fýr- ir starfi sínu. 3. Viðleitni hvers rótarý-fé- laga til að breyta samkyæmt þjónustu hugsjóninni í einka- lifi sínu, atvinnu- og þjóðfé- lagsstörfum. 4. Efling samkomulags, góð- vildar og friðar þjóða í millum með heimsfélagsskap manna í öllum starfsgreinum, er þjón- ustuhugsjónin tengir saman. Rótarý er ekki leynifélags- skapur á neinn hátt. í rótarý getur enginn sótt upptöku, heldur eru félagarnir kjörnir, einn úr hverri starfsgrein, og koma saman vikulega. FRAMBOÐSLISTI Alþýðuflokksins í Vestfjarðarkjördæmi var samþykktur einróma í kosninganefnd kjördæmins í fyrradag. Listinn er skipaður þessum mönnum: 1. Birgir Finsson, framkvæmdastjóri ísafirði. 2. Hjörtur Hjálmarsson, skólastjóri Flateyri. 3. Ágúst H. Pétursson, sveitarstjóri Patreksfirði. 4. Guðmundur Jóhannesson, héraðslækn ir Bolgunarvík. 5. Jón H. Guðmundsson, skólasjóri Isafirði. 6. Sigurður Pétursson, skipstjóri Reykj avík. 7. Guðmundur Andrésson, rafvirkjameistari Þingeyri. 8. Jens Hjörleifsson, sjómaður, formaður verkalýðs og sjómannafélags Hnífs- dælinga Hnífsdal. i 9. Skarphéðinn Gíslason, vélstjóri BOdudal. g$jl0. Eíías H. Guðmundsson útibússtióri Bolgunarvík. jeppi í UM klukkan 6,30 í gær varð það slys á gatnamótum Hofs- vallagötu og Sólvallagötu, að piltur á skellinöðru skall utan í jeppabifreið og hlaut meiðsli. Pilturinn kom á skellinöðr- unni norður Hofsvallagötu og jeppinn var að fara vestur Sól- vallagötu. Pilturinn skall með höfuðið á trélista á framhlið jeppabif- reiðarinnar og hlaut hanrí meiðsli á höfði. Var hann flutt- ur á slysavarðstofuna. Hann heitir Ingibjörn Haf- steinsson, Kaplaskjólsvegi 64. i.lallgrímur Helga- menntamálaráðherra skipaði í gær dr. Ballgrím Helgason, sem fulltrúa í tón- listardeild ríkisútvarpsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.